Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003
Sport DV
Hafið þið heyrt
um Nilmar?
Chelsea eru nú á eftir
tvítugum Brasilíumanni að
nafni Nilmar sem spilar
með Internacional í
heimalandi sínu og er
Ramon Abramovic sagður
ætla að bjóða yfir 5
milljónir punda í strákinn
þegar félagaskiptaglugginn
opnar í janúar. Þessi tvítugi
sóknarmaður er orðaður
við mörg stórlið í Evrópu
en Chelsea leiðir nú
kapphlaupið um þetta
næsta undrabarn
brasilískrar knattspyrnu.
Slæmar fréttir
frá Leeds
Það er ekki nóg með að illa
gangi hjá Leeds á vellinum
því nú verða þeir að leysa
peningamál sín fyrir næsta
vor. Að öðrum kosti eiga
þeir á hættu að byrja næsta
tímabil með 10 stig í mínus.
Fari svo stefnir í að þeir
leiki þá í ensku 1. deildinni.
Sú ákvörðun eigenda
félagsins að fara með Leeds
í greiðslustöðvun varð til
þess að forráðamenn
deildarinnar ákváðu að.
taka á málinu. Leeds er
sem stendur í botnsæti
deildarinnar en reglurnar
kveða á um að það lið sem
er f greiðslustöðvun fái
ávallt 10 stig í refsingu.
„ Skiles þjálfar
Chicago Bulls
Chicago Bulls eru sagðir
vera búnir að ákveða að
bjóða fyrrum þjálfara
Phoenix Suns, Scott Skiles,
að taka við starfi þjálfara
liðsins í NBA-deildinni en
Bill Cartwright var rekinn
úr félaginu í vikunni. Hinn
39 ára gamli Skiles gerði
garðinn frægan sem
leikmaður og er eini
leikmaðurinn í sögunni
sem hefur náð að gefa 30
stoðsendingar í einum leik.
það gerði hann fyrir
Orlando gegn Denver, 30.
desember 1990. Skiles var
með 11,1 stig og 6,5
stoðsendingar að meðaltali
á ferlinum.
Inniboltinn i
Höllinni
íslandsmótið í
innanhússknattspyrnu fer
fram um helgina en þá fer
fram keppni í 1. deild
karla, 1. deild kvenna, 2.
deild kvenna og 4. deild
karla. Leikið er í
Laugardalshöll,
Austurbergi og Varmá.
Úrslitakeppni 1. deildar
karla og 1. deildar kvenna
fer fram sunnudaginn 30.
nóvember í Laugardalshöll
, en Keflavík (karlar) og KR
eiga þar titil að verja.
Keflavík er að gera góða hluti í Bikarkeppni Evrópu í körfu-
knattleik. Lykilmenn eru að bæta sig, en leikjaálag næstu
daga og útivallargrýlan gætu sett strik í Evrópudrauma
Keflvíkinga.
Keílvikingar tróna á toppi B-riðils
vesturdeildar Bikarkeppni Evrópu í
körfuknattíeik þegar riðlakeppnin er
hálfnuð. Keflavík hefur 5 stíg eftir 3
leiki, sigurleiki gegn Ovaranse og
Madeira á heimavelli og tap gegn
Toulon í Frakklandi. Ovaranse hefur
5 stig, rétt eins og Keflavík og Madeira
og Toulon hafa 4 stig. Fyrri hlutinn í
riðlakeppninni hefur verið
KeflvQdngum hagstæður að því leyti
að liðið hefur spilað tvo leiki á
heimavelli og einn á útivelli. Heima
fyrir em Keflvíkingar ósigraðir á
þessari leiktíð, bæði í
Evrópukeppninni og Intersport-
deildinni, en hins vegar hefur liðið
tapað eina útileik sínum til þessa í
Bikarkeppni Evrópu og tveimur af
þremur útileikjum sínum í Intersport-
deildinni. Ætli þeir sér að halda
dampi í Evrópukeppninni verða þeir
að kveða niður útivallardrauginn og
fara sigurför til Portúgals í desember.
Lykilmenn bæta sig
Það er athyglisvert að bera saman
tölfræði Keflavíkurliðsins í
Bikarkeppni Evrópu annars vegar og
Intersport-deildinni hins vegar. Liðið
hefur náð að aðlaga sig
Evrópuboltanum, nýta sér sínar
sterkustu hliðar og þeir leikmenn sem
alla jafna em mest áberandi í leik
liðsins hafa bætt sig í flestum
tölfræðiþáttum.
Einna mesta athygli vekur
framganga Nick Bradford, sem er
næststigahæsti leikmaður Keflavfkur í
Intersport-deildinni, næstur á eftir
Derrick Allen. Bradford hefur bætt
stigatöluna um heil 7 stig að meðaltali
í leik og er ekki aðeins stigahæstur
Keflvíkinga í Evrópu - hann er
stigahæsti leikmaður vesturdeildar
Bikarkeppni Evrópu, sem hefur tvo
riðla og samtals 8 lið. Bradford er að
nýta skotin sín talsvert betur í
Evrópukeppninni en hér heima og
þar munar tæpum 10% í tveggja stiga
skotum og rúmlega 6% í þriggja stiga
skotum. Bradford er samur við sig í
fráköstunum, bætir sig reyndar
lítillega og er annar á lista ffá-
kastahæstu manna í títtnefndum
vesturriðli.
Derrick Allen er að skila nokkurn
veginn þvf sama á báðum
vígstöðvum, hann skorar örlítið
minna í Evrópu en hér heima og
skotnýtingin hefur dalað lítillega, en
munurinn er afar lítill. Þessi stöðug-
leiki tryggir Allen annað sætið á
listanum yflr stigahæstu leikmenn
vesturdeildar Bikarkeppninnar. Rétt
eins og Nick Bradford er Allen að skila
sínu í fráköstunum, tekur tæpu einu
frákasti minna í leik í Evrópu en hér
heima og er fjórði frákastahæsti
leikmaður vesturdeildar.
Gunnar Einarsson bætir
stigatöluna um tæp tvö stig að
meðaltali í leik, skotnýtingin í tveggja
stiga skotum er heldur lakari í Evrópu
en hér heima en hins vegar bætir
Gunnar sig talsvert í þriggja stiga
skotunum, fer úr 35% nýtingu í
rúmlega 46%, sem verður að teljast til
fyrirmyndar.
Magnús Gunnarsson virðist kunna
ágætíega við sig í Bikarkeppni Evrópu.
Hann bætir stigatölu sína um tæp 5
stig að meðaltali í leik, fer úr rúmum
10 stigum í leik í Intersport-deildinni í
rúm 15 stig í Bikarkeppni Evrópu.
Skotnýtingin er aukinheldur tugum
prósenta betri í Evrópu en í deildinni
hér heima. Magnús bætir tveggja
stiga skotnýtinguna um heil 25% og
þriggja stiga skotnýtínguna um rétt
tæp 11%. Magnús er ekki aðeins að
hitta vel úr skotunum sínum, hann er
líka duglegur að gefa á félaga sína og
gefur 5.3 stoðsendingar að meðaltali í
leik í Evrópu, en 3 stoðsendingar í leik
í Intersport-deildinni.
Falur Harðarson sýnir stöðugleika
í leik sínum og er að skila nokkurn
veginn því sama í Bikarkeppni Evrópu
og Intersport-deildinni. Reyndar
vekur athygli að Falur bætir sig
lítillega í tveggja stiga skotum í
Evrópu, en hins vegar hrapar þriggja
stiga skotnýtingin um tæp 20%, fer úr
rúmum 42% í tæp 24%. Þetta lækkar
stigatölu hans þó ekki það mikið að
eftir því verði tekið og því má segja að
Falur sé að skila sínu.
Strembnir dagar framundan
Síðustu þrír leikirnir í B-riðli
vesturdeildar Bikarkeppni Evrópu
verða spilaðir á 8 daga tímabili í
desember, frá 10.-18.desember.
Keflvíkingar fá Toulon í heimsókn
þann tíunda og spila svo leikina tvo í
Portúgal sextánda og átjánda
desember. Þetta er ansi þétt dagskrá
og ekki dregur það úr álaginu að fram
til 21.desember spilar Keflavík fjóra
leiki í Intersport-deildinni og
væntanlega tvo leiki í bikarkeppni
KKÍ. Þetta þýðir að á næstu 24
dögum spilar Keflavíkurliðið alls 9
leiki.
BETRI í EVRÓPU
Fimm lykilmenn Keflavikur sem
njóta sín vel í Bikarkeppni Evrópu.
Nick Bradford
Intersport-deildin Evrópukeppnin
17.7 Stigíleik 24.7
9.4 Fráköstíleik 10.0
52.9% (30.0) Skotnýting 62.2%(36.4)
Derrick Allen
Intersport-deildin Evrópukeppnin
25.0 Stigíleik 24.3
10.6 Fráköst í leik 9.7
58.8% (0) Skotnýting 56.9% (0)
Gunnar Einarsson
Intersport-deildin Evrópukeppnin
12.2 Stigileik 14.0
3.8 Fráköst í leik 4.3
58.1% (35.) Skotnýting 47.4% (46.2)
Magnús Gunnarsson
Intersport-deildin Evrópukeppnin
10.5 Stigíleik 15.3)
2.8 Fráköst í leik 2.0
50.0% (31.4) Skotnýting 75.0% (42.3)
Falur Harðarson
Intersport-deildin Evrópukeppnln
13.2 Stigíleik 12.0
3.2 Fráköst í leík 4.0
71.4% (43.2) Skotnýting 75.0% (23.8)
Gangurleiksins:
5-2, 9-7,14-10, (21-23), 27-25,
29-32, 31-39, (41-39), 47-42,
51-49, 58-51, (73-59), 79-64,
86-77,92-81,(99-88).
Stig skoruð (Fráköst) Stoðsendingar
Dómarar:
Nicolaas Zvviep (Hol) og
Rune Larsen (Dan)
Nick Bradford, Keflavík
Derrick Allen, Keflavík
Falur Harðarson, Keflavík
35
25
23
Stig skoruð (Fráköst) Stoðsendingar
Nick Bradford 29 1214 Pablo Gimenez 20 (0)2
Derrick Allen 18(9)2 Nate Johnston 15(8)2
FalurHarðarson 16(7)7 Lisard Termens 15 (4)4
GunnarEinarsson 14(3)3 Miguel Pichardo 14(6)0
Magnús Þór Gunnarsson 10 1)4 Ken Leeks 10(7)0
Sverrir Þór Sverrisson 6(0)6 Pedro Freitas 7 (2) 5
Davlð Jónsson 4 (1)0 Mário-Gil Fernandes 4 '1)6
Jón Nordal Hafsteinsson 2(3) 1 Goncalo Abreu 3(0)0
Francisco Fernandes 0 (0) 1
SBBHHHBHHKHH SAMANBURÐUR
Keflavlk Madeira Keflavlk Madeira
36 (11) Fráköst (sókn) 28(7) 1 Varin skot 3
Bradford 12, Allen 9 - Johnston 8 Allen 1 - Johnston 2
27 Stoðsendingar 20 21 Tapaðir boltar 18
Falur 7, Sverrir 6 - M. Fernandes 6 19/5(26%) 3ja stiga skot 21/8(38%)
14 Stolnir boltar 10 17/14(82%) Vitanýting 29/20(69%)
Sverrir 3, Jón 3, Allen 3 - Johnston 3 23 Viliurfengnar 19