Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 11 DVSport Keppni (hverju orðí Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 ■ 550 5889 Nenna ekki að veiða Algjört hrun er í Laxá íAðaldal og aðeins 530 laxar hafa veiðst í sumar Fréttir afveiðinni Það er.farið á hausta á veiði- menn eins og aðra landsmenn og hér á eftir fara nokkrar fréttir af því hvernig veiðiskapurinn hefur gengið síðustu dagana. Hefur ekki skilað sér Bleikjan hefur ekki skilað sér eins og veiðimenn hefðu viljað. Sumar veiðiár gefa lítið af bleikju en þær stóru og vænu sem komu fyrst eru ennþá að veiðast, þó legnar séu orðnar. Mikiðaf fiski Veiðimenn sem voru að veiða í Brynjudalsá í Hvalfirði sögðu mikið vera af fiski í effi-fossinum og þar hefði verið hreinlega erfitt að kast út í hylinn fyrir fisk. Eitt- hvað var nú fiskurinn samt tregur, þrátt fyrir fjöldann, og vildi lítið með veiðimennina hafa. Ásgeir Heiðar hættur Þær fréttir berast úr Laxá í Kjós að staðarhaldarinn og veiðimað- urinn mikli, Ásgeir Heiðar, sé hættur þar og komi hvergi nálægt ánni lengur. Fáir veiðimenn hafa sett í fleiri laxa á flugu í ánni en Ásgeir Heiðar í Laxá. 200 og 300 laxar Makahollin hafa gengið vel, eins og í Laxá í Kjós og Langá á Mýrum, en á milli 200 og 300 lax- ar veiddust f hvorri ár. Þverá í Borgarfirði er fengsælasta veiði- áin en síðan kemur Langá á Mýr- um, eftir að makahollið var þar við veiðar. Allt virðist benda til þess að Þverá verði sú fengsælasta í sumar. Lítið vatn en góð veiði Það hefur verið góð veiði í Straumunum, Svarthöfða og Brennunni í Flókadalsá í Borgar- firði í allt sumar vegna þess litla vatns sem er á svæðinu. f Svart- höfða hafa veiðst um 270-280 lax- ar sem er gott. Þrátt fyrir mok hef- ur veiðin lítið lagast í Gljúfurá í Borgarfírði og veiðimenn sem voru þar fyrir skömmu veiddu 2 laxa og sáu ekki mikið af fiski. Til- raunin við ósinn var vel þess virði til að reyna að hjálpa ánni aðeins. 6. Bender Slæmt veiðisumar í einni kunn- ustu laxveiðiá landsins, Laxá í Aðaldal, er síðasta dæmið um minnkandi veiði í þessari fyrr- um drottingu laxveiðiánna. Nú er svo komið að veiðimenn nenna ekki að veiða lengur í ánni, enda hefur hún aðeins gefið 530 laxa í sumar. Þrátt fyr- ir mikla náttúrufegurð þá eru þeir nú að þessu til þess að eitthvað bíti á stöngina þeirra. Veiðin í Laxá í Aðaldal, þessari frægu laxveiðiá, hefur farið minnk- andi sfðustu árin en í fyrra veiddust 1189 laxar í ánni sem þótti ekki mikið í þessari fyrrum drottingu laxveiðiánna. Nú er svo komið að veiðimenn nenna ekkki að veiða lengur í ánni sem aðeins hefur gef- ið 530 laxa í allt sumar. Þetta eru ekki góðar fréttir þar sem aðeins er eftir að veiða í ánni í fáa daga í við- bót. „Það voru aðeins tvær stangir í gangi í ánni í fyrradag á Laxamýrar- svæðinu. Hinir voru fyr- ir löngu hættir að veiða og farnir heim." ,,Það voru aðeins tvær stangir í gangi í ánni í fyrradag á Laxamýrar- svæðinu. Hinir voru fyrir löngu hættir að veiða og farnir heim. Þeg- ar veiðimenn sjá ekki líf dag eftir dag hætta þeir veiðum," sagði veiðimaður sem var á leið heim úr Laxá - fisklaus - eftir nokkurra daga veiði í ánni. Það sem verra var - hann hafði ekki séð sporð í ánni. „Ég hef verið að leiðbeina mikið í Veiðimenn geta ekki bara horft á fegurðina til lengdar, þeir vilja veiða og sjá fiska. sumar í Laxá og þetta hefur verið meira en rólegt, það er eitthvað meira en lítið að. Laxinn kemur bara alls ekki upp í ána eins og hann á gera,“ sagði leiðsögumaður sem mikið hefúr verið á bökkum Laxár í Aðaldal. „Fegurðin er mikil við Laxá, bæði við Æðarfossa og á Nessvæðinu, þar sem Kirkjuhólmakvísl og Vitaðsgjafi eru meðal annarra góðra veiðistaða. En veiðimenn geta ekki bara horft á fegurðina til lengdar, þeir vilja veiða og sjá fiska," sagði leiðsögumaðurinn enn fremur. Núna vantar um 700 laxa upp á veiðina sfðasta sumar og veiðitím- inn er næstum því úti. Laxá í Aðal- dal er blæða út, það er eitthvað mikið að. Það hefði átt að veiða og sleppa í Laxá í allt sumar, þess þarf þar. G. Bender NOKKRIR VÆNIR A LAND: Það hefur bjargað Laxá i Aðaldal að nokkrir vænir laxar hafa veiðst I sumar en heildarveiðin er aðeins 530 laxar. DV-mynd GunnarBender VEIÐISVÆÐI VIKUNNAR Vikulega er kynnt og boöiö nýtt veiöisvæöi meö miklum afslætti. TILBOÐ VIKUNNAR Verslanir og heildsalar bjóöa vikulega ný tilboð á takmörkuöu magni af úrvalsvörum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.