Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 FRÉTTIR 9 DV-mynd ÞÖK Þar segir einnig að núverandi íyrirkomulag á útboði og sölu á tjónbílum sé afar óæskilegt því að skemmdir bflar ættu alls ekki að geta lent í höndum viðgerðaraðila sem ekki kunna til verka eða hafa ekki burði til að gera sómasamlega við þá. „Tryggingafélög sem leysa til sfn skemmda bfla ættu alltaf að láta fagmenn gera við þá í sam- ræmi við raunhæft tjónamat. Svari viðgerð ekki kostnaði ætti hrein- lega að farga flakinu." Lykilatriði í þessu er að verð- mæti þeirra bfla sem gert er við á ófaglegan hátt rýrnar og sá sem kaupir fær svikna vöru og verð- minni en ella. Auk þess skerðist umferðaröryggi. Ökumenn og far- þegar geta verið í stórhættu. hlh@dv.is Tillögur til úrbóta FÍB vill að þeir sem komi að slysavettvangi skrái bfla sem tjón- bfla og að þeir sem kaupi þessa bfla af tryggingafélögunum verði að uppfylla viss skilyrði. FÍB vill hindra að tjónbílar lendi í hönd- um á aðilum sem ekki kunna til verka. Bflgreinasambandið segir að til að koma í veg fyrir að háskalegir illa viðgerðir tjónbflar komist í umferð þurfi að framfylgja regl- um sem þegar eru til. Til að ná markmiðum um að faglega sé að viðgerðum tjónabfla staðið leggur Bflgreinasambandið tii úrbætur í nokkrum liðum. Stikkprufueftirlit Skráningarstofa taki að sér að hafa eftirlit með tjónbílum og því hvenær þeir séu teknir úr umferð og hvernig viðgerð sé fram- kvæmd. Þá verði aukið eftirlit með notuðum bflum í tolli. Eftirlitsmaður frá Skráningar- stofúnni heimsæki tryggingafé- lögin reglulega og skrái niður og skoði bíla og framkvæmi stikkprufueftirlit. Eftirlitsmaður Skráningarstofú heimsæki flutningsfyrirtæki og framkvæmi stikkprufúskoðun tU að athuga hvort lögregla hafi tek- ið númer af bflum sem eðlilegt hefði verið að fjarlægja númer af og skrá sem tjónbfla. Þar gætu einnig verið bflar úr tjóni sem lög- regla hefúr ekki komið að. Eftirlit sé með vottuðum verk- stæðum og verkstæðum með heimild tU að gefa út vottorð um hjólastUlingu og burðarvirki. Eft- irlitsmaður heimsæki verkstæði og fylgist með gögnum frá verk- stæðunum. Jafnframt verði stikkprufueftirlit með bflum sem koma frá þessum verkstæðum. Farið verði yfir vottorð sem berast til Skráningarstofu og þau skoðuð ítarlega og auk þess gerð- ar reglubundnar stikkprufu- athuganir á bílum. Eftirlit með verkstæðum Skráningarstofa taki að sér að hafa eftirlit með gæðakröfum til viðurkenndra verkstæða og út- tektir verði samþykktar af Skrán- ingarstofu, svo og námskeiðsefni og fyrirkomulag námskeiða fyrir burðarvirkismælingu og hjóla- stillingu sem veita heimild útgáfu og vottorða. Einnig verði haldin sérstök námskeið fyrir þá aðila sem í dag hafa heimild til burðar- virkismælinga og hjólastillinga og verður það upprifjun og endur- menntun, svo og kynning á því nýja fyrirkomulagi sem er að taka gÚdi. Aðeins þeir aðilar sem lokið hafa slíkum námskeiðum fá heimild til útgáfu vottorða í nýju kerfi. Eftirlit með skoðunarstof- um Skráningarstofa hafi eftirlit með störfum faggiltra skoðunar- stofa með stikkprufuprófunum á verkum frá þeim, svo og á sama hátt á starfi endurskoðunarverk- stæða. Einnig sjái hún um eftirlit með kröfum til endurmenntunar og símenntunar. Guðni Eðvarðsson bóndi í Brautartungu í Lundarreykjadal Nafn Guðna var dregið úr pottinum á mánudaginn og hlýtur hann ferð með TerraNova-Sól til Kaupmannahafnar eða London. Guðna gekk vel að hætta að reykja og vafalaust mun fiugferðin verða skemmtilegri fyrir vikið. Til hamingju!!! Nicotinell TERRA vyiv NOVA JsÓL 25 ÁRA OC TRAUSTSINS VÉRO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.