Dagblaðið - 30.09.1975, Page 9

Dagblaðið - 30.09.1975, Page 9
2 Dagblaðiö. Þriöjudagur 30. september 1975 VALDI EMBÆTTISMANNA Hvað einkennir embættismanninn? Hvað einkennir embættis- menn? Meirihluti fólks valdi orðin „varkár”, nær góðum árangri” sem bezt lýsandi þess- ari stétt. Litið var um að menn teldu hana vinna af kappi að umbótum og velferð. Nú er alls staðar talað um að spara og viðast full þörf á sparnaði i rikisútgjöldum. Hvað á að spara? Um helmingur Þaö er hægt aö græöa peninga meöþviaö liggja. Vestur-þýzkir embættismenn fá meira en aörir meöan þeir eru sjúkir. Vestur-Þjóðverja vill láta spara útlát til embættismannakerfis- ins. 16 af hundraði vildu hugsan- lega spara þar „eitthvað”, og aðeins 16 af hundraði sögðu „alls ekki”. Engum kemur til hugar i alvöru, segir Stern, að spara með lækkun launa, en það vefst nú fyrir mönnum, hvernig stendur á öllum forréttindum embættismanna. Hvað hafa þeir unnið til? Hvað er orðið um jafnrétti þegnanna? Auðvitað hlóðu þýzkir höfð- ingjar gæðum á embættismenn sina. Þetta hefur ekki aðallega verið gert til að launa vel unnin störf, heldur fyrst og fremst til að ná embættismanninum af hinum almenna vinnumarkaði. Jafnaðarmaðurinn Holger Börner hefur gert tillögur um niðurskurð útgjalda til kerfis- ins. Þvi var illa tekið. Sá, sem vill beita skærunum, þarf sterk- ar taugar. Þó voru tillögur jafn- aðarmannsins mjög hógværar og óljósar. Forréttindi embættis- manna Vestur-þýzkir embættismenn hafa greiðan aðgang að lánum, miðað við aðra borgara. Þeir njóta meiri réttinda ef veikindi ber að höndum. Þeir hafa nokk- ur skattfriðindi og greiða öðrum minna i tryggingagjöld. Þeir hafa, þar og hér, aukatekjur i nokkrum mæli og fá bónus. Skattfriðindin eru falin með ýmsu móti. Mörgum tekst aö fá húsgögn á rikisins kostnað. Þótt rikisstjórn kvarti um fjárþurrð i rikiskassanum, þá er hann ekki svo tómur að neitt séu skert þessi friðindi embættis- manna. Enginn stjórnmála- flokkur hefur kjárk til aö móðga þennan kjósendahóp með þvi að draga úr friðindunum, þótt al- menningur krefjist þess. Mörg friöindin eiga sér langan aldur, en jafnóðum hefur auk þess safnazt á þau. Það er algerlega gagnstætt eðli embættismanna að hafna neinum friðindum sem kostur er á, segir Stern og kem- ur ekki á óvart, enda i samræmi við mannlega náttúru upp til hópa. Meira tillit til annarra? Spurt var i skoðanakönnun, hvort embættismenn tækju ekki öörum fremur tillit til almanna- heillar, en þvi svöruðu nærri tveir af hverjum þremur neit- andi. Aðeins fjórðungur taldi svo vera. Tillögur Hans Dietrichs Genschers innanrikisráðherra um umbætur i þessum efnum stranda á embættismönnunum sjálfum. Getur verið að þeir hugsi nægilega um almanna- heill til að fallast á breytingu á hinu úrelta „kerfi”? Genscher vill breyta til og greiða mönnum samkvæmt ábyrgö og geröum i starfi. Hins vegar hefur kanslarinn, HelmutSmhmidt, gert sér grein fyrir, hversu öflugir embættis- menn eru i jafnaöarmanna- flokknum. Hann hefur látiö koma fram, að hann geri litiö úr tali um umbætur I þeim efnum. En 37,3 prósent af öllum þing- mönnum á vestur-þýzka þinginu eru embættismenn. Þetta er geysimikil aukning frá þvi sem til dæmis var árið 1949. Þá voru embættismenn aðeins 16,8 prósent þingmanna. Þingmenn þar hagnast á hækkun launa embættismanna. Þá fá þeir sjálfir launahækkun. Gustav Heinemann, fyrrum forseti, talaði um að hannóttað- ist, að þetta „heföi illan endi” og embættismenn á þingi hegðuðu sér eins og i kjörbúð, Hann verpir gulleggjum i hendur embættismanna þegar þeir eidast. Þeir fá meiri elli-, lifeyri en aðrir. sem þeir einir ættu aðgang að. Astandiðiþessum efnum mun viða vera svipað og i Vestur- Þýzkalandi. Embættismenn mynda að miklu leyti það sem kallast „kerfi”. Völd þeirra hafa vaxið og þeir hafa kunnaö að ota sinum tota. Erfitt er að skerða veldi þeirra og tekjur til að auka tekjur og völd annarra, sem fá bita af þjóðarkökunni. Þetta var reynt i Þýzkalandi i kreppunni 1931. Allir rikis- starfsmenn fengu 10 af hundraði minna kaup en áöur. Og margir þeirra urðu reiðir og kusu Adolf Hitler. Kjallarinn Axel Kristjánsson aður verði i framtiöinni snið- genginn þegar opinberir aöilar eiga hlut að máli. Þaö er nú einu sinni þannig i pottinn búið hér að hiö opinbera er stærsti kaupandinn. Stærstu framkvæmdirnar i landinu eru á vegum opinberra aðila og þvi skiptir miklu máli hvernig við- horf valdamanna til smáiðnað- ar eru á hverjum tima, ef ekki á áfram að hallast á ógæfuhlið i þessu efni verður að setja á- kveönar reglur um innkaup hins opinbera, þar sem tryggt er að ekki veröi gengið fram hjá inn- lendum framleiðendum og þeir sniðgengnir, eins og þvi miður hefir átt sér staö á undanförnum árum og fer vaxandi. Mörg islenzk iönfyrirtæki hafa neyðzt til að hætta aö und- anförnu vegna óhóflegs inn- flutnings á sams konar vöru er- lendis frá, oftast að óþörfu. Ég fæ ekki betur séö en aö enn fleiri munu leggja upp laup- ana á næstunni ef ekki veröur nú þegar breytt um stefnu i þessum málum og Islenzkur iðnaður lát- inn njóta sanngirni i samkeppni við innfluttan iðnvarning. Með þvi mætti spara millj- ónatugi fyrir þjóðarbúið, sem ekki er vanþörf á eins og nú stendur. Axel Kristjánsson. Listfilmari á ferð um bandarísku kvikmyndalistakonuna Rosalind Schneider Kvikmyndin og. hrein kvik- myndalist hafa haldist i hendur alveg frá þvf þessi sifrjói miðill var fundinn upp. Ýmsir kvik- myndagerðarmenn léku sér að gerð stuttra mynda þar sem söguþræði varnær alveg varpað fyrir borö en allrahanda uppá- tæki, ljós,,effektar” eða dauðir hlutir komu I staðinn og dönsuðu saman á tilviljunarkenndan hátt. Margt af þessu var að sjálfsögðu hreinn leikaraskapur en þó voru uppi kvikmynda- gerðarmenn eins og t.d. Melies- bræðumir sem gerðu alvarlegar tilraunir til að setja saman hreinar afstrakt kvikmyndir. Siðan voru það málaramir og myndhöggvararnir sem um tima komust lengst I myndræn- um rannsóknum á tilverunni, — en slðan uppgötvuðu þeir einnig möguleika „hreyfimynda” enda var hreyfingin sem .slik þunga- miðja myndhugsunar manna eins og fútúristanna. Ekki má heldur gleyma kvikmyndum dadaista og súrrealista eins og Duchamps, Man Rays og svo Bunuels. En þetta voru tiltölu- lega litt þekkt fyrirtæki og hin sigilda talmynd með söguþræði og stjömum réði lögum og lof- um i kvikmyndaheiminum og gerir enn. Betri tækni A siöustu árum hafa margar tæknilegar nýjungar i kvik- myndagerö gert mörgum kleift að ryöja sér nýjar brautir og nota kvikmyndina aftur sem hreinan tjáningarmiðil. Má þar t.d. nefna kvikmyndatökuvélar sem eru léttari, auðveldari i notkun og sparsamari en áður þekktist og sömuleiöis em film- urnar sjálfar orðnar ljósnæmari og skila litgæðum betur. 1 fyrstu urðu þessar nýjungar til þess að listamenn á ýmsum sviðum gátu fariö að gera „list- rænar” kvikmyndir um verk sin tiltölulega ódýrt, hvort sem það vom málverk, skúlptúr, dans eöa tónlist. En þarna var enn verið að nota kvikmyndina i þágu einhverrar annarrar list- greinar og það er ekki fyrr en nýlega að fram hafa komið reglulegir kvikmynda-lista- menn sem beitt hafa vélum sfn- um eins og málari pensli eða tónskáld hljóðfæri sinu. Með linsum af ýmsum stærðum og geröum, óvenjulegum sjónar- homum og svo ýmsum efna- fræöilegum leiðum hafa þessir kvikmyndalistamenn „kompóneraö” myndir sinar eins og málari striga sinn. Brot úr veruleikanum, af- strakt form, litir og ljós eru not- aðir til aö tjá lifsviðhorf kvik- myndalistamannsins og allar likur eru á þvi aö þessi stórkost- legi miðill sé enn I bernsku og við eigum eftir að sjá hann blómstra á næstu árum. Viðþekkt listakona Það hefur liklega farið fram hjá mörgum að siðustu viku dvaldi hér viöþekkt listakona á þessu sviði, bandarfski málar- inn og kvikmyndalistamaðurinn Rosalind Schneider. Hér var hún að viða að sér efni i kvik- mynd en hélt einnig fyrirlestur og sýndi nokkrar kvikmyndir slnar i Menningarstofnun Bandarikjanna. Rosalind Schneider var vel þekkt sem málari þegar hún hóf að gera kvikmyndir fyrir sex árum og var hún þar að fara út á hættu- lega braut fjárhagslega. En ein- beitni hennar og listræn hug- kvæmni varö fljótt til þess aö myndir hennar fóru að vekja mikla athygli og þegar þetta er skrifað hefur hún sýnt kvik- myndir sinar um viðan heim, — Musee’d’art Moderne I Paris, Nútimasafninu I Vin, auk þess sem hún hefur haldið einkasýn- ingar á kvikmyndum sinum viðsvegar um Bandarikin. Mesti heiður, sem henni hefur verið sýndur hingað til, er aö hið glæsilega og viðfræga Hirshorn safn I Washington bauö henni fyrstri manna að halda einka- sýningu á kvikmyndum sinum þar. Listhreyfing kvenna Rosalind Schneider hefur einnig staðið mjög framarlega I listhreyfingu ameriskra kvenna Rosalind Schneider litur á myndir sinar sem sjálfstæð listaverk sem hún jafnframt hvetur söfn og stofnanir til að kaupa og eiga eins og málverk eöa skúlptúr og eins og stendur hefur Menningarstofnun Bandarikjanna nokkrar myndir hennar milli handanna sem öll- um er heimilt aö skoða er þang- að koma. og hefur skrifað fjölda greina um kvenfólk og kvikmyndir. Sem málari vann Rosalind Schneider I anda afstrakt expressjónismans og segir að vinnubrögð hennar i kvik- myndagerð séu ekki ósvipuð þeim vinnumáta. 1 hvoru tveggja vinnur hún með litfleti og kraftlinur, sterkar and- stæður forma og i báðum þess- um miðlum er áhorfanda ætlað að lesa úr myndsköpuninni frá upphafi til enda á vissum tlma. Hrynjandi lifrænna forma er henni kær i báðum en kvik- myndina telur hún þó áhrifa- meiri þar eð hún getur beinlinis umkringt áhorfandann mynd- rænni upplifun, einkanlega i viðamestu mynd sinni hingað til, „Parallax” þar sem þrir hlutar sömu kvikmyndar eru sýndir á þrem tjöldum I einu. Þær eru allar mikil upplifun og bera keim af „science- fiction” myndum, en er svo til eingöngu kompóneruð i vinnu- stofu Schneiders og byggist á ljóseffektum og nær mikróskóp- iskum „close-up” á hversdags- hluti. „Irvington to N.Y.” er eins konar stutt ferðasaga i lest, full af fjölbreyttum andstæðum og tón-breytni. „Andrea acting out” er 14 minútna mynd um hugarheim dóttur hennar þar sem svart-hvitt og litur eru sett- ir saman og tal og tónar eru eft- ir dótturina. Aðrar myndir Rosalind Schneider I Menningarstofnun Bandarikjanna eru einnig mjög áhugaverðar og sýna ótvirætt að hér er á ferðinni þroskaður listamaður sem allir kvik- myndaáhugamenn ættu að kynna sér.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.