Dagblaðið - 12.09.1975, Síða 7
Dagblaðið. Föstudagur 12. september 1975.
7
Erlendar
f réttir
Flotinn rak
íbúana burt
Öldungadeild Banda-
ríkjaþings hefur krafið
Ford forseta um skýrslu
vegna meintra nauðungar-
flutninga allt að 1400 íbúa
eyjunnar Diego Garcia.
Voru íbúarnir fluttir í
burtu, að sögn, svo að
Bandaríkjastjórn gæti
komið upp aðstöðu fyrir
flota sinn á eynni.
Eyjan Diego Garcia er í
Indlandshafi og tilheyrir
Bretum.
Það var þingmaðurinn
John Culver, sem vakti
máls á þessu á þingi. Vitn-
aði hann í frétt í Washing-
ton Post, þar sem segir að
ibúarnir búi nú við sult og
seyru í AAáritíus. Áður
höfðu embættismenn
varnarmálaráðuneytisins
skýrt þinginu svo frá, að
Diego Garcia væri óbyggð
fólki.
S-Víetnam:
SKORIN
UPP
HERÖR
GEGN
BRASKI
ÓMAR
VALDIMARSSON
Stjórn Suður-Víetnam
tilkynnti í morgun um
nýjar ráðstafanir, sem
ætlað er að koma ef nahag
landsins á réttan kjöl og
binda enda á ólöglega
verzlunarhætti. Er þar
átt við svartamarkaðs-
brask og okur.
Opinber tilkynning,
sem lesin var í útvarpi og
sjónvarpi, fordæmdi
einnig „bandarísku
heimsvaldasinnana og
leppi þeirra" fyrir til-
raunir þeirra til að eyði-
leggja friðsamlega
enduruppbyggingu S-Ví-
etnam.
Jafnframt því að for-
dæma óheiðarlega kaup-
sýslumenn bauð tilkynn-
ing stjórnarinnar upp á
vernd til handa þeim
mönnum, er vildu fjár-
festa í þágu þjóðarhags.
Greinilegt var af til-
kynningu byltingar-
stjórnarinnar, að mjög
hart verður tekið á öllu
misferli, en jafnframt
var heiðarlegu fólki lofað
verðlaunum og allri
nauðsynlegri aðstoð.
Þúsundir manna fóru í
gærkvöldi um götur Sai-
gon (Ho Chi AAinh-borg-
ar) veifandi fánum og
borðum með slagorðum
um stuðning við baráttu
stjórnvalda.
Leiðtogi Búddamunka i
borginni rétti fulltrúa
byltingarstjórnarinnar
bænaskrá, þar sem þess
var krafizt, að refsingu
yrði beitt gegn „óheiðar-
legu verzlunarfólki".
AAargir hafa verið
handteknir í Saigon að
undanförnu vegna brasks
af ýmsu tagi, en ekki er
vitað með vissu, um
hversu marga er að ræða.
Dagblaðið FRELSUÐ
SAIGON birti þó i gær
lista yfir nokkra sltka og
voru þar á meðal
embættismenn hinnar
föllnu stjórnar i Saigon.
RÆNINGI
l
STARFI
Myndirnar eru af norskum bankaræningja i starfi. Maður þessi réðst
inn i Kredidkassann i Osló i fyrri viku og fór þaðan með 30.000 norskar
krónur. Gjaldkeranum tókst að styðja á aðvörunarhnapp, sem setti
myndavélarnar i gang. Ræninginn slapp
Koma Watergate-samtöl
Nixons út ó plötum?
öldungadeild Bandarikjaþings
ákvað i gær að reyna að gera
opinberar segulbandsspólur og
ýmsar skýrslur Nixons, fyrrum
forseta. Þessi gögn leiddu á sin-
um tima til þess að hann neyddist
til að segja af sér.
Um þessi gögn hefur staðið
mikið strið á milli stjórnarinnar
og Nixons, sem telur þau sina
persónulegu eign. Gögnin eru öll i
vörzlu stjórnvalda, samkvæmt
lögum, er samþykkt voru
skömmu eftir afsögn Nixons. I
lögunum eru ýmis ákvæði og tak-
markanir á opinberun gagnanna,
sem meðal annars banna birtingu
skjala, er gætu valdið forsetanum
fyrrverandi skömm og vandræð-
um.
Annað lagaákvæði leyfði sagn-
fræðingum aðgang að skjölunum
en eftirtökur voru bannaðar.
Fjöldi útvarps- og hljómplötu-
fyrirtækja hefur sýnt áhuga á að
gefa segulbandsupptökurnar út.
í samþykkt öldungadeildarinn-
ar var þess farið á leit við rikis-
stofnunina, sem samdi lögin, að
ný reglugerð yrði samin fyrir 10.
október.
Sérstakur réttur, skipaður
þremur dómurum, mun siðar i
þessum mánuði taka afstöðu til
þeirrar kröfu Nixons, að hann fái
skj öl sin til baka. Allt þykir benda
til þess, að málið fari þó alla leið
til hæstaréttar. Úrskurðar hans
er ekki að vænta fyrr en á riæsta
ári.
TYRKIR
FINNA
GAS
Oliufélag tyrkneska rikisins til-
kynnti i Ankara i gærkvöldi, að
fundizt hefðu miklar og góðar
gaslindir nærri Nusaybin i
austurhluta landsins.
Talsmaður félagsins sagði, að
frekari rannsóknir yrðu gerðar á
svæðinu, til að kanna hversu
mikið gas væri um að ræða.
Sagði talsmaðurinn, að æðin,
sem þegar hefði fundizt, gæfi af
sér 708 kúbikmetra af gasi
daglega.
Eþíópía:
55 lótnir lausir
Herforingjastjórnin i Eþiópiu
hefur látið lausa 55 pólitiska
fanga, þar af marga, sem voru
háttsettir embættismenn i
stjórn Haile Selassie, fyrrum
keisara. Frá þessu var skýrt i
Addis Ababa i gærkvöldi.
Sakaruppgjöfin kemur til um
leið og Eþiópar fagna nýju ári,
en þar er enn notast við
júlianskt timatal.
Fjórir fyrrverandi ráðherrar
eru meðal þeirra, sem látnir
voru lausir, þar á meðal utan-
rikisráðherrann.
Ekki liggja fyrir nákvæmar
tölur um fjölda pólitiskra fanga
i landinu, en á listanum yfir þá,
sem látnir foru lausir i gær-
kvöldi, voru nöfn margra þeirra
hæstsettu, sem lifðu af aftöku-
herferðina i nóvember sl.
1 tilkynningu stjórnarinnar
um sakaruppgjöfina sagði, að
mennirnir 55 hefðu hlýtt á fyrir-
lestur fulltrúa bráðabirgða-
stjórnar hersins, áður en þeir
urðu frjálsir. Fulltrúinn lét i
ljósi þá ósk, að þeir myndu
framvegis þjóna landi sinu
dyggilega.
Utanrikisráðherrrann fyrr-
verandi, dr. Menassie Haile, er
sagður hafa svarað fyrir hópinn
og sagt þá ekki aðeins
hamingjusama vegna endur-
heimts frelsis, heldur og vegna
þess, sem áunnizt hefði i
Eþiópiu siðan keisaranum var
steypt af stóli. Hann mun einnig
hafa talað um mannúðlega
meðferð i fangelsinu.
Keisarinn, Ljónið af Saba, lézt
i lok ágúst.
Nokkrir háttsettir fyrrum sam-
starfsmenn Ljónsins af Saba
hafa nú verið látnir lausir.
Lýstu þeir ánægju sinni með
þær framfarir, sem orðið hafa
siðan keisaranum var vikið frá.
SPÍNÓLA HVETUR TIL AF-
SAGNAR HERFORINGJANNA
Antonio de Spínóla, fyrrver-
andi forseti Portúgals, hvatti
núverandi leiðtoga lands sins i
Paris i gærkvöldi til að afsala
sér þegar völdum i hendur
stjórnmálalegra fulltrúa ibúa
landsins.
t viðtali við franska sjónvarp-
ið, sem er i rikiseigu, sagði
Spinóla: „Þeir (herforingja-
stjómin) verða þegar i stað að
snúa aftur til herbúða sinna og
afsala sér völdum i hendur lög-
lega kjörinna fulltrúa alþýðunn-
ar.”
Spinóla sagði einnig, að fast-
setja yrði dagsetningu nýrra
kosninga og sakaruppgjafar
pólitiskra fanga.
Hvatti hann til myndunar
stjórnar „heiðarlegra manna”.
Það eitt gæti orðið til að setja
Portúgal ofar persónulegri met-
orðagirnd núverandi valdhafa.
— Spinóla kom til Parisar frá
Braziliu i siðustu viku.
Byltingarráð hersins i Portú-
gal kom saman til fundar i
morgun. Tveggja vikna stjórn-
arkreppa er enn óleyst. Aðalefni
fundarins i morgun var að ræða
vfðtækar neitanir dagblaða að
virða nýju ritskoðunarreglurn-
ar, sem settar voru i vikubyrj-
un. Einnig átti að reyna að kom-
ast til botns i þvi, hvers vegna
viðræður Costa Gomes, forseta,
og Jose Pinheiro de Azavedo,
hins nýja forsætisráðherra, við
stjórnmálaleiðtoga um myndun
nýrrar rikisstjórnar hafa ekki
borið árangur.
Costa Gomes og Azavedo
höfðu áður hætt við myndun
samsteypustjórnar og tala nú
um þjóðstjórn, þar sem ráð-
herrar þjónuðu á persónulegum
grundvelli, en ekki i þágu flokka
sinna.