Dagblaðið - 30.09.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Þriðjudagur 30. september 1975
7
Erlendar
fréttir
Afram-
haldandi
vínstríð
LandbUnaðarráðherrar
Efnahagsbandalagslandanna
náðu ekki miklum árangri i
viðræðum sinum i gærkvöldi,
þegar þeir reyndu að finna
lausn á „vinstriðinu á milli
Frakklands og Italiu.
Franski ráðherrann,
Christian Bonnet, sagði frétta-
mönnum i upphafi fundarins,
að hann byggist ekki við þvi,
að lausn fyndist á málinu áður
en fundinum lyki i dag. Hann
sagði fi^önsku stjórnina ætla
að halda fast við 12% toll sinn
á innfluttum itölskum vinum,
a.m.k. þangað til viðunandi
lausn fengist.
Frakkland lýsti einhliða yfir
þessari skattlagningu. EBE-
nefndin hefur lýst hana ólög-
lega. Að fundinum i gærkvöldi
loknum sagði irski ráðherr-
ann: ,,Ef eitthvað gekk, þá tók
ég ekki eftir þvi.”
Sadat áhyggjulaus
þótt Bandarfkjaþing
taki sinn tíma
Sadat Egyptalandsforseti sagði f sjónvarpsviðtali i
Kairó í gærkvöldi/ að hann hefði ekki áhyggjur, þótt
Bandaríkjaþing hafi enn ekki samþykkt mönnun banda-
Sadat treystir Henry vini slnum til hins ýtrasta.
Helsinki-fundurinn
samsœri USA og Sovét
— segir albanski utanríkisráðherrann
Albanski utanrikisráðherrann,
Nesi Nase, sagði á Allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna i gær-
kvöldi, að öryggismálaráðstefna
Evrópu, sem haldin var i Hel-
sinki, væri samsæri Bandarikj-
anna og Sovétrikjanna. Eftir sem
áður er ástandið i Evrópu algjör-
lea óbreytt, sagði ráðherrann.
Sagði hann ennfremur, að til-
gangslaust væri að tala um
öry ggi i Evrópu ámeðan stórveld-
in hersætu enn nokkur lönd álf-
unnar — og það 30 árum eftir lok
siöari heimsstyrjaldarinnar.
Evrópubúar búa stöðugt við hót-
anir og yfirgang þessara stór-
velda, sagði hann.
„Enginn vafi leikur á þvi,”
sagði Nase, „að heimsvaldasinn-
uðu stórveldin tvö munu nota yf-
irlýsingar ráðstefnunnar um
öry ggi Evrópu til nýrra pólitiskra
aðgerða, heræfinga og annarra
aðgerða. Með yfirlýsingar fund-
arins að vopni verða réttindi ann-
arra Evrópuþjóða troðin enn
frekar niður,enda hafa stórveldin
tvö (USA ogSovét) skipt álfunni á
milli sin.”
Ný herstöð byggð
á Diego Garcia
Öldungadeild Bandaríkjaþings
samþykkti fjárveitingu til þess í gœr
öldungadeild Bandarikjaþings
samþykkti i gær, að veita 13,8
milljón dollara til byggingar
flotastöövar á brezku eynni Diego
Garcia i Indlandshafi.
Féð er hluti fjárveitingar til
byggingar hernaðarmannvirkja i
Bandarikjunum og erlendis á
þessu fjárhagsári. Þá samþykkti
þingið einnig að veita 52 milljón
dollara til að byggja flugskýli fyr-
ir bandariskar flúgvélar á Bret-
landseyjum.
Tilraunir höfðu verið gerðar á
þinginu til að stöðva fjárveitingar
til hernaðarmannvirkja á Diego
Garcia/Pentagon — bandariska
vamarmálaráðuneytið — hefur
lýst þvf yfir, að framkvæmdir
þessar séu nauðsynlegar til mót-
9
vægis viö vaxandi umsvif Sovét-
rikjanna i Indlandshafi.
A sama tima gerðist það á Alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna
i New York, að forsætisráðherra
Máritius, Sir Seewoosagur Ram-
goolan, hvatti stórveldin til að
auka ekki hernaðarmátt sinn á
Indlandshafi.
Sir Seewoosagur, sem jafn-
framt er utanrikisráðherra lands
sins, sagði i ræðu sinni á þinginu:
„Við væntum þess af stórveldun-
um og öðrum, er meiriháttar af-
not hafa af Indlandshafi, að ekk-
ert verði gert sem brýtur i bága
við þá fyrirætlun að gera Ind-
landshaf að friðarsvæði. Við
væntum þess, að aukníng hernað-
armáttar stórveldanna komi ekki
til.”
1“
I
*
SRI LANKA
rískra eftirlitsstöðva í Sínaí-eyðimörkinni. Sagðist for-
setinn ekki óttast, að spillt yrði fyrir friðarsamningum
Egyptalands og israels.
„Þviskyldi ég hafa áhyggjur?”
sagði forsetinn. „Við erum búnir
að komast að grundvallarsam-
komulagi...ég hef ekki trú á þvi,
að bandariska þingið geri eitt-
hvað, sem dregur úr friöarhorf-
um i Miðausturlöndum.”
Sadat sagðist hafa rætt mögu-
leika á vopnakaupum frá Banda-
rikjunum við bandariska þing-
menn mörgum mánuðum áður en
samkomulagið var gert.
Utanrikismálanefnd Banda-
riska þingsins kemur aftur
saman I dag á lokuðum fundi til
að ræða hvort staðfesta eigi
mönnun eftirlitsstöðvanna.
Reiknað er með 200 mönnum til
að nianna stöðvarnar.
Til hamingju,
Spasskíj og Marína!
Boris Spasskij og Marina
Stcherbatcheff ganga i það
heilaga i Moskvu i dag. Aðeins
þrjár vikur eru siðan þau létu i
ljós ótta sinn um að sovézk yfir-
völd hygðust tefja fyrir gifting-
aráformum þeirra.
Fréttir frá Moskvu i morgun
sögðu Spasskij og Larissu fyrri
konu hans hafa skilið 1974. Segir
ennfremur, að Lariss.i hefði
verið send til Reykjavikur 1972 i
veikri tilraun til að hjálpa Boris
til að halda heimsmeistaratitl-
inum i skák.
Marina Stcherbatcheff, sem I
dag verður lögleg eiginkona
Spasskfjs. Hún gerir sér vonir
um að geta haldið áfram að
vinna i franska sendiráöinu I
Moskvu.
Diego Garcie
FEGURSTA Panama
LÆRI gefur
HEIMS sig ekki
BRAKAÐ Embættismenn viðræðu- nefnda Bandarikjanna og Panama hófu i eær á nv við-
Marlene Dietrich var flutt á
sjúkrahús i Sidney I Astraliu
morgun með brákað lærbein.
Hún-féll á sviði i gærkvöldi.
Marlene er 72 ára og þótti áður
fyrr vera með fegurstu — og
dýrustu — fætur i skemmtana
iönaði heimsins.
Slysið varð á sjöundu hljóm
leikum Dietrich i Astraliu
Átti hún fimm hljómleika eft-
ir. í fréttaskeytum fráSidney i
morgun sagði, að áheyrendur
hefðu verið skelfingu lostnir
þegar hún hrasaði og datt sið-
an. Marlene lá hreyfingarlaus
á sviðinu þegar tjaldið var
dregið fyrir. Frekara hljóm-
leikahaldi var þegar aflýst.
Fyrir tveimur árum féll
Marlene og mjaðmargrindar-
brotnaði.
Dagskrá hljópileika hennar
samanstóð af lögum, sem
gerðu Dietrich fræga á fjórða
áratug aldarinnar.
ræður um framtiö bandariskr-
ar stjórnar yfir Panama-
skurðinum og nágrenni hans.
Búizt er við að þessi lota við-
ræðnanna taki 10 daga. Er
henni ætlað að duga stjórnvöld
um I Panama til að leggja
fram athugasemdir sinar við
málamiðlunartillögu Banda-
rikjanna vegna nýrra samn-
inga landanna tveggja um
framtið skurðarins. Þrjár vik-
ur eru siðan þær tillögur voru
lagðar fram i Panama City.
Helztu ágreiningsefnin eru
fjöldi bandariskra herstöðva I
landinu og staðföst krafa
Panamastjórnar um að hafa
endanlega fengið öll yfirráð
yfir skurðinum fyrir aldamót.
Samningurinn, sem nú er i
gildi, er frá 1903. Samkvæmt
honum stjórna Bandarikin
skurðinum eins og hann væri
bandariskt land. Þingið hefur
lagzt hart gegn öllum breyt-
ingum á samningnum.
t