Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Qupperneq 8
8 FERÐIR MÁNUDAGUR 2. JÚNI2003
Ferðir
Umsjón: Vilmundur Hansen
Netfang: kip@dv.is
Evrópsk menning
áberandi í Boston
SKÝJAKUÚFAR í BOSTON: Arkitektúr í Boston er mjög fjölbreyttur. Þar er að finna hverfi
með þröngum, hlykkjóttum götum og húsum úr rauðum múrsteini sem minnir á borgir í
Evrópu, millistéttarhverfi með klassískum timburhúsum á tveimur hæðum en í miðborg-
inni teygja skýjakljúfar sig til himins.
Boston, stjórnsetur Massachu-
settsfylkis, er sú borg í Bandaríkj-
unum sem líkist Evrópu mest og
þykir mikil menningar- og sögu-
borg enda stundum kölluð Aþena
Bandaríkjanna. Borgin, sem stend-
ur við mynni Charles-árinnar innst í
Massachusetts-flóa, um þrjú
hundruð kílómetra frá New York,
er á margan hátt spennandi kostur
fyrir ferðamenn og býður upp á
fjölbreytta afþreyingu árið um
kring.
Borgin, sem byggðist frá hæðunum
Beacon, Forts og Copps, heiur mikið
upp á að bjóða fyrir ferðamenn og
Qölda áhugaverðra staða til að skoða.
Boston er höfuðborg Massachusetts og
ein mesta menningarborg Bandaríkj-
anna. Nafríið Massachusetts kemur úr
máli indíána og þýðir stóra íjall. Borgin
er rómuð fyrir náttúrufegurð og óþijót-
andi möguleika til útivistar og
skemmtunar. Boston er sögufræg
hafríarborg og var á sínum tíma þriðja
stærsta höfn breska heimsveldisins.
Nú er hún blómleg verslunar- og iðn-
aðarborg og þar eru fleiri háskólar en í
mörgum fylkjum Bandaríkjanna.
Frægastir em M.I.T. og Harvard sem
eru í tvíburaborginni Cambridge, Litla-
Englandi, þar sem íbúamir tala amer-
ísku með breskum áherslum og hreim.
Boston skipar stóran sess í sögu
Bandríkjanna og þar hófst sjálfstæðis-
barátta þjóðarinnar. Árið 1783 varð
Massachusetts fyrsta fylkið í Bandaríkj-
unum til að banna þrælahald vegna
góðrar framgöngu þeldökkra her-
manna í frelsisstríðinu.
Boston er sögufræg
hafnarborg og var á
sínum tíma þriðja
stærsta höfn breska
heimsveldisins. Nú er
hún blómleg verslunar-
og iðnaðarborg og þar
eru fleiri háskólar en í
mörgum fylkjum
Bandaríkjanna.
Arkitektúr í borginni er fjölbreyttur.
Þar er að finna hverfi með þröngum,
hlykkjóttum götum og húsum úr rauð-
um múrsteini sem minnir á borgir í
Evrópu, millistéttarhverfi með klass-
ískum timburhúsum á tveimur hæð-
um, stómm garði og tilkomumiklum
hlyni fyrir ffarnan húsið en í miðborg-
VERSLANIR í RÖÐUM: Helstu verslunar-
göturnar eru Tremont og Washington
Street, skammt frá Beacon Hill. Við Was-
hington Street er að finna Basement-vöru-
húsið þar sem hægt er að fá merkjavöru á
góðu verði og við Charles Street eru
antlkverslanir í röðum.
inni teygja glerklæddir skýjakljúfar sig
til himins.
Fyrsta Scientology-kirkjan var stofn-
uð í Boston og í borginni em jafnframt
höfuðstöðvar vísindakirkjunnar. í
Boston er að finna eitt stærsta pípuorg-
elíheimi.
Að njóta lífsins
Boston er upplögð borg fyrir þá sem
vilja njóta lífsins án þess að horfa um of
í aurinn því að verðlag þar þykir nokk-
uð hátt. í borginni er að finna úrvals-
skemmtistaði, leikhús, söngleikjahús,
djass- og blússtaði og staði sem bjóða
upp á popp- og danstónlist auk þess
sem borgin er rómuð fyrir klassíska
tónlist.
Icelandair flýgur sex sinnum í viku til
Boston og býður þriggja nátta ferð frá
tæpum fimmtfu og fimm þúsund
krónum. Verðið miðast við tvo f her-
bergi í þrjár nætur. Innifalið er flug,
gisting, flugvallarskattar og þjónustu-
gjöld. í boði er sérstök ferð yfir þakkar-
gjörðarhátíðina 27. til 30. nóvember.
Slík ferð kostar tæpar sextíu þúsund
krónur miðað við tvo í herbergi. Inni-
falið er flug, gisting í þrjár nætur,
„Thanks giving dinner'*, fjögurra tíma
skoðunarferð um Boston auk rútu-
ferða til og frá flugvellinum í borginni,
þjónustugjöld og flugvallarskattar.
Boston er tilvalin borg fyrir sælkera
því að þar er að finna mikið af úr-
valsveitingastöðum með kræsingar í
boði frá öllum heimshomum. Það má
finna marga góða veitingastaði á
Charles Street við Beacon Hill, í leik-
húshverfinu sunnan við Boston
Common, á Newbury Street við Back
Bay og við bakka Charles-árinnar í
nánd við Cambridgeside Galleria Mall.
Einnig er gaman að fara á P.F. Chang’s
og fá sér salatvefju eða appelsínu-
kjúkling. Staðurinn býður upp á góðan
mat á góðu verði og stemningin þar
getur verið mjög sérstök. Þjónamir í
gallabuxum, hvítum skyrtum, með
hvítar svuntur ffarnan á sér og í hvítum
strigaskóm. Þeir sem vilja geta skoðað
matseðilinn á www.pfchangs.com/
cuisine/menu-main.jsp og ákveðið
réttinn fyrir fram.
Enginn ætti heldur að sleppa því að
borða humar á notalegu veitingahúsi
við höfriina eða risarækju á lidum, lát-
lausum og ódýmm stað í Kínahverfinu.
Almenningssamgöngur
Helsti sjarminn við elsta hluta borg-
arinnar er að hann var byggður fyrir
tíma bílaumferðar. Götur em því
þröngar og auðvelt að komast allra
sinna ferða fótgangandi.
Elsta neðanjarðarlest Bandaríkjun-
um er í Boston og fyrsta neðanjarðar-
lestastöðin sem byggð var þar í landi er
við Park Street, opnuð 1897. Park Street
stöðin er helsta skiptistöð fyrir neðan-
jarðarlestir í borginni og allar lestir
merktar „inbound" em á leið þangað.
Neðanjarðarlestir í Boston bmna eftir
fjórum „línum" - rauðri, blárri, grænni
og appelsínugulri - og em án efa besti
kosturinn þegar ferðast á um borgina.
Lestakerfið þykir nokkuð ömggt fyrir
ferðamenn og lítið um rán nema þá
helst á nokkmm stöðum við appel-
sínugulu línuna.
Þeir sem ekki vilja ferðast neðan-
jarðar geta tekið sporvagninn á styttri
leiðum en strætisvagn eða leigubfl ef
ferðast á milli borgarhluta.
Mikill fjöldi safna
Meðal áhugaverðra staða í Boston
og nágrenni em Boston Athenaeum
sem er eitt elsta bókasafn landsins og
gríðarlega stórt, á fimm hæðum; Frels-
isbrautin eða Freedom Trail göngu-
leiðin um miðbæinn og sögustaðurinn
Beacon Hill. Gestir í borginni ættu ekki
heldur að láta John F. Kennedy bóka-
og listasafnið fram hjá sér fara en
Kennedy var fæddur í Boston. Unn-
endur málverka ættu hiklaust að lfta
inn í Museum of Fine Arts, sem var
stofnað 1870, en þar er meðal annars
hægt að skoða á fimmta tug málverka
eftir Monet. í Boston er reyndar þvflflc-
ur fjöldi safna að aðeins er hægt að
minnast á nokkur þeirra. Safn
Harvard-háskólans, Arthur M. Sackler
Museum, Fogg Museum og Busch-
Reisinger Museum em öll merkileg.
Isabella Stewart Gardner safríið er sagt
ævintýri lflcast fyrir fagurkera; yndisleg-
ur blómagarður og myndlist á þremur
hæðum.
Áhugamenn um sögu geta farið í
Salem-úthverfið og gengið um slóðir
frægasta galdrafárs í sögu Bandaríkj-
anna, nomaveiðanna í Salem 1692, og
skoðað safn f Disney-stfl, tileinkað
þeim. Fárið spannst út frá veikindum
tveggja prestsdætra og leiddi til þess að
nítján karlar og konur enduðu ævina í
gálganum, einn karlmaður var kram-
inn til dauða og sautján til viðbótar lét-
ust í fangelsi.
Helsm verslunargömmar em
Tremont og Washington Street,
skammt frá Beacon Hill. Við Was-
hington Street er að finna Basement-
vömhúsið, þar sem hægt er að fá
merkjavöru á góðu verði, og við
Charles Street em antíkverslanir í röð-
um. Þeir sem vilja aftur á móti kaupa
bækur ætm að skreppa á Harvard
Square í Cambridge.
Helsti sjarminn við elsta
hluta borgarinnar er að
hann var byggður fyrir
tíma bílaumferðar. Göt-
ur eru því þröngar og
auðvelt að komast allra
sinna ferða fótgangandi.
Daginn eftir þakkargjörðardag byrja
frábærar útsölur í Boston og liefð er
fyrir því að verslanir séu opnaðar
eldsnemma um morguninn, yfirleitt
um sex- eða áttaleytið, og hafa þá jafn-
an myndast langar raðir af fólki, stað-
ráðnu í að gera góð kaup.
Hjátrú
íbúar Boston eiga sína hjátrú eins og
aðrir. Þar í borg segja menn að ef hand-
klæði dettur í gólfið komi ókunnugur í
heimsókn, ef menn missa skeið sé von
á bami í heimsókn, konu ef gaffall dett-
ur í gólfið og karlmanni ef það er hníf-
ur sem fellur úr hendi. Þegar fólk miss-
ir kartöflu í gólfið lítur einhver kær-
kominn óvænt inn.
Afkomendur írskra innflytjanda,
sem flykktust í stómm stfl til Boston
eftir að kartöflumygla kom upp í
heimalandinu árið 1847, segja að
álfamir hirði hálfar eggjaskumir og
noti þær sem báta til að sigla á yfir haf-
ið til írlands.
Bara það besta
Boston sameinar margt af því besta í
bandarískri menningu, auk þess að
hafa á sér evrópskt yfirbragð. Á söfríun-
um er hægt að glöggva sig á sögu
Bandarflcjanna og skoða muni frá öll-
um tímabilum listasögunnar. Íþróttalíf
í borginni er einnig heillandi og áhuga-
vert fyrir áhugamenn um slflct enda
hægt að fylgjast með frægum banda-
rískum liðum f íþróttagreinum á borð
við amerískan fótbolta, hafríabolta og
körfubolta keppa í stómm og glæsileg-
um íþróttahöllum þar sem stemningin
er engu lflc.
BEÐIÐ EFTIR LEIK: Hafnabolti er mjög vinsæll í Boston og nágrenni og gaman að skreppa
í göngutúr í Boston Common garðinum og fylgjast með innfæddum spila.
ÁHUGAVERÐIR TENGLAR
Leikhús, verslun, tónlist, golf...
- boston.msn.citysearch.com
Museum of Fine Arts
- www.mfa.org/home.htm
Salem Witch Museum
- www.salemwitchmuseum.com/
Harward Square
- www.harvardsquare.com
Boston Common og garöamir
- www.pps.org
Vefur borgarráös Boston
- www.ci.boston.ma.us
FeröamálaráÖ í Boston
- www.bostonusa.com
Tímarit um Boston á Netinu
- www.bostonmagazine.com
Bestu veitingastaöimir í Boston
- www.wheretoeatboston.com
Boston online
- www.boston-online.com
Söfii í Boston
- www.boston-online.com/museums
íþróttiríBoston
- www.boston-online.com/sports
Upplýsingar Frommer's um Boston
- www.frommers.com
Safn fyrir bömin
- www.bostonkids.com
ísambýli við sveitalubba
Að vera sveitó hefur alltaf verið hall-
ærislegt. Fágaðir heimsborgarar, eins
og margir fbúar höfuðborgarsvæðisins,
tala gjaman um hvað sé fallegt í sveit-
inni en líta um leið niður til fólksins
sem þar býr. Sveitalýðurinn er gjaman
menningarsnauður, tollir ekki í tísk-
unni og þekkir ekki nýjustu „trendin".
í bókinni At Home in the Heart of
Appalachia er fjallaö á áhugaverðan
hátt um svipaðan hugsunarhátt
Bandaríkjamanna gagnvart íbúum
Appalachia. Höfundurinn John O’Bri-
an segir að í huga margra Bandaríkja-
manna séu fjallabúarnir undarlegir og
heimskir sveitalubbar með lifríaðar-
hætti sem þóttu við hæfi fyrir hundrað
ámm. Borgarbúar gera sér jafnvel upp
rómatískar hugmyndir um saklaust
náttúmfólk, líkt og frumbyggja, ein-
hvers staðar í frumskógum Affflcu eða
Suður-Amerflcu sem réttast væri að
friða.
I bókinni segir höfundur frá því þeg-
ar hann flytur til Appalachia-fjalla
þangað sem hann á ættir að rekja. Fað-
ir hann skammaðist sín fyrir uppmna
sinn og reyndi að brjótast undan hon-
um með því að flytja burt en gat þó
aldrei borið höfuðið hátt. O’Brian lýsir
því hve hann skammaðist sín fyrir
uppmna sinn framan af aldri og hvem-
ig hann reynir að koma skikki á sam-
band sitt við föður sinn. Inn í söguna
fléttar hann sögu sveitarinnar og fólks-
ins sem þar býr og leggur til atlögu við
fordómafúllar sögusagnir. Bókin renn-
ur þægilega í gegn án teljandi hnökra
.og það kom mér reyndar á óvart hve
höfríndi tekst að gera efnið áhugavert
með jafrí átakalidum stfl. Helsti galli
bókarinnar er hversu sjálfhverfur höf-
undurinn er. Á köflum fannst mér
óþægilegt hversu margt sem hann seg-
ir frá á sér hliðstæðu á Islandi. At Home
in the Heart of Appalachia kostar 1995
krónur og fæst í Bókabúð Máls og
menningar við Laugarveg.