Dagblaðið - 12.09.1975, Page 3

Dagblaðið - 12.09.1975, Page 3
Dagblaðið. Föstudagur 12. september 1975. 3 TVENN HJÓN LEIGJA ÍBÚÐ VILDU SAMAN —og það tókst loksins með smóauglýsingu í DAGBLAÐINU ,,Það hvorki gekk. né rak, þangað til við auglýstum i DAGBLAÐINU eftir ibúð, sem hentað gæti fyrir tvenn hjón með börn til að búa i”. Þetta sögðu þau Ólafur Sigurðsson og kona hans. Þau höfðu viða reynt að auglýsa, en allt án minnsta árangurs. Smáauglýsingar Dagblaðsins hafa reynzt mjög vel, á þvi virð- ist varla nokkur vafi. Dagblaðið hefur kannað árangur aug- lýsinganna holt og bolt hjá ýms- um þeirra sem auglýst hafa i blaðinu og ber öllum saman um mikinn og skjótan árangur þeirra. Magnús Guðmundsson heitir maður, sem auglýsti Volvoinn sinn til sölu. Svo fór þó að billinn var seldur áður en auglýsingin birtist. „Fólk var stöðugt að hringja og er enn. Ég hef bara ekki fleiri bila til að selja,” sagði Magnús. Það er hreint ekkert gaman að dúsa með tvo barnavagna i geymslunni. Guðjón Jónsson var i þessum sporum og setti auglýsingu i Dagblaðið. Fyrri tilraunir höfðu ekki gengið. Nú loksins var farið að svara hon- um, og vonandi myndast heilmikið og gott geymslupláss hjá Guðjóni, og eitthvað ætti pyngjan að þyngjast. Fyrirtæki, einkum verzlanir, hafa notfært sér smáauglýsing- ar undanfarin ár. Töskuhúsið auglýsti eftir lopapeysum, og sagði Pétur Pétursson, að mikið hefði verið hringt út af aug- lýsingunni, ena þótt hann hefði ekki enn keypt mikið af peysun- um. Þá má geta um frimerkja- safnara, sem kaupir og selur frimerki. t gærdag kvaðst hann hafa orðið var við mikinn og góðan árangur. Hann kvað greinilegt, að blaðið færi um land allt, þvi hann var búinn að fá upphringingu af Tjörnesinu út af auglýsingunni. Herbergi er auðvelt að leigja með smáauglýsingu. Það fann Unnur Þórðardóttir fljótlega, eftir aðhún setti smáauglýsingu i DAGBLAÐIÐ. „Siminn hefur varla stoppað, ásóknin hefur verið svo mikil, að ég er i stand- andi vandræðum að velja úr leigjanda”, sagði Unnur. Bergþóra Úlfarsdóttir aug- lýsti kettlinga, sem hún vildi alls ekki farga. Smáauglýsing gerði það að verkum, að þeir runnu út, rétt eins og heitar lummur. Hún hefði getað gefið heila hjörð af kettlingum. — BH — HATTERSLEY MARGT TIL LISTA LAGT Roy Hattersley, höfuðsmanni Breta á Islandsvigstöðvum, er margt til lista lagt. Hann hefur verið i fremstu röð i Verka- mannaflokknum um mörg mál. Þá var hann farandkennari Harvardháskóla i Bandarikjun- um ár'in 1971—72, enda kvæntur skólastýru i stórum gagnfræða- skóla i Norður-London. Þau hjón eru barnlaus. Hattersley er hagfræðingur, 43 ára gamall. Hann komst á þing árið 1964 fyrir Birmingham og hefur setið þar siðan. Hann varð ritari tryggingarmálaráð- herra og siðan ritari atvinnu- málaráðherra i stjórn Wilsons, en gerðist talsmaður stjórnar- andstöðunnar i utanrikismál- um, varnarmálum og mennta- málum, eðan Heath og ihalds- menn fóru með stjórn. Eftir sig- ur Verkamannaflokksins og stjórnarmyndun Wilsons nú sið- ast varð hann aðstoðarutan- rikisráðherra i fyrra. Hattersley á sæti i ráði því, sem oft er á isienzku nefnt „leyndarráð”, sem mun rang- nefni, en ráð þetta, „Privy Council” er ráðgefandi rikis- stjórn og drottningu um margs konar málefni en ekkert sér- staklega heimullegt. —HH Okkur er hált á víxlunum: ÞINGFESTUM MÁLUM FJÖLGAR UM ÞRIÐJUNG „Hér i bæjarþinginu voru þing- fest 116 mál siðastliðinn fimmtu- dag”, sagði Sigriður ólafsdóttir, fulltrúi borgardómara, I viðtali við DAGBLAÐIÐ. „Þetta eru að langmestu leyti vixilmál,” sagöi Sigriður, „en að fjölda til held ég, að þau séu með flesta móti á ein- um þingdegi. Yfirleitt eru tals- vert fleiri mál þingfest á fimmtu- dögum en þriöjudögum. Frá þvi að ég byrjaði hjá embættinu i fyrra, hefur málum, sem þingfest eru farið jafnt og þétt fjölgandi.” Friðgeir Björnsson, borgar- dómari, þingfesti 92 mái siðast- liðinn þriöjudag, sem var fyrsti bæjarþingsdagur eftir réttarhlé. Friðgeir sagði, að það væri nokk- urn veginn lögmál, að dómsmál- um fjöigaði, þegar harðnaði i ári. Fjölgun mála, sem þingfest hafa veriö hér i bæjarþinginu, hefur ekki verið eins mikil frá þvi i hrinunni, sem kom eftir árin 1967- 68. 3.750 dómsmál voru þingfest i bæjarþingi Reykjavikur fyrir réttarhlé, sem hófst 1. jdli sl. Er þetta fjölgun þingfestra mála um 36.4% miðað við réttarhlé i fyrra, en þá höfðu á sama tima vcrið þingfest 2.749 mál. — BS — 83322 Beinar línur: 85112 - 85119 Ritstjórn Ritstjórn 22078 Afgreiðsla — óskriftir Afgreiðslo 22050 Auglýsingar Áskriftir Notið beinu línurnar Auglýsingor þegar 83322 er ó tali Bílvelta í Oddsskarði: LÁN í ÓLÁNI HJÁ TVEIM UNGUM STÚLKUM Friðjón Þorleifsson / Neskaupstað i gær: Lftill fóLksbill með tveim ungum stúlkum i valt Eski- fjarðarmegin i Oddsskarðinu kl. 11 i gærmorgun. Stúlkurnar sluppu litið meiddar, en billinn er talinn gerónýtur. Ungu stúlkurnar voru á leið frá Neskaupstað no.rður i land. Voru þær komnar i Kinnina Eski- fjarðarmegin i skarðinu, þegar bíllinn lét allt i ei.nu ekki lengur að stjóm. Lenti biliinn á nokkurri ferð út af veginum til hægri og niður i skurð. ÞeV.ta var lán i óláni, þar sem snarbratt er niður af vinstra megin og þarf ekki að leiða neinum getun? að þvi, hvemig farið hefði, ef bíllinn hefði tekið þá stefnu sfjórnlaus. Þegar litiö er til fjalla I grennd viö Reykjavik, má sjá að veturinn er á næsta leiti. Fjailatopparnir skarta hvitu og það andar köldu, jafnvel um miðjan dag. Norðar á landinu hafa ferðamenn lent I hávaða snjóbyljum og ófærö. Þessa mynd af Esjunni { haustskrúða tók Björgvin Pálsson, einn af ljósmyndur- um Dagblaösins. Myndin er tekin frá Grandagarði i gær. HALFNUÐ ÞRAUT — og þá erum við í Tyrklandi Jæja, þá erum við meðlesendur okkar í Tyrklandi, — og spurt er hver sé höfuðborg lands- ins, Istanbul, Ankara eða Izmir. Getraunin er annars hálfnuð, þegar þessi fjórði hluti birtist, — f jórar eru eftir og birtast í næstu viku. Munið að halda nú til haga öllum seðlunum. Dagblaðið selst svo vel að erfitt getur reynzt að ná í seðla ef þeir tapast. 1 B££- 5. Hvað heitir höfuðborgin i Tyrklandi? A: Istanbul B: Ankara C: Izmir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.