Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 16
76 SKOÐUN MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 Staða sauðfjárbænda versnar enn Málefni sauðfjárbænda eru enn í brennidepli, málefni þeirrar stéttar sem landbúnaðarráðherra segir með réttu að sé fátækasta stétt landsins. Sé mið tekið af nýjustu tíðindum versnar hagur þessarar stéttar enn. Fram kom hjá formanni Landssamtaka sauðfjárbænda í síðustu viku að slátur- leyfishafar hefðu boðað lækkun á afurða- verði til bænda fyrir kindakjöt um að minnsta kosti 16% miðað við nýja verð- skrá Sláturfélags Suðurlands. Sláturfélag- ið lækkar verð á kindakjöti um 8% en sé tekið tillit til aukinnar útflutningsskyldu er raunlækkun að minnsta kosti 16%. Haft hefur verið eftir forstjóra Sláturfé- lags Suðurlands að skýringar á lækkun- inni megi rekja til erfiðra aðstæðna á kjöt- markaði. Annars vegar hafi orðið lækkun á söluverði kindakjöts og hins vegar hafi orðið samdráttur í sölu vegna aukinnar framleiðslu á kjúklinga- og svínakjöti. Staða sauðfjárbænda er slík að þeir mega vart við þeirri kjaraskerðingu sem blasir við. Þótt enginn efist um gæði dilkakjötsins er því ekki að leyna að breyttar neysluvenjur ráða miklu um þá þróun sem orðið hefur. Neytendur sækja fremur í ljóst kjöt, fugla- og svínakjöt, en t.d. dilka- og nautakjöt. Staða sauðfjárbænda er hins vegar miklu verri en kúabænda þótt hún sé ekki til að hrópa húrra fyrir. Frá því var greint í vor að meðallaun sauðfjárbænda fyrir vinnu á búi í hittifyrra næðu ekki 70 þúsund krónum á mánuði. Vart þarf að fara mörgum orðum um Staða sauðfjárbænda er slík að þeir mega vart við þeirri kjaraskerðingu sem blasir við. þá stöðu. Af þeim launum er vart hægt að draga fram lífið nema fleira komi til. í útreikningum um stöðu sauðfjárbænda er miðað við að búið sé með 317 kindur. Vegna þessarar afleitu stöðu verða sauðfjár- bændur oftar en ekki að sinna annarri vinnu með búskapnum. öðruvísi nást endar ekki saman. Sjái hjón saman um búið er algengt að annar aðilinn vinni fullt starf utan bús. Þessi slæma staða þýðir jafnffamt að nýliðun er lítil í greininni. Framtíðarhorfur eru ekki bjartar. Það er að vonum að ungt fólk sér ekki framtíð í sauðfjárbúskap, jafnvel þótt áhugi sé til staðar á búskap. Margir samverkandi þættir ráða því hvernig komið er. Áður voru nefndar breyttar neysluvenjur. Það er ekki aðeins að mynstrið sé breytt á kjötmarkaði heldur kemur fleira tíl. Pastaréttir hafa rutt sér til rúms, auk meiri áherslu á grænmetis- neyslu, hvort heldur er sem aðalréttur eða ríkur þáttur í hverri máltíð. Rauða kjötið hefur sætt mótbyr í keppni við aðra fæðu. Forystumenn sauðfjárbænda benda og á að erfitt sé að keppa við framleiðslu á kjúklinga- og svínakjöti, enda hafi bank- arnir orðið að taka yfir eða styrkja verulega framleiðslufyrirtækin í þeirri grein. Van- megnugir sauðfjárbændur megi sín lítils í keppni við öflugar fjármagnsstofnanir. Þannig sagði Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnars- stöðum í Þistilfirði, þá nýkjörinn formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, að fjármála- stofnanir gætu ekki leyft sér að falsa verð á kjöti til neytenda með því að selja það langt undir kostnaðarverði. Slíkt hlýtur að enda, sagði for- maðurinn, með stórfelldum verðhækkunum eða gjaldþrotum. Langminnugir neytendur muna stöðuna á markaðinum fyrir síðustu jól. Þá var hreinlega útsöluverð á svínakjöti - staða sem allir vissu að gat ekki enst til lengdar. Sauðfjárbændur setja traust sitt á að jafnvægi náist í framleiðslu fugla- og svínakjöts. Þá verði staðan önnur hjá þeim. Stéttin sem heild þolir ekki frekari kjaraskerðingu. Skoðanakönnun DVum fylgið irið ríkisstjórnina: Tæpur meirihluti er kosninga, nánar tiltekið í júlí og september 1995 og september 1999. Þá var nákvæmlega sömu spurningar spurt. Afþeim 84,3 prósent- um sem afstöðu tóku í könnun DV sögðust 55,1 prósent vera fylgj- andi ríkisstjórninni en 44,9 prósent andvíg. í júlí 1995 reyndust 65,7 prósent fylgjandi ríkisstjórninni en fylgið lækkaði í 52,3 prósent í september. í september 1999 sögðust 63,2 pró- sent fylgjandi ríkisstjórninni. Til frekari samanburðar má geta þess að stjómin sem var við völd 1991-1995, Viðeyjarstjórnin, naut yfir 50 prósenta fýlgis strax í kjölfar kosninganna 1991 en síðan ekki söguna meir. Voru andstæðingar þeirrar ríkisstjórnar fleiri en fylgj- endur það sem eftir lifði þess kjör- tímabils en fylgið fór lægst í um 24 prósent. hlh@dv.is Af öllu úrtakinu f könnun DV sögðust 46,5 prósent vera fylgjandi ríkisstjórninni, 37,8 prósent vom andvíg, 5,3 prósent vom óákveðin Afstaða tll rlklsstjárnarlnnar m Fylgjandi Andvig Óákv./sv. ekkl og 10,4 prósent neituðu að svara spurningu þar um. Af þeim 84,3 prósentum sem afstöðu tóku í könnun DV sögðust 55,1 prósent vera fylgjandi ríkisstjórninni en 44,9 prósent andvíg. Munur á afstöðu kynjanna er vart marktækur en stuðningur við ríkisstjórnina er þó ívið meiri með- al kvenna en karia. Ekki er heldur marktækur munur á afstöðu eftir búsetu en ríkisstjórnin stendur þó örlítið sterkari fótum meðal kjós- enda á landsbyggðinni. Úrtakið í könnun DV var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og hlutfallsiega milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) ríkis- stjórninni? Niðurstöðumar má sjá í með- fylgjandi gröfum. Svipað fyrir fjórum árum Niðurstöður þessarar könnunar vom bornar saman við sams konar kannanir DV í kjölfar fyrri alþingis- Um 55 prósent kjósenda eru fylgjandi ríkisstjórninni sam- kvæmt skoðanakönnun DV sem gerð var á þriðjudagskvöld í lið- inni viku. Stuðningurinn er ívið meiri en í könnun DV fjórum mánuðum eftir kosningar 1995 en töluvert minni en stuðning- ur við stjórnina fjórum mánuð- um eftir kosningarnar 1999. fylgjandi ríkisstjórninni E :D Klaufi? Þetta er óvenjuleg aðferð til formannsframboðs í stjórnmála- flokki. Fyrir réttu ári brást Ingi- björg Sólrún við niðurstöðu ( skoðanakönnun um, að hún ætti að bjóða sig fram til þings, á þann veg að bjóða sig ekki fram, af því að hún þyrfti þá að segja af sér borgarstjórastarfinu, sem hún hafði fáeinum mánuðum áður lofað að gegna 14 ár. Um jólin snerist henni hugur en hélt, Björn Bjarnason. að hún gæti boðið sig fram i 5. sæti á framboðslista Samfýlking- arinnar til þings f Reykjavík norð- ur og setið áfram sem borgar- stjóri. Öllum er kunnugt, að þetta gekk ekki eftir. Ingibjörg Sólrún er nú hvorki borgarstjóri né þingmaður. Skyldi hún verða jafnmikill klaufi við að nálgast formannsstöðuna af Össuri? Björn Bjarnason dómsmálardð- herra á heimaslöu sinni um yfirlýs- ingu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur um að hún stefni að fram- boði í formannsembætti Samfylk- ingarinnar árið 2005. Styrkjum hljómsveit- ina áfram (umræðunni hafa margir skil- ið afstöðu borgarinnar þannig að hún vilji losna undan því að styðja við Sinfóníuna og sumir tekið það til marks um lítinn vilja og skilning borgaryfirvalda á því listræna starfi sem fram fer á vegum Sinfóníuhljómsveitar (s- lands. Þetta er ekki rétt... Reykjavíkurborg mun áfram styðja við Sinfóníuhljómsveit (s- lands, en það er nauðsynlegt að samkomulag náist milll ríkis og borgar um framtíðarfyrirkomu- lag þess stuðnings og að um- fangið sé ekki ákveðið einhliða af ríkinu. Árni Þór Sigurðsson, skrifar um Sinfóniuhljómsveitina og stuðning Reykjavikurborgar á Múrnum 3 7. ágúst. Jarmið og álagn- ingarskrárnar Okkur ber að borga það sem ákveðiö er á lýðræðislega kosnu Alþingi og svíkjast ekki undan því þótt okkur finnist skattarnir of háir. Það eru hinar lýðræðis- legu reglur sem yfir alla ganga. Við eigum ekki að fela hugsanleg svik bak við leynd álagningar- talna. Punktur. Það er gleðiefni að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur ekki gefið eftir í þessu máli. Megi hann standa uppréttur áfram í upplýsinga- skyldu ríkisins þrátt fyrir jarmið í ungliðum flokkslns. Ingólfur Margeirsson I pistli á Kreml.is um deilur hvort birta eigi opinberlega álagningarskrár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.