Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Reykjavíkurhöfn og farþegasiglingar HAFNARMÁL Kjartan Magn- ússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks, óskaði á fundi hafnarstjórnar eftir upplýs- ingum um aðstöðu og þjón- ustu í Reykjavíkurhöfn ef til þess kæmi að reglubundnar farþegasiglingar hæfust milli Reykjavíkurhafnar og annarra landa. Fundur hafnarstjórnar fór fram fýrir viku. (fyrirspurn Kjartans kemur fram að sér- staklega er óskað eftir upp- lýsingum um hvort núver- andi aðstaða geti nýst til að taka á móti ferjum af stærð- inni 20 til 50 þúsund brúttó- lestir. „Hvaða mannvirki og fjárfestingar þyrfti að ráðast í til að móttaka slíkra bílferja væri möguleg?" spyr Kjartan Magnússon. Krakkar læra skyndihjálp SKVNDIHJÁLP: Rauði kross (s- lands fagnar tillögum í skýrslu starfshóps á vegum dómsmála- ráðherra um að skyndihjálpar- kennsla verði færð inn í nám í öll- um grunnskólum landsins og að átak verði gert á vinnustöðum til þess að kenna skyndihjálp. Það er kappsmál félagsins að skyndi- hjálp verði hluti af námskrá, með það að markmiði að börn og unglingar geti brugðist við á ein- faldan og öruggan hátt þegar slys ber að höndum. „Það er margsannað að þeir sem mestu geta bjargað á slysstað eru þeir sem fyrstir koma að," segir Sig- rún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross (slands. Niður- stöður könnunar á skyndihjálpar- fræðslu í skólum eru væntanleg- ar fýrir árslok. Suzuki Liana 2WD, 5 d., bsk. Skr. 2/02, ek. 22 þús. Verð kr. 1350 þús. Suzuki Baieno Wagon 4x4. Skr. 7/99, ek. 59 þús. Verð kr. 1140 þús. Suzuki Wagon R+ 4x4. Skr. 5/00, ek. 13 þús. Verð kr. 890 þús. -■M Hyundai Santa-Fe 2,4, bsk. Skr. 2/01, ek. 42 þús. Verð kr. 1760 þús. Nissan Primera Comfort, bsk. Skr. 7/01, ek. 25 þús. Verð kr. 1370 þús. M-Benz A-140, bsk. Skr. 7/02, ek. 35 þús. Verð kr. 1490 þús. íslendingur í fyrsta leið- angurinn íslendingur verður á meðal fjögurra manna sem munu freista þess að komast á vélsleðum fyrstir manna yfir þveran Grænlandsjökul en lagt verður upp frá Syðri-Straums- firði á vesturströndinni þann 14. október. yfir jökulinn Þetta er Sigmundur Sæmunds- son, 36 ára íbúi í Reykjavík, en hann hefur áralanga reynslu af vélsleðaferðum hér á landi, ekki síst á Langjökli. Hann er vanur ferðalögum með GPS-tæki og segir helsta hlutverk sitt í ferðinni að stika út leiðina á jöklinum. í leið- angrinum með honum verða tveir Danir og Grænlendingur. „Ef veður verður hagstætt mun- um við geta lagt af stað þann íjórt- ánda. Leiðin er um 600 kílómetrar, þar af er bein lofdína um 500 kíló- metrar. Við reiknum með að verða komniryfir á austurströndina þann 16. október ef allt gengur að ósk- um,“ sagði Sigmundur við DV í morgun en hann leggur af stað með flugvél til Grænlands í dag. Aður hafa menn oft farið yflr Áður hafa menn oft far- ið yfir jökulinn á skíð- um og einnig á jeppum og voru íslendingar þar meðal annarra á ferð - en ekki á vélsleðum. jökulinn á skíðum og einnig á jepp- um og voru íslendingar þar meðal annarra á ferð - en ekki á vélsleð- um þótt furðu kunni að sæta. 600 lítrum af bensíni hefur verið varpað niður á Grænlandsjökul úr stórri ÞVERT YFIR GRÆNLANDSJÖKUL Sleðarnir fjórir eru allir með fjögurra strokka vélar og með sérútbúnum „negldum" beltum. Sigmundur er Islendingurinn í hópnum og sér um GPS-maelingar. flugvél og staðurinn þar sem birgð- irnar lentu kirfilega merktur. Það var vinur Sigmundar sem sá um þetta. Þegar leiðangurinn verður kom- inn að jökulbrúninni austan megin kemur þyrla, sækir fjórmenning- ana og flýgur með þá tÚ Kulusuq en sleðarnir verða skildir eftir um sinn. Mennirnir leggja af stað á fjórum sleðum sem eru allir með fjögurra strokka vélar með sérút- búnum „negldum" beltum. Þeir munu aka úr 550 metra hæð yfir sjávarmáli og allt upp í 2.200 metra sem er nánast jafnhátt og hæsti tindur Islands. Sigmundur segir að tifgangur ferðarinnar sé eins konar undanfari að vélsleðaferðum með ferðafólk. Ætlunin er að Danir og Grænlend- ingar bjóði ferðamönnum, fjórum í senn, upp á ferðir yfir jökulinn á sleðum með tveimur leiðsögu- mönnum. ottar@dv.is Ekki tókst að veiða allar hrefnurnar Vísindaveiðum fslendinga á hrefnu er lokið. Alls veiddust 36 hrefnur en stefnt var að því að veiða 38 hrefnur fyrir 1. októ- ber. Guðmundur Konráðsson, skip- stjóri á Halldóri Sigurðssyni ÍS, var í morgun á heimleið með 13. hrefn- una sem þeir veiddu á þeim bát - og þá síðustu. Sagðist Guðmundur vera býsna sáttur við þeirra hlut í veiðunum. Gott væri að nú hefði ís- inn verið brotinn til áframhaldandi veiða. Gfsli Víkingsson, verkefnástjóri á Hafrannsóknastofnun, segir að fram undan sé að afla upplýsinga úr þeim sýnum sem fengust með þessum veiðum og er niðurstaðna af þeim rannsóknum ekki að vænta fyrr en næsta vor. Rannsóknir fara fram víða utan stofnunarinnar, s.s. á Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins sem sér um mengunarþáttinn sem hefur stundað hormónarann- sóknir á hvölum. „Birting á niðurstöðum ræðst af því hvort framhald verður á veiðum á næsta ári en þær myndu þá hefj- ast í maímánuði. Okkar áætlun snerist um að veiða 200 dýr á tveimur árum en þetta voru aðeins „Birting á niðurstöðum ræðst afþví hvort framhald verður á veið- um á næsta ári en þær myndu þá hefjast í maí- mánuði." haustveiðar. Við munum skila rannsóknaniðurstöðum á fundi Al- þjóða hvalveiðiráðsins sumarið 2004, þó ekki endilega lokaniður- stöðu," segir Gfsli Víkingsson. gg@dv.is Peugeot 406 2,0, 3 d., ssk. Skr. 11/98, ek. 72 þús. Verð kr. 1480 þús. HREFNUVEIÐUM ER LOKIÐ: Alls náðust 36 dýr en leyfilegt var að veiða 38. en hann er nokkuð víðtækur. Á til- og meinafræðinni en hluta af þeim raunastöð Háskólans að Keldum annast sérhæfðari rannsóknastofur fara fram rannsóknir á sjúkdóma- og Landspítali-háskólasjúkrahús Alfa Romeo 156, bsk. Skr. 9/98, ek. 60 þús. Verð kr. 1180 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ——V/M------------—— SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni I7,sími 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.