Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2003, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 3 1 Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari varar við ofmikilli bjartsýni Landsliðsþjálfarinn Ásgeir Sig- urvinsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuð- stöðvum KSÍ í gær vegna lands- leiksins mikilvæga gegn Þjóð- verjum á laugardaginn. fs- lenska liðið er í efsta sæti fimmta riðils og getur með sigri nánast tryggt sér annað sætið í riðlinum og þár með þátttöku- rétt í umspili um sæti á EM 2004. Blaðamaður DV Sports ræddi við Ásgeir um væntingar fyrir leikinn, stöðuna á liðinu og pressuna á Þjóðverjum. „Það ríkir mikil spenna fyrir þennan leik en ég hef svarað mörg- um spurningum um leikinn frá Þjóðverjum og hef alltaf svarað á sama hátt. Við erum litla liðið í þessum leik hvað sem menn segja og okkar mál er að dempa vænting- arnar fyrir leikinn. „Við fundum ekki takt- inn í miðjuspilinu í síð- asta leik og það háði okkur verulega. Við þurfum að ráða bót á því." Það er auðvitað eðlilegt að það sé krafa um árangur þegar liðið er komið svona langt en það er mitt mat að öll þau stig sem við fáum í síðustu tveimur leikjunum séu sig- ur fyrir okkur. Við erum lítil þjóð með litla sigurhefð og erum að fara að spila gegn stórþjóð sem hefur löngum sýnt sitt best þegar mest á reynir,“ sagði Ásgeir. Aðspurður sagði Ásgeir að það væri vissulega áhyggjuefni fyrir landsliðið hversu margir leikmenn liðins væru ekki fastamenn í sínum liðum svona skömmu fyrir mikil- vægan leik og því ekki í topp- leikæfmgu. Viðvarandi vandamál „Þetta hefur verið viðvarandi vandamál hjá landsliðinu í nokkur ár og hlutur sem við erum orðnir vanir. Það voru sjö leikmenn af tuttugu sem eru í hópnum sem voru ekki að spila um helgina og það segir sig sjálft að það er ekki gott. Ég vona hins vegar að staðan batni á næstunni. Jóhannes Karl er kominn til Wolves, Pétur Marteins- son er farinn til Hammarby og von- andi nær Brynjar Björn að festa sig í sessi hjá Nottingham Forest. Það er gleðilegt að Lárus Orri skyldi spila heilan leik um helgina og varðandi stöðuna hjá Eiði Smára þá hef ég trú á því að hann eigi eft- ir að spila mikið í vetur. Það verður mikið álag á liði Chelsea í vetur og nóg af leikjum og ég er ekki í vafa um að Ranieri eigi eftir að skipta mikið um framherja. Við munum skoða ástandið á lið- inu þegar hópurinn kemur saman á miðvikudaginn [innsk. blm. á morgun] og vinna út frá því," sagði Ásgeir. Miðjan ekki í takti Ásgeir viðurkenndi fúslega að miðjuspilið hefði verið vandamál í leiknum gegn Færeyjum. „Við fundum ekki taktinn í miðjuspilinu í síðasta leik og það háði okkur verulega. Við þurfum að ráða bót á því en hvort við gemm „Það ætlast allir í Þýskalandi til þess að þeir vinni þennan leik auð- veldlega. Ef þeir gera það ekki fá þeir óblíðar mótttökur í þýskum fjölmiðlum. Ég held hins vegar að þeir geri sér grein fyrir því að þó að þessi leikur fari illa hjá þeim þá eiga þeir alltaf tvo leiki eftir þannig að pressan er kannski ekki eins mikil VÆNTINGARNAR DEMPAÐAR: Asgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari leggur áherslu á að ísland sé litla liðið í leiknum gegn Þjóðverjum á laugardaginn. DVmyndÞÖK einhverjar breytingar verður að koma í ljós. Það verður eitthvað að breytast, annars verðum við í stór- um vandamálum gegn Þjóðverj- Pressan á Þjóðverjum Ásgeir sagði að það væri mikil pressa á Þjóðverjum fyrir leikinn. og hún gæti verið. Þýska liðið er með marga frábæra leikmenn og ég nefni sérstaklega Michael Ballack og Sebastian Deisler. Miðjan er þeirra sterkasti hluti þannig að það er eins gott fyrir okkur að vera komnir með okkar miðjuspil í lag fyrir leikinn," sagði Ásgeir að lok- um. oskar@dv.is Veiðihornið Krossá á Skarðsströnd og Búðardalsá: Mjög góður gangur í veiðiskapnum „Það hafa veiðst yfir 80 laxar og það eru komnir um 200 lax- ar í gegnum teljarann," sagði Trausti Bjarnason, veiðivörður við Krossá á Skarðsströnd, er við spurðum um stöðuna á svæðinu. Veiðimenn gerðu góða ferð í Krossá fyrir fáum dögum, skömmu eftir að DV sagði að rignt hefði á svæðinu og laxinn ruddist inn. Er komið var að lokum seinni dags voru veiðimenn hæstánægð- ir, komnir með 12 laxa og ætíuðu að hætta. Komu þeir i hús klukkan hálftólf. Einum varð eitthvað litið á ána og annar spurði hann hvort hann ætíaði að renna aðeins áður en þeir færu. „Jú, ætli það ekki,“ var svarið og bætti veiðimaðurinn því við að hann vildi ná í einn lít- inn til þess að hafa í matinn um kvöldið því að sá sem þeir höfðu náð um morguninn var í stærri kantinum. „Þú verður þá að koma með tvo því við hættum ekki með 13 laxa,“ sagði vinurinn og sá áhugasami skundaði af stað, lík- lega til þess að sleppa ódýrt við til- tektina. Hann reyndi við lax í næsta hyl en enginn áhugi. Ekki var tímanum eytt á þeim stað, heldur skundað að næsta stað fyr- ir ofan. Þar var rennt og á innan „Laxinn hafði maga- gleypt maðkinn og tók ekki langan tíma að landa." við mínútu var lax á. Laxinn hafði magagleypt maðkinn og tók ekki langan tíma að landa. Aftur var rennt og annar tók með það sama og var landað mjög fljótt. Nú þótti veiðmanni vera nóg komið og ákvað að reyna ekki í þriðja sinn heldur skundaði upp í hús og var mættur þar kófsveittur kl. 12.02 eða 32 mín. frá því hann lagði af stað og var ákveðið að hér skyldi látið staðar numið. Þessir tveir síð- ustu voru líka minnstu Iaxarnir með lús fram á haus, nýgengnir og góðir í veislu um kvöldið. Skemmtilegt er einnig að líklega hefði verið hægt að veiða meira og fylla kvótann, en þarna fannst mönnum nóg komið og hættu því mjög sáttir. Svona veiði á líka að vera nóg fyrir flesta og engin ástæða til þess að taka fleiri tugi laxa bara af því að það er hægt. Mjög góð veiði hefur einnig ver- ið í Búðardalsá og þar eru komnir á milli 170 og 180 laxar á land. Veiðimaður var þar fyrir skömmu og veiddi á stuttum tíma í sama strengnum 8 laxa á maðkinn. G. Bender ÁST OG NÁTTÚRA: Feðgar á veiðum f Krossá á Skarðsströnd. Mjög góð veiði hefur ver- ið í Krossá eftir að vatn jókst í henni og hafa um 200 laxar gengið í gegnum teljarann. DV-mynd G.Bender LOOP veiðivörumar eru hannaðar og þróaðar af veiðimönnumfyrir veiðimenn. Þess vegna velja sifellt fleiri sér útbúnaðfrá LOOP. Sportlegt útlit, þcegindi og vasarfyrir hinarýmsu þatfir veiðimannsins eru einkenni nýju linunnarfrá LOOP. I rnv!ST°gVFTfíi I sumar veróur opió sem hérsegir: mán-jim 9-19, Jos 9-20, lau 10-17, sun 11-16 Siöumúla 11 • 108 Reykjavik • S: 5 88 - 6500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.