Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Síða 10
70 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER2003
Útlönd
Heimurinn i hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
1
Varar við Schwarzenegger
KALIFORNÍA: Arianna
Huffington, óháður frambjóð-
andi í ríkisstjórakosningunum í
Kaliforníu, hefur dregið fram-
boð sitt til baka og ætlar að
berjast með kjafti og klóm
gegn því að umboðið til Grays
Davis ríkisstjóra verði afturkall-
að í kosningunum í næstu viku.
Þá hefur hún varað við þeirri
hættu sem hún telur stafa af
því að kjósa Arnold Schwarz-
enegger sem ríkisstjóra.
Ekki er þó víst að Kaliforníubú-
ar séu sömu skoðunar því
nýjasta skoðanakönnun bendir
til að hann muni ná kjöri þann
7. október. Meirihluti kjósenda
vill afturkalla umboð Davis rík-
isstjóra samkvæmt könnuninni
og 40 prósent vilja að leikarinn
taki við af honum.
Te er hollt
HEILSA: Bandarískir vísinda-
menn sögðu í gær að svo virt-
ist sem svart te lækkaði svo-
kallað vont kólesteról, eða LDL,
í blóðinu. Rannsókn leiddi í Ijós
að kólesteról þetta lækkaði um
sjö til ellefu prósent eftir
þriggja vikna drykkju á svörtu
tei. Ekki er vitað nákvæmlega
hvað gerðist.Teið hafði engin
áhrif á góða kólesterólið.
Embættismannalekinn í Hvíta húsinu:
Glæparannsókn
hafin á lekanum
íhuga frekari múra
Ríkisstjórn Israels hittist í dag
til að ræða áform um byggingu
enn eins hluta umdeilds örygg-
ismúrs sem ætlað er að koma í
veg fyrir að palestínskir sjálfs-
morðsliðar komist inn í Israel
frá Vesturbakkanum.
Fyrirhugaður múr myndi girða af
nokkrar stórar gyðingabyggðir á
landi Palestínumanna og einangra
tugi þúsunda Palestínumanna frá
löndum sfnum á Vesturbakkanum.
Stjórnvöld í Washington hafa lýst
áhyggjum sínum af því að bygging
múrsins muni hafa neikvæð áhrif á
friðarferlið. Þá lýstu Sameinuðu
þjóðirnar því yfir í skýrslu í gær að
múrinn væri ólöglegur og að leggja
mætti hann að jöfnu við ólöglega
innlimun.
Israelsk stjórnvöld segja múrinn
nauðsynlega vörn fýrir þegnana.
ísraelskir hermenn gerðu áhlaup
á flóttamannabúðir nærri borginni
Jenin á Vesturbakkanum f morgun
og handsömuðu einn leiðtoga
samtakanna Heilagt stríð íslams.
Að sögn sjónarvotta hafði maður-
inn falið sig undir bfl.
Leiðtogi þessara sömu samtaka á
Gaza hét því að komið yrði fram
hefndum fýrir handtökuna.
„Óvinurinn mun gjalda þetta
dýru verði," sagði leiðtoginn í sam-
tali við fréttamann Reuters.
Bandaríska dómsmálaráðu-
neytið tilkynnti í gær að alls-
herjar glæparannsókn væri
hafin á ásökunum um að
bandarískir embættismenn
hefðu lekið nafni starfsmanns
leyniþjónustunnartil fjölmiðla í
hefndarskyni og að haidið verði
opnum þeim möguleika að
skipuð verði sérstök rannsókn-
arnefnd þegar frekari stað-
reyndir málsins liggja fyrir.
UPPBOÐ
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar
upp að Hiíðarvegi 16, Hvols-
velli, miðvikudaginn 8. október
2003, kl. 16.00:
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp
að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, miðviku-
daginn 8. október 2003, kl. 16.00:
KJ-849 MY-733
NV-631 US-828
ZM-249
Einnig verður á sama stað boðin upp
D655 AS Stroll, stjörnumúgavél, árg.
2002, nr. 6108547. Ávísanir ekki
teknar gildar sem greiðsla nema
með samþykki uppboðshaldara.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á HVOLSVELLI
Um er að ræða ásakanir sem
fram komu í frétt bandaríska dag-
blaðsins Washington Post fyrr í
vikunni þar sem ónafngreindur
embættismaður fullyrðir að nafni
Valerie Plame, eiginkonu Josephs
Wilsons, fyrrum sendiherra Banda-
ríkjanna í Gabon, hafi verið lekið í
ákveðna fréttamenn í hefndarskyni
fyrir gagnrýni Wilsons á málatil-
búnað Bush-stjórnarinnar vegna
stríðsins í Irak, en Plame mun hafa
unnið að ýmsum leynilegum verk-
efnum tengdum útbreiðslu gjör-
eyðingarvopna fyrir bandarísku
leyniþjónustuna, CIA.
Gagnrýni Wilsons
Fyrir Íraks-stríðið hafði eigin-
maðurinn, Wilson, fengið það verk-
efni að rannsaka ásakanir um að
írakar hefðu reynt að kaupa úran-
íum í Afríkuríkinu Níger og komist
að þeirri niðurstöðu að þær ættu
ekki við rök að styðjast heldur
byggðar á fölsuðum upplýsingum.
Þrátt fyrir það notaði Bush
Bandaríkjaforseti ásakanirnar í
stefnuræðu sinni í janúar sl. og
vísaði þar til upplýsinga frá bresku
leyniþjónustunni.
Síðar gagnrýndi Wilson málatil-
búnað bandarískra stjórnvalda
vegna stríðsins í írak í grein í Times
og lýsti undrun sinni yfir því að
skýrslu hans um úraníummálið
hefði verið hafnað. Hann sagði að
skýrslan sem lögð hefði verið fram
til þess að réttlæta Íraksstríðið
hefði verið byggð á rangfærslum og
ýkjum.
Bush fagnar rannsókninni
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti fagnaði í gær ákvörðun dóms-
málaráðuneytisins um að hefja
glæparannsókn og hvatti alla þá
sem byggju yfir einhverri vitneskju
um málið til að stíga fram. „Ég vil
að sannleikurinn komi í ljós,“ sagði
Bush, en starfsfólki Hvíta hússins
var í gær sendur tölvupóstur þar
sem tilkynnt var að dómsmála-
ráðuneytið hefði ákveðið að hefja
glæparannsókn í stað formlegrar
rannsóknar sem áður hafði verið
ákveðin.
Bush Bandaríkjaforseti
fagnaði í gær ákvörðun
dómsmálaráðu-
neytisins um að hefja
glæparannsókn í
lekamálinu og hvatti
alla þá sem byggju yfir
einhverri vitneskju um
málið til að stíga fram.
Starfsfólkinu var skipað að veita
rannsóknaraðilum allar nauðsyn-
legar upplýsingar sem kynnu að
tengjast rannsókn málsins og þar á
meðal skrár yfir símtöl og upp-
tökur, auk tölvupósts, minnismiða
og annarra skjala sem kynnu að
varpa ljósi á málið.
„Ég hef fyrirskipað starfsliði
mínu að sýna fullt samstarf við
rannsóknina og ef einhver em-
bættismanna Hvíta hússins hefur
lekið nafninu þá verður tekið á því
af festu," sagði Bush þar sem hann
var staddur á fundi með stuðnings-
mönnum sínum í Chicago.
„Rannsóknin er gott mál og ef
einhver starfsmanna minna hefur
lekið þá vil ég vita hver það er og ef
viðkomandi hefur brotið lög þá
verður tekið á því með viðeigandi
hætti," sagði Bush.
BUSH MEÐAL STUÐNINGSMANNA í CHICAGO: Bush sagði að glæparannsóknin væri gott
mál. Einn múslímskur stuðningsmaður hans bað um eiginhandaráritun í Mikka mús-bók.
John D. Ashcroft, dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær að
reyndir lögfræðingar gagnnjósna-
deildar dómsmálaráðuneytisins
hefðu hafið glæparannsókn á
meintum ólöglegum leka strax á
föstudaginn, ijórum dögum eftir að
yfirmaður CIA hafði farið fram á að
rannsókn færi fram á hugsanlegu
lögbroti embættismanna.
Ashcroft sagði að rannsókninni
væri stjórnað af saksóknurum
dómsmálaráðuneytisins og full-
trúum bandarísku alríkislögregl-
unnar, FBI.
Afgreiðsla smáauglýsingadeildar,
Skaftahlíð 24, er opin
frá kl. 9-20 mánudaga til fimmtudaga.
Tekið er á móti smáauglýsingum í síma
550 5000 til kl.22.
Á föstudögum er opið frá kl. 9-18,
laugardögum frá kl.9-14
og sunnudögum frá kl. 16-22.
Smáauglýsingadeild DV, Skaftahlíð 24.
Síminn er 550 5000.
Netfang: smaar@dv.is Veffang:
www.smaar.is
-4