Dagblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 18
18 Dagblaðið. Þriðjudagur 30. september 1975 Afbrotaalda ó ísafirði: Afbrotaalda hefur að undan- förnu gengið yfir ísafjörð, jafn- vel svo að sumum ábyrgum mönnum finnst nóg um. Hér er um að ræða bæði stærri afbrot og minni, sum þegar upplýst en önnur i rannsókn. Einn situr i gæzluvarðhaldi grunaður um aðild aö innbroti. Viö ræddum fjögur þessara mála við fulltrúa bæjarfógetans á tsafirði i gær og fjalla þau um innbrot, dekkjastungur á bilum og „frelsisgjöf” sláturfjár að næturlagi. Þrír ungir menn hafa játað aö eiga sök á stuldi peningakassa úr mannlausri ibúð við Silfur- götu. Fóru þeir inn i' ólæsta ibúð um fyrri helgi og námu á brott lltinn peningakassa. 1 honum voru 165 þúsund kr. i reiðufé, bankabók o.fl. Hluta fjárins vörðu þeir til kaupa á segul- bandstækjum en bankabókina hreyfðu þeir ekki. Þeir gátu skilað henni ásamt kassanum og hluta peninganna, en munu greiða andvirði segulbands- tækjanna og tjónþoli þannig fá allt það er á brott var numið úr ibúð hans. Aðfaranótt mánudagsins 22. sept. var rúða brotin i úra- og skartgripaverzlun Axels Eiriks- sonar að Aðalstræti 22. Stolið var nokkrum úrum og fleiru. Grunur hefur fallið á ákveðinn mann og hefur hann verið úr- skurðaður i gæzluvarðhald meðan unnið er að rannsókn málsins. Þá var eina nóttina athafna- samur skemmdarvargur á ferð á Isafirði, en drap þó ekki niður af handahófi, að þvi er virðist. Af völdum skemmdarvargsins komu bæjargjaldkerinn, starfs- maður skattstjórans og einn lögreglumanna á Isafirði að bil- um sinum þannig útleiknum að öll dekk þeirra höfðu verið stungin með sil eða öðru odd- járni. Dekkin voru ekki ónýt, en illa farin. Þetta mál er með öllu óupplýst. A Isafirði er bent á þá staðreynd, að allir þessir menn er urðu fyrir barðinu á „stungu- manninum”, eigi það sameigin- legt að vinna á einn eða annan Stolið úr mann- lausri íbúð - skart- gripaverzlun rœnd - slúturfé hleypt út - dekk stungin hátt að lögtökum i kaupstaðn- um. Hafi sá fjórði, bæjarstjór- inn, hins vegar sloppið og segja sumir að það hafi aðeins verið vegna þess að bfll hans var inni i læstum bilskúr. Þá gerðist það aðfaranótt fyrra mánudags að sláturfé, sem flutt hafði verið i sláturhús i grennd við Isafjörð, hlaut skyndilegt og óvænt frelsi. Ein- hver hafði komið að húsinu um nóttina og hleypt fénu út. Féð náðist allt og ekki varð tjón af þessu tiltæki. Fulltrúi bæjar- fógetans vildi ekki aðhyllast þá kenningu sumra Isfirðinga, að samband væri milli þessa at- burðar og „Dags dýranna”, sem var um þessa helgi heldur telja yfirvöld að hér hafi hrekkjalómur verið á ferðinni og sennilega undir áhrifum á- fengis. Ýmis önnur mál eru i rann- sókn á ísafirði s.s. ýmsar kærur vegna gruns um akstur undir á- hrifum áfengis o.fl. — ASt. Iiim Hver er að byggja? Trygging hf. er að reisa þetta fjögurra hæða hús á horni Skafta- hliðar og Stakkahliðar. 1 septem- ber á næsta ári verða 25 ár liðin frá þvi að tryggingarfélag þetta hóf starfsemi á Vesturgötu 10. Standa vonir til að fyrirtækið geti flutt i nýtt húsnæði á aldarfjórð- ungsafmælinu. Jarðhæð hússins er hugsuð sem verzlunarhúsnæði, en efri hæðirn- ar fyrir skrifstofur. Þegar Trygg- ing hf. keypti hlutafélagið Vegg hf. á siðastliðnu ári, og þá um leið húseign Veggs hf„ sem nú er al- mennt nefnd Tónabær, fylgdi með i kaupunum byggingarlóð sú, sem þetta myndarlega hús er nú risið á. Framkvæmdastjórar Trygg- ingar hf. eru þeir Árni Þorvalds- son og Hannes 0. Johnson. -BS- Einar um andstœðingana í landhelgismólinu: „ÆTTI AÐ NÆGJA, EF ÞEIR SLEPPA VIÐ SKAÐABÆTUR" „1 stað þess að berjast gegn hugtakinu um efnahagslög- sögu ættu þessi riki að láta sér nægja, ef þau þurfa ekki að greiða skaðabætur fyrir þau geysilegu auðæfi, sem þau hafa tekið úr þessum auðlindum hingað til” sagði Einar Agústsson utanrikis- ráöherra á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna i gær. Hann sagði, að útfærslan i 200 milur væri i samræmi við vilja yf- irgnæfandi meirihluta þeirra rikja, sem þátt taka i störfum Hafréttarráðstefnunnar. Rikis- stjórn Islands væri ekki andvig að veita sanngjarna aölögun til bráðabirgða til að koma i veg fyr- ir efnahagslega örðugleika er- lendra fiskimanna. tslendingar mundu hins vegar ekki láta undan neinum efnahagslegum þrýsti- ingi. Með nýjum reglum mundu verða settar miklar takmarkanir á veiöar islenzka fiskiflotans jafnvel eftir að veiðum erlendra fiskimanna yrði lokið. Nærri helmingur af heildarafla botnlægra tegunda á íslandsmið- um kæmi enn i hlut erléndra, einkum Breta og Vestur-Þjóð- verja. Vegna veiða brezkra skipa á smáfiski yrði að telja, að meira en helmingur hafi verið veiddur af erlendum fiskimönnunji, sagði Einar. Skipin, sem þessar veiðar stunda, hefðu rikulegan styrk með ýmsum hætti frá hlutaðeig- andi rikisstjórnum. Þýðingarmesti fiskistefninn, þorskurinn, næði nú aðeins að hrygna einu sinni. Meðalaldur á veiddum fiski væri nú miklu lægri en nokkru sinni fyrr. Þetta sýndi uggvænlega þróun. Islenzki fiskiskipaflotinn væri fullfær um að hagnýta leyfilegan hámarksafla á svæðinu. Húsnœði — Bílasala Gott húsnæði vantar fyrir bilasölu. Fyrir- framgreiðsla og há leiga fyrir góðan stað. Tilboð merkt „Fyrirframgreiðsla —1936” sendist afgreiðslu Dagblaðsins fyrir 4. okt. nk. byggðaskipulag. Miðvikudaginn 1. okt. mun prófessor Dr. Edwin von Bövent- erhalda opinberan fyrirlestur um byggðaskipulag í boði Háskóla Is- lands. Prófessor von Böventer er hag- fræöingur að mennt. Hann hefur einkum starfað að hagfræðilegum og tölfræðilegum rannsóknum varðandi svæðaskipulag, þ.á.m. þróun atvinnu og mannfjölda i borgum og byggðarlögum. Hann er prófessor i þeim fræðum við háskólann i Munchen i Vestur-Þýzkalandi, en er um þessar mundir gistiprófessor við háskólann i Boston i Bandarikj- unum. 1 fyrirlestri sinum hér mun hann fjalla um fyrrgreind rann- sóknarefni. Fyrirlesturinn, sem fluttur er á vegum Verkfræði- og raunvis- indadeildar Háskóla Islands, verðurhaldinnikennslustofu 101 i Lögbergi, húsi lagadeildar, og hefst kl. 17 þ. 1. okt. Fyrirlestur- inn verður fluttur á ensku. Skrifstofa félags einstæðra foreldra Traðarkotssundi 6, er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 3—7 e.h., þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 1—5. Simi 11822. Á fimmtudögum kl. 3—5 er lögfræð- ingur FEF til viðtals á skrifstof- unni fyrir félagsmenn. Kvenstúdentar: Opið hús að Hall- veigarstöðum miðvikudaginn 1. október kl. 3-6. Fjölmennum og, spjöllum saman yfir kaffibolla. Nýlega kom út ljóðabókin Gengið á vatni eftir Aðalstein Ingólfsson. Ihenni eru um þrjátiu ljóð frumsamin og tuttugu þýdd úr itölsku. Af höfundum, sem Aðalsteinn hefur þýtt, má nefna Quasinodo, Unganetti, Montale og Pasolini. Gengið á vatni er til sölu i Bókabúð máls og menningar, Bókabúð Braga og i Bóksölu stúdenta. Einnig er hægt að fá bókina key pta hjá höfundi og næst i hann i sima 21587. Gengið á vatni er önnur bók Aðalsteins. Arið 1971 gaf Al- menna bókafélagið út bók hans óm innisland. Sýnfngar Ljósmyndasýning i franska bókasafninu að Laufásvegi 12. Þeir, sem sýna, eru tveir ungir Frakkar, Philippe Patay og Christian Roger. Sýningin stend- ur til 19. október og er opin dag- lega frá kl. 15—22. Myndirnar eru allar til sölu. Aðgangur ókeypis. Sigurþór Jakobsson sýnir i vinnustofu sinni að Hafnarstræti 5, kjallara, gengið inn Tryggva- götumegin. Sýningin er opin frá 2—10 og stendur frá 27. septem- ber til 5. október. Loftið: Hafsteinn Austmann sýn- ir. Opnaökl. 2 i dag, en verður op- ið á verzlunartima aöra daga, og sunnudaga frá kl. 2—6. Sýningin stendur frá 27. sept. til 11. október. Kjarvalsstaðir: Pétur Friðrik sýnir. Opiö frá 2—10. Stendur til 5. október. MtR-salurinn Laugavegi 178: Sýning á myndum eftir sovézk börn. Opin laugardag og sunnu- dag kl. 14—18. ...... cencisskrAninc 'NR. 178 - 26. aept. 1975. SkriB írá 23/9 1975 25/9 26/9 - 25/9 - 26/9 - 23/9 - Eining Kl. 12,00 Sala 1 Danda rfkjadolla r 164,20 l Strrlingapund 336, 20 1 Kanadadolla r 160,40 100 Danakar krónur 2661, 10* 100 Norakar krónur 2909, 10* 100 Sænikar krónur 3648,40* 100 Finnak mörk 4183,65* 100 Kranskir írtank.tr 3624, 60* 100 lU lg. franktar 411, 40* 100 Svissn. írartkar 6011, 55* 100 Gyllit.i 6017,60* 100 V. - Þýzk mörk 6199, 90 * 100 Lírur 23. 94 * 100 Auaturr. Sch. 877, 20* 100 Cscudos 601,30* 100 Peseta r 274. 35 100 Yen 54, 44 * 100 P.eikningsk rónur - Vilruskipta lond 100,14 1 Reikningsdolla r - Vöruskiptalönd 164,20 * D reyting írá •í'Buslu skráningu Við erum hérna tvær stelpur, sem langar til að komast i bréfaskipti við stráka á aldrinum 13-14 ára. Æskilegt er að mynd fylgi fyrsta bréfi. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Suðurgötu 99, Akranesi og Sigur- rós Allansdóttir, Sunnubraut 20, Akranesi. Kvenfélag Hreyfils: Fundur verður þriðjudaginn 30. septem- ber kl. 8.30 i Hreyfilshúsinu. Rætt verður um vetrarstarfið o.fl. Mætið vel og stundvislega. — Stjórnin. BFÖ- Reykjavíkurdeild. Þórsmerkurferð 4.-5. október. Upplýsingar og farmiðapantanir í sima 26122 i dag og á morgun. Frá iþróttafélagi fatlaðra Reykjavík: Iþróttasalurinn að Hátúni 12 er opinn sem hér segir, mánudaga kl. 17.30—19.30, bogfimi, miðviku- daga kl. 17.30—19.30 borðtennis og curtling, laugardaga kl. 14—17, borðtennis, curtling og lyftingar. — Stjórnin. Blak Reykjavikurmeistaramót 1975, karla ogkvenna í blaki, fer fram i iþróttahúsi Hagaskóla dagana 6. nóv., 17. nóv. og 25. nóv. næst- komandi. Þátttökutilkynningar, ásamt þátttökugjaldi, kr. 2000, skulu berast bréflega til Blakráðs Reykjavikur, Iþróttamiðstöðinni, Laugardal,fyrir 15. október næst- komandi. Blakdeild Vikings. Æfingatafla 1975—76. Vörðuskóli — þriðjudaga og fimmtudaga. Kl. 6.30: Old boys. Kl. 7.20: Frúarflokkur. Kl. 8.10: Meistarafl. kvenna. Kl. 9.30: Meistarafl. karla. Kl. 9.50: Meistarafl. karla. Réttarhoitsskóli — miðvikudaga. Kl. 21.10: Unglingaflokkur. Kl. 21.50: Meistarafl. karla. Kl. 22.25: Meistarafl. karla. Stjórnin. —HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.