Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildir. 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Þorskur á ensku Einar Árnason hefur endurútgeflð mat- reiðslubók sína um þorskrétti og nú á ensku. Bók- in heitir Seiðandi saltflskur og þorskréttir þjóðanna en Jeffery Coss- er þýðir á ensku; Sed- uctive Salt- flsh and Cod Cuisine. Bókin hefur unnið til verðlauna fyrir útlit og innihald. Er út- gáfan nú stfluð á er- lendan markað eins og nýtt nafn gefur til kynna. Sundlaugarvörður á Stokkseyri Auglýst hefur verið laust til umsóknar starf sundlaug- arvarðar á Stokks- eyri. Um er að ræða100 prósent starf sem felst í daglegri umsjón með lauginni ásamt því að viðkomandi mun ganga vaktir við laugina og sinna húsvörslu. Leitað er að manneskju með áhuga á mannleg- um samskiptum sem er reiðubúin til að takast á við krefjandi verkefni sem felst f þvf að efla sundstaðinn f hugum heimamanna jafnt sem ferðamanna. Laun eru samkvæmt kjarasamn- ingum sem Sveitarfé- lagið Árborg hefur gert við viðsemjendur sína. Dugnaður Vel gengur með fram- kvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar og gera verktakar ráð fyrir að hægt verði að hleypa umferð á fyrsta áfanga verksins sex mánuðum fyrr en áætlað var. Ef að lfkum lætur verður því hægt að aka á nýrri akrein til Keflavíkur og til baka strax 1. júlí næstkomandi. Eru menn að vonum ánægðir með ganginn í verkinu. Gengislækkað nám Stytting menntaskólanáms úr fjórum árum í þrjú felur í sér fækkun kennslu- stunda úr 2707 í 2170. Þessi 20% geng- islækkun námsins felur í sér 1,7 milljarða króna árlegan sparnað ríkissjóðs. Það er mergurinn málsins. Ríkið tímir ekki að leggja eins mikið fé til skóla og hingað til. Aukin andleg fátækt ríkisins á tímum auk- ins veraldarauðs getur haft þá skemmtilegu hliðarverkun, að ýmsir, sem áður hefðu talið sig vera tossa, muni treysta sér til að reyna við gengislækkað stúdentspróf. Þá mun hækka hlutfall stúdenta af þjóðinni í heild. Hingað til hafa íslendingar ekki verið mik- ið upp á bókina. Aðeins 55% þjóðarinnar hef- ur lokið framhaldsmenntun, en 79% af þjóð- um Efnahags- og framfarastofnunarinnar í heild. Þarna má greinilega slá tvær flugur í einu höggi, spara peninga og ná í fegurri sam- anburðartölur við útlönd. Spurningin er þá bara, hvort ekki megi ganga þessa götu á leiðarenda, spara enn meiri peninga með því að hætta við mennta- skólanám og komast upp í 100% hlutdeild með því að senda heilum árangi þjóðarinnar stúdentsskírteini í pósti 17. júní á hverju ári. Því miður er þjóðin ekki svo eðlisgáfuð, að þetta dæmi gangi upp. Raunar gengur henni fremur iUa að stauta sig gegnum kverið á öll- um stigum skólakerfisins í samanburði við aðrar þjóðir. Það kom í ljós í miklum fjöl- þjóðarannsóknum á síðasta áratug. Þar fóru Islendingar haUoka fyrir fátækum þjóðum á borð við Tékka, jafnt sem miðl- ungsþjóðum á borð við Austurrrkismenn og ríkum þjóðum á borð við Hollendinga. Sér- staklega virtust stærðfræði og raunvísindi vera okkur lokuð bók, stoðgreinar atvinnu- vega nýrrar aldar. í ljósi þessara válegu tíðinda er ekki skyn- samlegt að gengisfeUa gengislágt stúdents- próf um 20% í viðbót. Miklu nær er að finna leiðir til að gengishækka prófið, jafnvel þótt fjandmönnum rfkisrekstrar muni þykja blóð- ugt að sjá aukinn skólakostnað. Islenzka skólaárið er of stutt í samanburði við önnur lönd og skólatíminn of mikið slit- inn sundur af hugmyndaríkum aðferðum við að draga úr vinnuálagi kennara. Vafalaust mikla menn fyrir sér, hvað muni kosta að koma hér á landi upp skólaári af erlendri lengd. Fleira er athugavert en fjárskorturinn einn, enda sýndi fjölþjóðlega rannsóknin ekkert samband milÚ kosmaðar og árangurs menntakerfa. Raunar er sárt, að íslenzkir skólamenn skuli hjakka í memaðarsnauðu fari og ekki læra af samanburði við útlönd. Tillögur kerfisins um stytt menntaskóla- nám benda til, að ráðamenn skólamála geri sér litla grein fyrir dapurri stöðu þess. Jónas Krlstjánsson Andri Snær Magnason rithöf- undur hélt ávarp á landsfundi vinstri- grænna fyrr í mán- uðinum, sem nú hefur verið birt í vefritinu Múm- um.is. Hann fjallaði þar inn skort Islendinga á „skapandi framtíðarsýn og ekki síst sjálfs- trausti". Landsmenn trúa því ekki, sagði hann, að þeir sjálfir hafi skapað sér umhverfi efdr eigin höfði, heldur telja að samfélagið eins og það er sé eini möguleilánn sem völ sé á. “Við teljum okkur ekki eiga neinna kosta völ ... Ef við missum vinnuna í ríkjandi kerfí muni okkar ekki bíða neitt annað starf. Álíka gáfulegt og að halda að ef maður hefði ekki rambað á konuna sína fyr- ir tilviljun fyrir 10 árum hefði maður aldri kynnst neinni konu. Það er ekki flókið að ímynda sér aðra möguleika á samfélagi á þessari eyju án þess að leiðast út í fáránlegar útópíur. Það má ímynda sér að 1950 haS Banda- ríkjaher ákveðið ogfengið að nýta sér hernaðarlegt mikilvægi okkar ... til fulls. Reist virkjanir og fullnýtt fall- vötnin, stálverksmiðjur og vopna- verksmiðjur... lagt undir sig hagkerf- ið okkar og verið farvegur nútíma og tæknivæðingar, farvegur fyrír rokkið og bítiið og btivæðingu og tækjavæð- ingu heimilanna. 100.000 manns væru þá beint háðir þessari vél en værum við Seiri, værum við ríkarí? Stærri á menningarsviðinu? Og þá nákvæmlega eins og nú myndu menn trúa því að þetta haS einmitt verið ástæða þess að við búum á eyj- unni, einmitt þetta haS veríð ástæð- an fyrirþvíað við eignuðumst hús og bSa ografmagn ogskóla ogminnkað barnadauða og aukið lífsUkur. Án hersins hefði það ekki gerst. En nú gerðist þetta ekki, 100.000 manns fengu ekki vinnu í verksmiðjunum. Eru þá 100.000 manns atvinnulausir? Nei þeir VÖLDU sér eitthvað annað að gera. Það sem ég á við með þessu dæmi er þetta: Við búum ekki í möguleika allra möguleika. Við búum sjálf til okkar tækifæri og veljum að gera það sem við viljum gera en slíkt sjálfs- traust virðist ekki henta stjómvöld- um... Það hentaði ekki að fara í raun- verulega sköpunarvinnu á Austur- landi, menn urðu að láta þá vSja láta bjarga sér. Það virðist ekki henta að fara íslíka vinnu á Reykjanesiíkring- um herinn þótt það sé brýn þörfá því strax, að kanna rætur óttans og óvissunnar, leiða fólk gegnum ferlið oghleypa umræðu afstað.“ Davíð Logi Sigurðsson skrifaði at- hyglisverðan Viðhorfsdálk í Morgun- blaðið í gær þar sem hann benti á að orðalagið „Bandalag hinna staðföstu þjóða" - um þær þjóðir sem studdu Breta og Bandarikjamenn f íraks- stríðinu - væri ekkert annað en ófor- skammaður „spuni" eða „spin“ hjá nafria hans OddssynL Þegar þeir Davíð forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra vom gagnrýndir fyrir að skipa sér f flokk með þjóðunum sem studdu stríðið kváðust þeir stoltir af því að vera í hópi „staðfostra þjóða" og gáfu með því til kynna að afstaða þeirra væri byggð á dyggðinni staðfestu. Hvað sem þeir vom gagnrýnd- ir hart stóðu þeir staðfastir og trúir sinni hugsjón - að losa yrði heiminn við meint gereyð- ingarvopn Saddams Husseins. En í dálki sínum bendir Davíð Logi á þá einföldu staðreynd að f hinum enskumælandi heimi var alls ekki talað um „bandalag staðfastra þjóða". Þar væri talað um „coalition of the willing", sem þýðir ósköp ein- foldlega „bandalag viljugra þjóða“. Að vera viljugur er hlutlaust orð en ekki jákvætt í sjálfú sér eins og stað- fostur. Því menn geta verið viljugir bæði til góðra verka og vondra. Dav- íð Oddsson mun sjálfúr hafo þýtt hið enska hugtak sem „bandalag stað- fostra þjóða", þegar hann svaraði gagnrýnisröddum hér heima, og þannig gert afstöðu þeirra Halldórs jákvæða og lofeverða í sjálfú sér. Og síðan hefúr „bandalag viljugra þjóða" heitið „bandalag staðfastra þjóða" í allri umræðu á íslandL Grein Davíðs Loga er meridleg áminning fyrir okkur blaðamenn. Hann segir að með þessari röngu þýðingu hafi forsætisráðherra verið kominn í hlutverk „spunameistara" eða „spindoctors" sem hagræðir sannleikanum, fremur en lýgur blákalt Og við blaðamenn höfúm all- ir athugasemdalaust notað „hina staðföstu" síðan, jafiivel þeir blaða- menn sem eru að þýða enskan texta þar sem augljóslega segir ekki annað en „bandalaghinnaviljugu". Davíð Logi segir meðal annars í dálki sínum: „Skiptir... miklu máS að menn átti sig á spunanum og láti ráðamenn ekki komast upp með hann. Við eigum ekki að leyfa orða- laginu, sem Davíð Oddsson kaus að nota, að festa rætur, ekki um jafn umdeSt og alvarlegt mál og I'raks- stríðið óneitanlega var og er. “ Heyr, heyr! Og er orðalagið „bandalag staðfastra þjóða" hér með gert útlægt af síðum DV! Davíð Logi Ijallarreyndar lika um „spunameistarann" Halldór Ás- grímsson í dálki sínum og átelur hann harðlega fyrir að leggja að jöfnu hin margumtöluðu meintu gereyðingarvopn Saddams Huss- eins ogleitina að þeim annars vegar og hins vegar vopnabirgðir IRA á ír- landi og tilraunir manna til að fá Irska lýðveldisherinn til að afhenda þær eða eyðileggja. Lítum við svo á að Viðhorfsgreinin í Mogganum í gær hafí verið í alla staði hin gagn- legasta. Fyrst og fremst Spuni Davíðs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.