Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Side 23
I
DV Sport
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 23 •'
Enska landsliðsþjálfarastaðan
Sven-Göran með tilboð
Sven-Göran Eriksson, landsliðs-
þjálfari Englands í knattspyrnu,
hefur fengið tilboð um að fram-
lengja samning sinn við Enska
knattspyrnusambandið.
Núgildandi samningur Erikssons
rennur út eftir HM 2006, en
forráðamenn Enska knattspyrnu-
sambandsins virðast vera orðnir
smeykir um að missa Svíann til
félagsliðs og spila fréttir af
hugsanlegu tilboði frá Chelsea þar
væntanlega stórt lilutverk. „Sven er
sigursælasti þjálfari Englands síðan
á tímum Sir Alf Ramsey", sagði Mark
Palios, framkvæmdastjóri enska
knattspyrnusambandsins.
„Hann hefur þegar aukið hróður
enska landsliðsins, ekki bara í
Evrópu heldur um allan heim, og
þetta tilboð sýnir að við berum
fyllsta traust til hans.“ Ef Eriksson
skrifar undir þennan nýja samning
verður hann landsliðsþjálfari
Englands til ársins 2008.
snorri@dv.is
Lokaleikur 8.umferðar í 1. deild kvenna:
Andrea Gaines er
nýliðunum erfiö
Njarðvíkurstúlkur unnu í
fyrrakvöld sjö stiga sigur, 64-71, í
baráttuleik gegn nýliðum ÍR í
Seljaskóla í 1. deild kvenna. Njarðvík
skoraði átta síðustu stigin í leiknum
og fylgir toppliðum IS og Keflavíkur
fast eftir en ÍR-konur hafa nú tapað
Qórum deildarleikjum í röð.
Líkt og í fýrri leiknum var það
spilandi þjálfari Njarðvíkur sem var
nýliðunum úr Breiðholti erfið en
Andrea Gaines var með 24 stig, 11
stoðsendingar, 10 stoðsendingar og
8 fráköst auk þess að taka af skarið á
þeim tímapunktum í leiknum sem
skiptu máli. Gaines er með þrefalda
tvennu í báðum leikjunum gegn ÍR
en það sjá má samantekt á tölfræði
hennar í þeim hér til hliðar.
Hið unga lið ÍR gerði sig sekt um
alltof mörg mistök í þessum leik sem
kostuðu 31 tapaðan bolta og það eru
þessi mistök sem hafa verið liðinu
dýr í síðustu leikjum.
Gaines átti mikinn þátt í þessum
fjölda tapaðra bolta enda stal hún
alls 10 boltum í leiknum auk þess að
þvinga fram fleiri lélegar sendingar.
Barátta og leikgleði stelpnanna úr
Breiðholti er til fyrirmyndar og ef
þær fækka töpuðu boltunum geta
þær gert mörgum liðum erfitt fyrir.
TÖLUR GAINES GEGN ÍR
Andrea Gaines, spilandi þjálfari
Njarðvíkur, hefur verið hinu unga liði ÍR
afar erfið f tveimur leikjum vetrarins og
náði þrefaldri tvennu í báðum
leikjunum. Tölfræði Andreu gegn (R (vetun
Leikir: 2
Stig íleik: 23,5
Fráköst í leik: 12,0
Stoðsendingar í leik: 12,5
Stolnir boltar I leik: 8,0
Framlag I leik: 38,0
Staðan í deildinni:
Lið Sigrar-Töp Skor Stig Gengi
ÍS 6-2 504-452 12 <S •d4i ti>
Keflavík 6-2 693-535 12 • ••• •
Njarðvík 5-3 502-503 10 Ö, ••».
KR 4-4 503-511 8 • ••• •
(R 2-6 500-584 4 • ••••
Grindavík 1-7 442-559 2 • ••••
• * sigurleikur • = tapleikur - nýjustu leikir fremst
Næstu leikir í deildinni:
Njarðvík-KR Lau. 6. des. KI.14:00
Grindavík-(R Lau. 6. des. Kl.l 7:15
(S-Keflavík Mán. 8.des. KI.19:30
ÍR-NJARÐVÍK
64-71 (31-33)
Gangur leiksins:
6-0, 8-4,12-9,(12-151,12-18,
19-27, 27-29, 31-31, (31-33),
33-33, 33-39, 39-43,45-43,
45-47, (46-49), 46-51,52-58,
60-58,64-63,64-71.
Dómarar:
Rögnvaldur Hreiðarsson og
Lárus Ingi Magnússon
HÆSTU FRAMLÖG
Eplunus Brooks, (R 35
Andrea Gaines, Njarðvík 31
Kristrún Sigurjónsdóttir 14
ÍR NJARÐVÍK
Stig skoruð (Fráköst) Stoðsendingar Eplunus Brooks 21 >?) 5 Stig skoruð (Fráköst) Stoðsendingar Andrea Gaines 24 8) 11
Kristrún Sigurjónsdóttir 17 (9) 0 Auður Jónsdóttir 14(3)1
Hrefna Dögg Gunnarsdóttir 15:3)3 Rakel Viggósdóttir 7 (5) 1 Guörún Ósk Karlsdóttir 10 10)2 Gréta Mar Guðbrandsdóttir 9 (5) 2
Ragnhildur Guðmundsdóttir 2 3)2 Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir 7 0) 0
Eva María Grétarsdóttir 1 (2) 5 Ásta Mjöll Óskarsdóttir 5 0)0
Kristín Þorgrímsdóttir 1 :2> 0 Díana Björk Jónsdóttir 2 (!) 0
Sara Sædal Andrésdóttir 0 (7) 1 Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 0 (4) 2 Sæunn Sæmundsdóttir 0 5)0
SAMANBURÐUR
ÍR Njarövík 53(12) Fráköst (sókn) 36(8) Brooks 22, Kristrún 9 - Guðrún Ósk 10 (R Njarðvlk 5 Varin skot 3 Brooks 3 - Gaines, Gréta, Guðrún
17 Stoðsendingar 18 31 Tapaðir boltar 15
Eva María 5, Brooks 5 - Gaines 11 5/0(0%) 3ja stiga skot 24/7(29%)
9 Stolnir boltar 20 22/16(73%) Vítanýting 14/12(86%)
Brooks 3 - Gaines 10, Gréta 3 14 Villurfengnar 20