Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.10.1975, Qupperneq 4

Dagblaðið - 13.10.1975, Qupperneq 4
4 Dagblaöiö. Mánudagur 13. október 1975. ELDAVÉLAR 6 litir: Titan — hvít Avocado — græn Kopper — brún Poppy — rauð Marin — blá Antik — gul Gerö HE — 6644 Utanmál. HxBxD 54x58x62 Meö eöa án klukku og stillirofa fyrir ofn. Verö: Hvit án klukku kr. 55.700. ( Klukka kr. 10.200. ELDAVÉL meö hitahólfi. Gerö E 6644 Frístándandi á hjólum, 90 cm boröhæö. Meö eöa án klukku og stilli- rofa fyrir ofn. Utanmál: HxBxD = 90x58x62 cm. Verö: Hvit án klukku kr. 66.100 ELDAVÉLASETT LÖGREGLAN EFTIR HELGINA: HÖFUDKÚPUBROT OG INNVORTIS MEIÐSL Alvarlegt umferðarslys varð á Miklubraut kl. 19.30. 76 ára gömul kona var þá á leið yfir Miklubrautina á gangvegi rétt austan Tónabæ. Lenti hún fyrir Landroverbifreið með þeim afleiðingum, að hún höfuð- kúpubrotnaði. Var hún flutt i slysadeild og siðan i Borgar- spitalann, þar sem hún var skorin upp vegna innvortis meiðsla. Mikið var um slys og óhöpp i umferðinni um helgina og fluttu sjúkraliðsmenn t.d. niu slasaða i slysadeild á sunnu- daginn. —ASt. SKJÓTUR ENDIR ÖKUFERÐAR Hún fékk skjótan endi ökuferð tveggja fólksbifreiða úr Reykjavik, sem héldu i austur- átt eftir Vesturlandsvegi á sunnudag. Sá sem á eftir ók ætl- aði framúr, en i sama mund sveigði sá er á undan hafði ekið t.v. og hugðist aka inn á Gufu- nesveg. Arekstur varð ekki um- flúinn og ökumenn beggja bil- anna voru fluttir i slysadeild, en fengu heimfararleyfi er gert hafði verið aðmeiðslum þeirra. Báðir bilarnir voru óökufærir eftir, og voru fluttir af slysstað i kranagálga. —ASt. ÓK Á STAUR Á BÆJARHALSI Okumaður jeppabifreiðar missti stjórn á bil sinum er hann ók um Bæjarháls um kl. 6 á sunnudagskvöld. Lenti bifreiðin á ljósastaur við Hraunbæ og varð áreksturinn mjög harður og miklar skemmdir á bilnum. Farþegi, sem i jeppanum var, hlaut einhver meiðsl og var fluttur i slysadeild. A myndinni er eigandinn að hyggja að illa förnu ökutæki sinu. —ASt./Bjarnleifur. RÉÐIST Á HÚSMUNI í BREIÐHOLTI Það slóst nokkuð hastarlega upp á vinskapinn milli húsráð- enda og gests i húsi einu við Yrsufell aðfaranótt laugardags- ins. Gesturinn gerðist ölvaður mjög og tókað láta hendur og fætur dynja á húsmunum. Urðu af þeim látum húsbrot nokkur áður en lögreglan kom á staðinn og fjarlægði gestinn. Fékk hann inni i fangageymslum lögregl- unnar. —ASt. VIÐBEINSBROTNAÐI BEGGJA MEGIN Sex ára drengur varð fyrir bifreið á mótum Hofsvallagötu og Reynimels á laugardaginn. Drengurinn hugðist hlaupa yfir götuna en sá ekki til bifreiðar sem ekið var um Hofsvallagötu. Drengurinn var fluttur meðvit- undarlaus á slysadeild. Var hann viðbeinsbrotinn beggja megin og hafði einnig hlotið höf- uðmeiðsli. —ASt. 19 TEKNIR ÖLVAÐIR VIÐ AKSTUR Tiu ökumenn voru teknir ölv- aðir við akstur á götum höfuð- boigarmnar um helgina. Eng- inn þeirra hafði valdið tjóni. Hafnarfjarðarlögreglan tók 5 sams konar sökudólga um helg- ina og lögreglan á Keflavikur- velli hafði hendur i hári fjögurra slikra. Voru tveir þeirra utan vallarins, einn bar að i hliði vallarins og einn var akand inn á vallarsvæðinu. —ASt. HÖFUÐKÚPUBROTINN HJÓLREIÐAMAÐUR 54 ára gamall Reykvikingur sem hjólaði suður Kringlumýr- arbraut i gærdag var fyrir jeppabifreið á mótum Sléttu- vegar. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus af slysstað og lék grunur á þvi að hann væri höfuðkúpubrotinn, auk þess sem hann hlaut fleiri meiðsl. Hann var fluttur i slysadeild Borgar- spitalans. —ÁSt/Ljósm. Finnbj. Finnbj. Bökunarofn gerð IB-66-4 Helluborð gerð IH-7224. Helluborð gerð IH-6624 Ofn með stafaklukku og stillirofa fyrir ofn. Verö: Hvlt sett kr. 73.620 Verö i lit um það bil 12% hærra. KOMIÐ OG SKOÐIÐ Greiðsluskilmálar. Örugg viðgerðarþjón- usta. v/óðinsgötu/ simi 10322 Hafnarfírði Sími 50022 Réttingaverkstœði athugið Getum útvegað með stuttum fyrirvara hina fjölhœfu réttingatjakka og réttingatœki fré Guy-Chart í Kanada fyrir allar stœrðir ökutœkja og verkstœða Sýningartœki og nénari upplýsíngar ó staðnum Bílasmiðjan Kyndill, Súðarvogi 36, sími 35051 og 85040 Kvöldsími: 75215 BIPRCIÐA CIGEnDUR! Nú er rétti tíminn til athugunor 6 bílnum fyrir veturinn Framkvæmum véla-, hjóla- og Ijósastillingar ósamt tilheyrandi viðgerðum. Ný og fullkomin stillitaoki. VÉLASTILLING SF. Stilli- og Auðbrekku 51 vélaverkstæði Kópavogi, sími 43140 FÆREYSKA - FÆREYJAKYNNING FÆREYSKA: Þátttakendur mæti þriðjud. 14. okt. kl. 18 i NORRÆNA HUSINU FÆREYJAKYNNING verðurá fimmtudögum kl. 18 i NORRÆNA HÚSINU. Þátt- taka tilkynnist i sima 28237 á Fræðsluskrifstofunni.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.