Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003
Fréttir 0V
Rafmagnið
út á land
Yfirstjórn Rafmagns-
veitu ríkisins verður flutt út
á landsbyggðina frá 1. janú-
ar, samkvæmt nýjum raf-
orkulögum. Ein stjórnstöð
verður á Akureyri, önnur á
Suðurlandi og sú þriðja á
Austurlandi. Starfsemin í
Reykjavík verður minnkuð
en þar verða höfuðstöðv-
arnar áfram.
Vara við
fjársöfnun
Alnæmissamtökin á ís-
landi vilja taka fram að fjár-
söfnun sem nú
stendur yfir í
nafni HlV-info
er samtökunum
alls óviðkoman-
di. Birna Þórðar-
dóttir, formaður
Alnæmissam-
takanna, segir í
yfirlýsingu að
þetta sé ítrekað
vegna fjölda fyrirspurna.
Hún segir jafnframt rétt að
geta þess að Alnæmissam-
tökin stóðu að fjársöfnun
nýverið vegna útgáfu tíma-
ritsins Rauði borðinn.
Hagnaður
ánesi
Rekstarafgangur verður
af bæjarsjóði Seltjarnarness
samkvæmt nýsamþykktri
fjárhagsá-
ætlun bæjar-
ins. Afgang-
urinn verður
upp á150
milljónir
króna og er
þetta aukn-
ing á rekst-
arafgangi
um 12% frá
síðasta ári.
Tekjurnar
verða ríflega 1300 miljónir
króna en gjöldin 1150 millj-
ónir. Jónmundur Guðmars-
son bæjarstjóri segir að
fjárhagsáætlunin endur-
spegli ráðdeild í rekstri
bæjarfélagsins.
Al Qaeda
maður hand-
tekinn
Breska lögreglan hefur
handtekið mann sem grun-
aður er um að hafa tengsl
við A1 Qaeda samtökin.
Maðurinn var handtekinn í
Gloucester. Lögregla er að
rannsaka hugsanleg tengsl
mannsins við Richard Reid
sem var handtekinn eftir að
hann reyndi að sprengja
bandaríska farþegaþotu í
ioft upp yflr Atlantshafinu
með sprengju í skónum.
Reid var dæmdur í lífstíðar-
fangelsi.
Júdasarsilfrið
Ef silfurpeningarnir sem
Júdas fékk fyrir svik sín
hefðu verið settir í banka,
væri silfrið nú þyngra en
jörðin öll, miðað við 3%
vexti, segir á Vísindavef Há-
skólans. Talið er líklegt að
silfurpeningarnir hafi vegið
14 grömm hver. Hefði það
magn vaxið um 1% á ári í
2000 ár væri það nú hátt í
200 þúsund tonn. Það er
álíka mikið og allur
þorskafli íslendinga árið
2002.
Fjórir ráðherrar ákveða að halda húsnæðislánum hjá íbúðalánasjóði. Þingmenn
Sjálfstæðisflokksins fengu ekki að vita af ákvörðuninni og eru ósáttir við
niðurstöðuna.
Sjálfstæðismenn á
máti ráðherrunum
Sigurður Kári
Kristjánsson
„Ég er og hefalltafveríð
þeirrar skoðunar að það
eigi að fela bönkunum
þessa lánastarfsemi".
Gunnar Birgisson
„Þetta gengur þvert á minar
skoðanir, og mér þykir þetta
skrýtin ákvörðun”.
Hækkun á íbúðalánum upp í 90% af íbúðar-
verði verður framkvæmd innan vébanda íbúða-
lánasjóðs, en ekki bankakerfisins. Þetta er nið-
urstaða félagsmálaráðherra, forsætisráðherra,
utanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem
kynnt hefur verið í ríkisstjórn. Ákvörðun verður
tekin íyrir áramót um hámarksfjárhæð lánanna
og í hvaða áföngum hækkunin verður innleidd.
Árni Páll Árnason, sérfræðingur í Evrópu-
rétti, gerði lagalega úttekt fyrir ráðherrana, og
komst að þeirri niðurstöðu að þetta fyrirkomu-
lag bryti ekki í bága við EES-samninginn. Ef
framkvæmd lánanna yrði hinsvegar færð til
bankanna, fæli það í sér ríkisaðstoð, sem væri
líklega brot á samningnum. Stjórnvöld hafa til-
kynnt fyrirhugaðar breytingar til Eftirlitsstofn-
unar EFTA til að eyða allri óvissu, og er búist við
úrskurði innan 6 mánaða.
Guðjón Rúnarsson, fórmaður Samtaka
banka og verðbréfafyrirtækja, segir þetta dapur-
lega niðurstöðu. „Okkur finnst þetta mjög mið-
ur. Ráðherra boðaði það strax í sumar að hann
vildi eiga gott samstarf við hagsmunaðila, og
skipaði sérstakan samráðshóp. Hann var ein-
ungis tvisvar kallaður saman, og okkur finnst öll
vinnan bera þess merki að það var aldrei ætlun-
in að hafa neitt raunverulegt samráð".
Málið er líklegt til að valda ágreiningi innan
þingflokks Sjálfstæðisflokksins, enda margir
þeirra mjög ósáttir.
„Ég er og hef alltaf verið þeirrar skoðunar að
það eigi að færa húsnæðislánakerfið frá Ibúða-
lánasjóði og fela bönkunum þessa lánastarf-
semi“, segir Sigurður Kári Kristjánsson. „Með
þessari hækkun upp í 90% lán er verið að ríkis-
Einar Oddur
Kristjánsson
„Mér kemur þetta á óvart,
ég hefði ekki taiið það sjáif-
gefið að þetta yrði svona".
Bjarni Benediktsson
„Húsnæðisiánum er betur
borgið i bankakerfinu en
hjá ríkinu".
Pétur Blöndal
„Ég er ekkert hoppandi hrif-
inn afþessu og hefði viljað
fara aðra leið".
Guðmundur
Hallvarðsson
„Það er ekki eðlilegt að færa
þessi lán yfir til bankanna".
væða fasteignamarkaðinn enn frekar en nú er‘‘.
Gunnar Birgisson segir þetta koma sér mjög
á óvart. „Þetta gengur þvert mínar skoðanir, og
mér þykir þetta skrýtin ákvörðun. Ég hef verið
þeirrar skoðunar alla tíð að ríkið eigi að draga úr
umsvifum sínum, og þessi lán ættu heima í
bankakerfinu“.
„Mér kemur þetta á óvart, ég hefði ekki talið
það sjálfgefið að þetta yrði svona“, segir Einar
Oddur Kristjánsson, þingmaöur Sjálfstæðis-
flokks. „Ég hef alls ekki verið þeirrar skoðunar
að íbúðalánum sé best borgið innan Ibúðalána-
sjóðs. Hinsvegar hefur þetta ekki verið kynnt
fyrir okkur í þingflokknum, svo ég veit ekki for-
sendurnar ennþá, svo það er best að segja sem
minnst“.
Bjarni Benediktsson segir þetta ekki hafa
komið beint á óvart. „Ég hef hinsvegar alltaf ver-
ið þeirrar skoðunar að afgreiðslu húsnæðislána
sé betur borgið í bankakerfinu en hjá ríkinu“.
Pétur Blöndal segir þessa ákvörðun þvert á
vilja sinn. Ég er ekkert hoppandi hrifinn af
þessu og hefði viljað fara aðra leið. Það hefði vel
mátt færa þetta yfír til bankakerfisins eins og
gert er í Bandaríkjunum og hefur gefist vel. En
það er okkar samstarfsflokkur sem fer með þessi
mál, og í samsteypustjórn verða menn að lúta
því að ná ekki öllum sínum stefnumálum fram“.
Eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem
DV náði tali af og var ekki á móti þessum fyrir-
ætlunum, er Guðmundur Hallvarðsson. „Ég
set spurningamerki við hvort það væri eðlilegt
að færa þessi lán yfir til bankanna, í ljósi þeirra
vaxta sem þar eru í boði".
brynja@dv.is
Á blaðsíðu 86
Svarthöfði er í öngum sínum
þessi dægrin. Þegar hvassviðrið skall
á um daginn var hann á ferðinni yfir
gatnamót Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar og skyndilega ætlaði
hann um koll þegar ein vindhviðan
feykti pappírsbunka í andlit hans og
það engum smáræðis pappírs-
bunka. Svarthöfði er þó engin smá-
smíði og stóðst að lokum áhlaupið
en sá þá að pappírsbunkinn var
hvorki meira né minna en handritið
að fyrsta bindi ævisögu Halldórs
Laxness eftir Hannes H. Gissurar-
son. Hugði nú Svarthöfði gott til
glóðarinnar að lesa þessa umtöluðu
bók og komast að öllum þeim leynd-
armálum um líf Nóbelskáldsins sem
hallelúja-söfnuðurinn hefur haldið
leyndum gegnum árin og áratugina.
Svarthöfði flýtti sér því heim, fékk
sér maltöl úr fsskápnum og settist
Svarthöfði
við lesturinn. Bjóst hann þegar við
krassandi lýsingum á ævi Laxness,
aflijúpunum á skítlegu eðli hans, al-
mennri ónáttúru og steliþjófnaði frá
öðrum rithöfundum.
En því miður reyndist fátt slíkt að
finna f þeim hluta handritsins sem
Svarthöfði er búinn að lesa. Þegar
þessi orð eru skrifuð er Svarthöfði
kominn á blaðsíðu 86 og hefur enn
ekki fundið nothæft hneyksli. Hall-
dór er að vísu ekki orðinn,mjög aldr-
aður á blaðsíðu 86 en einhvern veg-
inn læðist að Svarthöfða sterkur
grunur um að þetta muni lítið breyt-
ast þótt á bókina líði. Hún er nefni-
lega þannig skrifuð að jafnvel þó að
einhver hneyksli væri að flnna í ævi
Laxness, og væntanlega er hann ekki ur löngu sofnaður þegar að því
syndlaus maður fremur en aðrir, þá hneyksli kemur.
er Svarthöfði viss um að hann verð- Svaithöföi