Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2003, Blaðsíða 12
12 MENNING ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist • Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sfmi: 550 5807 Billeder fra Island List Sigvalda Thordarsonar KVIKMYNDIR: Kvikmyndasafn- ið sýnir í þessari viku heimild- armyndina Billederfra Island eftir André M. Dam kaftein. Hún var gerð að tilstuðlan danska flotamálaráðuneytisins og hluti hennar var sýndur á heimssýningunni í New York 1938. Dam jók svo við mynd- ina árið eftir og frumsýndi hana 1939 í Danmörku undir heitinu Island, underfulde a i sommer, vár og host. Þetta er einhver fegursta (s- landsmynd sem gerð hefur verið og sýnir vel atvinnuhætti til sjávar og sveita á þessum tíma. Myndin er 55 mínútna löng og svart-hvít. Hún er sýnd í Bæjarbíói í Hafn- arfirði kl. 20 í kvöld og kl. 16 á laugardaginn. FYRIRLESTUR: ftilefni afai- þjóðlegum degi byggingarlist- ar, 1. október, bjóða bygging- arlistardeild Listasafns Reykja- víkur og Arkitektafélag (slands til fýrirlestrar um ævi og störf arkitektsins Sigvalda Thordar- sonar sem dóttir hans, Albína Thordarson, flytur. Sigvaldi fæddist í Voþnafirði árið 1911. Hann tók sveinspróf í húsa- smíði og lærði svo arkitektúr í Danmörku. Sigvaldi var einn listfengasti arkitekt sinnar kynslóðar og hafði með verkum sínum mikil áhrif á þróun byggingarlistar hér á 5. og 6. áratug 20. aldar. Fyrirlesturinn er í Listasafni Reykjavíkur- Hafnarhúsi annað kvöld og hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Fróðskaparsetrið í Þórshöfn í Færeyjum hefur starfað í nærri fjörutíu ár: Mikilvægt fyrir færeyska þjóðarvitund Háskólamir á íslandi eru ekki einu háskólarnirj útnorðri", þótt okkur finnist stundum að við séum lengstí burtu aföllum þjóðum. ÍNuuk á Crænlandi er háskólinn llisimatusarfik þar sem kennt er í fjórum greinum á háskólastigi, og í Færeyjum hefur Fróðskaparsetur Færeyja starf- að í nærri fjörutíu ár. Það var sett á fót 1965. Malan Marnersdóttir hefur verið rektor Fróðskaparsetursins í nærri fimm ár og á eft- ir rúmt ár þar til næst verður kosinn rektor. Ef hún býður sig ekki fram þá, er það vegna þess að hana langar til að sinna bókmenntum aft- ur. Því hún er að aðalstarfi prófessor í fær- eyskum bókmenntum við skólann. Við hann starfa 20 vísindamenn sem flestir eru pró- fessorar og lektorar. Áhersla á færeysk fræði „Þróunin hefur verið ótrúlega hröð og víð- tæk á þessum fjörutfu árum,“ segir Malan. „í upphafí var aðeins einn prófessor við skól- ann og einn aðstoðarmaður hans. Prófessor- inn var Kristian Matras sem var kallaður heim frá Danmörku þar sem hann hafði stöðu við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var málvísindamaður og skáld, og þegar hann kom heim árið 1965 var hann sjálfur 65 ára þannig að árin hans í stöðunni við Fróð- skaparsetrið urðu bara fimm. Hann lagði að sjálfsögðu megináherslu á færeyska tungu og lagði ásamt öðrum grunninn að einu merkasta afreki Fróðskaparsetursins frá upp- hafi, Færeysk-færeyskri orðabók." Á árum Matras voru nær eingöngu stund- aðar rannsóknir við skólann en kennsla á há- skólastigi hófst þar upp úr 1970 í tveimur deildum, norrænum fræðum og náttúruvís- indum. 1986 bættist svo sagnfræði við, og í ár fengu fyrstu BA-nemendurnir í samfélagsvís- indum prófskírteini sín. Eðlilega er megin- áhersla skólans á færeyska tungu, bókmennt- ir, sögu, náttúru og samfélag, því þau fræði er ekki hægt að læra annars staðar. Fróðskaparsetrið dreifist víða um Þórshöfn og stúdentar í ólíkum fögum hafa ekkert tækifæri til samskipta sín á milli. ístuttu máli sagt þá vantar aðstöðu til raunveru- legs háskólalífs. Stúdentar við skólann eru um 150 en til samanburðar eru um 1500 færeyskir nem- endur við nám annars staðar, einkum f Dan- mörku. Nfu af hverjum tíu færeyskum náms- mönnum læra því erlendis. En auk Fróðskap- arseturs eru kennaraskóli og uppeldisfræði- skóli í Færeyjum sem vinna að því að komast á háskólastig, og hjúkrunarskóli er á háskóla- stigi frá og með þessu ári. Vantar hús „Fróðskaparsetrið fór býsna illa út úr efna- hagskreppunni um 1990,“ segir Malan. „Fjár- veitingar voru skornar niður um þriðjung milli 1989 og 1995. En frá 1996 hefur fjárveit- ingin aukist ár frá ári og við erum nú komin upp í sömu krónutölu og fyrir kreppuna. Auðvitað fæst ekki alveg jafnmikið fyrir þær krónur, og við þurfum meira fé því ýmislegt þarf að gera. Við þurfum að þróa kennsluna og sjá til þess að starfsmennirnir haldi sér við í fræðunum, en húsnæðisskortur er mesti vandinn. Okkur vantar gott húsnæði sem getur laðað að og haldið í ungt fólk sem vill vinna á akademískan hátt. Fróðskaparsetrið dreifist víða um Þórshöfn og stúdentar í ólík- um fögum hafa ekkert tækifæri til að hittast reglulega og hafa samskipti sín á milli. Þeir hafa heldur ekki nógu góða vinnuaðstöðu. í stuttu máli sagt þá vantar aðstöðu til raun- verulegs háskólalífs. Stjórnmálamennirnir samþykkja þetta fúslega þegar við þá er rætt, já, já, auðvitað þarf háskólabyggingu, en skrefið frá orðum til verka reynist stundum ansi stórt." - Eru engar byggingaráætlanir á dagskrá? „Ekki hjá stjórnvöldum, en við eigum okk- ar áætlanir í skólanum. Þegar Fróðskaparset- ur varð 25 ára var Þórshafnarbær svo örlátur að gefa okkur stóra lóð - 50 þúsund fermetra - undir háskóla. En hún stendur enn þá auð.“ Fróðskaparsetur fær rekstrarfé sitt úr ríkis- sjóði Færeyja. Það er færeyska þingið sem veitir því fé. En koma peningar víðar að? „Já, við höfum orðið okkur úti um styrki til ákveðinna verkefna,"segir Malan, „einkum á sviði náttúruvísinda. Undanfarin ár höfum við til dæmis fengið myndarlega styrki frá olíufélögum sem hafa leitað að olfu við Fær- eyjar. Til dæmis styrkir Statoil merkilega rannsókn á hafstraumum sem unnin er í samvinnu Fróðskaparseturs og bandarísks háskóla." - Finnst olía? Getið þið átt von á íjár- streymi áfram úr þessari átt? Malan skellihlær. „Við verðum að vona það! Nú fáum við aðallega hluta af því fé sem olíufélögin eiga að nota til að auka á færni í færeysku samfélagi." Innlendar rannsóknir mikilvægar - Hvaða þýðingu hefur Fróðskaparsetur haft í færeysku samfélagi þessa fjóra áratugi? „Ég tel að sjálfsögðu að það hafi haft mikla þýðingu fyrir þjóðina að eignast sinn eigin háskóla," segir Malan. „Það hefur haft mikið að segja fyrir færeyska þjóðarvitund. Það er ómetanlegt að fá inn- lendar rannsóknir á færeyskri menningu, tungumáli, sögu og samfélagi. Lengi voru þær rannsóknir gerðar aferlend- um mönnum sem komu fljúg- andi eins og þyrlur, kíktu nið- ur á eyjarnar smástund og flugu svo burtu aftur. Til dæmis hefur haft mikil áhrif að fá orða- bókina sem ég nefndi áðan, fyrstu stóru móðurmálsorðabókina, sem kom út 1998. Aðalritstjóri hennar var Jóhan Hendrik W. Poulsen prófessor. Við áttum fyrir fæeysk- danska og dansk-færeyska orðabók en ekki færeysk-færeyska. Hennar var lengi beðið með óþreyju og það verður haldið áfram að vinna hana. Gildi hennar fyrir málvitund okkar og virðingu fyrir móðurmálinu er ómetanlegt. Lengi hefur þvíverið haldið fram að færeyska sé ónothæf til að tala um nú- tímatækni og vísindi, en það er ekki rétt. Maður þarf bara að leggja svolítið á sig til að laga hana að þessum málefnum. Svo hefur skólinn auðvitað lagt geysimikið af mörkum til greiningar og skilnings á fær- eyskri sögu og samfélagi," heldur Malan áfram. „Það er ómetanlegt að fá innlendar rannsóknir á færeyskri menningu, tungu- máli, sögu og samfélagi. Lengi voru þær rannsóknir gerðar af erlendum mönnum sem komu fljúgandi eins og þyrlur, kíktu nið- ur á eyjamar smástund og flugu svo burtu aftur. Það verður auðvitað allt önnur rann- sókn sem unnin er af heimamönnum á heimaslóðum." - Velja fleiri að vera um kyrrt í Færeyjum vegna skólans? „Allir sem leggja stund á önnur fræði en þau sem við bjóðum upp á verða að sjálfsögðu að fara til annarra landa. En Fróðskaparsetrið hefur geysimikla þýðingu fyrir þá sem vilja ekki eða geta ekki af einhverjum ástæðum far- ið burtu til náms. Margir sem hafa stundað nám hjá okkur hefðu ekki notið háskóla- menntunar ef Fróðskaparsetrið væri ekki til.“ - Koma margir stúdentar erlendis frá til að læra færeysk fræði? „Nei, ekki margir, en alltaf nokkrir, einkum frá grannlöndunum. En við bjóðum ekki enn upp á færeysku fýrir erlenda stúdenta nema á sumarnámskeiðum, og fram til þessa höfúm við eingöngu boðið upp á þau námskeið fyrir Norðurlandabúa. En næsta sumar verður námskeiðið alþjóðlegt í fýrsta skipti." Frekari upplýsingar um Fróðskaparsetur Færeyja má nálgast á vefsíðunni www.set- ur.fo. MALAN MARNERSDÓTTIR REKTOR: Lengi hefur því verið haldið fram að faereyska sé ónothæf til að tala um nútímatækni og vísindi, en það er ekki rétt. DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.