Alþýðublaðið - 12.04.1969, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.04.1969, Blaðsíða 15
*U3» Aiþýðutolaðið 12. apríl 1969 15 Hvorugur aðilinn í vinnu- deilunum er ósanngjam. Það er bara mótaðilinn, sem er það... FERMINGASKEYTI sumarstarfs K.F.U.M: Móttaka fermíngarskeyta verður sem hér segir: Laugardaginn 12. apríl ikl. 2—5. Skrifstofa sumarstarfsins, Amtmannstíg 2B. K.F.U.M. & K. K.F.U.M. & K. Amtmannsstíg 2 Kitkjuteigi 33 K.F.U.M. & K. i | * (K-F.U.M. & K.| Holtavegi . j j Langagerði 1 Melaskólanum ) ísaksskólanuxn FramfarafélagsHúsinu, Árbæ og Sjálfstæðis- húsinu í Kópavogi. Allar nánari upplýsingar eru veittar í skrif- istofu sumarstarfsins að Amtmannsstíg 2B, símar 17536, 23310 og 13437. Yindáshlíð Vatnaskógur Vörulager til sölu Tilboð ódkast í vörulager (aðallega rafímagns Vörur). Liisti yfir vörurriar verður til sýnis í Súðar- Vogi 2 og eilnnig hægt að slkioða Vörumar. á staðnum, mánudag og þriðjudag 14.—15. fþ. m. Tilboðum, sem miðast við staðgreiðs'lu, sé skilað á sama stað eigi síðar en miðv'kudág- inn 16. þ. m. og verða þau opnuð þar, fimmtudagmn ,17. þ. m. kl. 4 s. d. Rafmagnsveitur ríkisins. Félag áhugamanna um sjávarútvegsmál: Almennur útbreiðslufundur verður halldinn í Sigtúni við AuBturvöll mánudaginn 14. apríl kl. 20.30. Fundarefni: Útgerð og fiskvinnsla í Reykjavík. Frummælandi: Geir Hallgrímsson^ horgarstjóri. Al'lir velkomnir og ;eru jrienn hvattir til að gerast meðlimir í félagihu, — Mætið stund- víslega. Stjórnin Eru frystgþurrkaðar sígarettur skaðlausar? Talið er kleift að búa til sígarett- ur, sem í sé 80% minna nikótín- og tjörumagn en er í þeim sígarett- um, senY nú eru reyktar. Vísinda- menn beggja vegna Atlantshafs vinng nú að þessu máli, og aðferð- in er sú sama á báðum stöðunum: að frystiþurrka tóbakið. I .F.nglandi stendur Imperial Tobaco, sem framleiðir Players og Wills, að þessum tilraunum, en í Ban,daríkjunum er það fyrirtsekið Reyiiolds, sem meðal annars fram- léiðir Winston. Frystiþurrkun hefur áður verið beitt við aðrar vörur. Húsmaeður hafa á síðustu árum getað keypt frystiþurrkað grænmeti, lauk, persilju og annað slikt, og aðferðin hefur vgrið notuð í síauknum mæli. Það er 36 ára gamall líffræðing- ur við háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, dr. William Johnson, sem hefur fundið upp að frystiþurrka tóbak. Við þessa að- ferð þurrkunar vinnst það, að tóbak- ið molnar ekki, eins og við venju- lega þurrkun eða rýrnar, heldur hefur það fullþurrkað sama rúm- tak og venjulegt tóbak. Sígaretta gerð úr frystiþurrkuðu tóbaki er ekki öðru vísi viðkomu en venjuleg sfgaretta. Framleiðslufyrirtækin eru þó enn hikandi við að hefja framleiðslu á frystiþurrkuðum sigaretmm. Þau eru sjálfsagt hrædd við að salan verði treg, en minnkun nikótínsmagnsins hefur áhrif á bragð sígarettunnar og áhrif hennar. Dr. Johnson segir að þessar nýju sígarettur séu mild- ari og bragðljúfari en þær sígarettur, sem nú eru reyktar, en ekki er víst að allir verði á sama máli. Vera má, að fyrst í stað verði reynt að fara milliveg, blanda frystiþurrkuðu tóbaki saman við venjulegt tóbak og bætti jafnvel við betri síu, sem blandi ómenguðu lofti saman við tóbaksloftið. Afleiðingin af þessu yrði líka um 80% minnkun á ni^p- tín- og tjörumagni sígarettunnar. Þessi fallega sútlka á myndinni er klædd nýjustu baðfatatízk- unni frá París. Myndin er kannski full-snemma á ferðinnl fyrir okkur, hér úti á hjara veraldar, en samt sem áður: Það er alls ekki of snemmt að fara að hugsa um sumarið langþráða. Hvaða skepna? Ekki eru líkur til, að úr því fáist skorið í bráð, hvers eðlis lífvera sú, er geymd er í ísklumpi vestur í Bandaríkj- unum og nýlega var skýrt frá hér í blaðinu. Eigandinn héf- ur harðneitað að láta fara fram vísindalega rannsókn á ve'runni, og má búast við, að talsverður tími líði, þar til vitað verður, hvort þar sé um að ræða hreint svindl, apa, vanskapaðan nútímamann eða Neanderthalsmanninn gamla, eins og ekki hefur ver ið talið útilokað. Strax og farið var að skrifa um þessa furðuveru í erlend stórblöð fór dr. John Napier við Smithsonian 'Institute þess á leit við umsjónar- mann verunnar, að hann fengi að rannsaka hana vísindalega. Umsjón- armaðurinn, Frank Hansen, sagði að eigandinn, sem ekki vildi láta nafps síns getið, féllist með engu móti á slíkt. Hann hefði fyrir all- löngu Iagt mikið fé og erfiði í það að láta úa til eftirmynd af þessari veru, og nú hefði hann ákveðið að hafa eftirmyndina eina til sýnis. Astæðan væri þessi óæskilegu blaða- skrif. Einsk’s látið ófreistað Dr. Napier lýsti því strax yfir við neitunina, að hann mundi ekki láta neins ófreistað til að fá tæki- færi til að rannsaka þessa veru. Hansen segist gera ráð fyrir að vísindamennirnir reyni að komast yfir hana, ef til vill á þeim forsend- um að þarna sé um mannslík að ræða og slíkt sé óheimilt að eigaí og hafa til sýnis. Hann segir a3 eigandinn hafi hins vegar mjög góða lögfræðinga á sínum snæruna og gefist áreiðanlega ekki upp nema að undangengnum dóini. Sjálfur telur Hansen sig einnig hafa fjár- hagslegan ábata af því að ekki sð skýrt um hverslags veru er að ræða. ■Hann selur aðgang að ísklumpnumi (eftirmyndinni eftirleiðis) og held- ur því fram, að aðsóknin sé meiri ef fólk viti ekki hvað það sé að sjá, heldur fái að gizka; enginn kæmi hins vegar til að sjá eitthvað sent hefði mikla vísindalega þýðingu, segir Hansen. I eiafu safnara Hið eina, sem Hansen hefur feng- izt til að segja um eigandann, er að hann sé auðugur maður, sem hað yndi af því að eiga sjaldséða hluti, eitthvað sem enginn annar eigi. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.