Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Side 11
— — ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 11 Þrætt fyrir svelti BURMA: Herforingja- stjórnin í Burma vísaði gær á bug fregnum um að baráttukonan og friðar- verðlaunahafi Nóbels, Aung San Suu Kyi, væri komin í hungurverkfali. Frétt bandaríska utanríkis- ráðuneytisins þess efnis varð til þess að kröfurnar um að hún yrði látin laus urðu enn háværari. Stuðningsmenn Suu Kyi gátu ekki staðfest fréttina um hungurverkfallið. Allt frá því Suu Kyi var handtekin í maí síðastliðn- um hefur herforingja- stjórnin verið undir mikl- um þrýstingi um að sleppa henni en hefur skellt skollaeyrum við til þessa. Bannað MÓTMÆLI: Franski bar- áttubóndinn José Bové greindi frá því í gær að dómstóll hefði neitað að gefa honum leyfi til að fara til Cancun í Mexíkó. Þar ætlaði Bové að taka þátt í mótmæiaaðgerðum gegn hnattvæðingunni í tilefni fundar Heimsviðskipta- stofnunarinnar. Mikill viðbúnaður í Hong Kong í morgun: Beðið eftir fellibyl Skólar, fyrirtæki og fjármála- markaðurinn í Hong Kong lok- uðu í morgun vegna fellibyls- ins Dujuan, öflugasta fellibyls ársins, sem stefnir hraðbyri til borgarinnar. Milljónir manna hröðuðu sér sem mest þær máttu heim á leið. Klukkan sex í morgun að íslensk- um tíma var fellibylurinn 240 kíló- metra austur af Hong Kong. Vind- hraðinn fór allt upp í 160 kílómetra á klukkustund og storminum fylgir úrhellisrigning. Fellibylurinn fór yfir suðaustan- vert Taívan í nótt og olli rafmagns- leysi hjá um það bil hálfri milljón heimila. Einn maður drukknaði og að minnsta kosti eins til viðbótar ÍOFSAVEÐRI: Fellibylurinn Dujuan gerði íbúum Taívans lífið leitt f nótt. Hann stefnir nú á Hong Kong. var saknað. Þá voru tóif manns í sjáifheldu í fjallahéruðum eyjar- innar. Sérfræðingar sögðu í morgun að Hong Kong kynni að verða enn verr úti af völdum fellibylsins þar sem ekki er reiknað með öðru en að hann fari beint yfir borgina. Nokkur flugfélög aflýstu áætlun- arferðum til Hong Kong og skipa- eigendur voru beðnir um að sýna aðgæslu vegna vaxandi sjávar- gangs. „Það er sagt að þetta sé virkilega kröftugur fellibylur svo ég vonast til að komast heim sem fyrst," sagði maður á heimleið í morgun. Sex eða sjö fellibyljir fara nærri Hong Kong á ári en sjaldgæft er að þeir fari beint yfir borgina. Allar gerðir festinga fyrlr palla og grlndverk ð lager Ármúll 17, WB Reyhjavík slmi: 533 1334 fax, 5EB 0493 w w w. i s SamaMðásmáauglýsingm alla áaga Smáauglýsing ánmyndar,pöntiillá www.mauglysingar.is Smáauglýsing án mynáar, pöntuá hjá DV eða í síma Smáauglýsing mei myná, pöntuð hjá DV, i sima eða á www.smaaugiysingar.is ViÖ birtum - það ber Irangur 500 kr. 700 kr. 950 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.