Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR I. OKTÓBER 2003
Tuttugu milljarðar í skattalækkanir
Stefnuræðu Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra, sem dreift
vartil alþingismanna ítrúnaði í
gær, var lekið í fréttastofu
Stöðvar 2. Ræðan verður flutt á
Alþingi á morgun.
(ræðu Davíðs kemur meðal
annars fram að tuttugu millj-
örðum króna verði varið til
skattalækkana á kjörtímabil-
inu, að því er sagði í frétt
Stöðvar 2 í gærkvöld. Útfærsla
einstakra skattalækkana liggi
hins vegar ekki fyrir.
Þá segir í ræðunni - sam-
kvæmt fréttinni - að hátekju-
skattur verði framlengdur
þrátt fyrir að Davíð og Geir
Haarde fjármálaráðherra líti
svo á að hann eigi samkvæmt
lögum að falla niður um næstu
áramót. Stjórnarflokkarnir hafi
ákveðið að fella hann í staðinn
niður í áföngum og samkomu-
lag um það verði lögfest.
Þá er í ræðunni vikið að nauð-
syn þess að ráðast í smíði nýs
RÆÐUNNI LEK©: Stefnuræðu Dav-
íðs var dreift til þingmanna í trún-
aði í gær en komst óðara í hendur
fréttastofu Stöðvar 2.
varðskips og gera áætlun um
endurnýjun á flugflota Land-
helgisgæslunnar. Einnig kemur
fram að unnið verði að breyt-
ingum á lögum um stjórn fisk-
veiða þannig að unnt verði að
taka upp veiðileyfagjald á
næsta ári og einnig línuívilnun.
Ekki náðist í forsætisráðherra í
morgun vegna málsins.
Hópnauðgun fótboltamanna á herbergi 316:
Hlógu er þeir komu
fram vilja sínum
Nýjar höfuðstöðvar Landsbanka íslands:
Borgin til
viðræðna
um málið
HÓPNAUÐGUN: Stúlkan varð fyrir miklu áfalli og skelfur þegar hún rifjar atvikið upp.
Myndin er sviðsett.
Landsbanki íslands hefur ósk-
að eftir lóð undir nýjar höfuð-
stöðvar í miðborg Reykjavík-
ur. Borgarráð Reykjavíkur
fjallaði um umsókn bankans á
fundi í gær og fól Alfreð Þor-
steinssyni, formanni ráðsins,
og Steinunni Valdísi Óskars-
dóttur, formanni skipulags-
og bygginganefndar, að hefja
viðræður við fulltrúa bankans.
Lóðin sem um ræðir markast af
Geirsgötu, Kalkofsvegi og
Tryggvagötu, á bílastæðinu norð-
austan við pylsusöluna Bæjarins
bestu.
Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar,
formanns borgarráðs Reykjavfk-
ur, líst honum mjög vel á umsókn
Landsbankans og segist sann-
færður um að bankinn eigi eftir
að reisa glæsilegar höfuðstöðvar í
miðbænum sem verði borginni til
sóma og styrki starfsemi miðbæj-
arins. Alfreð segir að málið hafi
verið tekið fyrir á fundi borgar-
ráðs í gær; því hafi verið vel tekið
og honum og Steinunni Valdísi
Óskarsdóttur, formanni skipu-
lags- og bygginganefndar, falið að
ganga til viðræna við Landsbank-
ann um málið.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
formaður skipulags- og bygginga-
nefndar, er á sama máli og Alfreð
og segir að sér lítist vel á hug-
myndina. „Það var ákveðið á
fundi borgarráðs að hraða við-
ræðunum við Landsbankann eftir
megni. Skipulagsmál eru í eðli
sfnu viðkvæm og oft erfitt að taka
ákvarðanir í dag sem eiga að
koma til framkvæmda á morgun."
Steinunn segir að borgarráð ætli
að taka sér nokkrar vikur til við-
ræðnanna og athuga hvort menn
nái ekki samkomulagi. „Lóðin er
sjö þúsund fermetrar að stærð og
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður
skipulags- og bygginganefndar.
húsið gæti því hæglega orðið fjórar
til fimm hæðir. Ég tel mjög ánægju-
legt ef bankinn og borgin ná saman
í málinu og sýna enn einu sinni
hvað möguleikamir í miðborginni
em miklir. Saga Landsbankans er
samofin sögu miðbæjarins og ég
veit að þeir Landsbankamenn ætla
sér að standa vel að byggingunni."
k/p@dv./s
Stúlkan sem hefur kært
hópnauðgun fótboltamanna
ensku úrvalsdeildarinnar segir
mennina hafa hlegið þegar þeir
komu fram vilja sínum.
Breska dagblaðið Sun greinir frá
þessu í dag. Þar segir að stúlkan
hafi viðurkennt fyrir fjölskyldu
sinni að hafa farið í fylgd fótbolta-
manns á Grosvenor House-hótelið
síðastliðið föstudagskvöld. Hún
kveðst hafa kynnst manninum á
bar og fallist á að fylgja honum á
hótelið. Þau hafi verið í ástaratlot-
um í herbergi 316 þegar sjö leik-
menn mddust inn í herbergið og
hópnauðgunin hófst. Hún segist
aðeins hafa þekkt einn hinna sjö
með nafni enda sé hann leikmaður
knattspyrnuliðs sem hún sfyður.
Lögregla hefur ekki
gefið upp nöfn leik-
mannanna né hvaða
knattspyrnuliðum þeir
tilheyra.
„Hún varð fyrir miklu áfalli og
skelfur þegar hún rifjar upp atvik-
ið,“ sagði heimildarmaður The
Sun. „Hún segir að þrír eða fjórir
mannanna hafi nauðgað sér gróf-
lega,“ sagði heimildarmaðurinn.
Einn mannanna mun hafa haft það
hlutverk að halda stúlkunni niðri á
meðan á ósköpunum stóð. Stúlkan
segir mennina hafa hegðað sér
dýrslega og þegar nauðgunin var
afstaðin hafi hún yfirgefið herberg-
ið við hlátrasköll leikmannanna.
Hún komst út af hótelinu af eigin
rammleik og tók síðan leigubil
heim.
Umfangsmikil rannsókn
Lögreglurannsókn stendur yfir
og herbergi 316 hefur verið innsigl-
að. Tæknimenn rannsaka nú rúm-
fatnað, handklæði, glös og aðra
muni í herberginu. Lögreglan lítur
málið mjög alvarlegum augum og
mikið er lagt upp úr nákvæmni
rannsóknarinnar. Stúlkan gaf
skýrslu hjá lögreglu í gærdag og tók
skýrslutakan átta klukkustundir.
Öryggismyndbönd hótelsins eru
auk þess til rannsóknar og standa
vonir til að þau geti varpað ljósi á
mannaferðir í herbergi 316.
Lögregla hefur ekki gefið upp
nöfn leikmannanna né hvaða
knattspyrnuliðum þeir tilheyra.
Dagblaðið Mirror greinir frá því í
dag að einn mannanna sé stjörnu-
leikmaður. Hann hefur hins vegar
neitað í sök í málinu, segist hafa
verið á veitingastað ásamt kærustu
sinni umrætt kvöld. Hann hafi ekki
komið á hótelið fyrr en daginn eftir,
þ.e. á laugardeginum. Hann ásamt
hinum sjö má búast við að verða
kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu.
Samskipti verkalýðshreyfingarinnar og Impregilo í strandí gærkvöld:
Kunna hvorki vinnubrögð né mannasiði
Samskipti verkalýðshreyfingar-
innar og ítalska verktakafyrir-
tækisins Impregilo sigldu í
strand á fundi í gærkvöld þar
sem fulltrúi fyrirtækisins kvaðst
vera án umboðs til samninga.
Sagðist hann verða að bíða eft-
ir lögfræðingum fyrirtækisins
sem væru væntanlegir frá
Milanó.
Þessir menn kunna hvorki
vinnubrögð né mannasiði," sagði
Þorbjörn Guðmundsson, fulltrúi
launamanna í samráðsnefnd um
virkjanaframkvæmdir við Kára-
hnjúka, þegar DV ræddi við hann í
morgun. „Það hefur enga þýðingu
að tala við umboðslausa menn;
þeir eiga að vera heima hjá sér,“
sagði hann enn fremur og vísaði þá
til ummæla fulltrúa Impregilo á
fundinum í gærkvöld. Þar hafði
verið ætlunin að ræða fyrirliggjandi
ágreiningsefni aðila og freista þess
að ná samkomulagi.
Þorbjörn sagði að fulitrúinn
hefði tjáð sér á fundinum að hann
gæti ekki rætt málið fyrr en lög-
fræðingarnir kæmu frá Mflanó,
sem yrði eftir 8-9 daga.
„Ég hef á tilfinningunni að þessi
ferð lögmanna Impregilo til íslands
verði ekki sú síðasta á komandi
árum," sagði Þorbjörn. „Mér sýnist
að þeir eigi fyrir höndum tíðar ferð-
ir til landsins í framtíðinni."
Fyrirhugað var að Þorbjöm
mætti á miðstjómarfund ASÍ sem
hófst kl. 11 í morgun. Þar ætíaði
hann að fara yfir stöðu mála ásamt
miðstjórninni og vildi bíða með yf-
irlýsingar um næstu skref þar til
eftir þann fund. -jss