Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Side 12
J 2 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Forval lögmætt Ákvæði laga um stofnun Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar hf. eru sérlög og ganga framar ákvæðum sam- keppnismála. Þetta er nið- urstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknað hefur flugstöðina af kröfum íslensks markaðar í Leifs- stöð. Héraðsdómur telur að það sé undir FLE, komið hvort og að hvaða marki fé- lagið felur öðrum aðilum að annast þjónustu við far- þega í flugstöðinni. Enn- fremur að FLE sé heimilt að ákveða hvaða vörur eða þjónustu boðið sé upp á þar. Nýtt og betra leiðakerfi „Undirbúningsvinnan er að mestu að baki og árang- urinn kynnum við fljót- lega,“ segirÁsgeir Eiríks- son, framkvæmdastjóri Strætó bs. en fljótlega mun fyrirtækið kynna afrakstur mikillar grunnvinnu með mark- miði að gjör- breyta og bæta leiðakerfi Strætó. „Núverandi viðskipta- vinir okkar eru ánægðir með þjónustuna. Nú stend- ur til að höfða til allra þeirra sem telja sig ekki komast af án bílsins. Fá fleiri einstaklinga til að nýta sér þjónustu almennings- vagnakerflsins." Evrópusambandið borgar norður-írskum bændum fyrir að fóðra svani þegar þeir koma yfir hafið frá íslandi um vetur. Bændur í Skaftafellssýslu segja ofQölgun hafa orðið í svanastofninum og vilja heQa veiðar þegar í stað. Svanaflokkarnir eyði- leggja tún og líkja bændur þeim við engisprettusveim. „Svanurinn skilur eftir sig sviðna jörð. Hann kemur í flokkum, leggur undir sig túnin og eyði- leggur þau," segir Sveinn Gunnarsson, bóndi í Vík í Lóni, sem kveðst verða fyrir hundmð þúsund króna tjóni af völdum gífurlegs fjölda svana í Austur- Skaftafellssýslu. Evrópusambandið styrkir norður- írska bændur um tæpar sex þúsund krónur á hverja ekm sem þeir rækta upp til að fóðra svaninn eftir að hann kemur frá fslandi á haustin. Bændur fyrir austan segja þetta valda mikilli röskun í lífríkinu, þar sem engin lífsskilyrði séu fyrir viðlíka fjölda svana í héraðinu og nú er orðinn. Einn þeirra er Sveinn, sem hefur búið á sama bænum í 68 ár og hefur aldrei orðið var við jafn mikinn fjölda svana og nú. „Stofninn er orðinn þrefaldur á við það sem hann var. Þeim hefur fjölgað svo gífurlega á þessu svæði að þeir hafa ekki þau h'fsskilyrði sem þeir þurfa. Þeir hafa lifað á botngróðrinum í Lóninu hér, en em orðnir svo margir að þeir leggjast á túnin. Þetta eru fuglar sem skipta tugum eða hundruðum og ef þeir fá að vera í friði leggja þeir túnin undir sig og eyðileggja þau. Það gera þeir eins og engi- sprettusveimur,“ segir hann. Sveinn gagnrýnir verndaraðgerðir Evrópusam- bandsins og segir þær skapa ójafnvægi. „Mér líst ekkert á því að vemda þetta í stórum stfl. Þeir hafa ekki skilning á þessu. Fuglinn býr ekki við góð lífs- skilyrði þegar hann kemur yfir til Islands og veldur okkur miklum vandræðum. Lög í landinu friða svaninn algerlega, en ég sé ekki að það geti gengið endalaust." Síðasta sumar stóð Sveinn í sífelldri baráttu við að vernda túnin fyrir svönunum, en án árangurs. Fyrir nokkm slasaðist hann við reksturinn, þegar hann rann til á túni og féll. Hann hefur gengið til sjúkraþjálfara síðan. Hann segir ú'ma til kominn að affriða svaninn og hefja skotveiðar á honum. „Ég er í sífelldri baráttu að reyna að halda þeim frá. Ég reyni að reka þetta burtu og hleypi af skotum úr haglabyssu í átt að þeim til að hræða þá. Svo em þeir komnir aftur um hæl. Það er tímabært að leyfa veiðar á svaninum til að halda honum í skefjum. Ég hef smakkað svan og hann bragðast eins og hver annarfugl." Sveinn ber kvíðboga fyrir næsta vori, þegar svanurinn kemur fljúgandi í flokkum frá Evr- ópu. Hann telur tímabært að Bændasamtökin beiti sér í málinu og að vakin sé athygli Evrópusam- bandsins á því tjóni sem það veldur með vemdun- araðgerðum si'num. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, segir málið vandasamt, en það sé ekki til bóta að Evrópusambandið styrkir norður-írska bændur í að fóðra álfúr áður en þær koma hingað til lands. „Ég skil ekki af hverju þeir gera þetta. Bændur hafa hvorki vilja né getu til að fóðra álftir, nema kannski Evrópusambandið vilji styrkja okkur líka.“ Bændasamtökin hafa leitað eftir samvinnu við Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um að stemma stigu við ágangi álftar. „Annað hvort verður að halda henni í skefjum með vopnavaldi eða að hrekja hana. En ef verið er að hrekja hana af túnum er bara verið að hrekja hana annað,“ segir Ari. jontrausti@dv.is Vandræðasvanir Svanaflokkarhafa valdið miklum skemmdum á túnum fyrir austan. Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, undrast að Evrópusambandið skuli styrkja norður-írska bændur til að fóðra álftina á veturna áður en hún kemur til íslands. „Það er timabært að leyfa veiðar á svaninum til að halda honum í skefjum." rf ér mssem Éngin bid Borðaði kalkún með hermönnum Bush heimsótti írak George Bush, forseti Bandaríkj- anna, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær í tilefni þakkargjörð- arhátíðarinnar. Hann þakkaði bandarískum hermönnum fyrir að vera í írak og taka þátt í því að vernda Bandaríkin fyrir hryðjuverk- um. Bush borðaði hinn hefðbundna þakkargjörðarkalkún með rúmlega 600 hermönnum sem voru ákaflega ánægðir en jafnframt hissa yfir óvæntri heimsókn forsetans. Hann eyddi tæpum þrem t-ímum með hermönnunum. Forsetinn lék á alls oddi í viðurvist hermannana og fór nteð gamanmál. Hann sagði við lendingu að hann hafi stoppað við til að vita hvort að það væri eitthvað að borða þarna. Bush var líka óþol- inmóður í röðinni í messanum og vildi fá að fara fremst þar sem að hann væri valdamestur þeirra sem þarna voru. En alvarleikinn var ekki langt að baki og Bush réttlætti stríðið í írak og þakkaði hermönn- unum fyrir vel unnin störf. Með þessari ferð fetaði Bush í fótspor föður síns, en hann heim- sótti bandaríska hermenn í Sádí- Arabíu rétt áður en Íraksstríðið braust út. Gríðarleg leynd var yfir ferð Bush. Blaðamönnum sem voru í flugvél forsetans var sagt að ef þau létu einhvern vita um ferðina á meðan henni stóð yrði flugvélinni samstundið snúið við. Forsetinn átti von á foreldrum sínum í mat á búgarð sinn í Texas en þau fengu ekki að vita um ferðir hans fyrr en að vélin var kominn aftur til Banda- George Bush Fetaði I fótspor föðursins með heimsókn sinni. ríkjanna. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur forseti ferðast til landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.