Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 12
U MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 Fréttir DV Tugir hermanna slösuðust Ósætti er á milli eigenda tvibýlisins Múlakots í Fljótshlíð vegna áforma um mikla byggð á jörðinni. Flugmenn sem keyptu Múlakot I hafa látið hanna deiliskipulag með 120 frístundahúsum. Hjónum sem vildu njóta sveitakyrrðarinnar er misboðið. Að minnsta kosti 57 bandarískir hermenn slösuðust í sjálfsmorðsárás í norðurhluta íraks í gær. Um var að ræða bfla- sprengju sem sprakk rétt utan við borgina Mosul. Hermenn höfðu orðið varir við bfl sem virti að vettugi skipun um að stöðva. Hermenn- irnir hófu þá skothríð á bfl- inn. Sprengja í bflnum sprakk skömmu síðar og dreifðust líkamsleifar bfl- stjórans um stórt svæði. Á sömu stundu sprakk önnur sprengja við mosku í mið- borg Bagdad. Þrír biðu bana og tveir særðust í sprengingunni. Árásin á bandarísku her- mennina var sú þriðja á jafnmörgum dögum. Bandarískur hershöfðingi sagði í gær að hann ætti von á íleiri árásum næstu vikur og mánuði eða þar til stjórn landsins yrði látin Irökum í té um mitt næsta ár. Myrti 17 unglinga Kínverskur farandverka- maður hefur verið dæmdur til dauða fyrir morð á 17 unglingspiltum. Maðurinn var tíður gestur í kvik- myndahúsum og spilasölum þar sem hann komst í kynni við ungt fólk. I-Iann plataði síðan unglings- pilta til að koma með sér heim þar sem hann myrti þá með köldu blóði. Sjálfur gaf hann þá skýringu við yfirheyrslur að sig hefði frá barnsaldri dreymt um að verða morðingi. Hann gróf líkin en hélt eftir beltum drengjanna - sem minja- gripum. Upp komst um manninn þegar 18. fórnar- lamb hans slapp og lét iög- reglu vita. Fjöldamorð eru tíð í Kína og fjöldamorðið nú er annað tveggja sem upp kemst á einni viku. I síðustu viku var maður handtekinn, grunaður um að hafa myrt 65 manns. Kærðurfyrir meiðyrði Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, hefur verið kærður fyrir meiðyrði. Það er Rhonda Miller sem leggur fram kæmna; ekki bara gegn rfldsstjór- anum heldur einnig starfsmönnum sem unnu með honum í kosningabarátt- unni. Upphaf máls- ins má rekja til þess að Miller bar á Schwarzenegger að hann hefði áreitt sig kynferð- islega þegar þau unnu sam- an við gerð myndarinnar Terminator 2. Þessu svaraði Schwarzenegger f kosninga- baráttunni og sagði Rhondu vera dæmdan glæpamann; hún hefði stundað vændi og svik. Þetta er ekki rétt því Miller hefur aldrei verið dæmd fyrir eitt eða neitt. Hún lítur svo á að um mann- orðsmorð sé að ræða og ætl- ar því að sækja ríkisstjórann og hans fólk til saka. Hjón og flugmenn glímn í sveitasælu Múlakot Hjónin sem eiga Múlakot II vilja ró og næði en ekki skarkalann sem stefnir iá næstu jörð þar sem reisa á sumarhúsa- kjarna flugmanna með einkaflugvöll i túnfætinum. Sveitarfélagið er þó að þvi komið að samþykkja einmitt slíkt skipulag. Eigendur Múlakots II í Fljótshh'ð hyggjast kæra sveitarfélagið vegna nýs deiliskipulags sem gerir ráð fyrir 120 lóðum undir frístundahús á landi Múlakots I. Stefán Guðbergsson verkfræðingur og eigin- kona hans, Sigríður Hjartar lyfjafræðingur, eign- uðust Múlakot II fyrir nokkrum árúm. Félag um þrjátíu flugáhugamanna keypti skömmu síðar Múlakot I. Jarðirnar eru tvíbýli. Hætt við lengingu flugbrautar Stefán og Sigríður hafa þegar reist veglegt nýtt steinhús á sínum hluta. Flugáhugamennirnir hafa látið deiliskipuleggja byggð með um 120 frí- stundahúsum í landi sínu. Þeir hafa hins vegar hætt við að lengja flugvöll sem lengi hefur verið þar á jörðinni, úr 800 í 1200 metra, eftir athuga- semdir hjónanna í Múlakoti II. Ekkert mun vera því til fyrirstöðu að sveitarfélagið samþykki skipu- lagið. „Við höfum sett okkar athugasemdir fram. Það barst íjöldinn allur af athugasemdum. Þeir papp- írar liggja allir hjá sveitarstjórninni," segir Stefán Guðbergsson og vísar fyrir sitt leyti í þessar skrif- legu athugasemdir þeirra hjóna. Þar kemur meðal annars fram að hjónin hyggjast kæra Rangárþing eystra, hafni hreppurinn ekki deilskipulaginu Ágúst Karlsson, fyrrverandi forstjóri Trygging- ar hf., er einn 33 hluthafa í Múlakoti I. Aðrir í hópnum eru til dæmis Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Atlanta, Bragi Steinarsson vararíkissak- „Þau eru að mála skrattann á vegginn." Sigríður Hjartar Stefán Guðbergsson sóknari, Dagfinnur Stefánsson flugstjóri og Ólafur Nilsson endurskoðandi. Flestir í hópnum eru gamlir flugmenn eða flugáhugamenn. Aldraðir með græna fingur Ágúst segir það reyndar alls ekki standa fyrir dyrum að reisa 120 frístundahús þótt skipulagið geri ráð fyrir því. Nauðsynlegt hafi verið að deiliskipuleggja alla jörðina í einu lagi. Að sögn Ágústs er þegar seld 51 lóð. Þó nokkr- ir hluthafar, til dæmis hann sjálfur, eigi fleiri en eina lóð. Langt því frá allir ætli sér að byggja á sín- um lóðum heldur aðeins koma þangað með hjól- hýsi eða tjöld enda sé hópurinn allur að komast á efri ár; þriðjungur sé kominn yflr sjötugt. Fyrst og fremst hafi menn hugsað sér að gróðursetja á sín- um reitum. „Þetta verða sennilega ekki fleiri en 60 lóðir þegar upp er staðið. Nú þegar eru aðeins áform uppi um að byggja innan við 20 hús,“ segirÁgúst. Friður við menn og skepnur Flugvöllur hefur lengi verið í Múlakoti og þar hafa flugáhugamenn haldið mót á sumrum. Ágúst fullyrðir að þrátt fyrir aukin umsvif flugmanna á jörðinni muni umferð um flugvöllinn ekki aukast mikið. „Menn munu nú fyrst og fremst aka á sín- um bflum austur til að vera á sínum lóðum,“ seg- ir hann. Ágúst telur það ósköp skiljanlegt að hjónin í Múlakoti II séu tortryggin gagnvart nýja deiliskipulaginu. „Þau kaupa sér Múlakot II til að búa sér sælu- reit í ellinni og allt í einu ryðjumst við inn - eins og þau segja. Þau eru hins vegar að mála skrattann á vegginn því þetta verður áreiðanlega allt í lagi. Við erum að minnsta kosti staðráðnir í að halda frið- inn við bæði skepnur og menn þarna í sveitinni," segir Ágúst. gar@dv.is Mosfellingur dæmdur til þungrar refsingar vegna árása á sex fórnarlömb Sjö ár fyrir líkamsárásir og manndrápstilraun Jens Hjartarson, 24 ára Mosfell- ingur, var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir alvarlegar líkamsárásir og tilraun til manndráps. Jens var jafnframt dæmdur til að greiða fórn- arlömbum sínum rúmar tvær millj- ónir króna. Fyrsta líkamsárásin átti sér stað í mars á þessu ári en þá réðst Jens á 19 ára pilt á heimili hans í Reykjavík. Jens sló hann margsinnis í höfuðið með hnefanum og síðan með bjór- könnu. Pilturinn hlaut djúpt sár á háhvirfli. Að morgni 10. maí á þessu ári gekk Jens berserksgang í húsi í Mos- fellsbæ og réðst á sex menn. Hann lagði til þriggja manna með hnífi þannig að tveir þeirra hlutu djúp stungusár. Fjórða og flmmta árásin flokkast undir tilraun til manndráps en þá stakk Jens mann ofarlega í kviðinn svo að af hlaust 10 senti- metra skurður rétt fyrir ofan lifrina. Síðan skallaði Jens 15 ára pilt í and- litið, með þeim afleiðingum að tennur brotnuðu, og skar hann þvf næst á háls svo að af hlaust 15 senti- metra skurður ofan við viðbein hægra megin. Litlu mátti muna að hnífurinn skæri í sundur slagæðar. Sjötta fórnarlambið slapp betur en Jens lagði hnífsblað að hálsi hans og neyddi hann til að opna útidyr. í dómnum kemur fram að tilefni árásanna voru samskiþti fyrrum unnustu ákærða og annarra. Jens var handtekinn í kjölfar árásanna. Hann beit lögreglumann í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu svo að af hlaust stórt mar með tannaförum. Jens hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 10. maí og dregst sá tími frá afplánuninni. Héraðsdómur segir ákærða sekan um grófar og tilefnis- lausar líkamsárásir sem voru til þess fallnar að valda stórfelldu líkams- tjóni. Þá virðist ákærði hafa áttað sig á alvarleika árásanna þrátt fyrir ölv- un og fíkniefnaneyslu. Ákærði játaði hluta sakar og samþykkti bótakröf- ur. Hann hefur tekið sig á eftir at- burðina, stundað vinnu í gæsluvist- inni og verið í meðferð vegna áfeng- is- og vímuefnavanda. Héraðsdóm- ur virðir það þó ekki til refsilækkun- ar vegna alvarleika árásanna. Jens Hjartarson á að baki sakaferil og var á skilorði þegar fyrrnefndir atburðir áttu sér stað. arndis@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.