Dagblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 12
i Dagblaðið. ÞriOjudagur 30. september 1975 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrót Einar Gunnarssin, fyrirliöi Kcflavikurliðsins. „Við vitum að hverju við göngum i kvöld”, sagði hann I Skotlandi i morgun — og þarna er Einar með „Stóra bikarinn”, sem Keflvikingar unnu I úrslitaleik viö Akurnesinga — og tryggir þeim rétt i Evrópukeppni iika næsta ár. DB-mynd Bjarnleifur Flugvél Yalsmanna var að lenda í Newcostle — vegna verkfalls burðarmanno gegn Flugleiðum. Hallur Hallsson, blaðamaður DAGBLAÐSINS, skrifar frá Glasgow í morgun Burðarkarlarnir hér á Renfrew-flugvellinum við Glasgow eru í einhverju verkfalli gagnvart Flug- leiðum og því gat flugvel sú frá félaginu/ sem flutti Valsmenn og fylgismenn þeirra ekki lent þar. Varð að fljúga til Newcastle á Englandi og lenda þar. Valsmenn komu þvi ekki til Glasgow fyrr en kl. sex i gær og tóku þá heldur létt á málunum. Komu með'langferðabil frá New- castle. Þjálfari þeirra, Joe Gilroy, sagði, að Valur mundi reyna sóknarleik gegn Celtic — við munum alls ekki leggjast i vörn i leiknum. Við vinnum stórsigur, sagði Sean Fallon — en megum ekki vera of kærulausir. Verðum að hafa i huga að það leika sex is- lenzkir landsliðsmenn með Val og isl. landsliðið i knattspyrnu hefur náð stórárangri sl. tvö leik- timabil, sagði Fallon ennfremur. Það er mikill, viðbúnaður á Parkhead-vellinum — leikvelli Celtic, þvi þeir eiga við sama Nú vam Manch. Gty stórsígur ó Norwích Dennis Tueart, sóknarmaður- inn, sem Manch. City keypti frá Sunderland fyrir 275 þúsund ster- lingspund, skoraði þrjú mörk i deildabikarleiknum við Norwich i gærkvöldi —og Manch. City sigr- aöi i leiknum með 6-1. Það var þriöji lcikur liðanna i bikarnum — tvisvar orðiö jafntefli áður. Tueart skoraði strax á fyrstu min. leiksins — og skoraði svo tvö önnur mörk, bæði úr vitaspyrn- um. Á 8. og 62. min. Aðeins 6.238 áhorfendur horföu á leikinn, sem háður var á leikvelli Chelsea iLundúnum. Eittaf mörkum City var sjálfsmark bakvarðar Nor- wich, Geoff Butler. Þá sigraði Charlton Oxford 3-2 i sömu keppni — eftir framlengdan leik — og liðin léku i fimm og hálfa klukkustund til að ná úrslit- um um réttinn til að komast i 3. umferö. Sigurmark Charlton skoraði Derek Hales i framleng- ingu — 2-2 stóð eftir venjulegan leiktima. í 3ju umferð leikur Charlton við QPR á útivelli — hvort tveggja Lundúna lið. Manch. City leikur heima gegn Nottm. Forest. vandamál að striða og Laugardalsvellinum. P svindla sér inn á einhvern en nú ætlar Celtic-menn a hundrað gæzlumenn viðs umhverfis völlinn. En eins og áður segir e mikið skrifað um islenzku Liverpool fær pressuna. Haukai í basli Reykjanesmótiö I han< leik hófst á sunnudag. Ni átta lið þétt i mótinu — þar 1. deildarlið — FH, Haul Grótta. Úrslit leikja fóru kvæmt áætlun — en Hau áttu I mesta basli með Stji úr 2. deild. Eftir að hafa ve mörk undir i hálfleik — » sigruðu Haukarnir loks Annars urðu úrslit þessi FH — Breiðablik Grótta—Afturelding ÍA — H. Kópav. Haukar — Stjarnan Konunni kemur það ekki við kyssi 10 konur fyrir framan h — segir Muhammad Ali - aðeins tróarleiðtoganum okkar, Wallece Muhammad. Hann er sá eini, sem ég þarf „Hinn eini, sem ég þarf að hafa áhyggjur af, ef ég geri eitthvað rangt, er Wallace Muhammed,” sagði heims- meistarinn i hnefaleikum Muhammad Ali i Manila — og átti þar við hinn nýja trú- arleiðtoga „Svörtu muslim- I '/ ífl anna”. Og hann bætti við. „Ef eiginkona min kemur að mér með tiu konum, sem ég er að kyssa og kjassa, þá kemur það henni ekki við — og ég hef engar áhyggjur af þvi. Aðeins aö ég komist ekki i vanda hjá Wailace Muhammed — hann er hinn eini, sem ég þarf að standa reikningsskil”. Ali ver . með oddi og egg „rétt” sinn til að eiga vin- konur jafnframt eiginkon- unni — og ástarlif hans er nú mjög i sviðsljósinu eftir að eiginkona hans, Belinda, yfirgaf æfingabúðir hans i Manila — flaug heim til Bandarikjanna, en áður hafði móðir Alis farið heim með þrjár dætur hans. Ali hefur flaggað talsvert meö fýrrverandi fegurðardis frá San Francisco, Veronicu Porche, i Manila. Fór meðal annars með hana i veizlu til Marcosar, forseta Filipps- eyja, og kynnti hana þar sem eiginkonu sina. Siðar sagði Ali þungur á brún með Vero- nicu Porche I Manila — en á myndinni til hægri er eigin- konan Belinda, þegar hún kom tii Manila. Ali, að það hefði stafaö af misskilningi. Þessi fyrrum fegurðar- drottning, Veronica Porche, hefur verið i flokki Alis i ár — og hefur oft verið kynnt sem „Veronica frænka”. Hún var i æfingabúðum Alis, þegar hann keppti i Zaire, Cleve- land, Las Vegas, Malasiu og kom með honum fyrir hálf- um mánuði til Manila, þar sem Ali mun verja heims- meistaratitil sinn gegn Frazier á morgun. Eigin- kona Alis, Belinda, kom sið- ar til Manila — en viðdvöl hennar var stutt. ,,Ég veit að þekktir menn eiga ekkert einkalif”, sagði Ali, ,,en að minnsta kosti ættu þeir að fá að sofa hjá þeim, sem þeir hafa hug á”. ,,Ég á aðeins eina eigin- konu — og það er aðeins hægt að eiga eina eiginkonu i Bandarikjunum. Mér kemur ekkert við hvað þeir segja — þetta er góð auglýsing”, sagði Ali. Strax eftir komuna til Manila fór Ali að kynna Porcþe sem eiginkonu sina á ýmsum stöðum — meðal annars i forsetahöllinni. ,,Ég á þrjár—fjórar vin- konur hér. Það eina, sem ég sæi athugavert er ef vinkon- ur minar væru hvitar — en þær eru það ekki. Auðvitað þarf ég að standa frammi fyrir Belindu — en ég hef ekki áhyggjur af henni”, sagði Ali. 1 Zaire, þegar Ali vann heimsmeistaratitilinn frá Foreman, lenti hann i deilum við Belindu út af Veronicu, sem þar var einnig. Belinda hefur alið Ali fjórar dætur I hjónabandinu. Fyrsta hjóna- band hans fór fljótt út um þúfur, þar sem eiginkonan, Sonji Roi, vildi ekki aðhyll- ast kenningar svörtu musl- imanna. En ekki hefur komið til neinna deilna milli þeirra Belindu og Veronicu siðan i Zaire þar til nú — ,,en auð- vitað lenda hjón einhvern tima i rifrildi”, sagði Ali. „Hafið ekki áhyggjur af eig- inkonu minni — og hafið ekki áhyggjur af hjá hverri ég sef. Ég mun ekki hafa áhyggjur af hjá hverri þú sefur. En þetta er farið að ganga of langt. Það er ráðizt á mig vegna trúarbragða minna — það er ráðizt á mig af alls konar ástæðum. En þeim mun ekki takast aö rægja mig niður, þó ég eigi vinkonu”, sagði Ali að lokum i Manila.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.