Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2003, Qupperneq 31
DV Síðast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2003 31 *
Hamborgartréð á Miðbakkanum
Kemur jólastemmningunni af stað
„Þetta er í 38. skiptið sem tréð er
afhent og það er enn verið að þakka
fyrir matargjafir íslendinga síðan í
stríðinu. Mennirnir sem byrjuðu á
þessu eru að vísu allir látnir, ég held
að sá síðasti hafi látist fyrir tveimur
árum, en nú er það Höfnin í Ham-
borg sem skipuleggur þetta," segir
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Þýsk-íslenska versl-
unarráðsins, en ljós verða tendruð á
Hamborgartrénu á Miðbakka
Reykjavíkur á morgun klukkan 17.
„Það er fjölskylda í Hamborg sem
gefur tréð, en hún á íslenska hesta
og er voðalega upptekin af íslandi.
Svo flytur þýski herinn tréð til Hafn-
ar þar sem Eimskip tekur við því og
flytur til íslands. Það er svo Reykja-
víkurhöfn sem hefur haft veg og
vanda af skipulagningunni á athöfn-
inni en Þýsk-íslenska verslunarráðið
hefur komið inn í þetta síðustu árin
til að gera athöfnina aðeins stærri,"
segir Kristín.
Eruð þið í samkeppni við tréð á
Austurvelli?
„Nei, við höfum passað okkur á
því að vera ekki í samkeppni við það.
Þetta er ekki svo stór samkoma hjá
okkur þó hún hafi vaxið nokkuð síð-
ustu árin. Við erum til dæmis ekki
með jólasveina eða skemmtiatriði
fyrir utan að Kór Dómkirkjunnar
syngur. En óneitanlega skreytir
þetta tré Reykjavík."
Þið eruð þó alla vega á undan tré-
nu á Austurvelli...
„Já, við viljum meina að við kom-
um jólastemmningunni af stað í
borginni."
Hamborgartréð Óneitanlega bæjarprýðió
Miðbakkanum i Reykjavik. ísiandsvinir i
Hamborg gefa tréð árlega.
Við sem héld-
um að hann
væri farinn
Það kom mörgum í opna skjöldu
þegar Jón Ólafsson birtist eins og
ekkert væri á hiuthafafundi Norður-
ljósa í gær. Hann sat við borðsenda
og stýrði fundinum með gleðibrag.
Létt var yfir honum, Sigurði G. Guð-
jónssyni, Sigurjóni Sighvatssyni og
fleiri stórum körlum. Segja gárung-
arnir að eina ástæða þess að Jón
hafi snúið aftur heim hafi verið sú
að höfuðandstæðingur hans, Davíð
Oddsson forsætisráðherra, sé um
þessar mundir staddur í Grikk-
landi...
• Rás 2 heldur upp á tvítugsaf-
mæli sitt á laugardaginn og verður
mikið við haft. Enda ástæða til því
stofnun rásarinn-
ar olli straum-
hvörfum í ís-
lensku útvarpi
undir hand-
leiðslu Þorgeirs
Astvaldssonar
fyrstu árin. Þor-
geirhvarf þó af
vettvangi og flutti
sig yfir á Bylgj-
una sem lengst af hefur verið eini
keppinautur Rásar 2 sem eitthvað
hefur kveðið að. Svo einkennilega
vill til að á 20 ára afmælinu stendur
Þorgeir enn með pálmann í hönd-
unum og getur státað af meiri
hlustun á Bylgjuna en Rás 2.
• Sagt var frá fyrirhuguðum fundi
GuðnaÁgústssonar og hundsins
Seifs í Húsdýragarðinum í DV í gær,
en hundurinn
afhenti Guðna
fyrsta eintakið af
Hundabókinni.
Athygli við-
staddra í gær
beindist óneit-
aniega að því að
ekki'var íslensk-
urhundur
mættur til verks-
ins eins og talið hafði verið heldur
erlendur Doberman-hundur. Mun
þetta hafa verið meðvituð tilraun
hundaeigenda til að eyða fordóm-
um í garð Doberman-hunda. Fylgdi
það sögunni að landbúnaðarráð-
herra hafi ekki kippt sér mikið upp
við þetta...
Amerískar lúxus heilsudýnur
Queen 153 x 203 cm
Verð frá 68.500,- með grind
Rekkjan
Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is
*v
TT