Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Blaðsíða 18
78 FÖSTUDAGUR28. NÓVEMBER 2003
Fókus DV
Enn fara menn í smiðju til Hallgríms Péturssonar og Passíusálma hans, sem þykja eitt helsta
meistaraverk íslenskrar tungu. Þrátt fyrir að Hallgrímur hafi dáið fyrir rúmum 300 árum
sækja listamenn enn þann dag í dag innblástur til hans. Megas hefur samið nýja tónlist við
sálmana og flutt í Skálholti, svo dæmi sé nefnt, og tónskáldið Hafliði Hallgrímsson samdi við
þá nútímaverkið Passíu sem hefur verið flutt í Hallgrímskirkju og unnið til verðlauna. Verkið
hefur nú verið gefið út á disk og er að koma út um víða veröld.
Trúarleg tónlist
Líka fyrir trúleysinnja
„Þetta er mikilvægur boðskapur,
jafnvel þótt menn séu ekki endi-
lega kristnir," segir Halldór
Hauksson um nýútkomna upp-
töku á tónverki Hafliða Hallgríms-
sonar, Passíu, sem hann sér um
útgáfu á. Halldór gat sér gott orð
fyrir innlegg sitt í morgunþátt Tví-
höfða fyrir nokkrum árum en
hann hefur einbeitt sér að Passí-
unni undanfarin misseri.
Verkið er samið við síðasta
hluta Passíusálma Hallgríms Pét-
urssonar, en fyrri hluti þess byggist
á ljóðum eftir menn eins og Stein
Steinarr og Matthías Johannessen.
„Þetta fjallar um síðustu mínútur
Jesú í lífinu. Jesú Krists, sko,“ segir
Halldór, svo ekki fari milli mála um
hvað málið snýst. „Hér er enginn
Omega-boðskapur á ferð, heldur
er mikilvægur partur af menning-
ararfleifð Islendinga sýndur í nýju
ljósi. Ég mæli með því að menn
setjist niður og hlusti á verkið í
heild sinni. Þegar maður hlustar á
þetta vill maður helst ekki anda
þær 60 mfnútur og 51 sekúndu
sem verkið varir.“
Frá Pink Floyd til Passíu-
sálma
Höfundur verksins er Hafliði
Hallgrímsson. Hafliði hóf feril sinn
sem sellóleikari og spilaði til dæmis
á Pink Floyd plötunni Atom Heart
Mother, þótt hann haf! fyrst og
fremst fengist við klassíska tónlist.
Hann fluttist til Edinborgar árið
1977 og hefur búið þar síðan. Hann
hefur einbeitt sér alfarið að tón-
smíðum undanfarin 20 ár og hefur
meðal annars hlotið Tónskáldaverð-
laun Norðurlandaráðs. „Hafliði á
eftir að verða eitt stærsta nafrí ís-
lenskrar tónlistarsögu," segir HaU-
dór, og maður getur ekki varist þeirri
hugsun að hann hafl rétt fyrir sér. Að
minnsta kosti mun HaUdór gera sitt
besta til að svo verði, því að hann
hefur stofnað miðlunarfyrirtækið
Credo, sem kom því til leiðar að
finnska fyrirtækið Ondine gefur
diskinn út um allan heim, en Ondi-
ne er eitt fremsta fyrirtæki Evrópu á
sínu sviði. 12 tónar sjá svo um dreif-
ingu disksins á íslandi. „Þetta á lík-
lega eftir að fara víðar en flest önnur
íslensk tónverk,'1 segir HaUdór. Text-
inn er aUur sunginn á íslensku, en tU
að koma tU móts við erlenda hlust-
endur fylgir þýðing á ensku.
Orgel á tveimur hæðum
Verkið er tekið upp í Hallgríms-
kirkju af 50 manna Mótettukór HaU-
grímskirkju og 40 manna hljóm-
sveit. Þegar sem mest gekk á voru
tveir menn að spUa á orgelið í einu á
tveimur hæðum, þar sem annar
organistinn lék á hljómborð niðri í
kirkjunni sem tengt er við orgelið.
Hljómsveitarstjóri er Hörður Ás-
kelsson, sem meðal annars hefur
hlotið menningarverðlaun DV fyrir
flutning sinn á verkinu, en ein-
söngvarar eru Garðar Thór Cortes
og Mary Messinger. Mary er banda-
rísk og kom sérstaklega til íslands tU
að syngja í verkinu, en Garðar er ef
til vill best þekktur fyrir að hafa leik-
ið Nonna í þáttunum um Nonna og
Manna. Plrftan er því einstakt tæki-
færi til að hlusta á Nonna krossfest-
an.
Grundvallarspurningar - og
svör?
En hvernig fer svo að lokum?
“Þetta endar á því að maðurinn
deyr,“ segir Halldór til að taka af
aUan vafa um útkomuna, og eru
væntanlegir kaupendur beðnir vel-
virðingar á því. „Þetta er náttúrlega
afskaplega dramatískur endir, og
mjög dramatísk tónlist, en samt
nær maður einhverri sátt undir
lokin. Verkið fjaUar um stóru
spurningarnar, og þó að þær séu
ekki sérlega frumlegar hefur ekki
fengist neitt svar við þeim enn þá.“
Ogþæreru?
“Grundvallaratriði eins og hvað
í ósköpunum við erum að gera hér,
og hvert samband Guðs og manns
er.“
Fáum við einhver svör?
„Ja, fólk getur að minnsta kosti
fundið einhvers konar sátt í lok
þessara 60 mínútna og 51 sek-
úndu.“
valur@dv.is
Skemmtistaðir koma og fara í höfuðborginni. Nýir staðir spretta upp, aðrir eru opnaðir á gömlum grunni og nafngift-
irnar eru oft æði forvitnilegar. DV leitaði til Guðmundar Odds Magnússonar, prófessors ígrafískri hönnun við Listahá-
skóla íslands, og fékk hann til að segja álit sitt á nöfnum nokkurra skemmtistaða í Reykjavík.
„Auðvitað verða staðir að heita Guðmundur Oddur Magnússon
eitthvað og oftar en ekki eru þessi Hefur ókveðnar skoðanir á röfnum á
nöfn í takt við tíðarandann. frumismum Iborgmni. Honn teiur til
Skemmtistaðir og banr þurfa auðvit- vW ekkj wð hvað 5taðurinn er kenndur
að að skapa sér nafn. Þeir eru eins og
pínulítil poppstirni sem eiga sér
enga ósk heitari en að slá í gegn. Þess vegna tengjast þeir oft draumum
og þeir slá sér líka stundum upp með stórum nöfnum. Sjaldnast eru þeir
nefndir á okkar ástkæra ylhýra - það gæti þótt púkó. Hljómar einhvern
veginn svo sveitó finnst sumum. Staðirnir verða stundum órólegir og
skipta sumir oft um nöfn ef ekkert gengur, reyna að koma sér upp nýju
gervi í þeirri von að ná tíðarandanum," segir Guðmundur Oddur Magn-
ússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla íslands.
Hvað byr i nafni?
V
1 • Pravda (Hét áður Astró.)
Ég er ekki viss um að sú kynslóð
sem sækir þennan stað
átti sig á að staðurinn
er kenndur við mál- „ „
gagn kommúnista-
flokks Ráðstjórnar- ,
ríkjanna og til fróð-
leiks fyrir þá sem
ekki þekkja til þýðir
orðið sannleikur. Ég tel hins vegar
að kynslóðin sem sækir staðinn
þekki betur tískumerkið PRADA og
þess vegna henti þetta nafn mark-
hópnum betur sem næsti bær við í
hljómi!
2* NASfl (Hét Sigtún sfðast þegar þetta var
skemmtistaður.)
Já, einu sinni hét þessi staður
Sigtún en það er nú ansi langt síðan
og þeir sem sóttu þann stað löngu
hættir að fara út á galeiðuna. Nú
heitir þetta National Aeronaut-
ics/Space Ad-
ministration -
hvorki meira né
minna - eða sjálf
Geimferðastofn-
un Bandaríkj-
anna. Væntanlega
tengist þessi nafngift
þeim geimskotum sem þar
fara fram á sviði góðrar tónlistar -
þarna er frábær tónleikasalur.
3. Silli ogValdi (Vídalín/Fógetinn
verður opnaður undir þessu nýja nafni á mánu-
daginn kemur.)
Er eins og KRON og Kaupfélagið -
þarna er retró í gangi og til
fyrirmyndar að hafa
nafnið á íslensku.
j Menn sakna Reykja-
víkur eins og hún var.
Þarna er greinilega á
ferðinni liður í hinni
markvissu endurvakningu mið-
borgarinnar. Fyrst kaupmennirnir
eru fluttir upp í Lindir og Kringlur
og Kvosin að breytast í barhverfi
geta menn látið sig dreyma, með
smá hjálp úr glasi, um liðna tíð á
stöðum með réttu nöfnin.
4. Wall Street
Þama er ansi stórt
nafn á ferðinni
og mjög líklegt
að hann dragi
að sér fólk
sem loðið er
um lófana.
Bara nafnið segir
mér að ekki sé
óhætt að fara þarna inn öruggur
nema í jakkafötum og með bindi.
Kannski með jakkann á öxlinni á
heitu sumarkvöldi eða kúluhatt og
regnhlíf að hausti - kannski.