Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 TILVERA 27 Stórsmellur úr smidju Jerrys Bruckheimers og Disney sem stefnír hraðbyri I nð verðn vin- sælnstn mynd sumnrsins i USA Sýnd kl. 4,6,8 og 10. B. i. 10 ára. Sýnd kl. 3.50,5.50,8 og 10.10. B.i. 12 ára. Sýnd (Lúxus kl. 5,7.45 og 10.15. STÓRMYND GRfSLA: Sýnd m. ís|. tali kl. 4 og 6. Sýnd kl. 6,7,8,9 og 10 B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5. BASIC: Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ára. ÁSTRfKUR: Sýnd m. fsl. tali kl. 3.50. PIRATES OF THE CARRIBEAN : Sýnd kl. 5.30 og 8.15 B. i. 10 ára. SINBAD: Sýnd m. ísl. tali kl. 4 og 6 SINBAD: Sýnd m.ensku.tali kl. 8. KRINGLAN 'CS 588 0800 ÁLFABAKKI tS 587 8900 FJOLMIÐLAVAKTIN Sigurður Bogi Sævarsson skrifar m fjölmiöla Tímaritin tapa áttum Þar sem ég sat á læknabið- stofu um daginn lágu í bing á borðinu heilu árgangarnir af gömlum tímaritum. Á forsfðum voru stjörnur liðinna daga bros- andi, röktu ævisögur sínar og greindu frá helstu viðhorfum til lífs og tilveru. I tíu ára gömlu Mannlífi talaði vinur minn, Sigmundur Ernir, um ástir og trúmál, Úlfar Ey- steinsson sagði frá persónulegu gjaldþroti sfnu og í einhveiju blaði var kosningasigur R-listans vorið 1994 skilgreindur. Með- fylgjandi þeirri umfjöllun var við- tal við Ólaf Ragnar sem sagðist sjá fyrir sér bandalag sömu flokka taka við landsstjórninni að ári, 1995. Allt hefur þetta hins vegar farið á annan veg- og tímaritaút- gáfa í landinu raunar líka. Til skamms tíma gegndu tíma- rit mikilvægu hlutverki í þjóðfé- lagsumræðu. Vissulega voru glansviðtölin mörg og sum grát- brosleg; en inn á milli komu líka greinar um einstök mál sem urðu til þess að skekja þjóðfélagið. Áherslan var á fleira en að velta sér upp úr persónulegum harm- leikjum eða leika við athyglis- sjúka einstaklinga í hópi fína og fræga fólksins. Ástæða þessa er meðai annars sú að auglýsingafé fyrirtækjanna í landinu fer nú að miklu leyti orðið í alls konar auglýsingabæk- linga en ekki alvörufjölmiðla sem marga skortir bæði afl og aura til að fjalla um mikilsverð mál - svo sem þá búra og burgeisa sem á fáum árum hafa eignast Island - og stjóma að vild. Fjör í fanqelsi Leikstjórinn Peter Cattaneo hefur unnið sér það helst til frægðar að leik- ÉA KVIKMYNDAGA6NRYNI Sif Gunnarsdóttir sif@dv.is stýra hinni stórvinsælu og skemmti- legu Fuil Monty um atvinnulausu strákana í Sheffield sem endurheimta karlmennsku sína með því að setja upp strippsýningu þar sem allt er berað! í Lucky Break eru allar aðalpersónur aft- ur karlmenn en f þetta skiptið í umsjá hennar hátignar drottningarinnar, þ.e.a.s. f fangelsi fyrir misalvarleg brot af ýmsu tagi. Aðalmaðurinn Jimmy Hands (James Nesbitt) situr inni fyrir algjörlega mis- heppnað bankarán ásamt félaga sín- um, Rudy (Lennie James). Formúlan hér er sú sama og í Full Monty, strák- arnir taka sig saman og performera og læra um leið ýmislegt um lífið og tilver- una. í stað þess að sýna hver öðmm sína bem rassa setja þeir upp söngleik eftir fangelsisstjórann (Plummer) um hina miklu ensku hetju Nelson flotafor- ingja. Að sjálfsögðu er það ekki söng- leikjaástin sem drífúr þá áfram, hvað þá aðdáun á flotaforingjanum sem lést í Trafalgarormstunni forðum daga, heldur sú staðreynd að söngleikurinn verður settur upp í kapellu fangelsisins en úr henni er auðveldast að flýja stað- inn, ef svo ber undir. Nú er ég viss um að bresk fangelsi eru síður en svo glaðlegustu staðir ver- aldar en það er merkilegt hvað þeim líður bærílega innan fangelsismúr- anna, Jimmy og félögum. Með einni undantekningu þó, klefafélaga Jimmys, Cliff (Timothy Spall), sem er lagður í einelti af skítlegum fangaverði. Þar fyr- ir utan virðist þetta hinn huggulegasti staður svo sem, engar nauðganir, bar- smíðar eða hnífstungur í sturtum eins og öll amerísk fangelsi virðast vera fúll af. Breskir dagar í Háskólabíó Lucky Break irisis Lucky Break er, liggur mér við að segja, krúttleg mynd sem segir sæta sögu af skrautlegum karakterum sem öðlast aukna sjálfsvirðingu og lífsgleði við að syngja hallærisleg lög í heima- gerðum búningum uppi á sviði. Húmorinn er mest áberandi í Nelson- James Nesbitt.Timothy Spall í hlutverkum sínum. sýningunni, en samskipti fanga og fangavarða em líka full kímni, þannig að það er ómögulegt annað en að skella upp úr hvað eftir annað. Lucky Break er prýðilega leikin, James Nesbitt sjar- merandi írskur, Plummer dásamlega hástemmdur sem fangelsisstjórinn og Olivia Williams einlæg og sæt sem Annabel. Það sem gerir Lucky Break síðri en „fýrirrennara" hennar, Full Monty, er að örvæntingin sem lúrði undir niðri húmornum í FM fyrirfinnst varla í Lucky Break og gerir hana að fisléttri vellíðunarmynd - en ansi vel heppnaðri slíkri. Leikstjóri: Peter Cattaneo. Handrit: Ronan Benn- ett. Kvikmyndataka: Alvin Kuchler og Adam Suschitzky.Tónlíst: Anne Dudley. Aðalleikarar: James Nesbitt, Olivia Williams,Timothy Spall, Bill Nighy, Lennie James og Christopher Plummer. Þegar glóðin varð að báli £k KVIKMYNDAGAGNRYNI Hilmar Karlsson hkarl@dv.is STJORNUGJOF DV ★ ★★★ Bloody Sunday Sweet Sixteen ★★★tL Nói alblnói ★★★tL 28 Days Later ★★★ Pirates of the Caribbean ★★★ Terminator 3 ★★★ Croupier ★★★ HULK ★★★ Sindbað saefari ★★i Basic ★★ Lucy Break ★★i Bruce Almighty ★★ Hollywood Homicide ★★ Charlie's Angels: Full Throttle ★★ Legally Blonde 2 ★i Lara Croft.... ★ Það eru tvær hliðar á öllum deilu- málum. Þetta á við um hina örlagaríku atburði í Derry (Londonderry) 30. jan- úar árið 1972 þegar Bretar skutu þrett- án mótmælendur til dauða og særðu fjórtán. Bretar segja að þeir hafi ekki hafið skothríð fyrr en skotið var á þá og mótmælendur segja að Bretar hafi ver- ið einir um nota skotvopn. Aldrei hefúr komist á hreint hvor sagan er sönn. Breski leikstjórinn Paul Greengrass hefur ákveðið að taka málstað Norður- Ira trúanlegan og hefur gert magnaða kvikmynd um þessa örlagaríku atburði sem urðu til þess að skæruliðahernað- ur IRA jókst til muna og varð mun harðskeyttari en áður hafði verið. Það er aðeins í einu atriði myndarinnar, sem Greengrass leyfir okkur að efast. Það er þegar aðalpersóna myndarinn- ar, þingmaðurinn Ivan Cooper (James Nesbitt), hittir fyrir tvo félaga í IRA sem sitja í bíl þegar mótmælagangan er að hefjast. Hann spyr þá hvort þeir séu með vopn en þeir svara neitandi. Cooper trúir þeim mátulega en lætur þar við sitja. Greengrass beinir síðan myndavélinni að bresku hermönnun- um sem eru vel vopnaðir og ljóst er að þeir eru stressaðir og flestir óvanir að fást við æstan lýðinn. Herforinginn (Tim Pigott-Smith) segir aðeins: „Gerið það sem þurfa þykir.“ Fékk hann víst síðar heiðursmerki fyrir vaska fram- göngu. Ivan Cooper er foringinn og sá sem efnir til mótmælagöngunnar. Hann hvetur sitt fólk til að vera til friðs og vera alls ekki með neitt ofbeldi. Greengrass nær einstaklega vel að lýsa áhyggjum hans og örvæntingu í lokin. Samúð okkar er algjör og þegar blóði drifinn vígvöllurinn er yfirgefinn er enginn efi í hugum okkar hver söku- dólgurinn er. Breskir bíódagar í Háskólabíói Bloody Sunday Þau miklu áhrif sem Bloody Sunday hefur má að miklum hluta þakka hvemig Greengrass kvikmyndar. Myndin er tekin með handheldinni myndavél og síðan klippt eins og um heimildamynd sé að MÓTMÆU: James Nesbitt í hlutverki verka- lýðsleiðtogans Ibans Coopers sem hvetur mótmælendur til að beita ekki ofbeldi. ræða. Klippingar á milli atriða eru vel ti'masettar og Greengrass leyfir aldrei meiri tilfinningasemi en nauðsynlegt er. Það gerir það að verkum að reiðin gagn- vart breska hemum er til jafns við þá samúð sem við finnum til með írsku al- þýðunni. Skapar þetta gott jafitvægi í myndina sem fer hiklaust í flokk bestu leikinna heimildamynda sem gerðar hafa verið, þó svo að áróðurinn leyni sér ekki. Leikstjóri: Paul Greengrass.Handrit: Paul Greengrass, byggt á Eyewitness Bloody Sunday eftir Don Mullan. Kvikmyndataka: Ivan Strasbyrg. Tónlist: Dominic Muldoon. ASalleikaran James NesbittTim Pigott-Smith, Nicholas Farrell og Kathy Kiera Clarke. Lífið.eftir vinnu EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON: Kemur fram á minningartónleikum á Gauknum í kvöld. GAUKUR Á STÖNG: (kvöld verða haldnir tónleikar til minningar um Bjarka Friðriks- son sem lést fyrir tíu árum, tæplega tví- tugur, af völdum heilahimnubólgu.Tón- leikarnir verða haldnir á Gauki á Stöng og mun allur ágóði renna óskertur til rann- sókna á heilahimnubólgu sem landlæknir mun sjá um að úthluta. Fram koma á tónleikunum: Maus, Botnleðja, Jan Mayen,Tube, Reggae on lce.The Flavors, In Bloom, Ðí Kommittments, Eyjólfur Kristjánsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Davíð Þór Jónsson. Kynnir er Rúnar Freyr Gíslason leikari. Húsið verður opnað kl. 20.30 og tónleikarnir hefjast kl.21.30. SALURINN: Söngvarinn Bjarni Þór Sig- urðsson heldur tónleika í Salnum í Kópa- vogi í kvöld klukkan 20. Bjarni flytur vin- sæl dægurlög sem öll fjalla um ástina, t.d. lög Vilhjálms Vilhjálmssonar, Björgvins Halldórssonar, Megasar, Stings, Spilverks- ins og Stuðmanna. Um undirleik sjá Árni Steingrímsson gítarleikari, Einar Sævars- son bassaleikari, Gunnar Reynir Þor- steinsson bassaleikari, G. Hjalti Jónsson, sem sér um áslátt, og Jósep Gíslason pí- anóleikari. FYRIRLESTUR: Fyrirlestur verður haldinn í hátíðarsal Háskóla (slands í dag kl.15.30. Fyrirlesari er dr. Marita G. Titler og mun fyrirlestur hennar fjalla um gagnreynda heilbrigðisþjónustu (evidence-based practice). Dr.Titler er vel þekkt í Banda- ríkjunum fyrir rannsóknir sínar og skrif um gagnreynda heilbrigðisþjónustu og hefur víða starfað sem ráðgjafi á því sviði. FUNDUR: Stjórn Ægisklúbbsins boðar til félagsfundar í kvöld kl. 20.00 ÍTjald- vagnalandi. Efni fundarins verður meðal annars hugmyndir um vetrarstarf (spila- kvöld, þorrablót, o.fl.), nýtt fólk í stjórn og fleira. Að loknum fundinum hefst útsala í Tjaldvagnalandi og útivistarverslun Seglagerðarinnar, EveresL TÓNLEIKAR: Hér á landi er staddur karla- kórinn Sangerrunde Schwoich frá Týról í Austurríki. Þetta er 24 manna kór, stofn- aður 1892, sem einkum syngur austurrísk og týrólsk þjóðlög. Kórinn hefur hlotið fjölmörg verðlaun í heimalandi sínu og vakið athygli erlendis fyrir vandaðan flutning þjóðlagatónlistar, m.a. fýrir jóðl- ið. Kórinn mun halda tónleika á Höfn í Hornafirði í kvöld kl. 19.30 og á fimmtu- daginn, 4. september, i Norræna húsinu í Reykjavík, kl. 19.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.