Dagblaðið - 13.10.1975, Síða 12
Ó, hvað ég sakna Y við veröum bara að
Lolla. I
Dagblaðið. Mánudagur 13. október 1975.
Dagblaðið. Mánudagur 13. október 1975.
Skoruðu
bóðir í
Belgíu
— og Standard og ;
Charleroi unnu stór-
sigra á útivöllum
Þetta er langbezti leikur, sem við
höfum leikið hjá Charleroi frá því ég
byrjaði aðleika meðliðinu, sagði Guð- I
geir Leifsson, þegar Dagbiaðið ræddi
við hann i morgun. Sjálfur er ég i sjö- ;
unda himni með leik minn — ég skor- |
aði annað markið i leiknum, og átti .
báðar sendingarnar, sem hin tvö I
mörkin voru skoruð úr — já, þetta er i,
bezti leikur minn hér i Belgiu, sagði
Guðgeir ennfremur. ý
Charleroi lék á útivelli við Berchem :
og komstúr botnsætinu við sigurinn — í
er nú þriðja að neðan. Standard Liege I
vann einnig stórsigur á útivelli i gær — I
og þegar ég talaði við Ásgeir var hann |
mjög ánægður með leik liðsins, sagði |
Guðgeir. Asgeir skoraði mark I leikn- 1
um — ég held það hafi einnig verið ^
annað mark leiksins.
Úrslit i Belgiu urðu þessi í gær: Y
Anderlecht — Ostende 1-0
Louviere — Malinois 4-4
Malines — Standard 0-3
Liegeois —Molenbeek 1-2
Lierse — Beringen 5-1
Beveren — Brugeois 2-0
Brugge — Lokeren 2-0
Waregem—Antwerpen 0-0
Berchem—Charleroii 0-3
Þetta er allt að lagast hjá okkur i
Charleroi og mikil ánægja hér með lið-
iðeftir hina slæmu byrjun. Þá virtist
allt ver g,að brotna niður — en nú er
öldin önnur. Við erum fjórir erlendir
leikmenn hjá liðinu, Hollendingur, ,
Þjóðverji og júgóslavneskur landsliðs-
maður —en ég er nú ekki hræddur um
sæti mitt lengur, eins og gengið hefur
að undanförnu. Þrir leikir án taps og I
næstu umferð leikum við gegn
Malinois. Þar ættum við einnig að geta
fengið tvö stig, sagði Guðgeir að lok- t
um.
Tékkinn fékk |
11 þús. dolknra
Jan Kodes, Tékkóslóvakiu, sigraði á '
meistaramóti i tennis I Madrid i gær — é
sigraði itaiann Panatta 6—2, 3—6, 7—6
og 6—2 í úrslitaleik mótsins. Verðlaun v'
þar voru 75 þúsund dollarar. t undan- \
úrslitum sigraði italinn Björn Borg #
auðveldlega 7—5, 6—0 og 6—2, en Kod- \
es vann Fillol, Chile, 5—7, 2—6, 7—6,
6—2 og 6—3 i maraþonleik. Kodes \
hlaut 11 þúsund dollara i 1. verðlaun. j?
Stigatalan hjá fremstu tennismönnum |
heints er nú:
1. Vilas, Argentinu, 715
2. Orantes, Spáni, 604
3. Ashe, Bandarikjunum, 475
4. Borg, Sviþjóð, 460
5. Nastase, Rúmeniu, 400
6. Connors, Bandarikjunum, 340
7. Kodes, Tékkóslóvakiu, 328
Enn unglinga-
met hjá Óskari
Enn setti Óskar Jakobsson nýtt
unglingamet á laugardag. Það var á
11. kastmóti iR og Óskar kastaði 54,44
m. lleldur sig við fjóra eins og áður —
fyrri met hans 54.04 og 54.34 m að und-
anförnu. Guðni Ilalidórsson varð ann-
ar með 50.24 m sem er næstbezti ár-
angur hans i greininni. Þá kastaði Eli-
as Sveinsson 45.28 m og Jón Þ. Ólafs-
son 44.68 m Bravó Jón, en hann á sem
kunnugt er islandsmetið góða i há-
stökkinu. Prengjakringlu kastaði Þrá-
inn Hafsteinsson 56.32 m og Ásgeir Þór
Eiriksson kastaði drengjakringlu 51.02
m. i gær var 12. kastmótið háð og þar
lielz.t, að Óskar Jakobsson kastaði
kringlu 51.64 m.
Meistararnir
nóðu aðeins
jafntefli
— Ég man ekki eftir, að undirbún-
ingur fyrir landsleik hafi verið eins
snurðulaus og nú, sagði Helmut Schö-
en fyrir landsleik V-Þjóðverja og
Grikkja.
En Grikkir komu á óvart I Dussel-
dorf — og gerðu jafntefli við heims-
meistarana 1—1. Með smáheppni hefði
sigurinn jafnvel gctað orðið þeirra, já,
heimsmeistararnir eru aðeins skugg-
inn af sjálfum sér.
Þrátt fyrir stórgóðan leik Netzers
fyrir Þjóöverjana og yfirburði úti á
vellinum áttu þeir I miklum erfiðleik-
um með að skapa sér tækifæri. Jwpp
Heynckes kom Þjóðverjum yfir á 68.
mlnútu, 70 þúsund áhorfendum til
mikillar gleði, en Adam var ekki lengi
i Paradis, Delikaris jafnaði fyrir
Grikkina á 78. minútu, eftir slæm mis-
tök Beckenbauers, sem greinilega er
farið að förlast. Ekki voru þetta einu
mistök hans i leiknum. Áður hafði
hann fært Delikaris boltann á silfur-
fati, en Maier bjargaði meistaralega.
Staðan i riðlinum er nú:
Grikkland 6 2 3 1 12-9 7
V-Þýzkaland 4 1 3 0 5-4 5
Búlgaría 4 13 1 10-6 4
Malta 4 1 0 3 2-10 2
Danir töpuðu
Spánverjar sigruðu Dani 2—0 I
Barcelona i gær i Evrópukeppni lands-
liða. Danir pökkuðu vörnina og áttu
Spánverjar I mestu erfiðleikum með
að komast I gegn. Fyrra mark Spán-
verja skoraði Pirri á 40. minútu og
Capon bætti öðru við skömmu fyrir
leikslok. Nú þurfa Spánverjar aðeins
eitt stig — á möti Rúmeniu — til að
komast upp úr riðlinum.
Staðan i 4. riðli:
Spánn
Rúmenia
Skotland
Danmörk
5 3 2 0 8-4 8
4 1 3 0 8-3 5
41214-4 4
5014 2-11 1
h.halls.
GAT SKORAÐ HVAÐAN
SEM VAR AF VELLINUM
— Einar Magnússon skoraði sjö mörk fyrir Hamborg, Ólafur H. fimm fyrir
Dankersen, og Göppingen vann stórsigur í þýzka handboltanum
Þetta er stórkostlegur leikmað-
ur — hánn getur skorað hvar sem
hann er á vellinum, sagði þulur
þýzka sjónvarpsins, þegar Einar
Magnússon sendi hvern þrumu-
fleyginn á fætur öðrum i mark
Perchlag I Hamborg i gær. Ham-
borg SV sigraði þá i sinum fyrsta
leik i norðurdeildinni þýzku 16-14
— og Einar var markhæstur með
sjö mörk. Kafli úr leiknum var
sýndur í sjónvarpinu — og þar var
langmest rætt um frammistöðu
Einars var Dagblaðinu tjáð, þeg-
ar rætt var við Hamborg i morg-
un.
Við glopruðum fjórum sinnum
niður unnum leik, sagði Axel
Axelsson, þegar við ræddum við
hann i morgun i Dankersen. Við
lékum á útivelli við Bad
Jimmy Rogers, Armenningurinn, verður heldur betur að lita upp til
Curtis Carters, KR-risans, sem er 2.07 metrar á hæð. DB-mynd, Bjarn-
leifur.
Þeir svörtu setja
mörk sín ó körfuna
,,Það er til litils að vera að
flytja inn leikmenn, ef lélegir
dómarar leyfa, að þeir séu bein-
linis barðir niður,” sagði áhorf-
andi eftir leik KR og Vals I gær-
kvöldi. Einn helzti höfuðverkur
körfuboltans kristallast i þessari
setningu. Löngum hefur viljað
brenna við að dómgæzla hafi ver-
ið með eindæmum léleg.
,,Trukkurinn” þeirra KR-inga
Curtis Carter lék sinn fyrsta leik
i gærkvöldi og þrátt fyrir litla að-
stoð frá félögum sinum skoraði
hann 26 stig. Ekki var hann þó
stigahæstur, Bjarni Jóhannesson
var með 32 stig, aðrir eru vart
umtalsverðir. KR-ingar geta
þakkað þessum tveimur sigur
sinn gegn Val, 89-81. Hjá tætings-
Fyrsti sigur Player í ár
Gary Player frá S-Afriku sigr-
aði I golfmótinu sem var háð i
Lancome i Frakklandi nú um
helgina. Hann náði mjög góðum
árangri—lOundirpari og var sex
höggum á undan næsta manni,
Lanny Watkins frá USA.
Sigurvegarinn frá 1970 Tony
Jacklin byrj. mjög vel og haföi
forustu eftir tvo hringi — en eftir
það var ekki heil brú I leik hans og
hann hafnaði i 5. sæti. Arnold
Palmer og Billy Casper, þeir
frægu kallar, áttu i mestu erfið-
leikum og höfnuðu i miðjum hóp
— það er ekki sami glansinn og
var yfir vinsælasta golfleikara
fyrr og siðar Arnold Palmer —
enda farinn aö eldast. Gary Play-
er vann þarna sinn fyrsta sigur á
golfmóti utan Suður-Afriku i ár.
h. halls.
legu Valsliði — Þórir Magnússon
meiddur — var Torfi Magnússon
stigahæstur með 22 stig.
Nú, en óvæntustu úrslit leikja
helgarinnar voru vafalaust sigur
Fram gegn Val. I jöfnum leik, þar
sem Fram þó virkaði alltaf sterk-
ara liðið, sigraði Fram 67-62, eftir
að Valur hafði haft yfir i hálfleik
41-33.
1R átti ekki I erfiðleikum með
ÍS á laugardaginn. Þeir sigruðu
örugglega 82-53. Kristinn Kol-
beinsson var stigahæstur ÍR-inga,
20 stig, Þorsteinn Guðnason 18 og
Kristinn Jörundsson 14. Hjá 1S
var IR-ingurinn fyrrverandi, Jón
Indriðason, hæstur með 15 stig.
Armenningar voru ekki i vand-
ræðum með Framara, 45 stiga
munur skildi i lokin, 86-41. Út-
lendingurinn þeirra, Rogers,
skoraöi 19 stig. Jón Sigurðsson 18
og gamla kempan Birgir Birgis 14
stig. h.halls.
Gene Littler, USA, sigraði i Kyrra-
hafsmeistaramótinu i golfi i gær i In-
zai, Japan, og er það annar sigur hans
i röð á þessu „rikasta golfmóti
lieims”. Fyrir sigurinn hlaut Littler 65
þúsund dollara. Littler lék á 278 högg-
um, en næstir komu Ozaki, Japan, og
Bandarikjamennirnir Hubert Green,
Lee Elder og Allen Miller, allir á 279
högguin. Elder hafði forustu þrjá
fyrstu dagana, en lék siðustu 18 hoi-
urnar á 74 — Littler á 7,1.
1 miklum darraðardansi i Hafn-
arfirði á laugardaginn sigraði FH
lélegt Vikingslið 31-24. Já, hvorki
fleiri né færri en 55 mörk voru
skoruð — tæplega mark á minútu.
Mikið skelfing má handboltinn
vera lélegur ef þessi leikur beztu
liða íslands er marktækur. Við
skulum vona að svo sé ekki, áhugi
leikmanna var i lágmarki, sér i
lagi Vikinga.
FH hlaut þarna sæmdarheitið
meistarar meistaranna, nafnbót,
sem á ekkert skylt við þann leik,
sem liðin sýndu. FH-ingar höfðu
alltaf frumkvæði i leiknum og i
hálfleik var staðan 15-11, eftir að
Þórarinn Ragnarsson sendir
knöttinn i mark Vikings —
framhjá Eggert Guðmundssyni,
markverði.
er biðleikur
Loks fáum við að sjá hiö fræga lið
Spörtu, en þvi miður komst einn úr
þrennunni frægu ekki i förina —
FH meistari meistaranna
þeir höfðu náð 7 marka forystu,
14-7. Vikingar minnkuðu muninn i
16-15 i byrjun siðari hálfleiks en
þar með var allt loft úr þeim —
FH-ingar sigu fram úr og sigruðu
örugglega 31-24.
Bezti maður vallarins var vafa-
laust Vikingurinn Páll Björgvins-
son. Skoraði 10 mörk auk þess
sem hann heldur öllu spili Vikings
gangandi. Stefán Halldórsson
skoraði 5 mörk.
Landsliðsþjálfarinn Viðar
Simonarson var drýgstur FH-
inga með 7 mörk. Geir Hallsteins-
son og Þórarinn Ragnarsson 5
mörk hvor.
h. halls.
I
mér!
Ég lék æfingaleik með aöalliöi
Offenbach gegn varaliðinu og sá
leikur gekk anzi vel. Við sigruö-
úm með 5-1 — og þeir voru að
hæla mér eftir leikinn. Var fram-
vöröur.
Liöinu hefur ekki gengiö vel i
haust — er fjórða að neðan og
munar þar mestu, að svertinginn
Westebbe, sem er i þýzka lands-
liðinu, var seldur til Herthu,
Berlin. Offenbach-liðið mátti ekki
við þvi að missa hann. Þrir er-
lendir leikmenn mega leika með
þýzku liðunum, og þegar ég var
að fara heim, var danskur leik-
maður að koma til liðsins, sem
mun æfa með þvi um tima eins og
ég gerði. Fyrir i liðinu eru tveir
austurriskir landsliðsmenn — en
þess má geta, að nokkur þýzk lið
eru með fleiri en þrjá erlenda
leikmenn á samningi, þó svo að-
eins þrirmegi leika á sama tima i
liðinu.
Þetta verður biðtimi hjá mér i
svipinn — og iiú er að biða og sjá
hvernig biðleikurinn hefur tekizt.
Leikurinn hefst...
Schwartau á laugardag og jafn-
tefli varð 17-17. Fjórum sinnum
höfðum við i Dankersen fjögur
mörk yfir — og þegar nokkrar
minútur voru til leiksloka stóð 17-
14 fyrir okkur. En það nægði ekki,
Schwartau jafnaði i 17-17.
Ölafur H. Jónsson átti mjög
góðan leik og skoraði fimm mörk
— en ég var litið sem ekkert með,
sagði Axel ennfremur. Þann
stutta tima, sem ég var inn á, átti
ég eina linusendingu á Óla, sem
gaf mark. Ég er orðinn sæmileg-
ur i olnboganum og skil illa hvers
vegna þjálfarinn nýtir mig ekki
meira i leikjunum — einkum þar
sem mikið er talað um samvinnu
okkar Óla. Ég skoraði ekki —
varla timi til þess.
Ég var að horfa á sjónvarpið i
gær, þegar Hamborg lék og þann
stutta tima, sem sjónvarpað var,
skoraði Einar þrjú mörk. Hann
virkaði sterkur i leiknum — en
ekki veit ég hvað hann skoraði
mikið i leiknum. Einar er ekki bú-
inn að fá sima enn. Þá vann
Göppingen góðan sigur gegn Hof-
weier á laugardag 22-17, en ekki
veit ég hvað Gunnar Einarsson
skoraði mörg mörk fyrir Göpp-
ingen i þeim leik. — Þetta var
fyrsti sigur Göppingen i þremur
leikjum i suðurdeildinni. Við hjá
Dankersen höfum fengið fimm
stig i fjórum leikjum.
Ég fer kl. 11 i dag, sagði Axel
ennfremur i morgun, til þýzks
læknis i Köln — sérfræðings.
Hann mun lita á olnbogann
og lika hnéð, en ég hef einnig átt
við meiðsli þar að striða. Ég vona
að ég komi heim aftur i kvöld —
og mér finnst ég vera orðinn góð-
ur, þó svo þjálfarinn hjá Danker-
FH skor-
aði 44
Úrslit leikja i Reykjanesmótinu
i handknattleik I gær.
FH —Viðir 44-18
Breiðablik—Afturelding 19-27
Haukar — IBK 31-16
Stjarnan—IA 12-18
Eftir góða frammistöðu Stjörn-
unnar kemur ósigur þeirra gegn
IA á óvart. Einnig er sigur Aftur-
eldingar úr Mosfellssveit gegn
Breiðabliki talandi dæmi um þær
framfarir, sem nú eiga sér stað i
handknattleik i kaupstöðunum
við Faxaflóa.
sen þori litið að nota mig i leikj-
unum, sagði Axel að lokum.
Talsvert hefur verið leikið i
norðurdeildinni þýzku að undan-
förnu. Gummersbach hefur for-
ustu — hefur unnið alla fjóra leiki
sina — Phönix Essen var lika tap-
laust siðast, þegar við fréttum.
Altenholz sigraði lið Hamborg-
ar með 14-13 i spennandi leik þar
sem litlu munaði að liði Einars
tækist að jafna. Einar skoraði
þrjú mörk i þeim leik — eitt viti —
og er nú meðal markhæstu leik-
manna i norðurdeildinni með 19
mörk úr fjórum leikjum. Pickel
og Tessloff skoruðu einnig þrjú
mörk fyrir Hamborgarliðið i
leiknum.
Þá sigraði Derschlag — liðið,
sem Hamborg vann i gær —
Dankersen nýlega, með 21-19.
Ólafur H. Jónsson skoraði þrjú
mörk i leiknum, en Axel eitt.
Staðan i hálfleik var 11-10 fyrir
Derschlag, en i siðari hálfleik,
léku Júgóslavarnir Kurtajic og
Lavrnic Dankersen grátt eftir að
Dankersen hafði jafnað i 13-13 —
skoruðu fjögur mörk. Waltke
skoraði íjögur mörk fyrir
Dankersen i leiknum — öll úr vit-
um, en hann var markhæsti leik-
maður liðsins eftir þrjá leiki með
15 mörk — 10 viti, sem Ólafur H.
hefur fiskað flest. Von Oepen
skoraði einnig fjögur mörk. Hjá
Derschlag var Ufer markhæstur
með 7 mörk — Kurtajic skoraði
fimm.
Frakkar úr leik
9 ••• I tXM
i sjounda riðli
A-Þjóðverjar sigruðu Frakka i
Evrópukeppni landsliða i gær, 2-
1. Eftir daufan fyrri hálfleik tóku
Frakkar óvænta forystu snemma
i siðari hálfleik þegar Batheney
skoraði. Frakkar gerðu þá skyssu
að leggjast I vörn og ætluðu að
halda sinu. Við það þyngdist sókn
A-Þjóðverja um allan helming og
aðeins fimm minútum siðar sendi
Vogel góðan bolta á Joakim
Streich, sem skoraði örugglega
fram hjá Baratelli, 1-1. Þjóð-
verjarnir sóttu nú allt hvað af tók
og á 78. minútu felldi svertinginn
Guillot, Haefner innan vitateigs.
Víti var dæmt og Vogel skoraði
örugglega, 2-1.
Frakkar komu úr skel sinni og
sóttu mjög i lokin. Attu þeir tvö
góð færi til að jafna, en Croy i
marki Þjóðverja var sá þrándur i
götu, sem þeir réðu ekki við.
Eftir sigur sinn eiga A-Þjóð-
verjar smá möguleika á að sigra í
riölinum, þ.e. að Frakkar sigri
Belga með minnsttveggja marka
mun i eina leiknum, sem eftir er
og fer fram i Frakklandi siðar i
mánuðinum. Frakkar hins vegar
eru nú úr sögunni.
Staðan i 7. riðli er nú þessi:
Belgia 5 3 116-37
A-Þýzkaland 6 2 3 1 8-7 7
Frakkland 5 1 2 2 7-6 4
ísland 6 1 2 3 3-8 4
Athyglisvert er að eina landið,
sem A-Þjóðverjar tapa fyrir er
jú, auðvitað Island. Jafntefli i
Magdeburg’ og tap á íslandi —
þrjú stig töpuð til Islands — gerðu
möguleika A-Þjóðverja nánast að
engu. Hins vegar taka Þjóð-
verjarnir þrjú stig af Belgum og
einnig þrjú stig af Frökkum.
Svona er nú knattspyrnan,
óútreiknanleg. h.halls.
Það
stöðunni hjá
Hann var strax kominn i starfið
sitt á ný slökkviliðsmaðurinn á
myndinni hér að ofan. Þið þekkið
hann auðvitaö? — Já, Marteinn
Geirsson, landsliðskappinn kunni
i Fram, var að berjast viö reyk I
Þjóðleikhúskjallaranum á sunnu-
dagsmorgun með félögunv sínum I
Slökkviliði Reykjavikur og þá
smellti Bjarnleifur þessari mynd
af honum.
Ég kom heim á föstudagskvöld
frá Vestur-Þýzkalandi, en ég
gerði ekki samning við þýzka
knattspyrnuliðið Kickers Offen-
bach. Vildi ekki flana að neinu
með samning, sagði Marteinn,
þegar Dagblaðiö ræddi við hann i
gær.
Ég ætla aö hugsa mig um til
áramóta, fer þá ef til vill út aft-
ur. Það var gaman að kynnast
þessu hjá Offenbach, liði, sem var
I fimmta sagti i 1. deildinni þýzku i
vor. Þjálfari liðsins virtist á-
nægður með mig — en þeir voru
talsvert hissa á þvi, að ég vildi
ekki semja úti — heldur að ein-
hverjir frá þeim kæmu hingað til
Islands til samninga.
Enn sigra
Sovétmenn
Sovétmenn tóku forustu I sjötta riðli
Evrópukeppni landsliða eftir sigur
sinn gegn Sviss i gær. Já, mótherjar
Akraness voru oft pressaðir i Zurich
en vel útfærðar skyndisóknir þeirra
gerðu mikinn usla í vörn Svisslend-
inga. Reyndar geta Svisslengingar
þakkað markverði sinum, Burgner, að
munurinn varð ekki meiri. Hvað eftir
annað varði hann meistaralega.
Mark Sovétmanna kom á 77. minútu
— þá komst Muntyan einn innfyrir og
skoraði örugglega fram hjá Burgener.
Þó Svisslendingar hafi verið meira
með boltann áttu þeir aðeins eitt um-
talsvert tækifæri — Risi átti þá góðan
skalla að marki en Sovétmenn björg-
uðu á línu.
Staðan I sjötta riðli:
Sovétrikin 4
trland 5
Tyrkland 4
Sviss 5
Eftir að Dynamo Kiev varð fulltrúi
lands sins hafa Sovétmenn ekki tapað
landsleik. ósigurinn i Dublin i fyrra, 0-
3 varð úl þess, að Úkraniuliðið var val-
ið. Tilraun sem virðist ætla að bera
rikulegan ávöxt. h.halls
Vann aftur
stórpening