Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 13 Strætóstjóri sýknaður Héraðsdómur Reykja- víkur sýknaði í gær strætis- vagnabílstjóra íyrir umferð- arlagabrot þegar hann ók strætisvagni frá Smáratorgi að Smáralind með miðdyrn- ar opnar. Nokkrir farþegar voru í vagninum, þar á meðal sex stúlkur á aldrinum 10 til 11 ára. Einn þeirra féll út um dyrnar og slasaðist skömmu áður en vagninn stoppaði við biðstöðina. Héraðsdómur segir óum- deilt að stúlkan slasaðist þegar hún féll út úr vagnin- um. Bílstjórinn neitaði sök í málinu og kvaðst hafa frétt af slysinu daginn eftir. Dómnum þykir trúverðug lýsing hans að hann hefði brugðist við hefði honum verið kunnugt um slysið. ítölskukennsla á íslandi fær aukinn stuðning á næstu misserum því ítölsk stjórn- völd hafa nú ákveðið að úthluta fjármunum til Menntaskólans við Hamrahlíð, Há- skóla íslands og Háskólans á Akureyri. ítölskukennararnir Jóhanna Guðrún Gunn- arsdóttir, Rosaria Coda og Maurizio Tani segja þetta fagnaðarefni enda sé ítölsku- áhugi íslendinga mikill. Berlusconi borgar ítölskukennslu r:-j Björninn unninn Banni við veiðum á björnum var aflétt í New Jersey á dögunum. Mót- mælendur fjöl- menntu í skóg- ana og kröfðust þess að útrým- ing bjarndýra yrði stöðvuð. Einn mótmælandinn sagði þetta vera sorgardag í lífi sínu. „Þessar veiðar leysa engan vanda, birnirnir koma bara aftur í vor og halda áfram að éta ruslið okkar." Ekki er Ijóst hvort veiðitímabilið, sem er sex dagar, verður stytt eða jafn- vel hvort bannið tekur gildi aftur. En eitt er víst að fyrir veiðimenn i New Jersey er björninn þegar unninn. Sigurður Þ. Ragnarsson „Hugsið ykkur efmaður væri ofseinn með veðurspá," segir Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur sem hefur gagn- rýndur aföðrum veðurfræð- ingum fyrir að spá margar vik- ur fram í tímann.„Maður þarf að vera að minnsta kosti einu skrefi á undan veðrinu. En mér liggur á því það er gaman að vera kappsfullur og með lapp- irnar á jörðinni ísenn og takast á við ögrandi verkefni Hvað liggur á tímaveðurspá með skemmt- unina að ieiðarijósi. Þá líður manni vel. Það er líka gaman að deila því með þjóðinni sem maður veit nú þegar," segir Sigurður sem vill þó taka það skýrt fram að honum liggi aldrei á í umferðinni. „Eftirspurnin fyrir ítölskukennslu í íslenskum mennta- og háskólum er sífellt að aukast," segir Rosaria Coda, lektor við Háskóla íslands, en ítölsk stjórnvöld ákváðu á dögunum að leggja til aukna fjármuni í ítölskukennslu á íslandi. I Há- skóla íslands hefur fram að þessu einungis gefist kostur á 40 eininga námi þannig að þeir nem- endur sem hafa viljað taka ítölsku sem aðalfag til BA-prófs hafa þurft að leita út fyrir landsteinana. „Nú verður hægt að bjóða upp á 60 einingar," segir Rosaria. „ítalska ríkisstjórnin velur á hverju ári þær stofnanir sem geta sótt um þessa fjárveit- ingu. Þeir völdu okkur því þeir vissu að hérna var eitthvað að gerast í ítölskukennslu," segir Maurizo Tani sem er lektor við Háskólann á Ak- ureyri. Menningarstofnun Italíu í sendiráðinu í Ósló bar hitann og þungann af umsóknarferlinu og hlaut Menntaskólann í Hamrahlíð stærsta framlagið, 39.000 evrur. Næstu fjögur árin mun hann svo fá 10.000 evrur á ári og fá háskólarnir sömu upphæð. Fyrirhugað er að verja þó nokkrum fjármunum í bókakaup og auðvelda nemendum aðgengi að ítalskri menningu. Með fjárveitingunni gefst einnig færi á að kenna ítölsku á víðari grundvelli og verður meðal ann- ars boðið upp á námskeið í ítalskri menningu, bókmenntum, sögu, málsögu, listasögu og kvik- myndasögu, svo fátt eitt sé nefnt. Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir er kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð og segir tungu- málakennsiu vera mjög mikilvæga: „Tungumála- kennsla er stærsta vopnið gegn fordómum og kynþáttahatri þvf hún er um leið kynning og fræðsla um ólíka menningarheima. Þótt við séum öll Evrópubúar skiptir það ekki öllu máli. Við verðum að kynnast hvert annars menningu til að geta virkilega skilið hvert annað.“ fsland hefur verið talsvert áberandi á Ítalíu undanfarið. Kvik- myndin Nói albínói hefur fengið frábærar viðtök- ur þar og myndband hljómsveitarinnar Bang ítalska ríkisstjórnin velur á hverju ári þær stofnanir sem geta sótt um þessa fjárveit- ingu. Þeir völdu okkurþvíþeir vissu að hérna var eitthvað að gerast í ítölskukennslu. Gang við lagið „Stop in the name of Love" hefur verið gríðarlega vinsælt á ítölsku MTV-stöðinni. Eftir að hafa bent á þetta notar Jóhanna tækifær- ið og skorar á íslenska innflytjendur, sem njóta góðs af ítölskum varningi, að hvetja íslenska námsmenn til dáða með því að bjóða upp á árlega styrki til efnilegra ítölskunema. Tilboðsverð Stórhöfða 27 sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.