Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 12
72 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 Útlönd Heimurinn i hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Suu Kyi í hungurverkfalli BURMA: Baráttukonan Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðis- sinna í Burma, er farin í hung- urverkfall til að mótmæla því að herforingjastjórn landsins haldi henni ífangelsi. Banda- ríska utanríkisráðuneytið greindi frá þessu í gær og lýsti því jafnframt yfir að ráðamenn í Washington hefðu áhyggjur af öryggi hennar. Suu Kyi, sem hlaut friðarverð- laun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir lýðræðisumbótum, var handtekin 30. maí síðastliðinn eftir að þorparar á vegum stjórnvalda réðust á hana og stuðningsmenn hennar. Nokkr- ir stjórnarandstæðingar létust í látunum og þjóðir heims hafa keppst við að fordæma hand- tökuna aliar götur síðan. Launastríð GRÆNLAND: Flutningur máis veiðimannanna ÍThule á Grænlandi, sem voru reknir frá heimilum sínum fyrir 50 árum, fyrir hæstarétti er nú í upp- námi þar sem lögmaður veiði- manna telur sig ekki fá nægi- leg laun frá stjórnvöldum til að standa straum af kostnaði. Stjórnvöld hafa verið beðin um að endurskoða afstöðu sína. FBI aðstoðar við rannsókn sprengjuárásarinnar í Najaf: 300 þúsund í sorgargöngu Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur verið kölluð til að- stoðar við rannsókn sprengju- árásarinnar við Imam Ali bæna- hús sítamúslíma í helgu borg- inni Najaf í írak á föstudaginn, sem varð að minnsta kosti hundrað manns að bana og slasaði meira en tvö hundruð. Fréttum ber ekki saman um tölu fallinna og slasaðra í Najaf og sagði í frétt AP-fréttastofunnar í morgun að 125 manns væru látnir og 142 slasaðir, en í frétt CNN sagði að minnsta kosti 500 manns hefðu slasast. Gengið frá Bagdad til Najaf Meðal hinna látnu var sítaklerk- urinn Ayatollah Mohammed Baqir al-Hakim sem dvalið hafði í meira en tvo áratugi í útlegð í íran í stjórnartíð Saddams Husseins og hófst þriggja daga sorgartími í gær með því að um 300 þúsund syrgj- endur hófu um 200 kílómetra sorg- argöngu til Najaf á eftir blómum skreyttum pallbíl. Á bílnum var líkkista sem tákn um hinn fallna leiðtoga, en að sögn yfirvalda fund- ust aðeins hendur, armbandsúr, giftingarhringur og penni hans í sprengjurústunum. Kallað eftir hefnd Gangan hófst með bænastund í Mousa ai-Kdhim-bænahúsinu í Bagdad en þaðan var haldið sem leið liggur til Najaf með viðkomu í Karabla, næsthelgustu borg síta- múslíma í írak á eftir Najaf. Fylgismenn al-Hakims, sem var leiðtogi hóps sem kenndi sig við Æðstaráð íslömsku byltingarinnar, helstu andstæðinga Saddams með aðsetur í Iran, börðu á brjóst sér og kölluðu eftir hefnd en vopnaðir verðir gengu næst blómum skreytt- um bflnum. Öryggisgæsla gagnrýnd Ayatollah Ali Sistani, æðsti klerk- ur sítamúslíma í Irak, gagnrýndi í gær bandaríska herliðið í írak fyrir það að hafa ekki sinnt öryggisgæslu við bænahúsið í Najaf og kaliaði um leið eftir aukinni þátttöku landa sinna við að gæta eigin öryggis. Abdul Aziz al-Hakim, bróðir Mo- hammeds Baqirs, tók ísama streng þegar hann ávarpaði syrgjendur og sagði bandaríska setuliðið bera ábyrgðina. „Þeir eru ábyrgir fyrir öllu því heilaga blóði sem úthellt hefur verið í Najaf, Bagdad og Mos- ul,“ sagði Abdul Aziz. Ekki eru þó allir á sama máli og er Ammar al-Hakim, frændi Mo- hammeds Baqirs, einn þeirra. Hann, eins og margir aðrir sítamúslímar, kennir stuðnings- mönnum Saddams um árásina en bætti við að ákveðnir öfgahópar gætu einnig átt hlut að máli. FBI aðstoðar við rannsókn Thomas Fuentes, yfirmaður FBI f Irak sem stjórnað hefur rannsókn- inni á sprengitilræðunum við höf- uðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og jórdanska sendiráðið í Bagdad í síðasta mánuði, sagði að rannsókn væri þegar hafin og að sérfræðingar stofnunarinnar leituðu fyrst hugs- anlegra tengsla milli árásanna þriggja. Að sögn yfirvalda í Najaf, sem fóru fram á hjálp FBI, er talið að sprengjan hafi innihaldið að minnsta kosti 800 kfló af TNT- sprengiefni og hafi samsetning hennar verið svipuð sprengjunum sem notaðar voru við höfuðstöðvar SÞ og jórdanska sendiráðið í Bag- dad og aðferðin sú sama. Nítján handteknir Að sögn írösku lögreglunnar hafa nítján manns þegar verið hand- teknir í tengslum við málið, flestir erlendir borgarar, sem grunaðir eru um tengsl við al-Qaeda-samtökin. Á bílnum var líkkista sem tákn um hinn fallna leiðtoga, en að sögn yfir- valda fundust aðeins hendur, armbandsúr, giftingarhringur og penni Baqirs al-Hakims í sprengjurústunum. Fjórir þeirra, tveir Irakar og tveir Sádi-Arabar, voru handteknir strax á föstudaginn og munu upplýs- ingar sem þeir gáfu við yfirheyrslur hafa leitt til handtöku fimmtán til viðbótar á laugardaginn. Að sögn talsmanns lögreglunnar í Najaf eru tveir Kúveitar og sex Pal- estínumenn, með jórdönsk vega- bréf, meðal hinna handteknu. „Hinir eru írakar og Sádar en allir eru þeir grunaðir um að vera í tengslum við al-Qaeda-samtökin,“ sagði talsmaðurinn. SORGARGANGA: Taliö er að allt að 300 þúsund manns taki þátt í 200 kílómetra sorgargöngu frá Bagdad til Najaf. §§§K!/ Líbíumenn gefa eftir: Samið við Frakka um skaðabætur Fjölskyldur 170 manna sem fór- ust þegar frönsk þota sprakk á flugi yfir Afríku 1989 munu fljótlega ganga frá skaðabóta- samningi við Líbíustjórn. „Grundvöllur að samkomulagi hefur fundist. Eftir á að ganga end- anlega frá því og verður það gert á næstu klukkustundum,“ sagði Dominique de Villepin, utanríkis- ráðherra Frakklands, í útvarpsvið- tali í morgun. Þar með ætti að vera rutt úr vegi síðustu hindrunum þess að refsiað- gerðum SÞ gegn Líbíu verði aflétt. Frakkar neituðu að fallast á afnám refsiaðgerðanna, eftir samkomulag um greiðslu til fjölskyldna fórnar- lamba Lockerbie-tilræðisins nema OPNAR BUDDUNA: Gaddafí Llbíuforseti hefur fallist á að greiða hærri skaðabætur. hærri bætur kæmu til vegna þeirra sem fórust með frönsku vélinni. ísraelski landvarnaráðherrann viðrar skoðanir sínar: Hótar innrás á Gaza Landvarnaráðherra ísraels ýj- aði að því í gær að ísraelar kynnu að gera innrás á Gaza þarsem palestínskir harðlínu- menn hafa orðið fyrir mann- skæðum loftárásum að und- anförnu. „Við eigum alltaf þann mögu- leika að grípa til hernaðarað- gerða á jörðu niðri í Gaza,“ sagði landvarnaráðherrann, Shaul Mofaz. „Við munum gera það þegar við teljum að rétta stundin sé runnin upp.“ ísraelskir hemaðarsérfræðing- ar sögðu að landhernaður á Gaza, sem er mjög þéttbýlt land- svæði, myndi kosta mikið mann- fall í röðum bæði ísraelskra her- manna og Palestínumanna. IFRIÐARFERÐ: Javier Solana, utanríkis- málastjóri Evrópusambandsins, er I (srael til að reyna að þoka friðarferöinu áleiðis. ísraelar hafa fellt þrettán Palestínumenn í þyrluárásum á Gaza ffá því sjálfsmorðsliði úr Hamas-hreyfingunni drap 21 ísraela í strætisvagni 19. ágúst. Á ferðalagi Javier Solana, utanríkismála- stjóri Evrópusambandsins, hefur hafnað kröfum ísraela um að slíta öll tengsl við Yasser Arafat, forseta Palestínumanna. Solana ræddi við Silvan Shal- om, utanríkisráðherra ísraels, í Jerúsalem í gær til að reyna að blása nýju lffi í svokallaðan Veg- vísi að friði. Búist er við að Soiana hitti Ariel Sharon forsætisráðherra í dag, svo og John Wolf, sérlegan sendi- mann Bandaríkjaforseta. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.