Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 Meintur handrukkari handsamaður SUÐURNES: Meintur handrukk- ari var handtekinn af lögregl- unni í Keflavík skömmu eftir há- degi á sunnudag. Frá þessu er greint í dagbók lögreglu en þar segir jafnframt að óskað hafi verið eftir aðstoð að íbúðarhúsi í Njarðvík þar sem „handrukkari" væri mættur. Handrukkarinn var sagður vopnaður kylfu. Lög- reglumenn fóru þegar á vett- vang og færðu „handrukkarann" til yfirheyrslu á lögreglustöð. Kylfan var gerð upptæk. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu hafði ekki komiðtil átaka milli mannsins og íbúa hússins þegar lögreglu barað garði. Annað mál kom á borð lögreglu skömmu síðar en þá kvartaði Grindvíkingur undan því að maður hefði verið með mynd- bandsupptökuvél fyrir utan eld- húsglugga aðfaranótt sunnu- dagsins. (búinn sá ekki hver var þarna á ferð en hann var viss um að maðurinn hefði verið í köflóttri skyrtu. Málið er í rann- sókn og lýsir lögreglan eftir sjónarvottum af fyrrgreindum atburði ef einhverjir eru. Þeir eru beðnir að gefa sig fram við lög- reglu þegar í stað. Stór músarhola MÚSARHOLA: Þessi nýgrafna músarhola vakti athygli skálavarð- ar í Básum á Goðalandi á dögun- um. Holan er mitt á milli tveggja skála Útivistar í Básum og þykir með ólíkindum hversu mikil mold er komin út á fáeinum dögum. Á myndinni sjást Hilde Lene Aardal, Gunnar Halldórsson og Áslaug Einarsdóttir sem virða fýrir sér músarholuna. íslensku barnabókaverðlaunin veittí nítjánda sinn: Spaugilegar hliðar á líftækni Handhafi íslensku bamabókaverð- launanna er byggjngaverkfræðingur sem hefur samið fimm barnabækur sem þykja afburðaskemmtilegar. Hún hefur sagt það fyrr í viðtali við DZað hún byrji á að velja sér vandamál, svo spinni hún söguna fram að lausn þess - rétt eins og hún sé að byggja brú. Og Yrsa Sigurðardóttir er ekki smátæk þegar kemur að þessum vandamálum. í einni sögu hennar er sjálfri Jónsbók stolið af Árna- stofnun, í annarri lætur hún ferm- ingarbarn brjóta kerfisbundið öll boðorðin tíu. f nýju verðlaunabók- inni, Biobörn, fæst hún við helsta tískufyrirbæri samtímans, líftækn- ina. f niðurstöðu dómnefndar segir að þetta sé „skemmtileg og spenn- andi saga, full af húmor og frásagn- argleði. Höfundur teflir fram fjöl- mörgum eftirminnilegum persón- um f margslunginni sögufléttu um leið og hann dregur fram spaugi- legar hliðar á nútímanum." Dularfullur doktor í sögunni stofnar fyrirtækið Biobörn frumkvöðlasetur fyrir af- burðabörn. Fjölmörgum gáfnaljós- um er boðið á fyrsta námskeiðið en fyrir mistök er trössunum Önnu Lísu og Ragga boðið líka. Auk þeirra eru helstu persónur sögunnar Magga og Arnar sem lenda með hinum fyrrnefndu í hóp. Fyrirtækið rekur dr. Guðgeir Bjargmundsson, og fljótlega fara krakkarnir að gruna hann um græsku... - Er dr. Kári Stefánsson fyrir- myndin að Guðgeiri? „Nei, “ segir Yrsa og dregur við sig svarið, „og þó - kannski á hann pínulítið í honum! Þegar ég fór að hugsa um að skrifa spennusögu fyrir börn þá langaði mig ekki til að hafa glæpinn neitt ógeðslegan, of- beldi eða slíkt, heldur meira tækni- legan." Skemmtileg og spenn- andi saga, full af húmor og frásagnar- gleði. Yrsa sagðist í þakkarræðu sinni hafa fengið góða hjálp frá Bergvin Oddssyni til að lýsa upplifun per- sónunnar Arnars sem er blindur, en þurfti hún enga hjálp við aðal- efni bókarinnar? „Nei, ég fer ekki út í nein slík smáatriði í lýsingum á rannsókn- um," segir hún. „En það er furðu- erfltt að muna eftir því við skriftir að maður getur ekki notað sagnir eins og „sjá", „líta" eða „horfa" þeg- ar ein persónan er blind." Yrsa hefur áður hlotið viður- kenningu IBBY-samtakanna fyrir bók sína Við viljum jólin í júlí og er spurð hvort það sé nokkuð merki- legt að fá enn ein verðlaun. „Jú, mér er þetta mikils virði," YRSA SIGURÐARDÓTTIR: Fékk (slensku barnabókaverðlaunin fyrir sina fimmtu barnabók. DV-mynd E.ÓI. segir hún, „og alveg svakalega gam- an!" Biobörn er nítjánda bókin sem hlýtur íslensku barnabókaverð- launin en að þeim standa Vaka- Helgafell, fjölskýlda Ármanns Kr.... Að þessu sinni bárust um þrjátíu Einarssonar, IBBY á íslandi og handrit í samkeppnina. Verðlaunin Barnavinafélagið Sumargjöf. Stofn- nema 300.000 krónum auk venju- að var til verðlaunanna í tilefni af legra höfundarlauna. 70 ára afmæli Ármanns árið 1985. silja@dv.is Rósir Madonnu slá öll met Snertir ekki fjár- festingar Baugs Fjársvikarannsókn breskra yfir- valda á bresku verslanakeðj- unni lceland snertir ekki eign- arhlut Baugs-ID sem keypti í keðjunni eftir að lceland sam- einaðist The Big Food Group. Breska blaðið Mail on Sunday greindi frá þessu máli á sunnudag og sagt var frá því f DV í gær. Grun- ur leikur á að fjárfestar hafi verið blekktir og staða verslanakeðjunn- ar Iceland sögð betri en raun var á. Beinist rannsóknin fyrst og fremst að stöðu mála á árinu 2000 og 2001 þegar Iceland varð hluti af bresku verslanakeðjunni Big Food Group. Fyrirtækið Big Food Group á og rekur þrjár verslanakeðjur, Iceland, Booker og Woodward, sem starfa á matvörumarkaði. Baugur-ID keypti í fyrrahaust 14,99% í BFG. Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóri Baugs, segir að leið- rétting hafi verið gerð áður en þeir Iceland hafi verið of hátt metið við samrunann. VERSLANAKEÐJAN ICELAND: Fyrirtaekið er talið hafa verið stórlega ofmetið og fjár- festar blekktir þegar það rann inn í versl- anakeðjuna Big Food Group. komu að fyrirtækinu. Því nái meintar blekkingar gagnvart fjár- festum ekki til þeirra. Baugur hafi því ekki tapað vegna þessa. Jón Ás- geir telur þó lfklegt að einhverjir fjárfestar hafi tápað þar sem Jón Ásgeir telurþó líklegt að einhverjir fjárfestar hafi tapað þar sem lceland hafi verið ofhátt metið við samrunann. Mail on Sunday segir rannsókn- ina snúast um meira en meint inn- herjasvik. Verið sé m.a. að skoða fjárhagsstöðu fyrirtækisins áður en ný stjórn var sett yfir fyrirtækið í byrjun árs 2001. Þá sé verið að skoða rekstrarárangur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins 2000. Fjárfestum var kynntur í september 2000 hagn- aður fyrirtækisins á fyrri hluta þess árs og ekkert gefið til kynna um að fyrirtækið horfði fram á erfiðleika eða að hagnaður hefði verið stór- lega ofmetinn. hk@dv.is Bókin Ensku rósirnar eftir poppgyðjuna Madonnu hefur náð metsölu um heim allan - þar á meðal hérlendis en bókin trónir í efsta sæti sölu- lista Pennans- Eymundssonar og bókabúða Máls og menn- ingar. METSÖLUBÓK: Barnabók Madonnu selst eins og heitar lummur um allan heim. Ensku rósimar komu út á þrjátíu tungumálum í yfir hundrað löndum. Bókin verður í fyrsta sæti yfir mynda- bækur fyrir börn á metsölulista New York Times sem birtur verð- ur 5. október næstkomandi. Einnig er bókin í sjöunda sæti yfir mest seldu bækurnar í Bandrfkj- unum samkvæmt metsölulista USA Today sem birtist á föstú- daginn og er þar átt við allar bæk- ur, ekki bara fyrir börn. Bókin er í öðm sæti á metsölulista amazon.com yfir barnabækur og fyrsta sæti í netverslun Barnes & Noble-bókabúðakeðjunnar. Út- gefandi bókarinnar segir fyrstu bók barnabókarhöfundar aldrei hafa selst í þvílíku upplagi. Þá hafi Madonna hrundið af stað tísku- bylgju meðal ungra stúlkna sem vilja vera eins og ensku rósirnar í einu og öllu. Næsta bók Madonnu, Eplin hans Peabodys, kemur út um allan heim 10. nóv- ember næstkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.