Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 9
t MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 9 HRÚTATUNGURÉTT: Stemningin var góð í Hrútatungurétt fyrir ári, eins og sést. Fjárréttir haustsins: Sungið raddað undir réttarvegg Upp til heiða og inn til dala eru grös farin að sölna. Sólargangi samkvæmt bregður birtu æ fyrr á kvöldin - og allt er þetta sam- kvæmt gangverki náttúrunnar. Eftir gróðursælt og sólríkt sumar er sauðfé á afrétti nú aftur farið, að leita niður til byggðanna. Bændur eru farnir að undirbúa fjallferðir - en í sveitum landsins eru þær það verk- efni haustsins'sem líklega ber hæst. Kannski helst hvað varðar stemning- una, sem engu öðru er lík. Jafnvel þótt sauðfé í sveitum fækki ár frá ári og afkoman í sauðfjárrækt sé afleit. Þrátt fyrir það er áfram sungið radd- að undir réttarvegg og í gangna- mannakofum. Vinir hittast í sveitinni í fjárragi. í framhaldinu kemur svo sláturtíð með sviðakjömmum, blóð- mör og lifrarpylsu. Einhverjar fyrsm réttimar á komandi hausti verða á fimmmdag í þessarri viku, 5. septem- ber. Þá verður fé dregið í dilka í Foss- rétt á Sfðu í Vestur-Skaftafellsýslu - og í Grófargilsrétt sem er í hinum foma Seyluhreppi í Skagafirði. Reynisstaðarrétt í Skagafirði er þann 7. september, en þar er dreg- ið í dilka fé bænda í hinum fornu Staðar- og Seyluhreppum í Skaga- firði. „Ég verð fyrir sunnan að spila, en kemst í réttirnar um hádegi þennan dag ef ég keyri mátulega hratt norður," segir Geirmundur Valtýsson. Jafnhliða daglegum störfum sínum er hann með all- nokkurn búskap á föðurleifð sinni á Geirmundarstöðum í Sæmundar- hlfð. Sú jörð er stór og fé Geir- mundar að mestu í heimahögum svo ekki kemur að sök þótt Geir- mundur nái ekki í réttirnar. Hins vegar þætti mörgum miður ef réttarball með Geirmundi félli niður, en hann mun með hljóm- sveit sinni leika á noklcrum slíkum þetta haustið. Það fyrsta verður í Aratungu í Biskupstungum laugar- daginn 13. september. „Á réttar- böllum skemmtir fólk sér af lífi og sál, jafnvel enn betur en í annan tíma/' segir bóndinn á Geirmund- arstöðum. sigbogi@dv.is SAUÐFJÁRRÉTTIR HAUSTIÐ 2003 Auðkúlurétt í Svínavatnshr., A.-Hún. Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti, Rang Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Dalsrétt í Mosfellsdal Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Fossrétt á Siðu, V.-Skaft. Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp) Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. Grófargilsrétt (Skagafirði Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Hitardalsrétt í Hítardal, Mýr. Hliðarrétt í Bólstaðarhl.hr. A.-Hún. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. Kjósarrétt í Hækingsdal, KJós. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. Nesjavallarétt (Grafningi, Árn. Nesmelsrétt í Hvítársíðu Oddsstaöarétt í Lundarreykjadal, Borg. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. Reynistaðarrétt í Skagafirði. Selflatarrétt í Grafningi, Árn. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. Silfrastaðarétt í Blönduhlið, Skag. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. Skaftártungurétt (Skaftártungu, V.-Skaft. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. Skrapatungurétt (Vindhælishr., A.-Hún. Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. Tungnaréttir (Biskupstungum, Árn. Undirfellsrétt (Vatnsdal, A.-Hún. Valdarásrétt ÍVÍðidal, V.-Hún. Vlðidalstungurétt í Víðidal,V.-Hún. Þórkötlustaðarétt í Grindavík Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit Þverárrétt (Vesturhópi, V.-Hún. Þverárrétt i Þverárhlíð, Mýr. ölfusréttlr (Ölfusi, Árn. laugardag 6. sept. fimmtudag 25. sept. sunnudag 14. sept. sunnudag 21. sept. sunnudag 14. sept. laugardag 20. sept. þriðjudag 16. sept. og sunnudag 21. sept. laugardag 13. sept. föstudag 5. sept. sunnudag 21. sept. sunnudag 21. sept. þriðjudag 16. sept. föstudag 5. sept. laugardag 13. sept. laugardag 20. sept. mánudag 15. sept. sunnudag 14. sept. sunnudag 31. ágúst sunnudag 7. sept. föstudag 12. sept. laugardag 6. sept. augardag 20. sept. sunnudag 21. sept. sunnudag 14. sept. miðvikudag 17. sept. laugardag 13. sept. laugardag 6. sept. laugardag 20. sept. laugardag 6. sept. miðvikudag 17. sept. sunnudag21.sept. laugardag 20. sept. laugardag 13. sept. sunnudag 7. sept. mánudag 22. sept. mánudag 22. sept. mánudag 22. sept. laugardag 6. sept. laugardag 13. sept. föstudag 12. sept. laugardag 6. sept. laugardag 20. sept. mánudag 15. sept. sunnudag 21. sept. sunnudag 14. sept. laugardag 6. sept. laugardag 13. sept. föstudag 12. sept. föstudag 12. sept. laugardag 13. sept. sunnudag 21.sept. sunnudag 17. sept. laugardag 13. sept. mánudag 15. sept. þriöjudag 23. sept. Áframhaldandi Grænlandsflug birgðaleyfis til loka október á næsta ári.Til þess að unnt væri að hefja bókanir á far- miðum frá og með 1. nóv- ember nk. þurfti samþykki danskra flugyfirvalda sem nú er komið í höfn. Það þýð- ir að frá og með sl. miðviku- degi var unnt að hefja bók- un farþega í flug fýrir næsta vetur og næsta sumar. GRÆNLANDSFLUG: Dönsk samgönguyfirvöld hafa nú staðfest áframhaldandi leyfi Air Greenland til áætl- unarflugs milli Kaup- mannahafnar og Akureyrar. í Ijósi þess að dönsk og ís- lensk samgönguyfirvöld hafa samþykkt að fram- lengja bráðabirgðaflugleyfi Air Greenland til loka októ- ber á næsta ári mun Air Greenland halda áfram áætlunarflugi milli Akureyr- arog Kaupmannahafnar sem hófst 28. apríl sl. Sem fyrr verður flogið tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Áður höfðu íslensk sam- gönguyfirvöld gefið grænt Ijós á framlengingu bráða- PT3 skóli ólafs gauks Innritun stendur nú yfir í símum 588:3630 og 588-3730, eöa í skólanum að Síðumúla 17, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is í boði erfjölbreytt nám með vönduðu námsefni fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni: www.gitarskoli-olgauks.is eða í skól- anum á innritunartíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00 til 17:00. Einnig sendum við upplýsingabækling þeim sem þess óska. Sendum vandaðan upplýsingabækling Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 3000 á önn 588-3630 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL 14-17 Heil króna í viðskiptum Frá og með 1. október 2003 skal heildarfjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings greind og greidd með heilli krónu. Seðlabanki íslands minnir hér með á ákvæði reglugerðar nr. 674/2002 um að frá og með 1. október 2003 skuli heildarfjárhæð hverrar kröfu eða reiknings greind og greidd með heilli krónu þannig að lægri fjárhæð en fimmtíu aurum skuli sleppt en fimmtíu aurar eða hærri fjárhæð hækkuð í eina krónu. Jafnframt minnir Seðlabanki íslands á ákvæði reglugerðar nr. 673/2002, um innköllun þriggja myntstærða, 5, 10 og 50 aura, sem auglýst var 30. september 2002. Frestur til að innleysa ofangreinda mynt hjá viðskipta- bönkum og sparisjóðum rennur út 1. október 2003. Seðlabanki íslands mun þó innleysa myntina til 1. október 2004. Nánari upplýsingar má finna á vef Seðlabanka íslands (www.sedlabanki.is), eða hjá Stefáni Amarsyni, aðalféhirði Seðlabanka íslands, i síma 569 9600. Reykjavík, 1. september 2003. SL anO SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.