Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 SKOÐUN 15
Frjálslyndir vilja
eitt kjördæmi
og jöfnun atkvæðisréttar
Frjálslyndi flokkurinn vill að
skipuð verði nefnd allra þing-
flokka til að endurskoða kjör-
dæmaskipan. Nefndin skal hafa
að markmiði að jafna atkvæðis-
rétt landsmanna þar sem landið
verði eitt kjördæmi.
Frjálslyndi flokkurinn mun taka
þátt í að legga fram fjölmörg mál á
Alþingi í haust. Þar á meðal eru
frumvörp um niðurfellingu lög-
gæslukostnaðar vegna útihátíða,
um lækkun virðisaukaskatts af
hljóðbókum til samræmis við vsk.
af bókum. Þá gera Frjálslyndir ráð
fyrir að leggja fram frumvarp um
viðurkenningu táknmáls sem móð-
urmáls heyrnarlausra. Þess má geta
að varaþingmaður flokksins og
einn flutningsmanna er Sigurlín
Margrét Sigurðardóttir sem sjálf er
heyrnarlaus.
Meðal annarra mála flokksins
má nefna þingsályktunartillögu um
að tekinn verði upp sérstakur skatt-
afsláttur handa börnum. Afsláttur-
inn fylgi hveiju barni til 16 ára ald-
urs. Gert er ráð fyrir að fjármálaráð-
herra leggi fram frumvarp um mál-
ið við upphaf haustþings 2004 með
það að markmiði að ný lög taki gildi
í upphafi árs 2005.
Margvísleg önnur mála eru á lista
Frjálslynda flokksins auk endur-
fluttra mála frá fyrra þingi í sam-
starfi við aðra flokka.
Frjálslyndir vilja að
tekinn verði upp
sérstakur skattafsláttur
handa börnum.
Þar má nefna frumvarp til laga
um breytingu á áfengislögum sem
flutt verður af Guðjóni A. Kristjáns-
syni, Drífu Hjartardóttur, Þuríði
Backman og Guðrúnu Ögmunds-
dóttur.
Frumvarpið gengur út á að gera
löglegt til framleiðslu og einkanota
á heimilum manna, léttvín (matar-
vín) þar sem kunnátta í gerð slíkra
vína er þegar fyrir hendi á mörgum
heimilum í landinu. Með samþykkt
frumvarpsins yrði lögum breytt á
þann veg að fjölmargir þegnar
landsins yrðu ekki lögbrjótar við
slíka iðju eins og nú er.
hkr@dv.is
Vinstri-grænir vilja
banna umskurð og
kaup á kynlífsþjónustu
Fjölmörg mál eru á lista VG í
vetur, svo sem frumvarp um
bann við umskurð á kynfærum
kvenna og frumvarp um bann
við kaupum á kynlífsþjónustu.
Þingflokkar hafa verið að taka
saman helstu stefnumál sín í vetur
og þannig kynnti þingflokkur
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs stefnumál sín síðdegis í
gær. Þar kom fram að í upphafi
þings mun þingflokkur Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs
leggja fram fjölmörg þingmál,
frumvörp, tillögur til þingsályktun-
ar og fyrirspumir. Þingmál VG
munu sem fyrr taka mið af grunn-
þáttum í stefnu flokksins, s.s. vel-
ferðarmálum, kvenfrelsi, umhverf-
ismálum og náttúmvernd, byggða-
málum og sjálfstæðri utanríkis-
stefnu.
Gjaldfrjáls leikskóli
Eftirtalin þingmál VG em meðal
þeirra sem lögð verða fram á næstu
dögum:
Tillaga til þingsályktunar um
samstarfsverkefni ríkis og sveitarfé-
laga um gjaldfrjálsan leikskóla.
Skipuð verði nefnd sem fái það
verkefni að undirbúa og annast
viðræður við sveitarfélögin um
sameiginlegt átak þeirra og ríkisins
um að gera leikskóladvöl gjald-
frjálsa í áföngum.
Þá verður lagt fram þingmál sem
felur f sér að heimildir viðskipta-
banka og sparisjóða til að fjárfesta
og eiga í atvinnufyrirtækjum verði
takmarkaðar og að skilið verði á
milli viðskiptabanka og fjárfesting-
arbanka með skýrari hætti en nú er.
Tillaga til þingsályktun-
ar um samstarfsverk-
efni ríkis og sveitarfé-
laga um gjaldfrjálsan
leikskóla.
Þá gerir VG ráð fýrir að leggja fram
tillögur til þingsályktunar um vexti
og verðtryggingu lána, um úttekt á
GATS-samningnum og breytinga á
honum, um að tannvemd verði hluti
ungbamavemdar og skólaheilsu-
gæslu og nái til allra 3, 6 og 9 ára
barna, svo og 12 og 15 ára unglinga
án greiðslu. Fjölmörg önnur mál em
boðuð af þingmönnum VG.
Einnig hefur verið boðað að lögð
verði fram sameiginleg beiðni þing-
flokka VG og Frjálslynda flokksins
um skýrslu um undirbúning og
framkvæmd sfðustu alþingiskosn-
inga. Sem kunnugt er vantaði Frjáls-
lynda flokkinn aðeins örfá atkvæði
til að ná inn fimmta þingmanni sín-
um og hefur ffamkvæmd kosning-
anna verið harðlega gagnrýnd af
þeirra hálfu, sem og af Vinstrihreyf-
ingunni - grænu ffamboði. Því
munu þessir flokkar krefjast skýrslu
um framkvæmd kosninganna í vor.
hkr@dv.is
Alþingi íslendinga sett í dag
Fjárlagafrumvarpi útbýtt við framhald þingsetningarfundar
Setning Alþingis, 130. löggjaf-
arþings, hefst í dag, 1. október
2003, kl. 13.30 með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni.
Séra Ólafur Jóhannsson, sókn-
arprestur í Grensásprestakalli,
predikar og þjónar fyrir altari
ásamt biskupi íslands, herra Karli
Sigurbjörnssyni. Organisti Dóm-
kirkjunnar, Marteinn H. Friðriks-
son, leikur á orgel og kammerkór
Dómkirkjunnar syngur við at-
höfnina.
Að guðsþjónustu lokinni verður
gengið til þinghússins. Forseti ís-
lands setur þingið og að því loknu
tekur aldursforseti þingsins við
fundarstjórn, en það er Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra.
Mun hann stjórna kjöri forseta Al-
þingis. Þingsetningarfundi verður
síðan frestað til kl. 16 en á meðan
halda þingflokkar fundi.
Þegar þingsetningarfundi verð-
ur fram haldið verða kosnir vara-
forsetar og kosið verður í fasta-
nefndir Alþingis og til íslands-
deilda þeirra alþjóðasamtaka sem
Alþingi er aðili að. Að síðustu
verður hlutað um sæti þing-
manna, annarra en ráðherra og
forseta Alþingis. Fjárlagafrum-
varpi verður útbýtt kl. 16 við fram-
hald þingsetningarfundar.
hkr@dv.is
Árni
Magnússon.
Birgir
Ármannsson.
Guðjón
Hjörleifsson.
Birkir Jón
Jónssori.
Guðlaugur Þór
Þórðarson.
Sigurður Kári
Kristjánsson.
Bjarni Katrín
Benediktsson. Júlíusdóttir.
Sigurjón Magnús Þór
Þórðarson. Hafsteinsson.
Dagný Björgvin G.
Jónsdóttir. Sigurðsson.
Anna Kristín
Gunnarsdóttir.
Jón
Gunnarsson.
Örlygsson.
Ágúst Ólafur
Ágústsson.
Helgi
Hjörvar.
Mörður
Árnason.
nýir þingmenn
Átján
Átján nýir þingmenn hafa verið
kjörnir til að taka sæti á Alþingi í
dag. Einhverjir þeirra munu
verða fjarverandi vegna veik-
inda, að sögn skrifstofu Alþing-
is, og einn getur ekki verið við-
staddur vegna afplánunar
dóms.
Nýir þingmenn
Sjálfstæðisflokks eru:
Birgir Ármannsson (D), 11. þing-
maður Reykjavíkurkjördæmis suð-
ur.
Bjami Benediktsson (D), 11.
þingmaður Suðvesturkjördæmis.
Guðjón Hjörleifsson (D), 8. þing-
maður Suðurkjördæmis.
Guðlaugur Þór Þórðarson (D), 6.
þingmaður Reykjavíkurkjördæmis
norður.
Sigurður Kári Kristjánsson (D),
10. þingmaður Reykjavíkurkjör-
dæmis norður.
Nýir þingmenn
Framsóknarflokks eru:
Ámi Magnússon (B), 11. þing-
maður Reykjavíkurkjördæmis
norður. Hann er nú félagsmálaráð-
herra.
Birkir J. Jónsson (B) 9. þingmaður
Norðausturkjördæmis.
Dagný Jónsdóttir (B), 8. þing-
maður Norðausturkjördæmis.
Nýir þingmenn
Samfylkingar eru:
Anna Kristín Gunnarsdóttir (S), 6.
þingmaður Norðvesturkjördæmis.
Ágúst Ólafúr Ágústsson (S), 10.
þingmaður Reykjavíkurkjördæmis
suður.
Björgvin G. Sigurðsson (S), 7.
þingmaður Suðurkjördæmis.
Helgi Hjörvar (S), 9. þingmaður
Reykjavíkurkjördæmis norður.
Jón Gunnarsson (S), 10. þing-
maður Suðurkjördæmis.
Katrín Júlíusdóttir (S), 9. þing-
maður Suðvesturkjördæmis.
MörðurÁrnason (S), 7. þingmað-
ur Reykjavíkurkjördæmis suður.
Nýir þingmenn
Frjálslynda flokksins eru:
Gunnar öm Örlygsson (F), 10.
þingmaður Suðvesturkjördæmis.
Magnús Þór Hafsteinsson (F) 9.
þingmaður Suðurkjördæmis.
Sigurjón Þórðarson (F) 10. þing-
maður Norðvesturkjördæmis.
Hvert á að leita?
Til að leita að þeim sem hæst
töluðu um nauðsyn þess, að Haf-
skip hyrfl af vettvangi ættu
menn að lesa þingtíðindi frá
þeim átakatímum, ekki síst ræð-
«1 ur Ólafs Ragnars Grímssonar, eða
fö Helgarpóstinn sáluga.
^ Björn Bjarnason dómsmálaráö-
Sherra á heimasíðu sinni um átökin
I Islensku viðskiptallfi.
D
Undarleg ráðstöfun
Þetta er undarleg ráðstöfun
þvl að hún takmarkar rannsókn-
arfrelsi fólks, án þess að fyrir þvl
liggi gild rök. Hvers vegna mega
ekki aðrir bókmenntafræðingar
skoða þessi bréf til jafns við þau
Halldór og Helgu? Og auðvitað
hljóta allir að spyrja sig að þvf
hvers vegna Hannes Hólmsteinn
Gissurarson má ekki líta á bréfin,
þar sem hann hefur lýst þvl yfir
að hann vinni
nú að ritun á
ævisögu
skáldsins.
PállHitm-
arsson og
Sverrir Jakobs-f
sonáMúrnumf
um ákvörðun
fjölskyldu Hall-j|
dórs Laxness
að loka bréfasafni skáldsins.
Orkuátak
borgarstjóra
Þórólfur Árnason borgarstjóri
er farinn að koma fram I sjón-
varpsauglýsingum og lýsa því
yfir að hann hafi ákveðiö að taka
þátt I einhverju sem er kallað
„orkuátak”. Því miðurtekur hann
ekki fram I hverju framlag hans
er fólgið, en sjálfsagt má giska á
að hann hyggist leggja til heitt
vatn, ollu og bensfn á hagstæðu
verði.
Andríki/vef-Þjóðviljinn setur
hlutina I samhengi með sínum
hætti.