Alþýðublaðið - 12.04.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.04.1969, Blaðsíða 6
6 Allþýðublaðið 12. apríl 1969 iÞorsteinn Gylfason er einn af til- tölulega fáum Islendingum, sem leggja stund á heimspekinám, en það hefur verið hans vettvangur þau átta ár, sem liðin eru síðan hann lauk stúdentsprófi með láði frá Menntaskólanum í Reykjavík. I vetur er Þorsteinn hér heima við aðskiljanleg kennslu- og rit- störr, og sætir færis að komast aftur til Oxford, þar sem hann hefur dvaiið síðastliðin fimm ár við samn- ingu doktorsritgerðar sinnar. Yið sóttum Þorstein heim á Ara- götn 11 fvrir nokkrum dögum. Hapn heilsaði okkur á grænum innjjakka úr flaueli, aristókratískur, með brúnt og hvítt blómabindi um ■háisinn og dökk gleraugu. -r Að hverju starfið þér þessa dagana, Þorsteinn," spyr ég hann, þegar við erum sezt í vistlegu her- bergi hans, þar sem veggír eru þakt- ir bókum, og þykkt teppi á gólfi. I — Ég stýri samdrykkjum um sið- fræði og iíffræði á vegum Norræna sutnarháskólans. — Samdrykkjum? — Já, ég klíndi því heiti á starf- semi svonefndra námshópa sumar- háskólans. „Rannsóknaræfing“ hefði raunar lýst þeirri starfsemi betur, en rannsóknaræfingar hafa óvart verið til við háskólann um árabil og eru drykkjusamkomur stúdenta í íslenzkum fræðum. Mér þótti því liggja í augum uppi að kalla námshópastarfsemina sam- drykkjur með hliðsjón af gríska orðinu „symposion" sem er einmitt haft um áþekka starfsemi víða uin heim. Alltaf haft gaman af ., . —Hvað er gert á þessum sam- drykkjum? — Einn þátttakandi hefur fram- sögu, og framsöguræðan er fjöl- rituð, áður en hún er flutt, svo að aðrir þátttakendur hafi kynnt sér efni hennar fyrirfram. Þegar frummælandi hefur flutt sitt mál, ræðum við saman frarn og aftur um ýmis vandamál, sem hann hefur drepið á. — Þér skipuleggið þessa fyrir- lestra sem sagt. — Já, og reyni að stýra umræð- unum. — Þessar samdrykkjur eru haldnar vikulega, og þeir, sem sækja þær eiga kost á að fara til Þrándheims í sumar á mót Nor- ræna sumarháskólans. — Við siðfræðisamdrykkjurnar, sem ég hef einn á minni könnu, styðjumst við aðallega við tvær enskar bækur. Höfundar þeirra deila um, hvort ríkisvaldinu, lög- gjafar- og dómsvaldi leyfist að hafa afskipti af siðferði þegnanna. Þessi deila, sem hófst árið ’59 og stend- ur enn, hefur vakið mikla athygli ytra. — Hvað er um nám yðar erlendis að segja? — Ég fór að loknu stúdentsprófi til Harvard og ætlaði að lesa hag- fræði. Ég hafði alltaf haft gaman af (heimspekilcgum (vangaveltum, en ekki hvarflað að mér, að úr slíku gæti orðið neitt virðingarvert nám. heimspekilegum vandamólum En þegar ég hafði lesið hagfræði dálítinn tíma, fór ég yfir í heim- spcki og varð þeim skiptum tiltölu- lega feginn. Við Harvard var ég í þrjú ár og tók þar BA próf, sum- arið 1965. — Og svo? — Frá Harvard fór ég til Oxford og hef verið þar lengst af síðan. Eftir nokkurn reynslutíma veittist mér þar rannsóknaraðstaða, sem kalla má; henni fylgdu peningar og auk þess lausn undan öllum kvöðum á borð við próflestur. I Oxford er ég með öðrum orðum frjáls maður og hef getað varið tíma mínum eingöngu til vinnu að langri ritgerð. — Hvers efnis er hún? Um vísindalega aðferðarfræði — Frá því er alveg ómögulegt að skýra í nokkrum setningum, en það- heyrir þeirri undirgrein heim- spekinnar til, sem nefnist „vísinda- Icg aðferðarfræði", á ensku „Philo- sophy of Science.11 Slikt efni er hægt að vinna á afskaplega margan máta. Eg legg minni rannsókn lil grundvallar sálarfræði skvnjunarinnar og líf- eðlisfræði heilans og miðtaugakerfis- ins. F.n hingað til hefur aðferðarfræð- in reyndar mest fjallað um eðlis- ■fræðileg vandamál; (afstæðiskenn- ingu og öreindaeðlisfræði. Ekki um líffræði og sálarfræði. — Svo þér farið þarna kannski út á nýjar brautir? — Um það get ég ekkert sagt, en það gildir sama um mig og alla, sem vinna að slíkum verkefnum; við reynum að kjósa okkur efni, sem tiltölulega lítið hefur verið átf við, er óplægður akur. — Hvenær búizt þér við að leggja ritgerðina fyrir? — F.fnið í hana er að langmestu leyti tilbúið. En mig langar að vera ler.gur í útlöndum — Oxford — iá, og hvergi nema þar. Ef mér tekst að aura mér fyrir því, þá fer ég þangað í sumar, og vil vera þar eitt eða tvö ár til við- bótar. Svona ritgerðir er ómögu- legt annað en láta liggja í salti — laga svo og breyta. Það er líka bráðnauðsynlegt að fá sem allra flesta af sínum kollegum til að Iesa yfir og ræða svo við þá um efnið. Það er alltaf ýmislegt, sem manni getur sézt yfir; hefur ekki komið auga á. Svo geta verið til ýmis skrif um þetta efni, tímaritsgrein- ar eða annað, sem maður hefur sjálfur ekki rekizt á, en þeir, sem lesa yfir, þekkja, og gcta þá berft á. Það er semsé alveg undir hælinn lagt. hvenær ég legg ritgerðina fyr- ir. Ég er afskaplega lítill hégóma- Hjúkrunarkonvr óskast Hj úknmark'onur vantar á nýja lyflæfcninga- deild í Landtspítalanum. Allar nánari upplýs- ingar gefur foÉstöðukona Landspítalans á staðnum og í síma 24160. Reykj'avík, 9. apríl 1969 Skrifstofa ríkisspítalanna Yfirmatráðskona óskast Staða yfirmatráðiskionu við Kópavogshæ'lið er laus til umsóknar. Húlsmæðrakennara- menntun eða próf frá ökomama'skola æski- leg. Laun sam'kvæmt úrskurði Kjaraldóms. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf isendilst istjómamiefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 10. maí 1969. Reykjavík, 10. apríl 1969 SkUfstofa ríkisspítalanna Vinningar i happdrætti Hí Fóimmtuidaiglin'n 10. iapríl var dregið í 4. fflokki Happdirættis Háskóla íslamids. Dregnir voru 2.100 virniimgajE að fjórhæð 7.100.000 kjrómrr. Hæsti viinninguríi'nn 500.000 krómir. fcom á' hálfimiða núm- er 6061. Þtrír hálfmiðair voru seTdiir í lumboði Frímanlns Frí mannssonair, etrr/isá fjórðf í ,um hoðiniui í Sasndgerði. 100.000 fcirónur Ikomu á heil m|lða miúmer 5048. Vorui báðir hieilmiðamir seldiir í tumboð- linui í Vestmannaeyj.um og átti sami maðurinru samstæða heii miða 'í báðuimj fiokkuin'um og fær því 200.000 ikrónuír. 10i.000 kjrómir: 419, 1320, 1515, 3452,. 4775, 5163, 6060, 6062, 7349, 7392, 7785, 8855, 9289, 9655, 12558, 12986, 13350, 17536, 20491, 20873, 21019', 22224, 22843, 26875, 27930, 30357, 31279, 31029, 34288, 36651, 37718, 38118, 40553, 40972, 41054, 41130, 42707, 43249, 45663, 46613, 46824, 47057, 47603, 48757, 48995, 49158, 50339, '51440,! 51663, 52947, 53871, 59312. Deildðirhjúkrunarkonur óskast í Landspítalanum, lyflækni'sdeild, eru lausa* 2 d'ei-ldarhjúkrunarkonustöður. Nánari upp- lýsingar gefur forstöðukona LandspítalanJs, sími 24160. Umsóknir með upplýsingum um 'aldur, menntun og fyrri störf áendist til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 27. apríl 1969. Reykjavfk, 9. apríl 1969 Skrifstofa ríkisspítalanna Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkionur vantar á hinar ýmsú deiUdr ir .Landspítalans til afieýsilnga í sumarleýf- um. Bamagæzla fyrir hendi. Ailar nánari upplýsingar gefur forstöðukona spítalans á staðnum og í síma 24160. Reykjavík 9. apríl 1969 Skrifstofa ríkisspítalanna (BM án ábyrgðar.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.