Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2003, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2003 DVSPORT 31
Gazza á réttri leið
KNATTSPYRNA: Gamla
kempan Paul Gascoignetekur
miklum framförum hjá Wolves
þessa dagana en hann lék
annan leik með varaliði félags-
ins þegar þeir töpuðu fyrir
WBA, 2-1. Mark Wolves var
eign Gazza en Artim Sakiri
fylgdi eftir glæsilegri auka-
spyrnu gamla töframannsins.
Gazza lék aftur í 90 mínútur og
var í tvígang nærri því að skora
fyrir Úlfana. Það skyggði á
ánægju Gazza að hann meidd-
ist undir lokin og ekki liggur
fyrir hversu alvarleg meiðslin
eru. Dave Jones, stjóri Wolves,
hefur ekki lokað á að bjóða
Gazza samning ef hann heldur
áfram að standa sig vel og því
gætu meiðslin komið sér illa
fyrirGascoigne.
Owen ekki með gegn Steaua
KNATTSPYRNA: Michael
Owen fór ekki með félögum
sínum í Liverpool til Búkarest í
gær en þar mæta þeir Steaua í
UEFA-bikarnum á fimmtudags-
kvöld.
„Hann hefði hugsanlega getað
Sþilað þennan leik en það
hefði verið áhætta og hana er
ég ekki tilbúinn að taka," sagði
Gerard Houllier, framkvæmda-
stjóri Liverpool. Við eigum
mikilvægan leikgegn Man.
Utd á sunnudag og ég vil geta
notað hann í þeim leik."
Owen meiddist á ökkla í leik
gegn Leeds í lok október og
lék ekkert fyrr en hann spilaði
80 mínútur gegn Fulham um
síðustu helgi þar sem meiðslin
tóku sig upp á ný.
Abramovich í vandræðum?
KNATTSPYRNA: Roman
Abramovich, hinn rússneski
eigandi Chelsea, gæti verið í
slæmum málum því að með-
limur rússneska þingsins hefur
farið fram á að olíufyrirtækið
Sibneft verði rannsakað vegna
ýmissa mála en Abramovich er
einn stærsti hluthafi þess.
Þingmaðurinn heldur því fram
að Sibneft hafi svikið út millj-
arða króna á undanförnum ár-
um á vafasaman hátt og vill að
eignirfyrirtækisins og hluta-
bréf verði fryst meðan á rann-
sókn stendur.
Abramovich hefur verið að
selja hluti sína í rússneskum
fyrirtækjum undanfarið, sem
hefur ýtt undir orðróm þess
efnis að hann sé að flýja land
varanlega.
slátraði Lazio
og skoraði - Van Nistelrooy hrökk í gang á nýjan leik
ánægða gerði mig mjög glaðan,"
sagði Ranieri sem var mjög ánægð-
ur með markvörðinn Carlo
Cudicini. „Carlo hefur gert ein mis-
tök á árinu en hver gerir ekki mis-
tök? Hann er frábær markvörður og
við höfum allir mikla trú á honum."
Real komið áfram
Real Madrid varð fyrsta félagið til
að tryggja sig áfram þegar það gerði
markalaust jafntefli gegn Partizan
Belgrad. Iker Casillas, markvörður
Real, fór á kostum í leiknum.
„Ég vil hrósa öllum mínum leik-
mönnúm en þó sérstaklega
Casillas," sagði Carlos Queiros,
þjálfari Real Madrid, að leik lokn-
um. „Hann varði oft frábærlega og
færði okkur stigið sem vantaði.
Okkur ber skylda til þess að standa
okkur vel í næstu tveimur leikjum
þótt við séum komnir áfram. Við
viljum vera efstir í riðlinum og við
munum klára þessa leiki með
sæmd.“
Þjóðverjinn Lothar Matthaus,
þjálfari Partizan, var ánægður með
sfna menn.
„Ég er ánægður með framlag
minna manna en ekki úrslitin. Við
fengum tvö góð tækifæri til að klára
leikinn en klikkuðum Olilega. Við
eigum enn möguleika og ég hef trú
á að við komumst áfram."
„Ég vil hrósa öllum
mínum leikmönnum en
þó sérstaklega Casillas.
Hann varði oft frábær-
lega og færði okkur
stigið sem vantaði."
Milan í kröppum dansi
AC Milan lenti í kröppum dansi
gegn Club Brugge. Alessandro
Nesta var rekinn af velli um miðjan
fyrri hálfleik en brasilíska undra-
barnið Kaka bjargaði Evrópumeist-
urunum með glæsilegu marki und-
ir lokin.
„Við vorum mjög óheppnir en
svona er fótboltinn," sagði hinn
norski þjálfari Brugge, Trond
Sollied. „Við spiluðum mjög vel og
áttum í það minnsta annað stigið
skilið."
Carlo Ancelotti, þjálfari Milan,
var ekki byrjaður að fagna farseðli í
næstu umferð enda er riðillinn
galopinn.
„Það eru tveir leikir eftir og 6 stig
í pottinum. Við verðum að vera vel
einbeittir ef við ætlum okkur
áfram. Brugge voru mjög erfiðir
mótherjar og spiluðu mjög vel og
eiga án efa góðan möguleika á að
komast áfram."
Fjör hjá Celta og Ajax
Það var mikið fjör í leik Celta
Vigo og Ajax en Spánverjarnir
höfðu betur að lokum, 3-2.
„Þessi sigur var mjög mikilvægur
fyrir sjálfstraustið hjá Celta-liðinu,"
sagði Miguel Angel Lotina, þjálfari
Celta. „Ef við hefðum verið aðeins
heppnari í síðustu leikjum værum
við komnir áfram."
Ronald Koeman, þjálfari Ajax,
sagði að betra liðið hefði sigrað.
„Þetta var opinn og skemmtileg-
ur leikur. Þótt Celta byrjaði mjög
vel þá stjórnuðum við leiknum. En
miðað við heildarframmistöðu
þeirra áttu þeir sigurinn skilinn."
Góður sigur Besiktas
Besiktas vann mjög mikilvægan
sigur gegn Sparta Prag og þjálfari
þeirra, Mircea Lucescu, var bjart-
sýnn á framhaldið eftir leikinn.
„Við stefnum á að ná stigi gegn
Lazio og þessi sigur í kvöld gefur
okkur góða von um að komast
áfram. Ég vil óska öllum mínum
leikmönnum til hamingju því þeir
léku reglulega vel."
Sparta á næst fyrir höndum ferð
til Chelsea og þeir voru ósáttur við
að fara stigalausir frá Tyrklandi.
„Okkar taktík gekk mjög vel upp
og það eru mikil vonbrigði að fara
stigalausir heim," sagði Jiri Kotrba,
þjálfari liðsins. henry@dv.is
E-riðill:
Man. United-Rangers 3-0
1-0 Diego Forlan (6.), 2-0 Ruud
Van Nistelrooy (43.), 3-0 Ruud Van
Nistelrooy (60.).
Panathinaikos-Stuttgart 1-3
1-0 Michalis Konstantinou (59.),
1-1 Panagiotis Fissas, sjm. (68.),
1-2 Kevin Kuranyi (74.), 1-3 Andre-
as Hinkel (76.).
Staöan:
Man. Utd 4 3 0 1 10-2 9
Stuttgart 4 3 0 1 8-4 9
Rangers 4 1 1 2 3-6 4
Panathin. 4 0 1 3 2-11 1
F-riðill:
P. Belgrad-Real Madrid 0-0
Porto-Marseille 1-0
1-0 Dmitri Alenitchev (21.).
Staðan:
R. Madrid 4 3 1 0 8-3 10
Porto 4 2 1 1 6-6 7
Marseille 4 1 0 3 7-8 3
P. Belgrad 4 0 2 2 1-5 2
G-riðill:
Besiktas-Sparta Prag 1-0
1-0 Ronaldo Guiaro (82.).
Lazio-Chelsea 0-4
0-1 Hernan Crespo (15.), 0-2 Eiður
Smári Guðjohnsen (70.), 0-3
Damien Duff (75.), 0-4 Frank
Lampard (80.).
Staðan:
Chelsea 4 3 0 1 7-3 9
Besiktas 4 2 0 2 4-4 6
S. Prag 4 1 1 2 4-5 4
Lazio 4 j 1 2 5-8 4
H-riðill:
Celta Vigo-Ajax 3-2
1-0 Peter Luccin, víti (25.), 2-0
Savo Milosevic (38.), 2-1 Wesley
Sonck (53.), 3-1 Rogerio Vagner
(62.), 3-2 Rafael Van Der Vaart (81.).
Club Briigge-AC Milan 0-1
0-1 Ricardo Kaka (85.).
Staðan:
AC Milan 4 2 1 1 2-1 7
Ajax 4 2 0 2 5-4 6
CeltaVigo 4 1 2 1 4-4 5
Cl. Brúgge 4 112 2-4 4
1 . D E I L D
ENGLAND
Úrslit:
Gillingham-Sunderland
ZM
1-3
Preston-Watford 2-1
Sheff. Utd-Crewe 2-0
Walsall—I Mott. Forest 4-1
Staðan:
Wigan 17 9 6 2 26-13 33
WBA 16 10 2 4 23-13 32
Sheff. Utd 17 9 4 4 28-18 31
Norwich 16 9 4 3 24-16 31
Sunderl. 17 9 4 4 22-12 31
West Ham16 7 7 2 19-11 28
Ipswich 17 8 3 6 32-26 27
Millwall 17 7 6 4 21-16 27
Preston 17 8 2 7 25-20 26
Cardiff 16 6 6 4 27-16 24
N. Forest 17 7 3 7 29-23 24
Reading 16 7 3 6 23-19 24
Crewe 17 7 3 7 18-21 24
Walsall 17 6 4 7 22-20 22
Coventry 15 5 5 5 22-22 20
Burnley 16 5 5 6 24-29 20
Watford 17 5 4 8 18-22 19
Gillingham17 5 4 8 19-29 19
Stoke 16 4 5 7 19-22 17
C. Palace 16 4 4 8 «0-29 16
Derby 17 3 5 9 16-31 14
Rotherh. 17 2 7 8 10-26 13
Bradford 16 3 3 10 15-27 12
Brynjar Björn Gunnarsson var á bekk
Nottingham Forest en kom ekki við
sögu.