Dagblaðið - 03.11.1975, Síða 1
dagblað
’Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
Aftakaveður gekk yfir Eyrarbakka í nótt:
ÞEYTTI 100 TONNA BÁTI UPP Á
STÓRSKEMMDAN HAFNARGARDINN
Hálfgert neyðarástand rikti á
Eyrarbakka I morgun, eftir að
óveður sem var nánast sem
fellibylur, gekk yfir þorpið. Stór
hluti hafnargarðsins skemmdist
I óveðrinu, sem einnig kastaði
100 tonna stálbáti, Sólborgu ÁR
15 á land og braut tvo minni
báta, 22ja og 12 tonna trillur.
Sjórinn gekk upp yfir sjó-
varnargarða og flæddi inn i
kjallara og um allar götur. Bar
hann með sér þang og grjót, en
mestar skemmdir urðu við
frystihús staðarins, þar sem
sjórinn gróf undan úthlið salt-
geymslu, með þeim afleiðingum
að veggurinn féll og stór hluti
þaksins fauk. Vatnslaust var i
þorpinu og fél) niður kennsla,
auk þess, sem mikið álag á
simakerfinu til þorpsins varð
þess valdandi, að erfitt reýndist
að skipuleggja björgunarstarf.
Kváðust Eyrbekkingar ekki
muna annað eins óveður og eru
þeir þó ýmsu vanir i suðvestan-
áttinni. —HP
Sjórinn gróf undan útvegg sait-
geymslu frystihússins á Eyrar-
bakka og féll hann við það sam-
an. Þak geymslunnar fauk, eins
og sjá má og dreifðust þakplötur
um þorpið. Skemmdir urðu viða
af sjó, sem flæddi i kjallara,
enda braut sjórinn sjóvarnar-
hlið á nokkrum stöðum og
flæddi óhindrað um þorpiö.-4Qp-
Brak úr trillu Skúla fógeta ÁR
185, var á floti f höfninni. Hún
brotnaði hreinlega i spón. i
(DB-myndir: Björgvin). W
Veðurhæðin hefur sennilega
veriðein 12—14 vindstig i hvið-
unum cnda þeyttist þessi 100
tonna stálbátur upp á hafnar-
garðinn. Undir Sólborgu ÁR 15,
er 22ja lonna trilla og má sjá
brakið úr henni við hlið stál-
bátsins. önnur minni trilla
brotnaði i veðrinu og dreifðist
brak úr henni vestur allar fjörur
undan þorpinu. Sögðu menn i
björgunarsveitinni Bakki á
Eyrarbakka það lán i óláni, að
ekki voru fleiri bátar í höfn, þar
eð sumir lægju i öðrum höfnum
og einn væri i slipp I Reykjavik.
ÞETTA VAR í UPP-
SIGLINGU í GÆR
— segir Veðurstofan
Öveðrið, sem skall yfir
Eyrarbakka og nánast allt suð-
vesturhorn landsins i nótt, var
með sem mestum krafti um
5-leytið i nótt. 1 viðtali við Dag-
blaðið i morgun, sagði Páll
Bergþórsson, veðurfræðingur,
að mesta veðúrhæð, sem mæld-
ist hefði verið 12 stig á Stór-
höfða, en annars hefði vind-
hraðinn verið um 9—11 stig á
svæðinu. Mjög djúp lægð, sem
nú væri á hreyfingu vestur og
norður um land, hefði valdið ó-
veðrinu og hrært upp i sjónum i
allan gærdag, — þess vegna
hefði brimið orðið svona mikið.
HP
Meira um óveðrið
— sjá baksíðu
Lítil kaup-
hœkkun,
— eða engin
Frystihús-
in á Suður-
nesjum loka
CARMEN
HIN
BLÓÐHEITA
jfrumsýningar-
gestir á
!bls. 2
leikdómur
á bls. 8-9
Stórleikur Axels
og Ólafs með
Dankersen
— Skoruðu sjö mörk
hvor, þegar Dankersen
sigraði Phönix Essen
i gœr. — sjá bls. 12,
13, 14 og 15