Dagblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 5
Dagblaðið. Þriðjudagur 30. september 1975
5
amui.
frjálst,
háð
ELDUR I HOLMANESI H
Enginn monnskeði - Skipia
mrnmm
\
|MbE
Ritvélar? —
já, furðu-
hiutir hinir
mestu. Til
hliðar er
klausan úr
VIsi.
Nýi blaðamaður
keppinautarins?
Við höfum það fyrir satt, að
þessi myndarlega tlk, sem heit-
ir reyndar Sússl, sé alvarlega að
hugsa um aö ráöa sig sem
blaðamaður hjá abalkeppinaut
okkar. Æfir hún sig vandlega
þessa dagana. Hún hefur helst
áhuga á að skrifa um málefni
sem snúa aö Dýravcrndunar-
sambandinu.
Ungur maður kom með hvolpinn til okkar á ritstjórnina og sagði
slnar farir ekki sléttar. Hann hafði svarað smáauglýsingu i Dag-
blaðinu, fengið siðasta hvolpinn hjá fjölskyldu einni og haldið heim
með hann.
,,En ég fékk engan frið fyrir kerlingu i húsinu hjá mér. Hún lagbi
algjört hatur á hvutta, taldi að slik dýr hefðu engin réttindi i heimi
hér. Sjálf er hún migandi full með hávaða og frekju sólarhringum
saman. Maður er ekki verndaður fyrir svoleiðis svinarii. Ég sá mér
ekki annað fært en að reyna að fá einhvern annan eiganda, sem er
svo heppinn að búa ekki nálægt mannhundum eins og þeim sem eru
I nánd við mig”.
Og hundurinn var búinn að skipta um eiganda áður en varði, einn
blaðamanna okkar, sem býr I nánd við Reykjavik, tók hvutta heim
með sér og varð að vonum fögnuður hjá fjölskyldu hans.
Ekki reiknum við með að hvutti muni skrifa margt um dýra-
verndunarmál I blaðið okkar, en hins vegar eru blaðamenn okkar
fullir af áhuga á þeim málefnum, sem og öðrum, sem til bóta eru I
þjóðfélaginu.
Vonum við aftur á móti að við megum fylgjast með vexti og við-
gangi hvolpsins, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Sendum við siðan
hinar beztu kveðjur til Sússiar þeirra félaga okkar á Visi.
—JBP—
Dagblaðið? Er það ekki blaðið sem allir eru að lesa núna upp á sfðkast
ið? (Ljósmyndir DB, Bjarnleifur)
JÁ, NÚ EIGUM
VIÐ OKKAR
EIGIN
LUKKUHVOLP!
Það var ekki alveg rétt hjá keppinaut okkar, Dagblaðinu Visi, að
tikin Sússi yrði ráðin sem blaðatik hjá okkur. Aö þessu var svona
rétt ýjað I þvi ágæta blaði á dögunum. I gær fengum viö á Dagblað-
inu fallegan hvolp I heimsókn sem ráðinn hefur verið sem verndar-
dýriö okkar.
Krakkarnir suður i Garðahreppi geta átt hund i friði. Þeir fögnuðu
hvolpinum inniiega, þegar hann kora heim I gerdag (Ljósmynd DB,
J.R.)
Áskrifendur athugið
Hlutafjárútboð Dagblaðsins
Mikilvægur þáttur þeirrar ætlunar að gefa út f rjálst, óháð dagblað er sá, að
eigendur þess séu starfsmenn blaðsins og lesendur þess.
Starfsmönnum buðust hlutabréf þegar í upphafi. Það boð þágu þeir strax
og iðrast þess ekki, því að augljóst er, að hver dagur, sem liðinn er f rá því að
útkoma blaðsins hófst, hefur skilað góðri afkomu. Það er að vísu langt um-
fram allar vonir, en staðreynd samt sem áður.
Þúsundir íslendinga kaupa Dagblaðið í lausasölu á degi hverjum. Til þeirra
lesenda er því miður ekki unnt að ná. Nöf n þeirra eru hvergi til á skrá.
Hverjir áskrifendur Dagblaðsins eru, vitum við hins vegar. Og við treystum
því, að þeir vilji frjálst, óháð dagblað. Því kjósum við þá sem meðeigendur
okkar að rekstri blaðsinsog bjóðum þeim nú hlutabréf.
Stærð hlutabréfanna er mjög í hóf stillt, til þess að sem f lestir áskrifendur
geti orðið hluthafar. Fyrir aðeins eitt þúsund krónur getur áskrifandi gerzt
hluthaf i í Dagblaðinu. Stærri hlutir bjóðast að sjálfsögu einnig. Skilyrði er, að
kaupandi sé áskrifandi að blaðinu.
Þetta boð stendur til 1. nóvember n.k. Hringið í síma 27022 (3 línur) og látið
skrá yður sem kaupanda að hlutabréf i eða fáið nánari upplýsingar, ef þörf er
á. Símaþjónustan verður opin f rá 9 til 22 hverndagtil 1. nóvember.
Vinsamlega afsakið það, ef illa gengur að ná sambandi. Skiptiborð Dag-
blaðsins er mjög áhlaðið. Auk venjulegs álags berst mikill f jöldi áskriftar-
pantana daglega og beiðnir um birtingu smáauglýsinga eru miklu f leiri en við
var búizt, svo sem blaðið ber með sér. Svo virðist sem Dagblaðið þjóni þar
stærri markaði en vitað var, að væri í landinu. Þar af leiðir, að hlutabréfa-
þjónustu verður aðeins unnt að veita í
síma 27022
ÁSKRIFENDUR DAGBLAÐSINS
Gjöriðsvo vel. Síminn er 27022 (3 línur ).Opið til kl. 22 á kvöldin.
Virðingarfyllsl
Dagblaðið hf.
hjálst, úháð dagblað