Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Page 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003
OTGÁFUFÉLA& Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson
AÐALRfTSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlið 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Rltstjóm: ritstjorn@dvJs - Auglýslngar auglys-
ingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is
Akureyrl: Hafnarstræti 94, simi: 462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Arvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Á vélsleða yfir
Grænlandsjökul
- frétt bls. 4
Hugsanlegar dauða-
gildrur bílkaupenda
- frétt bls. 8-9
Breyttar kvenhetjur
evrópskra glæpasagna
DV-menning bls. 12
Samfylkingin vill lækka
virðisaukaskatt á mat
- Skoðun bls.14-15
Meiðsli lykilmanna fyrir
Þjóðverjaleikinn
- DV Sport bls. 28-29
Sá gamli skokkaði í
14 klukkutíma
92 ára gamall hollenskur skokk-
ari, frá bænum Woudenberg, hvarf
sporlaust í heilar fjórtán klukku-
stundir um helgina eftir að hafa
farið í venjubundið kvöldskokk.
Maðurinn hafði lagt af stað um
klukkan nítján á sunnudaginn og
sagt fjölskyldunni að hann ætlaði
að skokka í klukkustund.
Þegar hann hafði ekki skilað sér
til baka um miðnætti var lögreglan
látin vita og var þá þegar hafin leit
með hjálp leitarhunda og úr þyrl-
um yfir nálægu skógarsvæði, en án
árangurs.
Það var ekki fyrr en morguninn
eftir að sá gamli fannst í um 30
kflómetra fjarlægð frá heimili sínu
og var hann þá enn á skokkinu og
virtist við bestu heilsu. Er það enn
hulin ráðgáta hvar hann eyddi
nóttinni.
Vetnisvagnarnir komnir
SAMGÖNGUR: Tveim af
þremur vetnisstrætisvögn-
um sem teknir verða í
notkun á leiðakerfi Strætó
bs. komu til landsins í gær.
Þriðji vagninn er væntan-
legur til landsins á næstu
dögum en í öryggisskyni
var ákveðið að flytja ekki
alla vagnana til landsins
með sama skipi. Nýju
vagnarnir eru búnir efnara-
fölum í stað hefðbundinn-
ar dísilvélar. Vagnarnir eru
framleiddir í Daim-
lerChrysler verksmiðjunum
og er áætlað að 33 vetnis-
vagnar verði prófaðir
næstu misseri en Reykjavík
er meðal fyrstu borga sem
fá slíka vagna afhenta.
Heimastjórnin 100 ára
HEIMASTJÓRN: Forsætisráð-
herra hefur ráðið Júlíus Hafstein
tli að stjórna þeim viðburðum
sem efnt verður til vegna 100
ára afmælis heimastjórnarinnar.
Þann 1. febrúar 2004 verða liðin
100 ár frá því fyrsti ráðherrann,
Hannes Hafstein, tók við völd-
um, framkvæmdavaldið kom til
landsins og Stjórnarráð (slands
var stofnað. Almennt er talið að
með heimastjórn hafi Islend-
ingar náð fram einum þýðing-
armesta áfranga í þjóðfrelsis-
baráttu þjóðarinnar. Með Júlíusi
mun starfa verkefnastjórn, skip-
uð llluga Gunnarssyni, aðstoð-
armanni forsætisráðherra, Birni
Inga Hrafnssyni, aðstoðarmanni
utanríkisráðherra, og Halldóri
Árnasyni, skrifstofustjóra for-
sætisráðherra.
Óttast að fasteignasal-
inn hafi eytt milljónum
Hjón í Mosfellsbæ lögðu í gær
fram kæru til lögreglu á hendur
fasteignasala þar sem þess er
krafist að opinber rannsókn fari
fram á meðferð hans á hátt í 3
milljónum króna sem þau
greiddu honum og höfðu staðið
í þeirri trú að hann hefði sjálfur
notað til að Ijúka greiðslu á við-
bótarláni til Húsnæðisnefndar
fyrir þau til íbúðalánasjóðs.
Þetta er aðeins eitt af fleiri mál-
um sem lögreglunni hafa borist til
margs konar meðferðar vegna sama
manns, 38 ára Reykvíkings, en DV
greindi frá því nýlega að hann hefði
verið margkærður fyrir meint mis-
ferli með fé viðskiptavina sinna.
Hann er fyrrverandi starfsmaður hjá
Óðali fasteignasölu. Samkvæmt
upplýsingum DV nýtur rannsókn á
háttsemi þessa manns forgangs hjá
lögreglunni í Reykjavík.
Það varsvo nú, tveimur
og hálfu ári síðar - /
september 2003, sem
hjónunum brá í brún er
þeim barst óvænt
greiðsluáskorun frá
íbúðalánasjóði.
Kærendur eru maður, sem er ör-
yrki, og erlend eiginkona hans. Þau
gerðu kaupsamning að íbúð í tví-
býlishúsi í Mosfellsbæ í febrúar
2001 fyrir milligöngu kærða, sem er
löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og
skipasali. Þegar kom að greiðslutil-
högun útborgunar áttu hjónin að
greiða upp viðbótarlán Húsnæðis-
nefndar eigi síðar en við afsal - um
2,7 milljónir króna.
Þá upphæð millifærðu hjónin í
mars 2001 - inn á reikning fast-
eignasalans, enda var um það
samið að hann sæi um að greiða
Ibúðalánasjóði lán Húsnæðis-
nefndar eins og lög gerðu ráð fyrir.
Óvænt vanskilatilkynning
Það var svo nú, tveimur og hálfu
ári síðar - í september 2003, sem
hjónunum brá í brún er þeim barst
óvænt greiðsluáskorun frá íbúða-
lánasjóði, rukkun vegna vanskila á
framangreindu viðbótarláni sem
fasteignasalinn átti að vera löngu
búinn að greiða upp. Þegar farið
var að kanna málið kom í ljós að
hann hafði tekið við peningunum,
hátt í þremur milljónum króna, en
einungis haldið áfram að greiða af
láninu - frá 10 til 36 þúsund krónur
í hvert skipti.
í ljósi þessa er þess krafist af
hálfu lögreglu að hún rannsaki
meðferð og ráðstöfun fasteignasal-
ans á 2,7 milljónum króna sem þau
höfðu treyst manninum til að
greiða árið 2001.
Manni þessum hefur verið vfsað
úr Félagi fasteignasala. Hann er
ekki lengur með starfsréttindi sem
löggiltur fasteignasali samkvæmt
upplýsingum DV. ottar@dv.is
Eldsvoðií gömlu timburhúsií Keflavík:
Bjargaði sér með því að
stökkva út um þakglugga
Tveir menn björguðust naum-
lega úr brennandi húsi í Kefla-
vík í nótt.
„Nágrannarnir vöktu mig upp og
sögðu mér að koma mér út því það
væri kviknað í. Ég flýtti mér í fötin
og ætlaði svo að drífa mig út. Það
var eldur frammi á gangi þannig að
ég sá að eina leiðin var út um þak-
gluggann. Ég stökk út og lenti á
þaki tengihúss og þaðan komst ég
svo niður," sagði Lester Garden,
skoskur verkamaður, sem varð fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu í nótt
að þurfa að flýja brennandi heimili
sitt.
Kona og tvo börn, bú-
sett að Íshússtíg 3,
þurftu að yfirgefa heim-
ili sitt og sömu sögu er
að segja um heimilis-
fólkið að Túngötu 22.
Garden býr að fshússtíg 3a í
Keflavík. Tilkynnt var um eld f hús-
inu um miðnætti í nótt og komu
Brunavarnir Suðumesja þegar á
staðinn. Að sögn slökkviliðsstjóra
var mikill reykur í húsinu og var
þegar tekin ákvörðun um að senda
sex reykkafara inn til að leita að
’fólki. Þá hafði Lester og annar mað-
ur sem býr í húsinu komist út af
eigin rammleik og heilir á húfi.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn
en rýma þurfti tvö nærliggjandi
hús. Kona og tvo börn, búsett að ís-
hússtíg 3, þurftu að yfirgefa heimili
sitt og sömu sögu er að segja um
heimilisfólkið að Túngötu 22.
Að sögn slökkviliðsstjóra var veð-
ur hagstætt f nótt en á þessum slóð-
um standa timburhúsin fremur
þétt og því beindust störf slökkvi-
liðsmanna meðal annars að því að
tryggja að eldurinn bærist ekki í
næstu hús. Það tókst eins og til
stóð.
Slökkviliðsmenn luku störfum
um tvöleytið og tók rannsókn lög-
reglu þá við. Upptök eldsins voru
ekki kunn í morgun en rannsókn
málsins heldur áfram í dag.
-aþ