Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Engin neyðar-
áætlun
Það er ekki til rýmingar-
eða björgunaráætlun fyrir
Reykjavík og nágranna-
sveitarfélög ef náttúruham-
farir eða stórslys
verða sem ógna
lífi íbúa á svæð-
inu,“ segirÁsta
Ragnheiður Jó-
hannesdóttir al-
þingismaður á
vefsíðu sinni.
Hún segir
dómsmálaráð-
herra hafa staðfest þetta er
hann svaraði fyrirspurn
hennar á Alþingi í síðustu
viku.
Hún segir að til séu rým-
ingar- og björgunaráætlan-
ir fyrir ýmis bæjarfélög, til
dæmis Hveragerði, en ekki
fyrir höfuðborgina og það
séu mjög alvarleg tíðindi.
Fleiri fórnar-
lömb í sigtinu
Þýska mannætan Armin
Meiwes segist hafa haft
fleiri fórnarlömb í sigtinu
þegar lögregla handtók
hann. Meiwes er ákærður
fyrir að hafa
myrt Bernd-
Juergen Brandes
í mars árið 2001.
Meiwes stakk
Brandes til bana
og kom síðan líkamsleifum
hans fyrir í frystikistu. Talið
er að Meiwes hafi lagt um
20 kíló af líkinu sér til
munns.
Meiwes sagði fyrir rétti í
gær að hann hefði haft hug
á að myrða fleiri í sama til-
gangi. Hann sagðist hafa
verið í sambandi við mann
sem vildi láta „slátra" sér.
Meiwes náði sem betur fer
ekki til fleiri á yfir höfði sér
lífstíðardóm fyrir hið skelfi-
lega morð.
annatíma
Magnús Árni Magnússon, að-
stoðarrektor Viðskiptaháskól-
ans á Bifröst, segir skólann
vera stöðuga uppsprettu
áhugaverðra tíðinda.„Við
fögnuðum 85 ára afmæli skól-
ans með miklum mætti síðast-
liðinn föstudag. Hér komu um
500 manns, þar á meðal helm-
napnainpi ingurrík-
ISíliiilslSilliiliI isráðsins,
og fagnaði áfanganum með
okkur. I tilefni dagsins tók for-
seti Islands skófiustungu að
nýju rannsóknar- og þróunar-
húsi. Utanríkisráðherra af-
hjúpaði styttur aftveim fyrstu
skólastjórum skótans, þeim
Jónasi frá Hriflu og sr. Guð-
mundi Sveinssyni. Um kvöldið
hélt Upplyfting, með Magnús
Stefánsson í fararbroddi,
dansleik og lék frá 9 til 4 um
nóttina."
En það eru ekki bara hátíða-
höld á Bifröst þvi að um þessar
mundir er námið í atgieymingi.
„Nemendur eru í þann mund
að Ijúka svoköiiuðum misseris-
verkefnum, en þau eru unnin í
nánu samstarfi fyriratvinnulíf-
ið. Þegar þeim er iokið þurfa
nemendurnir að verja verkefn-
in fyrir dómnefnd sem skipuð
er afkennurum skólans.
Einnig munu meistaranem-
endurnir okkar þreyta prófí
fyrsta sinn."
Sáralítið er um að menn séu að stelast í rjúpnaveiði, fullyrða innflytjendur og selj-
endur haglaskota. Margir eru reiðir umhverfisráðherra vegna veiðibannsins og
ætla að senda inn falskar veiðiskýrslur til að kollvarpa veiðikortakerfinu.
Fleiri í vopnuðum
rénum en rjúpnnveiði
„Ég hef ekki selt einn einasta pakka af hagla-
skotum til rjúpnaveiða. Ef einhverjir eru að stelast
eru þeir að nota gamlar birgðir," segir Hjáfmar
Ævarsson, verslunarstjóri í Hlaði. Aðrir innflytj-
endur og seljendur haglaskota taka í sama streng
og fulfyrða að þeir myndu strax verða þess varir ef
umfang ólöglegra rjúpnaveiða væri mikið. „Það
eru fleiri í vopnuðum ránum en rjúpnaveiði," seg-
ir Hjálmar og segist hafa verið hissa á fréttum um
að einhverjir hefðu verið teknir fyrir ólöglegar
veiðar. Róbert Schmidt, verslunarstjóri í Títan,
segir að þeir fáu sem séu að laumast á fjöll hljóti
að nota gamlar birgðir af skotum. „Menn birgja
sig alltaf talsvert upp og sumir voru búnir að
kaupa sér skot áður en bannið kom til.“ Ásgeir
Halldórsson, eigandi Sportvörugerðarinnar, segir
að hann myndi strax verða þess var ef ólögleg
rjúpnaveiði færi af stað en það væri fullljóst af
sölutölum að bannið væri virt nánast hundrað
prósent. Þessir þrír aðilar flytja inn og framleiða
90% haglaskota og hafa því gott yfirlit yflr sölu-
hreyfingar. Allir eru sammála um að talsvert sé
um sögur af mönnum sem pukrist í rjúpuna, að-
allega til að eiga í matinn um jólin. „En þetta er
eins og ölvunarakstur," segir Róbert Schmidt í
Títan, „það eru örugglega einhverjir sem stelast
en ég held að þetta séu mest sögusagnir." Ef
marka má héraðsfréttablöð falla menn helst í
freistnina austur á landi. „Fjöldi manns á rjúpu,"
slærAusturglugginn upp í sínu síðasta tölublaði
en samkvæmt heimildum blaðsins gengur
stór hópur manna til rjúpna þrátt fyrir veiði-
bannið. Sömu heimildarmenn telja einnig
að lítið sé
af rjúpu og
vilja að
hluta til
kenna því
um að ekki hafl verið
grisjað nægjanlega í
minnka- og refastofnin-
um.
menn sem ég hef heyrt í segjast hafa séð meira af
ref en nokkru sinnið áður. Ef refastofninn telur tíu
þúsund og hver refur étur eina rjúpu á mánuði,
drepa refirnir fleiri rjúpur en allir veiðimenn hafa
gert. Það er bara refurinn sem fær rjúpnajól," seg-
ir Hjálmar sem á nokkra fugla í frystikistunni frá í
fyrra og telur það bjarga jólunum.
Aflir þeir sem DV hefur talað við og tengjast
veiðiskap staðfesta sterkar raddir um að gremja
veiðimanna vegna rjúpnaveiðibannsins muni fá
útrás í því að fölskum veiðiskýrslum verði hér eft-
ir skilað inn og færri fuglar skráðir en veiddir.
Veiðimenn líti svo á að veiðikortakerfið hafi verið
notað gegn þeim án haldbærra raka. Hjálmar í
Hlaði bendir á að Náttúrufræðistofnun sé búin að
fá 45 milljónir vegna sölu veiðikorta og hafi pen-
ingarnir átt að renna til rannnsókna á rjúpunni en
stofnunin viti þó ekkert um stærð stofnsins.
„Veiðikortin verða fölsuð því alltof margir segjast
ætla að skila skýrslum með minni veiði en reynd-
in er, þvf það er alltaf unnið úr þessu á einn veg.
Alltaf veiðimönnum í óhag.“ Seljendur veiðibún-
aðar sem DV ræddi við mæla þó gegn því að
menn standi að fölsun veiðikorta. Slíkt komi í
bakið á veiðimönnum síðar.
„Sveiattan, Siv!"
Gremja veiðimanna beinist einna helst að Siv
Friðleifsdóttur umhverfisráðherra sem stóð að
rjúpnaveiðibanninu. „Framsóknarmenn em
ekki að vinna sér stuðningsmenn meðal
veiðimanna núna,“ segir HjálmarÆvarsson
og bendir á nýlega skoðanakönnun
Refir sitja einir að
jólarjúpu
„Það þarf að taka til í
tófustofninum," segir
Róbert og því er Hjálm-
ar sammála: „Það er
misreiknað af veiði-
stjóra að refa-
stofninn sé á
niðurleið.
Allir
veiði-
einhverjar náttúmperlur
og ákveða svo jólamatinn
fyrir okkur hin. Annars bý
ég svo vel að eiga rjúpur í
kistunni." Eggert gagn-
rýnir einnig að það virðist
ekki skorta fé tU löggæslu
til að eltast við rjúpna-
skyttur. „Nú vantar ekki
peninga til löggæslu.
Flugvélar em notaðar í
eftirlit og menn eru hund- Eggert Skúlason „Ég segi
eltir eins og kókaínsmygl- nú bara við Siv:Sveiattan!"
arar.“
Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðu-
neytinu fá löggæsluembættin engar sérstakar
fjárveitingar til eftirlits með rjúpnaveiðimönnum.
Tveir hafa verið handteknir til þessa fyrir ólögleg-
ar rjúpnaveiðar.
,/það er óþolandi að sjúkralið-
ar sem aldrei hafa stigið út í
náttúruna skuli þykjast vera
einhverjar náttúruperlur og
ákveða svo jólamatinn fyrir
okkurhin
Gallups fyrir Skotvís en
þar kom fram að 64% þjóðarinn-
ar vildu rjúpnaveiðar með tak-
mörkunum. Eggert Skúlason,
sem hefur gert fjölda sjón-
varpsþátta um skotveiði, er
ekkert að skafa utan af því:
„Ég segi nú bara við Siv:
Sveiattan," segir Eggert
og vísar til menntunar
umhverfisráðherrans.
„Það er óþolandi að
sjúkraliðar sem aldrei
hafa stigið út í náttúr-
una skuli þykjast vera
Robert Schmidt, versl-
unarstjóri í Títan: „Það
• er bara refurinn sem fær
rjúpnajói."
Réttarhöldum yfir Steini Ármanni Stefánssyni lauk í gær.
Dómkvaddur geðlæknir segir Stein ósakhæfan
Ákærði kemur í réttarsal Réttarhöldum imáii Steins Stefánssonar, sem ákærður er fyrir
manndráp, lauk i gær. Steinn var fjarstaddur.
„Ég tel hann hættulegan," sagði
Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir
þegar Hjördís Hákonardóttir hér-
aðsdómari spurði um geðheilbrigði
Steins Stefánssonar í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Steinn er ákærður
fyrir að hafa banað Braga Ólafssyni á
heimili hans að Klapparstíg í Reykja-
vík í september árið 2002. Deilt hef-
ur verið um sakhæfi Steins og ber
geðlæknum ekki saman um hversu
sjúkur ákærði er á geði.
Geðlæknirinn var annar tveggja
dómkvaddra matsmanna sem verj-
andi Steins, Guðrún Sesselja Arnar-
dóttir héraðsdómslögmaður, kallaði
til. Helgi Garðar sagði fyrir dómi að
Steinn væri að sínu mati ósakhæfur;
hann væri alls ófær um að stjórna
gerðum sínum og ekkert benti til
annars en svo hefði verið kvöldið af-
drifaríka þegar hann réðist á mann-
inn á Klapparstíg. Helgi Garðar telur
að Steinn hafi verið ósakhæfur frá
árinu 1992 en þá var hann dæmdur í
sjö ára fangelsi fyrir stórfellt fíkni-
efnabrot, glæfraakstur og líkamsárás
á lögreglumann.
Mat Helga á geðheilbrigði Steins
er ekki á sömu lund og geðlæknis
sem kom fyrir dóminn í fyrradag. Þá
sagðist Sigurður Páll Pálsson geð-
læknir telja að Steinn væri sakhæfur
og ekkert benti til að hann hefði
þjáðst af geðröskunum daginn sem
hann framdi morðið.
Það var að heyra á vitnisburði
Helga að fangelsi væri ekki rétti
staðurinn fyrir Stein enda þyrfti
hann lyfjameðferð undir 'hand-
leiðslu heilbrigðisstarfsfólks og
stuðning vegna sjúkdóms síns.
Steinn Stefánsson hefur setið á
Litla Hrauni síðastliðna 16 mánuði
og mestan þann tíma verið í ein-
angrun vegna agabrota. Málið var
dómtekið í gær að loknum málflutn-
ingi sækjanda og verjanda. Dómur
fellur líklega í byrjun næsta árs og þá
kemur væntanlega í ljós hvort
Steinn verður vistaður í fangelsi eða
að Sogni í Ölfusi. arndis@dv.is