Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Qupperneq 14
74 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Áhyggjufullir trillukarlar Smábátaeigendur hafa áhyggjur af þeim bagalegu niðurstöðum sem rann- sóknir Hafrannsóknastofn- unar á loðnustofninum skiluðu. Aðeins tíundi hluti stórrar loðnu og tuttugasti hluti meðalstórrar loðnu fundust. Fram kemur á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda að margir þeirra hafi áhyggjur af mál- inu, enda sé loðnan stærsta fæða þorsksins. Vilja trillukarlarnir að veiðar með flottroll innan 50 sjó- mflna verði bannaðar. íslandsvinum stefnt íTævan Jiang Zemin, fyrrum for- seta Kína, og Luo Gan, forstjóra lögreglumála í Kína, hefur verið stefnt fyrir Hæstarétt í Taívan fyrir meint þjóðarmorð á með- limum Falun Gong. Bæði Zemin og Luo Gan hafa heimsótt Island og hlotið góðar viðtökur hjá íslensk- um ráðamönnum. I haust kom Luo Gan hingað til lands til þess að kynna sér réttarfar hérlendis og snæddi hann meðal annars kvöldverð í boði Alþingis og átti fræðslufund með Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra. Heklugos í útvarpinu Fjöldi áhyggjufulls fólks hringdi á Veðurstofuna í gær eftir að hafa heyrt í út- varpinu að Heklugos væri hafið. í kjölfarið fann Veð- urstofan sig knúna til þess að senda út óvenjulega fréttatilkynningu í gær þess efnis að ekkert væri að ger- ast. Er talið líklegt að fólkið hafi talið sig heyra að gos væri raunverulega hafið þegar Rás 2 sendi út glefsur úr gömlum fréttum, meðal annars frá febrúar 2000, í tilefni afmælis stöðvarinn- „Jú, þ ökk fyrir, ég hefþað alveg ákaflega gott," segir sr. Pétur Þor- steinsson prestur Óháða safnaðar- mmmm ins. „Núna erum við hér sunnan- lands i fyrsta skipti í tvö árað sjá snjó og við vitum ekki alveg hvað þetta er. Við gamla fólkið í æsku- lýðsstarfinu áAsii Hveragerði, þar sem ég er staddur núna, segi ég að liklega sé þetta flasa úr hári Guðs. Nú og síðan er nýtt kirkjuár að hefjast og ég hlakka tii þess. En núliðandi kirkjuár ætlum við að enda á laugardagskvöldið með til- hleypingakvöldi fyrir nokkra ólof- aða vini mina. Þetta verður glæsi- leg yfirlitssýning og væntanlega skyggni ágætt." Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gaf engar skýringar í gær á 500 milljóna króna feilreiknun sérfræðinga á kostnaði vegna hærri lífeyris öryrkja. Ráðherra hitti formann Öryrkjabandalagsins í gær og sagði honum að stórkostlegur árangur hefði náðst í kjaramálum öryrkja. „Ég ætla nú ekki að svara nákvæmlega fyrir það,“ segir Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, aðspurður um skýringu á því að sérfræðingar ráðuneytis hans vanreiknuðu kostnað við hækkun á lífeyri öryrkja um 500 millj- ónir króna. Jón segir ráðuneyti sitt hafa gert útreikningana í samráði við sérfræðinga Tryggingastofnunar. „Ég hef fengið þær skýringar að þarna væri vanáætlað en hef þær ekki í smáatriðum. Það eru vafalaust á þessu einhverjar skýringar," segir ráðherrann. Jón vísaði í gær spurningum um útreikningana á ráðuneytisstjóra sinn, Davíð Á. Gunnarsson, sem í kjölfarið svaraði ekki skilaboðum DV. Jón handsalaði í mars samkomulag við Garðar Sverrisson, formann Öryrkjabandalagsins, sem byggt var á hinum röngu útreikningum um heild- arkostnað við samkomulagið. Jón lagði samkomulagið síðan fyrir rfldsstjórn- ina sem á grundvelli þess ákvað að verja einum milljarði króna á ársgrundvelli í verkefnið. Vand- inn er á hinn bóginn sá að heildarkostnaðurinn er 1500 milljónir króna á ári. Að þessu komust sér- fræðingar strax í haust þegar þeir loks virðast hafa reiknað dæmið rétt. Stjórnarflokkarnir neita að bæta mismuninum við. Geir Haarde Ijármálaráðherra segist telja að ríkisstjómin sé að standa við yfirlýsingar sínar. „Mér sýnist menn vera að misskilja samkomulag- ið. Þar er talað um allt að tvöföldun lífeyris fyrir yngstu öryrkjana," segir fjármálaráðherra. Jón og Garðar Sverrisson hittust í gær og fóm að sögn ráðherrans yfir stöðuna og umræðu síð- ustu daga. „Ég sagði honum að ég teldi það stórkostlegan áfanga að breyta kerfinu eins og þeir voru búnir að biðja um í mörg ár - að taka upp aldurstengdar ör- orkubætur. Það verður gert og það fyrirkomulag er komið til að vera. Það fer milljarður króna í að hækka bæturnar núna, sem er meiri hækkun en um árabil. Síðan vonast ég til að geta klárað þetta miðað við þá yfirlýsingu sem ég gaf," segir Jón Kristjánsson. Ekki náðist í Garðar Sverrisson. gar@dv.is Jón Kristjánsson „Það eru vafalaust á þessu einhverjar skýringar," segir tryggingamálaráð- herra um 500 milljóna króna feilreikning undirmanna sinna. Geir Haarde „Mérsýnist menn vera að misskilja samkomulagið," segir fjármálaráðherra, frekar þungur á brún á þingi i gær. Risakaupréttarsamningar Hreiðars og Sigurðar til skoðunar Fjármálaeftirlitið komið í málið Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að risa- kaupréttarsamningar þeirra Hreið- ars Más og Sigurðar Einarssonar komi til kasta eftirlitsins. Fyrst og fremst kemur til skoðunar sú áhætta sem felst í því að stjórnend- ur hafi mikla hagsmuni af því að gengi hlutabréfa í fyrirtækinu sé hátt á ákveðnum tíma. „Við höfum haft gætur á kaupréttarsamningum með tilliti til áhættustýringar. Þess- ir samningar munu einnig koma til skoðunar. Kaupþing Búnaðarbanki er eins og önnur félög á markaði undir reglubundnu eftirliti". Við- skiptaráðherra sagði á þingi í gær að Fjármálaeftirlitið hefði gert at- hugasemdir við nokkra slíka samn- inga í gegnum tíðina og óskað úr- Kaupþing Búnaðarbanki Viðskiptaráðherra vill setja regiur um stjórnarhætti fyrir- tækja til að koma í veg fyrir hagsmunatengsi, bóta. Páll Gunnar vildi ekki upp- lýsa um hvaða stjórnendur og fyr- irtæki er að ræða. Viðskiptaráð- herra sagðist ennfremur telja rétt að setja reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum til að koma í veg fyrir hagsmuna- tengsl, til dæmis að hluti stjórnar verði skipaður einstakling- um sem hafa engra hagsmuna að gæta. „En það er margt er varðar starfsemi á markaði sem aldrei verður sett í lög. Þar verður siðferði að ráða, og skiptir að- hald neytenda þá miklu máli“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.