Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 9
Stefnum ótrauðir á vöxt
enda tækifærin til staðar
DV spurði Sigurð Einarsson,
stjórnarformann Kaupþings
Búnaðarbanka, hvort eiginfjár-
staða Kaupþings Búnaðar-
banka styrktist ekki verulega
við þennan samning.
„Jú, vissulega. Þetta félag verður
dótturfélag Kaupþings og þar með
telur sjóðurinn um 140 milljónir
evra í eiginfjárgrunni bankans.
Hann styrkist um 30 prósent.
CAD-hlutallið fer upp í 14,6 pró-
sent sem er náttúrlega allt of hátt
fyrir okkur en gefur okkur um leið
gríðarlega möguleika á frekari
vexti."
- En hvað með verðið sem þið
greiðið fyrir meirihluta ísjóðnum?
„Það er náttúrlega mjög verð-
mætt að komast yfir meirihluta at-
kvæða í félaginu. Við erum að
kaupa félag sem er skráð á finnska
markaðnum og við erum að kaupa
vissa stöðu í óskráðum eignum
sem við teljum afar verðmæta;
þetta eru einkum lítil símafyrirtæki
sem gefa okkur ýmsa möguleika til
að vinna að sameiningu og þróun
Skrifað var undir samninga í
gær um kaup Kaupþings Bún-
aðarbanka á meirihluta í
finnska fjárfestingarfyrirtæk-
inu Norvestia Oyj. Heildar-
eignir samstæðu Kaupþings
Búnaðarbanka eftir kaupin eru
metnar á 507,693 milljarða
króna fyrstu sex mánuði þessa
árs.
Kaupþing greiðir fyrir 30,35%
hlut í Norvestia Oyj með útgáfu
33,2 milljóna nýrra hluta í Kaup-
þingi Búnaðarbanka að nafnvirði
sem metnir eru á 5.542 milljónir
króna. Eftir viðskiptin nema hinir
nýútgefnu hlutir um 7,5% af heild-
arhlutafé Kaupþings Búnaðar-
banka.
Fyrir 300.000 óskráða A-hluti og
1.249.617 skráða B-hluti fær
Kaupþing 54,44% atkvæðisrétt í
Norvestia. Eru kaupin gerð með
fyrirvara um samþykki hluthafa-
fundar seljandans sem er sænska
fjárfestingarfélagið Havsfrun AB.
Eigendur meira en 50% hlutafjár í
Havsfrun hafa þegar skuldbundið
sig til að samþykkja söluna. Kaup-
þing Búnaðarbanki hefur eldci
áform uppi um að eignast frekari
hlut í Norvestia. Samkomulag er
um að Kaupþing Búnaðarbanki
muni sjá um sölu þeirra hluta sem
Havsfrun fær frá bankanum og
mun það verða gert innan nokk-
urra mánaða. Stjórn Kaupþings
Búnaðarbanka hefur samþykkt
kaupin og veitt heimild til útgáfu
nýrra hluta sem greiðslu vegna
viðskiptanna.
Kaupthing Bank Finnland
Eftir viðskiptin verður Norvestia
dótturfélag Kaupþings Búnaðar-
banka. Mun Norvestia þó áfram
vera rekið sem sjálfstætt félag og
skráð í Kauphöllinni í Helsinki.
Kaupþing Búnaðarbanki mun
þróa starfsemi Norvestia í sam-
ræmi við stefnu bankans og með
hliðsjón af annarri starfsemi
bankans í Finnlandi, en þar á
bankinn fyrir dótturfélagið Kaupt-
hing Sofi. Til að styrkja stöðu
bankans í Finnlandi hyggst bank-
inn sækja um bankaleyfi í Finn-
landi fýrir Kaupthing Sofi og
breyta nafni þess þá um leið í
Kaupthing Bank Finland.
hkr@dv.is
Við höfum ekki heyrt
annað en að þessir
samningar séu litnir
mjög jákvæðum aug-
um hér í Finnlandi.
þeirra félaga. Þar fyrir utan borg-
um við með hlutabréfum sem eru
verðmetin á tvöföldu nafnverði.
Þegar allt þetta er lagt saman telj-
um við þetta vera mjög góð kaup.“
- En hvernig hafa viðtökurnar
verið hér, sérstaklega íljósi þeirrar
neikvæðu umræðu sem varð íSvt-
þjóð ífyrra?
„ Við höfum ekki heyrt annað en
að þessir samningar séu litnir mjög
jákvæðum augum hér í Finnlandi.
Okkur var mjög vel tekið þegar við
keyptum Sofi fyrir tveimur árum.
ÁHUGAVERT: Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings-Búnaðarbanka, kynnti
nýgerða samninga og fóryfir lykiltölur í rekstri bankans.
VEL SÓTTUR FUNDUR: Finnskir blaðamenn fjölmenntu á blaðamannafundinn í Helsinki I
gaer. Áhugi á samningunum var mikill enda ekki mikið um stórtíðindi á finnskum
fjármálamarkaði undanfarið.
ÁNÆ6JA RfKJANDI: Forsvarsmenn Kaupþings-Búnaðarbanka og Kaupþings- Sofi kampakátir eftir blaðamannafund í Helsinki í gær. Frá vinstri eru Heikki Nimela, forstjóri Kaupþings-
Sofi, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sólon Sigurðsson, Mika Lehto, stjórnarformaður Kaupþing-Sofi og Steingrímur Kárason.
Við höfum staðið í þessum samn-
ingaviðræðum í hálft annað ár og
það hefur gengið mjög vel. Það er
rétt að taka fram að viðhorf gagn-
vart okkur í Svíþjóð er býsna gott.
Það var lítil klíka sem gerði okkur
lífið leitt; hópur sem við hentum út
úr bankanum af því að hann
stjórnaði honum illa. Þessi hópur
lét stjórnast af hefnigirni. Það er
ekkert flóknara en það. Þeir sem
tóku tilboði okkar í Svíþjóð hafa al-
deilis ekki litið okkur hornauga
síðan."
-Framtíðin er íFinnlandi?
„Við sækjum um bankaleyfi hér
og stefnum ótrauðir á töluverðan
vöxt enda teljum við að hér séu góð
tækifæri. Framtíðarsýn okkar
byggist á þeirri hugmynd að hafa
litla og meðalstóra banka á öllum
Norðurlöndum; banka sem geta
þjónustað að öllu leyti fyrirtæki,
stofnfjárfesta og einstaklinga. Fók-
usinn er algjörlega á Norðurlönd-
in.
Við sjáum fyrir okkur að við
verðurm fljótir að ná fótfestu hér
eins og annars staðar, það tók okk-
ur reyndar meiri tíma, en við vænt-
um að ná fótfestu í Stokkhólmi.
Það var aðallega vegna þess að við
þurftum tíma til að hreinsa til í
bankanum, óstjórnin var meiri en
okkur óraði fyrir. Það seinkaði ferl-
inu um eitt ár.“
- En komuð þið að góðu búi hér?
„Já, Sofi var minna fyrirtæki en
JPN, sjóðurinn Norvestia er í mjög
góðri stöðu. Hann er að mestu leyti
í auðseljanlegum eignum og um
það bil 15% í óskráðum eignum
sem eru mjög spennandi að okkar
viti. Hér eru að auki allir mjög
hrifnir af innkomu okkar."
hlb@dv.is
Kaupþing Búnaðarbanki eignast meiri-
hluta í Norvestia Oyj:
EIGIÐ FÉ OG HEILDAREIGNIR KAUPÞINGS BÚNAÐARBANKA OG NORVESTIA OYJ
Efnahagur I milljörðum króna
Kaupþing Búnaðarbanki Norvestia Oyj Ný samstæða (pro forma)
6 mán. 2003 2002 2001 6. Mán 2003 2002 2001 6. Mán 2003 2002 2001
Eigið fé 34,911 33,514 22,154 8,065 8,310 9,654 40,387 38,817 27,871
Heildareignir 492,678 433,948 317,563 11,012 11,207 13,097 507,693 448,489 333,241
Eignir nýrrar samstæðu
um 508 milljarðar króna