Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2003, Page 18
18 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 Ræktun lýðs og lands Umsjón: Páll Guðmundsson Netfang: palli@umfi.is Sími: 568 2929 LANDBMÓT LEIPTOGA SKOUNN Ungt fólk í Evrópu: Viltu stuðla að betri heimi? „Ungt fólk í Evrópu er styrkja- áætlun á vegum Evrópusambands- ins,“ segir Eyrún Einarsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Ungu fólki í Evrópu, „og veitir styrki til verkefna sem stuðla að því að minnka fordóma og auka umburðarlyndi." Að sögn Eyrúnar getur allt ungt fólk á aldr- inum fimmtán til tuttugu og fimm ára sótt um styrk. „Þetta er tækifæri sem ungt fólk getur nýtt sér til að auka þekkingu sína, þroska og sjálfstraust um leið og það kynnist fólki frá öðrum löndum." UNNIÐ GEGN FORDÓMUM: Ein leið til að vinna gegn fordómum og stuðla þar af leiðandi að umburðarlyndari og betri heimi er að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum og kynnast fólki frá öðrum löndum. Á myndinni eru Sigurður Guðmundsson og Ársæll Jónsson úr Keflavfk. Sjáifboðaliðastarf Styrkjaáætlunin Ungt fólk í Evr- ópu styrkir verkefni af ýmsu tagi og má þar nefna ungmennaskipti, sjálfboðaþjónustu, frumkvæðis- verkefni og stuðningsverkefni. Sem dæmi um ungmennaskiptaverkefni nefnir Eyrún að hópur frá félags- miðstöðinni Árseli fór til Svíþjóðar í júní 2002. „Verkefnið var kallað Fjölþjóða-Svíþjóð og vildu ung- mennin fræðast um stöðu innflytj- enda og auka skilning sinn á stöðu þeirra til að fyrirbyggja fordóma en hluti ungmennanna sem tóku þátt í Svíþjóð voru innflytjendur. Einnig var markmið verkefnisins að kynn- ast því hvernig unglingar eyða frí- tíma sínum og að upplifa menn- ingu annars lands.“ Eyrún segir að Ungt fólk í Evrópu standi einnig fyrir ýmiss konar sjálfboðaliðastarfi, til dæmis í SOS barnaþorpi í Casciago á Norður- Ítalíu. „Börnin í barnaþorpinu eru ýmist munaðarlaus eða hafa búið við erfiðar fjölskylduaðstæður. Til- gangurinn með bamaþorpunum er að auðvelda börnunum aðlögun að samfélaginu. Þau ganga í almenna skóla og kynnast öðmm börnum. Sjálfboðaliðinn fýlgir bömunum í skóla og hjálpar þeim við heima- nám. Að auld tekur hann þátt í heimilisstörfum og aðstoðar starfs- fólk barnaþorpanna." Eyrún segir að sérstakar reglur gildi um verkefnin og verða þau að falla að reglum áætlunarinnar. „Umsóknarfrestur er fimm sinnum á ári en allar nánari upplýsingar er að finna á www.ufe.is." Norræna æskulýðsnefndin Norræna æskulýðsnefndin (Nor- diska ungdomskomittén - NUK) var stofnuð árið 1976 og veitir í um- boði Norrænu ráðherranefndar- innar norrænum barna- og æsku- lýðssamtökum, félögum og hópum styrki til æskulýðsstarfa. í nefnd- inni sitja tveir fulltrúar frá hverju landi og einn fulltrúi frá hverju sjálfstjórnarsvæði. Fulltrúar Is- lands tímabilið janúar 2003 til des- ember 2005 em Líney R. Halldórs- dóttir, fulltrúi menntamálaráðu- neytisins, og Valdimar Gunnars- son, fræðslustjóri UMFÍ, sem full- trúi félagasamtaka. Valdimar segir að markmiðið með styrkveitingum sé að styrkja norræna sjálfsvitund - með því að efla þátttöku, skilning og áhuga hjá börnum og unglingum í málefnum er varða menningu, stjórnarhætti og félagslega þætti á Norðurlönd- unum. „í janúar 2002 tóku gildi nýjar reglur um styrkveitingar Norrænu æskulýðsnefndarinnar. Umsóknar- frestur er fjómm sinnum á ári: 1. febrúar, 1. apríl, 1. september og 1. nóvember. Ef sótt er um hærri upp- hæð en sjötíu og fimm þúsund krónur danskar em umsóknirnar afgreiddar á fundum nefndarinnar í maí og nóvember en aðrar em af- greiddar af stjórnarhópi sem kem- ur oftar sarnan." Að sögn Valdimars veitir Nor- ræna æskulýðsnefndin einnig styrki til landssamtaka á sviði æskulýðsmála. „Umsóknarfrestur er til 1. október ár hvert." Umsókn- areyðublöð fást hjá menntamála- ráðuneytinu en einnig er hægt að nálgast þau á vef ráðuneytisins og á heimasíðu Norrænu ráðherra- nefndarinnar, www.norden.org. UNGMENNIKYNNAST: Styrkjaáætlunin Ungt fólk (Evrópu styrkir verkefni af ýmsu tagi og má þar nefna ungmennaskipti, sjálf- boðaþjónustu, frumkvæðiverkefni og stuðningsverkefni. Finnst þér leiðinlegt að hlusta á fordóma, verða vitni að mis- munun og finna fyrir andúð á útlendingum hjá fólki? Vildir þú óska þess stundum að fólk hefði meiri skilning á öðrum menningarheimum og væri ekki með sleggjudóma um önnur lönd? Eða finnst þér kannski jafnvel að þú sjálf(ur) hefðir gott af því að læra meira um aðra menningar- heima? Ein leið til að vinna gegn fordómum og stuðla þar af leiðandi að umburðarlynd- ari og betri heimi er að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum og kynnast fólki frá öðrum löndum. Alltaf ódýrast á www.flugfelag.is FLUGFÉLAG ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.