Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Side 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003
Töluverð skjálftavirkni í nágrenni Öskju
JARÐSKJÁLFTAR: Skjálftavirkni á
Norðausturlandi er ekki talin
benda til þess að eldgos sé í vænd-
um. „Það hafa verið skjálftar suður
af Herðubreið síðastliðinn sólar-
hring og rúmlega það. Þetta eru
átök á sprungukerfinu þar sem um
er að ræða kvikuþrýsting neðan frá
á miklu dýpi og þessa rekspennu
sem er á þessu sprungubelti. Það
eru hins vegar engin merki um
það ennþá að eldgos sé að byrja.
Kvikuþrýstingurinn liggur það
djúpt," sagði Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur við DV í
morgun. Jarðskjálfti, tæplega 3 á
Richter, varð í Bárðarbungu í nótt.
Skjálftahrina hefur verið nærri
Dyngjufjöllum síðustu tvo sólar-
hringa. Flestir skjálftanna, sem eru
um tólf, hafa átt upptök sín um 8
kílómetra norðausturaf Dreka í
Dyngjufjöllum og fjórir tii viðbótar
norðan Herðubreiðarlinda. Skjálft-
arnir eru á stærðarbilinu 1,0-1,9 og
raða sér nokkurn vegin á línu sem
liggur SSV-NNA. Ragnar sagði að
þó engin merki væru um eldgos
væri fylgst með brotahreyfingum
af þessu tagi með það í huga að
þær gætu þróast í eldgos. Hins
vegar væri ekkert í kortunum enn-
þá sem benti til goss.
UMRÆÐA: Forseti (slands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræðir við nemendur
Kennaraháskólans í heimsókn hans í skólann í gær.
Heimsótti KHÍ
HEIMSÓKN: Forseti íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, heimsótti
Kennaraháskóla Islands í gær, átti
fund með háskólaráði og yfir-
stjórn skólans og ræddi við nem-
endur. (hádeginu sat forsetinn
fyrir svörum á opnum umræðu-
fundi með stúdentum og starfs-
fólki Kennaraháskólans í nýbygg-
ingu Kennaraháskólans, Skriðu
við Stakkahlíð.
Samfylkingarþingmenn með frumvarp um brotí opinberu starfi:
Refsihækkun felur
í sér mismunun
Fjórir þingmenn Samfylkingar-
innar leggja til að refsihækkun
vegna brota í opinberu starfi
verði felld úr lögum enda
stangist hún á við jafnræðis-
reglu stjórnarskrárinnar. Slík
refsihækkun kom mjög við
sögu í máli Árna Johnsens.
í greinargerð með frumvarpinu
kemur fram að í 138. grein hegn-
ingarlaga sé heimild íyrir því að
þyngja refsingu um allt að helming
(þ.e. 50%) ef brot er framið í opin-
beru starfi en ekki mælt fyrir um
sérstaka refsingu við því að fremja
slíkt brot sem opinber starfsmaður.
Lagagreinin hljóðar svo: „Nú hefur
opinber starfsmaður gerst sekur
um refsilagabrot með verknaði,
sem telja verður misnotkun á stöðu
hans, og við því broti er ekki lögð
sérstök refsing sem broti í embætti
eða sýslan, þá skal hann sæta þeirri
refsingu, sem við því broti liggur,
en þó svo aukinni, að bætt sé við
hana allt að helmingi hennar."
Ólögleg mismunun
Þau Össur Skarphéðinsson, Guð-
mundur Árni Stefánsson, Katrín
Júlíusdóttir og Anna Kristín Gunn-
arsdóttir hafa lagt fram frumvarp
um að þetta ákvæði verði fellt úr
lögum. Þau telja að ákvæðið feli í
sér ólöglega mismunun og stangist
á við jafnræðisreglu stjórnarskrár,
þar sem segir að allir skuli vera
jafnir fyrir lögum, og einnig ákvæði
mannréttindasáttmála Evrópu.
Bent er á að þrátt fyrir niðurfell-
ingu ákvæðisins gætu dómstólar að
einhverju leyti tekið mið af því við
ákvörðun refsingar hvort sakborn-
Árni Johnsen.
ingar hafi misnotað vald sitt eða
stöðu.
Dæmi um beitingu
f máli Árna Johnsens, fyrrverandi
alþingismanns, kom umrædd refsi-
þynging mjög við sögu.
Þrátt fyrir niðurfellingu
ákvæðisins gætu dóm-
stólar að einhverju leyti
tekið mið afþví hvort sak-
borningar hafi misnotað
vald sitt eða stöðu.
I dómi héraðsdóms, þar sem
Árni var sakfelldur fyrir 18 af 27
ákæruliðum og dæmdur í 15 mán-
aða fangelsi, sagði meðal annars:
„Ákærði Árni brást trausti sem hon-
um var sýnt er hann var skipaður til
að sinna þeim opinberu störfum
sem lýst er í ákærunni. Brotin
framdi hann í opinberu starfi, sbr.
138. gr. almennra hegningarlaga,
og er það virt til refsiþyngingar eins
og lýst er í því lagaákvæði." Má
samkvæmt því ætla að ákvæðið í
138. gr. laganna, sem nú er lagt til
að verði fellt út, hafi orðið til að
bæta nokkrum mánuðum við refs-
ingu Árna.
Hæstiréttur sakfelldi Árna fyrir 22
af 27 ákæruliðum og þyngdi refsingu
hans í tvö ár. Athugun DV á ákærulið-
unum hefur leitt í ljós að í 17 af þeim
22 ákæruliðum semÁrni var sakfelld-
ur fyrir voru brotin talin varða við
138. gr. hegningarlaganna um brot í
opinberu starfi. Ætla má að í hverju
þeirra hafi refsing verið þyngd um
allt að 50% vegna þessa. olafur@dv.is
300 á fundi samtaka um betri Lund í Kópavogi í gærkvöid:
Mótmæla háhýsa-
byggð í Fossvogsdal
Hæstiréttur hafnaði beiðni Móa um
nauðasamninga:
Lífeyrissjóðir
fara fram á
gjaldþrotaskipti
MÓTMÆLI: Bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs, þau Sigrún Jónsdóttir og
Flosi Eiríksson, mættu á íbúafund í Snælandsskóla í gærkvöld þar sem mótmælt var
byggð háhýsa í Fossvogsdal.
Hæstiréttur staðfesti í gær úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavík-
ur frá 17. október þar sem
hafnað var kröfu fuglabúsins
Móa hf. um heimild til nauða-
samningsumleitanar. Héraðs-
dómur Reykjavíkur átti að
taka fyrir í morgun kröfu fjög-
urra lífeyrissjóða um gjald-
þrotaskipti.
Héraðsdómur hafnaði umleit-
aninni í því ljósi að Móum hafi
áður verið synjað um staðfestingu
nauðasamnings. Samkvæmt síð-
ari tillögu Móa um nauðarsamn-
inga var kröfuhöfum boðið að fá
greiddar 33% krafna sinna, miðað
við 1. janúar2003, en í fyrri tillög-
unni var miðað við 30%. Þá er sett
sú forsenda að núverandi hlut-
hafar samþylcki að færa niður
hlutafé félagsins um 67%.
Kristinn Gylfi Jónsson, stjórn-
arformaður Móa, sagðist í morg-
un fátt geta sagt um framtíð Móa,
m.a. vegna fyrirliggjandi gjald-
þrotabeiðni fjögurra lífeyrissjóða.
Kristinn Gylfi hefur einnig starfað
sem framkvæmdastjóri Síldar &
fisks sem er í meirihlutaeigu
Brautarholtsfeðga. Hann hefur
nú hætt störfum þar og er fram-
kvæmdastjórnin nú f höndum
stjórnar félagsins.
Svínabúið Brautarholti keypti
meirihlutann í Síld & fiski í júní
2000 á um 1 milljarð króna af
tveim börnum Þorvaldar Guð-
mundssonar. Búnaðarbankinn
lánaði fé til kaupanna. Geirlaug
Þorvaldsdóttir hélt hins vegar
áfram sínum eignarhlut, en Sfld &
fiskur rekur svínabú að Minni-
Vatnsleysu og kjötvinnslu að
Dalshrauni í Hafnarfirði. Kristinn
Gylfi segist hafa látið af störfum
hjá félaginu á föstudag af per-
sónulegum ástæðum, en ljóst sé
að miklir erfiðleikar eru í svína-
ræktinni líkt og kjúklingarækt-
inni. Er nú verið að meta fjárhags-
stöðu fyrirtækisins. Svfnabúið að
Brautarholti og kjúklingafram-
leiðsla Móa hafa verið meginstoð-
ir í gríðarlega öflugum rekstri
Brautarholtsfeðga undanfarin ár
ásamt Nesbúinu sem er annar
stærsti eggjaframleiðandi lands-
ins.
hkr@dv.is
Hörð átök eru nú um deiliskipu-
lagstillögur bæjarstjórnar
Kópavogs vegna fyrirhugaðrar
byggingar nýrrar fjölbýlishúsa-
þyrpingar í landi Lundar vestast
í Fossvogsdalnum. Samtök um
betri Lund mótmæltu fyrirhug-
uðum bygingaráformum á
fundi í Snælandsskóla í gær-
kvöld.
Rúmlega 300 Kópavogsbúar
mættu á íbúafund samtakanna, en
fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar
létu sig vanta, utan einn varafull-
trúi sem mætti á fundinn. Fundur-
inn skoraði á bæjaryfirvöld í Kópa-
vogi að falla frá fyrirliggjandi skipu-
lagstillögu í landi Lundar. Þá var
skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi
að taka frumkvæðið í skipulagi
hverfisins og skipuleggja þar hverfi
með lágreistri byggð sem fellur sem
best að því skipulagi sem fyrir er í.
Fossvogsdalnum.
Helstu rök samtakanna gegn
byggingu fyrirhugaðra 8 fjölbýlis-
húsa á svæðinu, mest upp á 14
hæðir, eru margvísleg. Þar er m.a.
vísað til þess að byggðin verði í
ósamræmi við aðra byggð í hverf-
inu, útsýni skerðist, hávaði aukist,
birta skerðist, umferð aukist, loft-
mengun aukist og að Snælands-
skóli anni ekki auknum íbúafjölda
sem þar er fyrirhugaður. Þá er líka
bent á að hæð þessara íbúðaturna
er komin upp undir lágmarks að-
flugshæð flugs inn á vestur-austur
braut Reykjavíkurflugvallar. Einnig
er bent á það ósamræmi sem felst í
afstöðu bæjaryfirvalda í Kópavogi
sem mótmæítu harðlega 2002
byggingu fjölbýlishúss við Suður-
hlíð 38, Reykjavíkurmegin við
mynni Fossvogsdals, sem bygging-
arnefnd Kópavogs taldi vera of há-
reist. Jafnframt taldi nefndin var-
hugavert að taka ákvörðun um
mannvirki á þessum stað fyrr en
skýrari línur liggja fyrir um stað-
setningu jarðgangamunna við
Hlíðarfót. Nú hyggist bæjaryfirvöld
í Kópavogi reisa 8 íbúðaturna,
suma allt að 14 hæðir og 50 metra
háa skammt frá áður mótmæltri
byggingu Reykvíkinga. hkr@dy.is