Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Blaðsíða 28
28 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 DVSport Keppni í hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Pétur aftur til Hammarby KNATTSPYRNA: Landsliðs- maðurinn Pétur Marteinsson skrifaði í gær undir samning við sænska félagið Hammarby en hann lék með félaginu við frábæran orðstír á árunum 1996-1998. Pétur skrifaði undir starfsloka- samning við enska fyrstudeild- arliðið Stoke um helgina en hann hefur iengi viljað komast burt frá félaginu þar sem hon- um hefur ekki fundist hann fá sanngjarna meðferð. Gunnar Þór Gíslason, stjórnar- formaður Stoke, sagði í samtali við DV Sport í gær að Pétur hefði sjálfur haft frumkvæði að viðræðum um starfslokasamn- ing og að þær hefðu tekið stuttan tíma. „Við hefðum vissulega viljað halda Pétri út tímabilið en hann vildi komast burt. Ég óska honum góðs gengis í Sví- þjóð," sagði Gunnar Þór. Pétur sagði í samtali við opinbert vefsvæði Hammarby í gær að hann hefði sterkar tilfinningartil félagsins og að hann hlakkaði mikið til að spila með félaginu á nýjan leik. AFTURTIL SVÍÞJÓÐAR: Pétur Marteinsson erfarinn frá Stoke. Fjárhagsleg endurskipulagning tókst sagði hamingjusamur þjálfari íslandsmeistaranna, Willum ÞórÞórsson „Ég leyfði mér ekki að hugsa til þess fyrir leikinn að við gætum orðið meistarar í kvöld," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, aftir leikinn í gær en það var augljóslega þungu fargi létt af honum enda hefur mikil pressa verið á honum og hans liði í sumar. „Það hefur verið mikill stígandi hjá okkur og má segja að fjárhags- leg endurskipulagning hafl tekist," sagði Willum og glotti en undirrit- aður skrifaði eftir fyrri leik KR og Grindavíkur að KR-ingar hefðu orðið fyrir knattspyrnulegu gjald- þroti í leiknum og má með sanni KR-LIÐIÐ í GÓÐAN HÓP KR-ingar urðu (gær aðeins fimmta liðið í tíu liða deild sem nær að tryggja sér [slandmeistaratitilinn fyrir slðustu tvær umferðirnar og jafnframt það fyrsta I heil átta ár sem nær því afreki. Þrjú síðustu tímabil hafði (slandsmeistaratitillinn ekki unnist fyrr en í sfðustu umferð. KR- ingar hafa sjö stiga forustu á [A og Fylki þegar aðeins sex stig eru eftir ( pottinum. Meistarar fyrir tvær síðustu umferðirnar: (A1995 15. umferð Fram 1988 15. umferð KR2003 16. umferð (A 1993 16. umferð IA 1984 16, umferð Hvenaer hafa titlarnir unnist: 15. umferö 2 16. umferð 3 17. umferð 18. umferð 15 " ooj.sport@dv.is segja að Willum hafi tekið vel tU í „rekstrinum" eftir þann leik. „Það er margt sem hefur gerst Það hefur verið mikill stígandi og mikið ör- yggi í liðinu. síðan í þeim leik. Það er alltaf hægt að tapa leikjum og mikilvægast þá er að fara ekki úr jafnvægi. Við er- um með mjög reynslumikinn hóp, leikmenn sem kunna að vinna, í bland við unga menn og það þarf ansi mUdð tU þess að koma þessum hóp úr jafnvægi. Mér finnst liðið hafa spilað feikivel í síðustu leikj- um. Það hefur verið mildll stígandi og mikið öryggi í liðinu. Við erum náttúrlega með frábæra leikmenn og þeir leggja grunninn að þessum sigri. Það er ýmislegt hægt með góða leikmenn en það verður að segjast að leikmenn hafa ekki tapað áttum og jafnvæginu en það er mjög auð- velt í eins stuttu móti og íslands- mótið er. Það kemur í ljós hvernig karakter er í hverju liði þegar á móti blæs og það verður bara að segjast að skapgerðin í liðinu er einstök," sagði Willum sem segir að allir sem að KR koma hafi staðið sig vel þeg- ar á móti blés í upphafi móts. „Þetta starf er nú einu sinni þess eðlis að það er aldrei vinnufriður. Þess vegna er mjög mikivægt fyrir „Ég eryfir mig stoltur og nánast orðlaus yfir þessu öllu saman." þá sem eru næst liðinu að halda áttum þegar reynir á. Þá á ég ekki bara við þjálfarann heldur líka leU<- menn, stjómarmenn og stuðnings- menn félagsins. Ég tel að það hafi tekist. Ég er yfir mig stoltur og nán- ast orðlaus yfir þessu öllu saman," sagði WUlum að lokum. henry@dvJs EINLÆG GLEÐi: KR-ingar fögnuðu vel og lengi í Grindavík (gær og fögnuður þeirra var einlægur. DV-mynd E.ÓI. Þarf að berjast til þess að ná árangri sagði Kristján Finnbogason, fyrírliði KR „Mig óraði ekki fyrir þessu eins og staðan var í júní," sagði Krist- ján Finnbogason, markvörður og fyrirliði KR, ánægður í leikslok. „Það var búið að ganga mjög illa og menn orðnir svolítið áhyggju- fullir en við náðum að þjappa okkur saman og klára dæmið. Fyrri leikurinn gegn Grindavík var það slappasta sem ég hef upplifað frá upphafi. Eftir þann leUc fóru menn að vinna fyrir hvor annan og þá small þetta saman. Það þarf að berjast til þess að ná árangri og það gleymdist held ég bara í upp- hafi." Bjóst ekki við þessu „Ég átti alls ekki von á að verða íslandsmeistari í kvöld. Það var svo margt ólíklegt sem þurfti að ganga upp þannig að ég bjóst ekki við þessu," sagði Veigar Páll Gunnarsson sem varð að fylgjast með félögum sínum úr stúkunni í gær þar sem hann var í leikbanni. „Það hefur mikið breyst undan- farið og við erum að spila frábær- an fótbolta þessa dagana. Við máttum þola mikið mótlæti fram- an af móti vegna meiðsla en þeg- ar allir voru klárir þá smullu hlut- irnir saman. Við ætlum okkur að taka bikarinn lfka og nú er bara að einbeita sér að honum." Hafði þetta á tilfinningunni „Ég keyrði með Jökli hingað til Grindavíkur og ég hafði það á til- finningunni að ef við myndum vinna þá yrðum við meistarar. Skaginn hefur tak á Fylki og það gekk eftir sem ég hélt" sagði Krist- inn Hafliðason. „Fyrri Grindavík- urleikurinn var hryllilega vondur en við tókum okkur saman í and- litinu því það er síðasti tapleikur- inn okkar. Það hefur verið mikill stígandi og Fylkisleikurinn var frábær og þessi kannski örlítið síðri en ekki mikið." Tilfinningin mjög góð „Tilfinningin er mjög góð. Ég átti alveg von á því að þetta myndi enda svona því ég bjóst alveg við því að LA myndi vinna og það var öruggt mál að við myndum vinna," sagði Einar Þór Daníels- son glaður í lok leiks. henry@dvJs BRÆÐRABROS: Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson fagna hér síðara marki DV-mynd E.ÓI. þess fyrrnefnda í gærkvöld. KR-ingartryg KR-ingar urðu íslandsmeistarar í fjórða sinn á síðustu fimm ár- um, og annað árið í röð, í gær- kvöld þegar þeir lögðu Grinda- vík suður með sjó, 3-1. Á sama tíma lágu Fylkismenn fyrir Skagamönnum og því Ijóst að ekkert lið getur náð KR-ingum í þeim tveim leikjum sem eftir eru. KR-ingar áttu hræðilegan leik þegar þeir tóku á móti Grindvíking- um í Frostaskjóli þann 25. júní síð- astliðinn og þá var fátt í leik þeirra sem benti til þess að þeir yrðu ís- landsmeistarar í 16. umferð. En eitthvað gerðist í herbúðum liðsins eftir þann leik því síðan hafa þeir leikið 9 leiki í deildinni og hafa þeir sigrað í 7 af þeim leikjum og 2 leik- ir hafa endað með jafntefli. Ótrú- legur viðsnúningur hjá Vesturbæ- ingum sem sýnir þann mikla karakter sem er í liðinu og það var því kannski við hæfi að þeir tryggðu sér titilinn í Grindavík. KR-ingar fóru rólega inn í leikinn í gær og sá kraftur sem einkenndi leik þeirra gegn Fylkismönnum var ekki til staðar. Læddist að mörgum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.