Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Side 14
-J-
74 SKOÐUN
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER2003
Upphafnýs
Alþingi íslendinga kemur saman í dag eftir
sumarleyfi. Nýtt þing mætir til starfa eftir kosn-
ingarnar í maí, þing sem að vísu sat stutt sum-
arþing skömmu eftir kosningar. I upphafi kjör-
tímabils gefst tími til undirbúnings stærri mála
sem koma á fram næstu fjögur árin. Kjósendur
endurnýjuðu umboð Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Þeir eru því að byrja sitt
þriðja kjörtímabil saman í stjórn. Fátítt er að
slíkt gerist hér á landi. Eina fordæmið er við-
reisnarstjórnin svokallaða, samstjórn Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem sat við
völd í þrjú kjörtímabil, allan sjöunda áratuginn
og aðeins fram á þann áttunda.
Þingið sem nú kemur saman er merkilegt fyr-
ir þær sakir að það er hið síðasta sem Davíð
Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, situr
sem forsætisráðherra, í bili að minnsta kosti.
Stjómarflokkarnir gerðu sem kunnugt er með
sér samkomulag um að Halldór Ásgrímsson,
formaður Framsóknarflokksins, tæki við for-
sætisráðherraembættinu um miðjan septem-
ber á næsta ári. Samfelldur ferill Davíðs Odds-
sonar sem forsætisráðherra er einstakur hér á
landi en hann hefur gegnt embættinu frá árinu
1991. Menntamálaráðherraskipti verða um ára-
mót þegar Þorgerður Kartrín Gunnarsdóttir
tekur við af Tómasi Inga Olrich, sem verður
sendiherra. Umhverfisráðherraskipti verða síð-
an í september, um leið og forsætisráðherra-
skiptin. Embættið færist frá Framsóknarflokkn-
um til Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Anna Þórð-
ardóttir tekur þá við af Siv Friðleifsdóttur. Óvíst
kjörtímabils
Þingið sem nú kemur saman er
merkilegt fyrir þær sakir að það er
hið síðasta sem Davíð Oddsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, situr
sem forsætisráðherra, í bili að
minnsta kosti.
er hvernig Framsóknarflokkurinn mun skipa
sínum ráðherramálum þá.
Talsverð endurnýjun varð í þingkosningun-
um í vor. Átján nýir menn voru kosnir til þess að
taka sæti á Alþingi. Þeirra á meðal var margt
ungt fólk. Meðalaldur þingmanna lækkaði því
talsvert. Það er vel enda þarf Alþingi á ungum
og röskum mönnum að halda. Vonandi fyigja
hinum nýju þingmönnum ferskir vindar og ný
sjónarmið. Afleitt er hins vegar að hlutur
kvenna á Alþingi versnaði í kosningunum. Það
er raunar til vansæmdar hve hægt gengur að
fjölga konum á þinginu. í þeim efnum hljóta
flokkarnir að taka sig á fyrir næstu kosningar.
Konur og karlar þurfa að sameinast um það að
hlutfall kynjanna sé sem jafnast á þinginu. Það
er í allra þágu að svo sé.
Forsætisráðherra mun flytja þjóðinni stefnu-
mál hinnar nýju stjórnar við upphaf þings. Fjár-
lagafrumvarpinu verður útbýtt til þingmanna
síðar í dag. Mikilvægt er að fjármálum ríkisins
verði stjórnað af festu. Ekki liggur annað fyrir
en hagsældartímabil sé fram undan. Spár gera
ráð fyrir góðæri. Samið hefur verið um stórvirki, ;
fjárfrekar framkvæmdir sem standa munu
næstu ár. Því er mikilvægt að hafa hemil á
eyðslu. Hætt er við að spenna geti myndast á
vinnumarkaði. Kjarasamningar stórra hópa
losna á næstunni eftir langt samningatímabil.
Ábyrgð aðila vinnumarkaðarins er mikil. Þeirra
er að sjá til þess að þjóðhagslega hagkvæm nið-
urstaða náist, niðurstaða sem í senn tryggir af-
komu launþega og getu fyrirtækja og atvinnu-
vega til þess að standa undir henni. Verðbólga
hefur verið lág hérlendis að undanförnu og
gengi stöðugt. Þannig verður það að vera |
áfram. Jafnvægi og festa er nauðsyn jafnt ein-
staklingum sem fyrirtækjum.
Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa kynnt
áherslur sínar fyrir það þing sem hefst í dag.
Þeirra er getið annars staðar hér á opnunni. í
þeim málum sem þar eru kynnt er eftirtektar-
verðust tillaga Samfýlkingarinnar um að lækka
virðisaukaskatt á matvælum úr 14% í 7%. Nái sú
tillaga fram að ganga lækkar hún matarreikn-
inga íslenskra íjöskyldna verulega. Ekki veitir af.
Samfylkingin vill breytingar á stjórnarskrá:
Tillaga um stórlækkun virð-
isaukaskatts á matvælum
Samfylkingin vill breyta stjórn-
arskrá landsins í tilefni af 100
ára afmæli heimastjórnarinnar.
Þá vill flokkurinn m.a. stór-
lækka virðisaukaskatt á mat-
vælum úr 14% í 7%.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
kynnti í gærmorgun helstu áherslur
sínar á komandi þingi. Flokkurinn
vill skapa hér gott samfélag, byggt á
jafnaðarstefnunni, samfélag þar
sem lýðræði, frjáls samkeppni á
markaði og jöfn tækifæri fyrir alla
eru lykilhugtök.
Samfylkingin leggur til
lækkun virðisauka-
skatts á matvælum úr
14% í 7%.
Slík lækkun kemur öll-
um til góða.
Þingflokkurinn leggur fram
fjölda nýrra mála á þessum vetri og
eru fjögur þeirra kynnt sérstaklega
hér. Þar ber fyrst að nefna þings-
ályktunartillögu um breytingar á
stjórnarskrá íslands í tilefni af 100
ára afmæli heimastjórnarinnar. Þar
er lagt til að gerðar verði tillögur
um endurskoðun á ýmsum ákvæð-
um stjórnarskrárinnar, s.s. um það
hvernig tryggja megi í stjórnarskrá
sameign þjóðarinnar á náttúruauð-
lindum, hvort auðvelda eigi fram-
sal ríkisvalds til alþjóðasamtaka
sem vinna að friði og frelsi í við-
skiptum þjóða, að landið verði gert
að einu kjördæmi, að landsmenn
geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu
um mál og leitað verði annarra
leiða til að auka réttindi og áhrif
einstaklinga og kjósenda. Einnig
verði athugað hvort tímabært sé að
endurskoða samband ríkis og
kirkju. Fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar er Össur Skarphéðinsson.
Lækkun virðisaukaskatts
Þá leggur þingflokkurinn fram
tillögu um lækkun virðisaukaskatts
á matvælum úr 14% í 7%. Sú tillaga
er í samræmi við þær hugmyndir
sem Samfylkingin kynnti í kosn-
ingabaráttunni. Slfk lækkun kemur
öllum til góða, ekki síst þeim sem
hafa úr litlu að spila. Talið er að
með helmingslækkun virðisauka-
skatts á matvælum megi lækka
matarreikninga íslendinga um fast
að 5 milljarða. Fyrsti flutningsmað-
ur er Össur Skarphéðinsson.
Samkeppnislögum breytt
Þingflokkurinn leggur fram til-
lögu um breytingu á samkeppnis-
lögum. Gerðar eru tillögur um að
skýrari verkaskiptingu verði komið
á milli Samkeppnisstofnunar og
ríkissaksóknara þannig að stofnun-
in rannsaki brot fyrirtækja en ríkis-
saksóknari brot einstaklinga. Þá er
lagt til að Samkeppnisstofnun verði
heimilað að leita á heimilum
stjórnenda fyrirtækja og þannig
fetað inn á þá braut sem farin hefur
verið í Evrópu. Þá eru gerðar tillög-
ur um hertar refsingar vegna brota
á lögunum. Fyrsti flutningsmaður
er Lúðvík Bergvinsson.
Að lokum er kynnt tillaga um
átak til eflingar iðn-, verk- og list-
náms. Skipaður verði starfshópur
er vinni tillögur með það að mark-
miði að draga úr brottfalli úr fram-
haldsskólum og eyða úreltri að-
greiningu milli bóknáms og verk-
náms. hkr@dv.ii
LÆGRI SKATTAR; Samfylkingin mun leggja
fram tillögu um lægri virðisaukaskatt á
matvælum þegar þing kemur saman.
“““ Bélwftj
i fc * m
; » £' l m. ■ bjjr- 1
$ wF' j •• fStt.i' ."ffl
»-u'ij
j ' S : i
4
Hver verður forstjóri?
Flestir og þá ekki síst starfs-
menn Eimskips, reikna með því
að Ingimundur Sigurpálsson, for-
g stjóri Eimskips, óski eftir því að
ks láta af störfum innan skamms.
O Ingimundur var ráðinn af Bene-
JJJÍ dikt Sveinssyni þegar Hörður Sig-
TJj urgestsson hætti sem forstjóri, en
g mikil og náin vinátta er á milli
Ingimundar og Benedikts. Þar
(/I með losnar einn feitasti bitinn I
íslensku viðskiptalffi. Sagt er að
Björgólfur Guðmundsson og
Landsbankinn hafi sérstakt dá-
læti á Kristni Geirssyni, fram-
kvæmdastjóra (slenska sjón-
varpsfélagsins sem á og rekur
Skjá einn. Kristinn er vel kunnug-
ur flutningastarfsemi en hann var
einn mikilvægasti maðurinn í
endurreisn Samskipa á sínum
tíma og vann þá náið með Lands-
bankamönnum.
Hvert fer
Ingimundur?
(framhaldi af þessu hafa mikl-
ar vangaveltur verið um framtíð
Ingimundar Sigurpálssonar. Eins
og greint var frá hér í Sandkorni í
gær er almennt búist við því að
Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-
Almennra og bróðir Benedikts
Sveinssonar, verði kjörinn for-
maður bankaráðs (slandsbanka á
næsta aðalfundi félagsins sem
væntanleg verður haldinn í febr-
úar næstkomandi. Kristján Ragn-
arsson, núverandi formaður, hef-
ur lýst því yfir aðþann dragi sig
þá í hlé. Ekki síst þess vegna er
talið öruggt að þeir Sjóvá-bræður
bjóði Ingimundi starf sem for-
stjóri Sjóvár-Almennra sem verð-
ur eitt dótturfyrirtækja fslands-
banka.
Forkaupsrétturinn
(desember næstkomandi mun
draga til tíðinda meðal hluthafa
Skeljungs. Steinhóiar, sem er í
helmingseigu Kaupþings Búnað-
arbanka á móti Eimskip og Sjóvá-
Almennum sem eiga fjórðungs-
hlut hvort félag, á Skeljung. Milli
hluthafanna er hins vegar sér-
stakt samkomulag um kauprétti.
Sjóvá og Eimskip eiga kauprétt á
Kaupþing Búnaðarbanka en
einnig sölurétt.Talið er öruggt að
félögin muni nýta sér söluréttinn,
enda mun Einar Sveinsson hafa
sagt það í þröngum hópi við-
skiptafélaga. Þannig mun Kaup-
þing Búnaðarbanki eignast Skelj-
ung að fullu. Og ekki ætlar bank-
inn að reka olíufélag heldur vill
selja félagið. Kaupandinn bíður
við dyrnar, að því er sagt er.