Dagblaðið - 12.09.1975, Síða 14

Dagblaðið - 12.09.1975, Síða 14
14 Dagblaöið. Föstudagur 12. september 1975. Sjónvarp kl. 21,30 HELGA, GUÐMUNDA OG ÖRN DANSA UM HÁLFTÍU-LEYTIÐ Fyrir þá listdansunnendur, sem ekki hafa tækifæri til að sjá Auði Bjarnadóttur og Helga Tómasson dansa i „Coppeliu” Þjóðleikhtissins i kvöld og næstu þrjti kvöld, er sárabót i sjón- varpinu i kvöld. Þar dansa þau Helga Eldon, Guðmunda H. Jó- hannesdóttir og örn Guðmunds- son þrjá frumsamda dansa i upptöku, sem Egill Eðvarðsson stjórnaði. Þau þrjh hafa verið virk i is- lenzka dansflokknum, þó sér- staklega sttilkurnar tvær, sem standa þar framarlega i flokki. Þátturinn i kvöld nefnist „Um hálftiuleytið” og kann það að segja manni eitthvað um þann anda, sem rikir i dönsunum. Islenzki dansflokkurinn er nti orðinn eitt af okkar helztu list- rænu montprikum og að öllum ólöstuðum er það liklega helzt fyrir starf Alans Carters, sem nti er horfinn af landi brott. Nýr dansmeistari verðurráðinn inn- an skamms. — OV.^ Sjónvarp laugardag kl. 21,40: „Georgy Girl" margföld verðlaunamynd ★ ★ ★ ★ Sjónvarpið sýnir i kvöld bandarísku gamanmyndina „Georgy Girl”, sem varð til þess að Lynn Redgrave, sem leikur aðalhlutverkið, varð heimsfræg eftir að hafa áður vakið á sér athygli sem sviðs- leikkona. Mynd þessi, sem gerð var 1966, vakti þegar mikla athygli og náði miklum vinsældum, enda gefur kvikmyndabiblia okkar henni hvorki meira né minna en fjórar stjörnur. Auk Lynn Redgrave leika meiri- háttar hlutverk þau Alan Bates, Charlotte Rampling og James Mason. Georgy Girl fjallar um hressa, hjartagóða og heldur ósmekklega unga stiilku, Georginu, sem reynir að dylja taugabstyrk sinn og vand- ræðaskap með ýmsum skripa- látum. Herbergisfélagi hennar, Meredith (Charlotte Ramp- ling), á sér nokkra nána vini af gagnstæða kyninu og þeir eiga til að dvelja hjá henni nætur- langt. Það endar á einn veg: Mere- dith verður vanfær og giftist einum vini sinum, Jos (Alan Bates), sem flytur inn til þeirra Georgy og hennar. Georgy er yfir sig hrifin af barninu, sem fæðist, en Meredith sýnir hvorki afkvæmi sinu né eiginmanni minnsta áhuga. Georgy, sem áður hafði öfundað vinkonu sina af fjölbreyttu ástalifi hennar, missir nU allan áhuga á sliku og snýr sér heilshugar 'að barninu. Á endanum gerist svo það, að James Leamington (James Mason), sem verið hefur vinnu- veitandi foreldra Georgy um margra ára skeið, biður hennar og hUn tekur honum. Þau fara saman i brUðkaupsferð — ásamt barninu, án þess þó að James sé sérlega sáttur við þá tilhögun. Myndin er 100 minUtna löng. Leikstjóri er Silvio Narizzano. Sjónvarp sunnudag kl. The New Settlers The New Settlers, sem land- inn þekkir frá söngferðalagi þeirra hér i vor, hafa sungið mikið i sjónvarpið fyrir okkur undanfarna laugardaga, svo mörgum þykir reyndar nóg um þessa einokun þjóðlagaflokks- ins. Hvað um það, mörgum hef- 20,30: ur reynzt þetta ailgóð afþreying og haft eitthvert gaman af. Þátturinn á laugardagskvöldið er tekinn upp hér á tslandi en þeir, sem við höfum séð áður, hafa verið aðkeyptir erlendis frá. Þetta verður vonandi með seinni þáttum söngflokksins og e.t.v. fáum við brátt að sjá ein- hverja islenzka flokka spreyta sig á svipuðum viðfangsefnum. —BH— Útvarp sunnudag kl. 20,30: ÞRIGGJA ALDA MINNING BRYNJÓLFS BISKUPS SVEINSSONAR Erindið sem Helgi Sk'uli Kjartansson flytur i Utvarpið á sunnudagskvöld er hljóðritun ræðu er hann flutti i Skálholts- kirkju á Skálholtshátið i lok jUli sl. Vildi Helgi SkUli öllu heldur kalla erindið minningarræðu um Brynjólf biskup sem lézt fyrir rUmum 300 árum eða þ. 5. ágUst 1675. t erindinu segist Helgi SkUli leitast við að sýna fram á hógværð og umburðar- lyndi Brynjólfs biskups i galdramálum er hann átti við að glima, jafnt á Skálholtsstað sjálfum sem i biskupsdæminu. Helgi SkUli vitnar máli sinu til staðfestingar i bréf Brynjólfs sem varðveizt hafa og lýsa m.a. trUartilfinningum Brynjólfs. A þvi leikur enginn vafi að Brynjólfur trUði jafnt á djöful- inn sem guð sinn, annað hefði á þessum tima verið hin argasta villutrU. BH Helgi SkUli Kjartansson sagn- fræðingur. Útvarp laugardag kl. 20,45: Hornsteinn heimilisins Guðrún Guðlaugsdóttir sér um þóttinn t þætti GuðrUnar eru viðtöl við hUsmæður á ýmsum aldri sem rækt hafa hUsmóðurhlutverkið við mismunandi aðstæður. Rætt er við hUsmóður Ur sveit þar sem hUsmóðurstaðan er með nokkuð öðrum hætti en hjá hUs- móðurinni „á mölinni” sem GuðrUn ræðir einnig við. Ennfremur er tekin tali hUs- móðir með börn er vinnur utan heimilis allan daginn og önnur sem heldur sig aðeins heima við. I þættinum segja hUsmæður einnig frá hUsmóðurstarfinu áður fyrr og ræða breytinguna sem þar er orðin. KnUtur R. MagnUssonles Ur Fjallkirkjunni þar sem Uggi Greipsson lýsir morgunverkum móður sinnar. Lesin verður lika gömul lýsing (fráum 1850) á stöðu konunnar i þjóðlifinu og samfélaginu. Annan laugardag verður GuðrUn svo með þátt sem hUn nefnir „Undir verndarvæng” og fjallar um brezka hernámið, með slögurum og lýsingum Ur bókum um þennan tima. I þess- um þætti (laugardaginn 20 sept.) verður einnig allitarlegt viðtal við Tryggva Einarsson i Miðdal en á jörðinni hans voru margar bUðir þeirra Bretanna og land hans lýst skotæfinga- svæði. —B H Sjónvarp Föstudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingan 20.35 Cerro Torre, Bresk heimildarmynd um leiðangur nokkurra enskra og svissneskra fjallgöngu- manna, sem ætluðu að klifa tindinn Cerro Torre i sunn- anverðum Andesfjöllum. Tindur þessi er talinn ókleifur, en nokkrir ofur- hugar hafa þó lagt þar lif sitt I hættu, og einn heldur þvi raunar fram, að hann hafi komist á toppinn. Þýö- andi og þulur Jón O. Ed- wald. 21.30 Um hálf-tlu-leytið. Orn Guömundsson og Helga Eldon og Guðmunda H. Jó- hannesdóttir, sem báðar eru I islenska dansflokknum, dansa þrjá frumsamda dansa i sjónvarpssal. Stjórn upptöku Egill Eövarðsson. 21.45 Skálkarnir. Breskur sakamálamyndaflokkur. Belinda.Þýðandi Kristmann Eiðsson. Laugardagur 18.00 tþróttir.Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Læknir i vanda.Breskur gamanmyndaflokkur. Nótt I likhúsinu, Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Rolf Harris, Breskur söngva- og skemmtiþáttur. Þýðandi Sigrún Helgadóttir. 21.40 Georgy (Georgy Girl). Bandarisk gamanmynd frá árinu 1966. Aðalhlutverk Lynn Redgrave, Charlotte Rampling, Alan Bates og James Mason. Þýðandi Öskar Ingimarsson. Georgina, eða Georgy, er ung og glaðleg hnáta. Hún gefur sig litt að karlmönn- um, en vinkora hennar og herbergisfélagi, Meredith, er hins vegar til i tuskið, og hefur með framferöi sinu ó- fyrirsjáanleg áhrif á örlög þeirra beggja. 23.15 Dagskrárlok. Sunnudagur 18.00 Höfuðpaurinn. Banda- risk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.25 Tónlistarhátið ungs fólk. Bresk mynd um hljómleika- ferð, sem hópur ungs fólks frá ellefu löndum fór um Skotland og England. Ferðalagingu lauk með hljómleikum I Albert Hall i Lundúnum. Þar lék fiölu- snillingurinn Kyung Wa Chung frá Kóreu með hljómsveitinni, en stjórn- andi var Leopold Stókovski. Þýöandí og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 18.55 Kaplaskjól. Bresk fram- haldsmynd. Gjafahrossið. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 19.20 Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 The New Settlers. Siðastliðið vor var breska söngsveitin The New Settlers á hljómleikaferða- lagi hér á landi, og kom þá meðal annars við i sjón- varpssal, þar sem þessi upptaka var gerð. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 20.50 Smásalinn. Breskt sjónvarpsleikrit, byggt á sögu eftir A. E. Coppard. Aðalhlutverk Keith Coppard. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Harvey er farandsali, sem ferðast um sveitir og selur bændum og búaliði ýmiss konar nauðsynjar. Á bæ einum kemst hann I kynni við Mary og móður hennar, sem er roskin og heilsuveil. Móðirin biður Harvey að kvænast stúlkunni, sem innan skamms á að erfa jörðina, og er þar að auki álitleg I besta lagi. Honum list vel á þessa hugmynd, en vill þó ekki rasa um ráð fram. 21.40 Hinn hinsti leyndar- dómur. Bandarlsk fræðslu- mynd um rannsóknir á vit- undog lifskrafti. 1 myndinni er meöal annars fjallað um sjálfsvitund jurta og örvera, huglækningar og beitingu hugarorkunnar. Þýðandi og þulur Geir Vilhjálmsson. 22.20 tþróttir. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. 22.50 Að kvöldi dags. Séra Guðmundur Þorsteinsson flytur hugvekju. 23.00 Dagskrárlok. DAGSKRÁR ÚTVARPS UM HELGINA ERU Á BLS. 18

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.