Alþýðublaðið - 12.04.1969, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.04.1969, Blaðsíða 4
4 Aliþýðu'blaðið 12. apríl 1969 Ungfrú Alena Rosochatck- en frá Tékkóslóvakíu var, stodd í London þegar Varsjár | bandalagsherirnir gerðu inn- rásina í Tékkóslóvakíu. H.ún1 ákvað að setjast um kyrrt í j Englandi. Hins vegar var ung frúin lítt enskumælandi, svo | erfitt reyndist fyrir hana að , fá vinnu. Hún ákvað að ger- ast fyrirsæta og tókst að fá vinnu. ,,Fyrii(sætustarfið er1 það eina, sem ég get innt af hendi á meðan ég ekki tala sómasamlega ensku,“ sagði j ungfrúin. Og hér er liin 21. árs gamla tékkneska stúlka J í mini-kjól, þeim stytzta, sem við höfum séð lengi. ' LEIKHUS Vísað á færan Lei\félag Kópavogs: HÖLL í SVÍÞJÓÐ eftir Francoise Sagan Þýðandt: Unnur Eirí\sdóttir Leikstjóri: ' Brynja Bcncdiftsdóttir Lei\mynd: Baltasar Leikfélag Kópavogs hefur í þetta sinn eflt leikhóp sinn þremur ung- um leikurum sem nokkuð hafa komið fram á sviði í Reykjavík, og leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir leikkona; það er raunar orðinn vani að leikstjórar úr Reykjavík starfi að sýningum Leikfélags Kópavogs. Mætti hvort tveggja verða öðrum leikfélögum fordæmi, en Leikfélag Kópavogs nýtur að þessu leyti að sjálfsögðu nábýlis sins við leikhúsin í höfuðstaðnum. Slíkt samstarf leik- félaganna úti um land við leikhús og leikhúsfólk í Reykjavík er tví- mælalaust æskilegt báðum aðiljum og hlýtur að fara vaxandi á næstu árum; ungum og upprennandi leik- ara- og leikstjóraefnum verður það vafalaust kærkomið að fá tækifæri að reyna sig við stærri og kröfu- harðari verkefni en kostur gefst í Reykjavík, og leikfélögunum úti um land líðsinni skólagenginna leikara tíma og tíma með þeirri tilbreytni leikhóps og verkefnavals sem slík- ur liðsauki gerði mögulega. I’róun öflugustu leikfélaganna verður vafa- laust smámsaman hin sama og Leik- veg félags Reykjavíkur, stefnir með tím- anum að skipulegum .leikhúsrekstri undir forustu menntaðs leikhús- fólks og síðan atvinnumanna að leiklist; varðar áreiðanlega míklu að sú stefna sé tekin í tíma og hald- ið markvisst í áttina. Vera má að Leikfélag Kópavogs sé nú að kom- ast að einhverjum slíkum tímamót- um, og minnsta kosti er það gefið í skyn í leikskránni. En félagið hefur á undanförnum árum sýnt mikinn áhuga og dugnað í starfi sínu, og stundum lánazt að hálda merkilega álitlegar leiksýningar. Er tvímælalaust æskilegra að starfsemi þess verði efld og aukin en lögð með öllu niður -— ef svo er komið að velja þarf þar í milli. En þótt liðsaukinn sé Leikfélagi Kópavogs áreiðanlega kærkominn og þarfur sýningunni verður ekki sagt að aðkomufólkið, Sigrún Björnsdóttir, Sigurður Karlsson, Erlendur Svavarsson, skeri sig til- takanlega úr hóp heimamanna, Theódórs Halldórssonar, Björns Einarsson, Arnhildar Jónsdóttur. Þau fyrrtöldu munu að vísu njóta tneiri kunnáttu í starfi sínu sem einkutn kom fram af skólaðri radd- beitingu þeirra. En leikmáti þeirra er engu að síður fjarska einhæfur, fábreyttur eins og oft gerist hjá dugandi áhugafólki; og sá upp- gerðarlegi ýkjubragur sem einkum gætti hjá Sigrúnu og Sigurði staf- ar áreiðanlega ekki af hlutverkun- um sjálfum. Þetta er aldeilis ekki sagt til að áfellast þau sérstaklega, enda eru hlutverk Elenóru og Sebastians áreiðanlega með því 'helzta og markverðasta sem þau hafa gert á sviði; sama gildir um Erlend Svavarsson sem kom vel og drengilega fyrir í hlutverki Fredriks. Theódór Halldórsson og Björn Ein- arsson eru báðir reyndir og góð- kunnir leikarar í Kópavogi og nutu báðir eðliskosta og reynslu sinnar prýðisvel í sýningunni sem Húgó bóndi og Gunter þjónn, Theódór sá sem langnæst komst þvf að Iýsa náttúrlegu skapferli í leiknum. Þá sópaði verulega að Arnhildi Jóns- dóttur í hlutverki Agötu og Guð- rún Þór, sem einnig er þekkt úr fyrri sýningum félagsins gerði ör- litlu og þvínær alveg þögulu hlut- verki afgamallar móður þeirra Húgós og Agötu þau skil sem þurfti. Og Ina Gissurardóttir, ung stúlka sem lék Ofelíu af miklum eðlisþokka, sýndi og sannaði að enn á Leikfélag Kópavogs von á álit- legum leikaraefnum heimafyrir. — Leiktjöldin gerir Baltasar, hagan- legt og smekklegt verk, en hann hefur áður sýnt á óperusýningu í Tjarnarbæ í fyrra að hann er vel til þeirra hluta fallinn. Francoise Sagan sópaði að sér athygli með skáldsögum sínum með- an hún var enn á unglingsaldri, og voru ein eða tvær þeirra meira að segja þýddar á íslenzku; hún hefur víst öðru hverju komið fyrir í slúðurfréttum blaðanna alla tíð síðan. Þessar fyrstu sögur hennar voru fjarska vel skrifaðar, læsilegar sögur, og höfundinum hefur reynd- ar enzt aldur lengur en undrabarn- inu; hún leggur í seinni tíð stund á leikritagerð ekki síður en skáld- sagna, en þau verk hennar munu hafa verið öldungis óþekkt hér á landi þar til nú. Og Höll í Svíþjóð reyndist ekki miður en sögurnaf fyrrurn, undirförull leikur, fágað- ur, fyndinn og fjörugur. Það má nærri geta að með leiknari meðferð hefði hið úrkynjunarlega, kynferð- ismengaða andrúm. leiksins notið sín til meiri hlítar, og þar með fyndni og andagift hans; en með- ferð' hans í Kópavogi tókst engu að síður merkilega vel eftir aðstæð- unum, samhæfur, vandvirknisleg- ur leikur sem oft tókst einlæg kímni. Brynja Benediktsdóttir hef- ur unnið verk sitt með ráðdeild og fyrirhyggju og á vafalaust veruleg- an heiður af því hve vel tekst; Höll í Svíþjóð er helzta leikstjórnarverk- efni hennar til þessa og sýnir ótví- rætt fram á hæfileika hennar til starfsins. Þannig er sýning þessi með þeim sem bezt hafa tekizt í Kópa- vogi. Og þurfi nú að koma starfi leikfélagsins á fastari fót en verið hefur vísar hún á færan veg vax- andi samstarfs áhugamanna heima íyrir í félaginu og upprennilegra atvinnumanna utan í frá. — OJ. HÚSGÖGN Sófasett, staJdr stólar og svefnbekkir. — Klæöi göm- ul húsgögn. Úrval af gó’ðu ákJæði, — meðal annars pluss í mörigum litum. — Köguir og leggingar BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2 — Sími 16807. Lán tekin í Þýzkalandi í 'fréttatlikynningu frá Seðla- bar.ka íslands segir m. a. að fengizt hafi 25 milljóna marka Ián í Þýzkaiandi, eða jafngildi 550 míllj. íslenzkra króna. Lán ið er I formi 15 ára sku'ldabrélfa með 7,5% vöxtuim auk lántöku- (kostnaðar. Þá hefur fengizt 3 millj. irnru'ka lán til byggingar haf- rannisóknanskipsins Bjarna Sæ- mundssonar. SUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. Fermingamyndðtökur INGÖLFS-CAFÉ Pantið allar myndatökur tímanlega. Gömlu dansarnir Ljósmyndastofa 1 kvöld kl. 9. SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar. Skólavörðustíg 30, Sími 11980 — Heimasími 34980. Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826. Hurðir og póstar h.f. Sköfmn upp og innpregnerum útihurðir, endurnýjum stafla og járn á opnanlegum gluggum, setjum í tvöfalt gler og fjarlægum pósta og sprossa úr gömlum glugg um og setjum í heilar rúður. Framkvæmum einnig innanhúsbreytingar. — Athugið hið sanngjarna verð. Upplýsingar í súna 23347. Ingólfs-Café BINGÓ sunnudag kl- 3 Aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. — Borðpantanir í síma 12826.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.