Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Blaðsíða 14
14 MENNING MÁNUDAGUR 1.SEPTEMBER2003 Menning Leikhús - Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlíst ■ Dans Umsjón: Sllja Aðalstelnsdóttir Netfang: silja@dv.is Sfmi: 550 5807 (Um)heimurinn SAGA: Sagnfræðingafélag ís- lands efnir í vetur til opinna fyrirlestra í Norræna húsinu í hádeginu annan hvern þriðju- dag eins og undanfarin ár. Að þessu sinni er þemað „Hvað er (um)heimur?" Fyrsti fyrirlestur- inn verður á morgun. Þá fjallar Halldór Ásgrlmsson utanríkis- ráðherra um stöðu smærri ríkja á 21. öld. Jazzhátíð DJASS: Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin 5.-9. nóvember. Hápurikturinn verður á lokatón- leikunum með New YorkVoices og Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Darmons Meader, en áður gefur að hlýða m.a. á fræga kanadíska djassara, danska píanósnillinginn Thom- as Clausen, spennandi færeyskt- Islenskt tríó sem Edvard Ny- holm Debess leiðir, breskt tríó undir stjórn píanóleikararns Alex Wilson, djasssöngkonurnar Kristjönu Stefánsdóttur, Birgitte Lyregaard, Ragnheiði Gröndal og Leni Stern o.fl. o.fl. Aðalstað- urinn verður Nasa við Austur- völl og forsala miða hefst síðar í þessum mánuði. Sjá Jazzfréttir á Fridrik@Reykjavikjazz.com. JÓHANNA VIGDfS: Leikur„Catharinu Zetu-Jones" í Chicago. ILMUR KRISTJÁNSDÓmR: Kraftmikil Lína. Guöjón Pedersen: Blankur en bjartsýnn. Lína Langsokkur, Velma Kelly, Don Kíkóti, Blanche og fleiri á svið Borgarleikhússins: Krafturog FÓTBOLTIVERÐUR BALLETT: Innilega fyndið dansverk eftir ungan og upprennandi hollenskan danshöfund. DV-myndir E.ÓI. Leikfélag Reykjavíkur kynnti dagskrá 107. leikárs síns á föstudaginn. Fram undan er líflegur vetur með Línu langsokk, söng- leiknum Chicago, leikriti um Don Kíkóta og fjórum nýjum leikritum eftir íslenska höfunda. Þrjú þessara nýju íslensku verka verða undir stjórn verðlaunaíeikstjórans Stefáns Jónssonar sem uppsker vel í Borgarleikhúsinu í vetur eftir sigurverkið Kvetch. Hann tekur við húsbónda- sætinu á Nýja sviði af Benedikt Erlingssyni og setur upp Belgísku Kongó eftir Braga Ólafsson, Draugalest eftir Jón Atla Jónasson og Sekt er kennd eftir Þorvald Þorsteinsson sem var val- inn leikskáld ársins í vor. Bragi, Sykurmoli og ljóðskáld, hefur vakið mikla athygli fyrir sér- stæðar skáldsögur sínar undanfarin ár og Jón Atli gaf út spennandi smásagnasafn, Brotinn taktur, 2001. Þessi verk taka klukkutíma í flutn- ingi. Þar að auki setur Stefán upp Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams, erótískt spennuleikrit um systurnar Blanche og Stellu og Stanley, eiginmann Stellu, sem Marlon Brando gerði ódauðlegan á sínum tfma. Frum- sýning 27. des. Fjórða nýja íslenska verkið er eftir enn eitt athyglisvert ungskáld, Sigurbjörgu Þrastardótt- ur, og heitir Þrjár Maríur. Leikstjóri þess verður Catriona Macphie og uppsetningin er í sam- vinnu við Strengjaleikhúsið. Ingvar er Don Kíkóti Leikárið hefst 14. sept. á Línu Langsokk und- ir stjóm Maríu ReyndaJ sem sló í gegn með Kar- íusi og Baktusi og Beyglum með öllu. Ilmur Kristjánsdóttir, nýútskrifuð leikkona, fetar nú í fótspor Sigrúnar Eddu Björnsdóttur og Mar- grétar Vilhjálmsdóttur og leikur Línu, en Berg- ur Þór Ingólfsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir þau Tomma og önnu. Þórhildur Þorleifsdóttir stýrir söngleiknum Chicago eftir John Kander og Fred Ebb og danshöfundur er sjálfur Jochen Ulrich, enda er sýningin í samstarfi við fslenska dansflokkinn. Frumsýning verður í janúar og á kynningunni söng Jóhanna Vigdfs Arnardóttir söng Velmu Kelly. Ekki er vitað hver leikur Roxie Hart. Guðjón Pedersen leikhússtjóri ætlar sjálfur að stýra leikritinu um draumhugann Don Kíkóta og hinn jarðbundna aðstoðarmann hans, Sansjó Pansa. Leikgerðin er eftir Bulga- kov og mikið tilhlökkunarefni að sjá þá Ingvar E. Sigurðsson og Eggert Þorleifsson í aðalhlut- verkunum. Frumsýning í mars. Blönk í heila öld Fjárhagur Leikfélags Reykjavíkur hefur verið í fréttum og leikhússtjórinn er spurður hvernig veturinn lfti út. - Verðið þið rosalega blönk? „Við höfum verið blönk í 107 ár, svo það er ekkert nýtt. En með aukaframlaginu sem við fengum í vetur sem Ieið tókst okkur að skila síðasta leikári með hagnaði," segir Guðjón. „Hann er að vfsu aðeins upp á eina milljón en sýnir þó hvernig við getum rekið þetta leikhús. Við drögum enn saman seglin, á efnisskrá vetr- arins eru aðeins ijögur heils kvölds verk á okk- ar vegum og svo nýju íslensku Verkin sem ég tel sem eitt verk þó að þau verði sýnd hvert fyrir sig. Annað er samstarfssýningar. Með aukaframlaginu sem við fengum í vetursem leið tókst okkur að skila síðasta leikári með hagnaði. En mér lfst vel á veturinn," heldur hann áfram, glaðbeittur. „Þetta eru fjölbreytt verk og ég er bjartsýnn á þau öll. Og ég er ekki einn um bjartsýnina. Það er kraftur í því frábæra lista- fólki sem hér starfar. Við erum hvergi bangin." íslenski dansflokkurinn verður með tvær sérsýningar í vetur. Á þeirri fyrri, strax 9. okt., verður bráðsnjall fótboltaballett, The Match eftir Lonneke van Leth, Party eftir Guðmund Helgason sem fékk áhorfendaverðlaunin á dansleikkeppninni í vor og Symbiosis eftir Itzik Galili. Á þeirri seinni í febrúar verða Cyrano eft- ir Láru Stefánsdóttur við undirleik Rússíbana og Practice Paradise eftir Stijn Celis. Keppni um frumsamið dansleikverk, sem tókst svo prýðilega í vor, verður endurtekin að vori. f lok þessarar viku hefst í annað sinn Nú- tímadanshátíð sem að þessu sinni verður hald- in í Borgarleikhúsinu. Dansleikhús með ekka fær einnig inni í húsinu með nýstárlega sýn- ingu sem byggð er á frönsku skáldsögunni Hættuleg kynni. Hún hefur áður veitt innblást- ur í bæði leikrit og kvikmyndir. Enn má nefna alþjóðíega leikhúsverkefnið Common Nonsense sem samið er utan um skondna skúlptúra Ilmar Stefánsdóttur og frumsýnt 6. nóvember, sýningu Thalamus á verkinu In transit og Rauðu skóna sem 10 flng- ur frumsýna í janúar. Auk þess verður tónlist í húsinu, málfundir og fleira. Og á Listahátíð í vor tekur húsið á móti góðum gestum frá Schaubúhne í Berlín. Allt sem þig langaði að læra en komst aldrei í verk - nú er tækifærið: Örnámskeið í afmælisgjöf Endurmenntun Háskóla íslands er 20 ára um þessar mundir. Haldið verður upp á þau tímamót með því að bjóða landsmönnum á ókeypis örnámskeið sem standa frá 14. september og eru í líklegustu jafnt sem ólíklegustu grein- um. f lok vikunnar verður svo sérstök hátíðardagskrá í Gamla bíói. örnámskeiðin verða öll haldin í húsa- kynnum Endurmenntunar við Dunhaga og eru eftirfarandi: Athyglisbrestur og ofvirkni hjá unglingum, Esperanto, Gerð viðskipta- áætlana: Frá draumi til veruleika, Harry Potter, Innra eftirlit, Jón Böðvarsson ræðir um íslensk fornrit, Karlar og karlmennska, Leysiaugnlækningar, Lífsorka, létt lund og hugað að efri árum, Mannauðsstjórnun, Mat á umhverfisáhrifum og þátttaka al- mennings, Michelangelo og Sixtínska kapellan í Róm, Ristilkrabbamein, Sjálfs- traust í samskiptum, Sjúkdómar kvenna í bókmenntum, Skyndihjálp í skólastofu, Tjáning og samskipti á Netinu, Útlínur ís- landssögunnar - fyrir íslendinga, Útlfnur íslandssögunnar - fyrir útlendinga og loks Viðskiptaenska. Nánari upplýsingar og skráning á www.endurmenntun.is, í síma 525-444 eða með tölvupósti á netfangið endurmenntun@hi.is. Stærsti skólinn Endurmenntun Háskóla fslands er fjöl- sóttasti skóli landsins með yfir 400 nám- skeið í boði á hverjum vetri auk lengri námsbrauta. Stofnunin hefur margþætt tengsl við íslenskt atvinnulíf og námskeið á hinum ýmsu fræðasviðum eru skipulögð f nánu samstarfi við fagfélög, fyrirtæki, deildir háskólans, kennara og aðra banda- menn. Á hverju misseri er líka boðið upp á fjölmörg námskeið fyrir almenning um hugvísindi og listir og leiðir til að efla hæfni á ýmsum sviðum. Slfk námskeið eru m.a. um bókmenntir, heimspeki, siðfræði, sagnfræði, tungumál, myndlist, tónlist, fornsögur, kvikmyndir og trúarbragða- fræði. Kennarar Endurmenntunar eru um 400 á hverju misseri, íslenskir og erlendir, og allir sérfræðingar á sfnu sviði. Á hverju misseri er líka boðið upp á fjölmörg námskeið fyr- ir almenning um hugvísindi og listir og leiðir til að efla hæfni á ýmsum sviðum. Að Endurmenntun standa, auk Háskól- ans, Tækniskóli íslands, Bandalag há- skólamanna, Arkitektafélag íslands, Félag framhaldsskólakennara, Tæknifræðinga- félag íslands, Verkfræðingafélag íslands og Félag viðskipta- og hagfræðinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.