Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDACUR 5. NÓVEMBER 2003 SKOÐUN 13
Burt með bankaskattana
REYKJAVÍKSEM HVERT ANNAÐ ÞORP: Húsnæðisstefnan í Reykjavík er hrein sveitastefna.
KJALLARI
Jón Kjartansson
J J3C frá Pálmholti, fyrrverandi
BW, formaður Leigjendasamtakanna
Nú í haust sýndi Aflvaki h/f hug-
myndir sínar að skipulagi mið-
borgarinnar. Þar sá ég á veggj-
um hugmyndir mínar um þétt-
ingu byggðarinnar er lítinn
hljómgrunn fengu á sinni tíð.
Ég vildi rífa fleiri hús og reisa ný
og hærri í staðinn, nýta landið
betur og færa fólkið saman. Það
er félagslegra og ódýrara. Meiri
reaiisma og minni rómantík.
Borgir þurfa samgöngur. Fyrir
20-30 árum skipulögðu ráðamenn
borgina með þann ásetning í huga
að koma í veg fyrir almennings-
samgöngur. Kannski vill einhver
kanna hagsmunatengsl þeirra við
bfla- og bensínkaupmenn? Allt
miðaðist við einbýlishús og einka-
bfla.
Nú sýnist mér að almennings-
samgöngur verði að grafa niður hér
í borginni, komi til framkvæmda. í
verkfallinu 1965 samþykktu Dags-
brúnarmenn að falla frá kaup-
hækkun gegn því að fá félagslegt
húsnæði. Nú hefur þvf kerfi verið
lokað án þess nokkuð hafi komið í
staðinn. Undanfarin ár hafa laun
hækkað um 27%, markaðsverð
húsnæðis um 83% og leigan á
svartamarkaðnum um 100%.
Hér er enginn skipulegur leigu-
markaður og borgin lætur bera út
börn og foreldra sem „vilja ekki
borga“ 50 þús. kr. á mánuði fyrir fé-
lagslegt húsnæði. Nú eru 1100
manns á biðlista eftir slfkum íbúð-
um, samkvæmt nýjustu fréttum, en
ekkert gert og málið fæst varla rætt.
Skuldir heimilanna eru nú um 822
milljarðar kr., það er um 3 milljónir
kr. á hvert mannsbarn.
Hvers vegna er þetta svona?
Meginástæðurnar eru þrjár. I
fyrsta lagi hefur borgin aldrei mót-
að sjálfstæða stefnu í þessum mál-
um, utan það sem fyrr er sagt. í
öðru lagi hafa dreifbýlismenn alltaf
stýrt landinu og gera enn, þrátt fyr-
ir allar kjördæmabreytingar. Af því
leiðir að Reykjavík hefur alla tíð
verið byggð upp sem hvert annað
þorp. Húsnæðisstefnan í Reykjavík
er hrein sveitastefna. Ég veit ekki
um annað ríki sem hefur bara eina
húsnæðisstefnu og það stefnu sem
miðast við dreifbýli. í þriðja lagi er
svo verðbólguruglið og skortur á
verðtryggingu. Innstæður hurfu úr
bönkum og sjóðum og menn fóru
að lfta á húsin sem lífeyrissjóð!
Þetta er misnotkun á húsnæðinu.
Þótt lán séu að fullu verðtryggð
frá 1981 hafa ráðamenn haldið
áfram óbreyttri stefnu og nú vaxa
skuldirnar hraðar en lífeyrissjóð-
irnir. Bankarnir græða 16 milljarða
kr. á ári að sögn og íbúðalánasjóð-
ur græddi á annan milljarð kr. árið
2002. Nýlega voru birtar tölur um
opinberan útburð á fólki, en bæði
kaupendur og leigjendur eru born-
ir út vegna vanskila.
Þennan útburð þarf að stöðva
með lögum og vísa vandanum til
viðkomandi félagsþjónustu sem
þarf að hafa úrræði og heimildir til
að beita þeim. Verðtrygging er for-
senda sparnaðar og eflingar sjóða.
Við þurfum öfluga sjóði til að
greiða eftirlaun og kosta fram-
kvæmdir.
Fagna útspili Verslunarráðsins
Nú hafa ASÍ og BSRB samþykkt
stefnu sem byggist á fjárfestingu líf-
eyrissjóða í félagslegu húsnæði.
Þetta er sannkallað fagnaðarefni og
ég skora á alla stjórnmálamenn að
sameinast um að koma þessu í
framkvæmd. Ég fagna einnig út-
spili Verslunarráðsins sem gagn-
rýndi húsnæðisstefnuna og
greiðslumatið á réttan hátt. - Ráðið
gegn skuldum er ekki að afnema
verðtryggingu, heldurþað að hætta
að siga fólkinu inn í dýrasta lána-
Nú hafa ASÍ og BSRB
samþykkt stefnu sem
byggist á fjárfestingu
lífeyríssjóða í félags-
legu húsnæði. Þetta er
sannkallað fagnaðar-
efni og ég skora á alla
stjórnmálamenn að
sameinast um að koma
þessu í framkvæmd.
kerfi í heimi.
Bankarnir einir geta framkvæmt
rétt greiðslumat fyrir viðskipta-
menn sína og þeir eiga því að sinna
prívatlánum. Öruggt húsnæði er
grundvöllur velferðarkerfisins.
Lánastarfsemi á ekkert skylt við fé-
lagsþjónustu. - Hér þarf nýja hugs-
un.
því að greina og meta vændisvand-
ann á Islandi. Niðurstaða úr grein-
ingu ráðuneytisins var að ekki væri
skynsamlegt, miðað við stöðu mála
hér á landi, að refsa kaupendum að
vændi. Vændisstarfsemi á íslandi er
„Löghlýðnarí kúnnar
hverfa á brott þannig
að vændiskonan situr
uppi með þá harð-
svíruðu. Erþað
fagnarðarefni?"
mikið tíl ósýnileg og mikil hætta er á
að hún fari enn lengra undir yfir-
borðið en hún er nú þegar. Þar með
yrði erfiðara að hjálpa þeim sem
stunda vændi.
Vændismiðlararnir, sem núgild-
andi löggjöf tekur á, yrðu allt að því
ósnertanlegir enda sönnunarbyrði
gagnvart þeim enn erfiðari en nú er.
Eftirspurnin
Sumir telja það sérstakt fagnaðar-
efni að lagasetningin muni þurrka út
mikinn hluta eftirspurnar eftir
vændi. En er það fagnaðarefni?
Hvað gerist þegar eftirspurnin
minnkar? Jú, verðið lækkar og þar
með versnar afkoma vændiskvenna.
En hitt skiptir ekki síður máli: lög-
hlýðnari kúnnar hverfa á brott
þannig að vændiskonan situr uppi
með þá harðsvíruðu. Er það fagn-
arðarefni?
Uppræta þarf orsakirnar
Vændi er afleiðing óheillaspora.
íslendingar verða, eins og aðrar
þjóðir, að einbeita sér að því að upp-
ræta orsakir vændis í stað þess að
gera afleiðinguna refsiverða. Það
þarf að leggja meiri vinnu í að skilja
orsakirnar og ráðast gegn þeim.
Vændisfrumvarpið sem nú liggur
fyrir tekur á afleiðingunum - ekki
orsökunum.
Vændi er ekki bara stundað í
tengslum við alþjóðlega glæpahringi
eða mikil og skipulögð umsvif. Þeg-
ar öllu er á botninn hvolft er hér um
einstaklinga að ræða. Er líklegt að
þeir söðli allir um og fmni sér
skyndilega nýtt og heilbrigt lífsvið-
urværi, bara ef „þjónustan" sem þeir
nú selja er bönnuð með lögum? Alls
ekki. Miklu líklegra er að áþreifan-
legasta breytingin sem hið nýja
frumvarp færir þeim sé ný tegund
viðskiptavina sem þeir gátu áður
hunsað en ekki lengur. Viðskipta-
vina sem er líklegt að hafi sitthvað
refsivert á samviskunni annað en að
kaupa sér kynlífsþjónustu.
D
Mínútur breytast í mörk
„Eiður Smári Guðjohnsen
skoraði eitt marka Chelsea sem
sigraði Lazio, 4:0, á (tallu, þremur
mörkum eftir að hann kom inn á
sem varamaður."
Úr frétt á vef Morgunblaðsins I
gærkvöld.
Mogginn hvass
„Samþykkt landsfundar Sam-
fylkingar um þetta efni er auðvit-
að tóm vitleysa."
Leiðari Morgunblaðsins I gær,
um þá samþykkt að afnema skuli
tekjutengingu barnabóta.
Gengið á arfinn
„Ég lít svo á að um fjárfest-
ingu hafi verið að ræða. Dætur
mínar fimm eru hins vegar hugs-
anlega ósammála! [...] Ætli þær
láti gremjuna nokkuð ná tökum
á sér á meðan ég er enn á lífi."
Milljónamæringurinn Steve
Forbes I viðtali við Morgunblaðið i
gær, um þær 37 milljónir dollara
sém hann eyddi afsínu eigin fé I
forsetaframboð sitt 1996. - Það er
jafnvirði ríflega 50 milljóna króna
á hverja dóttur.
Of mikið skúrað?
„Ræstingar eru hár kostnaðar-
liður í flestum rekstri. Getur
hugsast að sjúkrastofnanir séu
þrifnar fram úr hófi?"
Stefán Pálsson skorar I grein á
Múrnum.is á Össur Skarphéðins-
son að skýra út hverju einkarekst-
ur geti skilað i heilbrigðisþjónust-
unni.
Áminning
„Gerum kröfu til velferðarsam-
félags þar sem jólaundirbúning-
urinn hefst ekki með ölmusu-
söfnunum í lok október og ger-
um rafmagnsdúkkurnar I
Rammagerðinni aftur að fyrsta
boðbera jólanna."
Steinunn Þóra Árnadóttirá vef
Ungra Vinstri-grænna.
Mikil skammstöfun
„Þeir félagar IFUFRS sem hafa
áhuga á að bjóða sig fram til
miðstjórnar eru hvattir til að láta
Matthlas formann FUFRS vita I
slma..."
Frétt á Hriflu.is, vef framsóknar-
manna I Reykjavik, um kosningar i
félagi sem ber hið mikla nafn Fé-
lag ungra framsóknarmanna I
Reykjavíkurkjördæmi suður,
skammstafað FUFRS.
Matarholan fundin
„Otgjöld ríkisins vegna ferða-,
risnu- og aksturskostnaður á ár-
inu 2002 voru tæpir 4 milljarðar
[...]. Þarna er matarhola fyrir ríkis-
stjórnina I stað þess að skerða
kjör þeirra sem minnst hafa milli
handanna I þjóðfélaginu."
Jóhanna Sigurðardóttir
á vefsínum.