Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR W. DESEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrofc Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. 300.000 til Brians íslensku myndskreyti- verðlaunin, Dimmalimm 2003, veitt í Gerðubergi í annað sinn í gær. Brian Pilk- ington hlaut verðlaunin fyrir bók sína, Mana- steinar í vasan- um, en hann semur bæði texta og skreytir með líflegum myndum. Formaður dómnefndar, Aðalsteinn Ingólfsson, afhenti Brian viðurkenningarskjal og 300 þúsund króna pen- ingaverðlaun. voru Vilja Liverpool til íslands í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá fyrsta Evr- ópuleik KR og Liverpool og 10 ára afmæli Liver- poolklúbbsins hafa klúbburinn og KR unnið að því að koma á æflnga- leik milli lið- anna næsta sumar. í frétta- tilkynningu kemur fram að um sfðustu helgi hafl farið fram viðræður á milli for- svarsmanna Liverpool og íslensku aðilanna og hafi niðurstaðan verið mjög jákvæð. Ekkert hef- ur verið fastsett enn þá en Liverpool-aðdáendur krossleggja flnguma þessa dagana. Kolkrabbinn endurfæddur Menn þykjast nú sjá merki þess að gamli Kol- krabbinn hafl endur- holdgast í rækju norður á Húsavík. Að minnsta kosti er Benedikt Jó- hannsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eim- skipafélagsins, sestur í stjóm nýs risarækjufyr- irtækis þar í bæ. Aðrir í stjóminni eru Pétur Pálsson, Jakob Bjama- son, Þráirni Gunnarsson og Elfar Aðalsteinsson. Eyjamenn mótmæla Bæjarráð Vestmanna- eyja segir frumvarp Árna Mathiesen sjávar- útvegsráðherra um línuívilnun fela í sér að skip úr Eyjum fái minni kvóta í sinn hlut en áður. „Verði fyrirhugað frumvarp að lögum er ijóst að aflaheimildir flytjast úr bæjarfélag- inu, auk þess sem at- vinnutækifæri fisk- verkafólks, sjómanna og fyrirtækja dragast sam- an,“ segir bæjarráðið. Vegurinn til vítís Venjulegir stjórnmálamenn og illa skaff- andi fyrirvinnur vilja láta meta sig eftir góðum vilja sínum til góðra verka, en ekki eftir raunverulegum verkum, sem standa viljanum oft langt að baki. Þetta er samkvæmt enska spakmælinu, sem segir, að vegurinn til vítis sé varðaður góðum áform- um. Ég lofa að drekka ekki á jólunum, segir heimilisfaðirinn og meinar það í alvöru. Þeg- ar annað hefur komið á daginn og hann er kominn í vandræði á heimilinu, sýnir saman- lögð reynsia ráðgjafarbransans, að hann vill vera metinn af góðum vilja sínum og að strik- að sé yfir fótaskort á góðviljanum. Raunar er ævi stjórnmálamannsins enn flóknari. Hann er ekki bara það, sem hann vill vera og það, sem hann er í raun. Hann er líka það, sem hann þarf að vera til að svara kröf- um gengisins, stjórnmálaflokksins og ríkis- stjórnarinnar í hans tilviki, en vonds félags- skapar í tilvikum sumra annarra. Dæmi um þetta er nýr þingmaður, sem áður var talsmaður stúdenta og heimtaði meira fé til háskólans, en greiðir nú atkvæði gegn auknu fé til hans. Á vefsíðu sinni segist hann vera í liði, eins konar fótboltaliði, verði að fylgja sínu liði og ekki samþykkja neitt frá andstæðingum á þingi. Við þetta bætist, að hefðir lýðræðis segja æskilegt, að stjórnmáiamaður sé góðra manna fyrirmynd. Hann eigi helzt að vera eins konar Móses, sem leiðir þjóðina yfír eyðimörkina, unz fyrirheitna landið er í aug- sýn, eða eins konar Jón Sigurðsson, sem segir á örlagastundu: Vér mótmælum allir. Þannig búa margar persónur í einum ráð- herra, hvort sem hann er heilbrigðisráðherra eða einhver annar. Hann er í senn það, sem hann viil vera; það, sem hann er í rauninni; það, sem hann verður að vera vegna að- stæðna; og það, sem hann ætti að vera, ef hann færi eftir háleitum hugsjónum. Vegna samsláttar þessara persóna gefur heflbrigðisráðherra ýmis svör, sem fela efnis- lega í sér, að hann sé góðmenni, sem vflji ör- yrkjum vel, sé þeim betri en aðrir hefðu orð- ið, en erfiðar aðstæður á borð við sambands- leysi í stjórnkerfinu og vondur félagsskapur hans hindri fullnustu góðviljans. Skilja má persónuklofning ráðherrans. En góðmenni fást í kippum. Hrifnari hefðu menn orðið, ef hann hefði barið í borðið í rrk- isstjórninni og sagt efnislega: Ég mótmæli all- ur. Jónas Kristjánsson Jón Krístjánsson grúfði andlitið í hönd- um sér, lét sig síga niður í sætinu og óskaði þess bersýni- lega að hann væri staddur einhvers staðar allt annars staðar en í aðalsal Al- þingis að hlýða á hundamálaráðherra ríkisstjórnarinnar flytja ræðu honum til varnar. þingmenn og aðrir sem nálæg- ir vom, tóku greimlega eftir því að Jóni Krist- jánssyni virtist falia miðlungi vel sú málsvöm sem Guðni hafði óumbeðinn uppi fyrir hans hönd. En þá fyrst var Jóni þó öUum lokið þegar Guðni klykkti út, í gagnrýni sinni á öryrkja, með því að segja á svo ábúðarmikinn hátt sem honum var unnt, sem þýðir þá ansi miláð ábúðarmikinn hátt: „Fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra." Þegar Guðni lét þessi orð falla sáu menn að Jón Kristjánsson grúfði andlitið í höndum sér, lét sig síga niður í sætinu og óskaði þess ber- sýnilega að hann væri staddur ein- hvers staðar allt annars staðar en í Þessi sérkennilegu orð Guðna - sem hann hefur síðan neitað að biðjast afsökunar á - em til marks um hversu guðrækilegir íslenskir stjómmálamenn em að verða. Eins og ailir muna brást Davíð Oddsson við tíðindum úr Kaupþingi nýlega með því að vitna í Passíusálma HaU- gríms Péturssonar og nú hefur Guðni gengið skrefinu lengra og vitnað til orða sjálfs Krists á krossin- um. TUvitnunin er í 34. vers, 23. kap- ítula LúkasarguðspjaUs og gjaman nefnd „fyrsta orð Krists á krossin- um“. Og þetta sagði Jesú um þá menn sem þá vom nýbúnir að festa hann upp á krossinn - það er að segja krossfesta Guð sjáifan í líki sonarins. Bæninni var aftur á móti beint tU Guðs í Uki föðurins. í vefiitinu Múmum skrifar Ár- mann Jakobsson um máfið og bendir á að með þessum orðum hafi Guðni líklega gerst sekur um að brjóta boð- orðið sem bannar fólki að leggja nafn Síðan birtir Ármann, Guðna til fróðleiks, eftrifarandi vísu úrPassíu- sálmunum: Lausnara þínum lærðu af lunderni þitt að stilla, hógværðardæmið gott hann gaf, nærgjöra menn þér til illa. aðalsal Alþingis að hlýða á hunda- málaráðherra ríkisstjórnarinnar flytja ræðu honum til varnar. Mun Jón ekki hafa dirfst að svo mikið sem líta upp fyrr en tryggt var að Guðni væri farinn úr pontunni. Drottins við hé- góma, og segir. „Nú veit ég ekki hvort Guðni Ágústsson er kristinn maður. Ef hann er það ekki má það kannski einu gUda hvort hann heldur boðorðin vel eða Ula. Á hinn bóginn getur það ekld talist mikU tiUitssemi við trúarskoð- anir margra að fara með orð Krists á krossinum í póUtískri sennu, með þeim formerkjum að þeir sem Kristur á sfnum tíma vUdi helst lækna séu kvalarar hans en taka sjálfur að sér hlutverk Krists." Og Ármann bætir við að nú vitum við það semsagt að Guðni Ágústsson líti á sig sem eins konar Ktístsgerv- ing. Hann hangi á krossinum í ræðustól og „líður þar píslarvætti vegna iilra öryrkja". Hvað er eiginlega með framsókn- armenn? Þessum dálki hér er ætlað aö varpa ljósi á ýmislegt sem sagt hefur verið og gert á opinberum vettvangi og í fjölmiðlum næstu daga á undan, og við getum ekki annað en viðurkennt að við hneigj- umst óneitanlega frekar til að beina athygUnni að ýmsu því sem miður fer og okkur þykir aðfinnsluvert, heldur en hinu góða sem gjört er. En hvemig sem á því stendur, þá hafa framsóknarmenn verið fastagestir í þessum dálki, langt umframt kjör- fylgi þeirra á Alþingi. Hlýtur það í besta falU að þýða að framsóknar- menn séu Utrfkari hópur en fóUc úr öðrum flokkum, en hvað það gæti þýtt í versta falU, verðum við að láta iiggja milli hluta f biU. Fyrst og fremst Dálkursem þessi stæði hins vegar ekki í stykkinu, ef ekki væru afgreidd hér hin frægu ummæli sem Guðni Ágústsson hundamálaráðherra við- hafði á Alþingi um daginn. Það var við umræðu um fjárlagafrumvarpið að Guðni sá ástæðu til að gera grein fyrir atkvæði sínu og vék í þeim ræðustúf mjög að þeirri gagnrýni sem Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra hafði orðið fyrir vegna hinnar nýju lotu í deilum öryrkja við ríkis- valdið sem þá stóð sem hæst. Það var reyndar ríkisstjórnin sjálf sem orðið hafði fyrir gagnrýninni, fremur en Jón ráðherra, en Guðni kaus eigi að síður að láta eins og um svívirðilegar persónulegar árásir á sómapiltinn Jón hefði verið að ræða. Og gagn- rýndi öryrkja harðlega fyrir framferði þeirra gegn Jóni góða. Ræðuhöld Guðna komu flestum viðstöddum í opna skjöldu því aUs ekki hafði verið gert ráð fyrir að hundamálaráðherrann tæki tíl máls við þetta tækifæri. Og viðstaddir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.